Tíminn - 30.07.1976, Page 1
Leiguflug—Neyðarf lug
HVERTSEM ER
HVENÆR SEM Éfc
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122 — 11422
HÁÞRÝSTIVÖRUR
okkar sterka hlið
^I
rnmrmmm
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
Viðræður
hafnar um
geimflutning á orku?
Bandarískt stórfyrirtæki hefur hug
á samvinnu við Isiendinga um
flutning raforku i
Afríku eða Suður
—hs—Reykjavik. — Hér
i blaðinu var nýlega sagt
frá þvi, að uppi væru
ráðagerðir um að flytja
raforku milli fjarlægra
staða um gervihnetti.
Þessu til viðbótar getur
Timinn nú skýrt frá þvi
samkvæmt allgóðum
heimildum, að banda-
riskt stórfyrirtæki, sem
ma. fæst við geimrann-
sóknir, hefur hug á sam-
vinnu við íslendinga um
könnun á þvi, hvort
mögulegt sé að flytja
raforku frá íslandi um
gervihnött til Afriku eða
Suður-Ameriku. Ástæð-
an til þess, að umrætt
fyrirtæki hefur fest auga
á íslandi, mun einkum
sú, að hér sé hægt að
im gervihnött til
Ameríku
framleiða mjög mikla
orku, en geimflutningar
á orku borgi sig ekki,
nema um mikla orku sé
að ræða.
Það mun álit sérfræðinga um-
rædds fyrirtækis, að könnunarat-
huganir á því, hvort slikir orku-
flutningar séu gerlegir, taki um
fjögur ár frá þvi, að þær eru hafn-
ar, en siðan geti framkvæmdir,
sem gera slika flutninga mögu-
lega, tekið 10 ár eöa meira.
Það gefur nokkra hugmynd um,
að hér er ekki um neitt smávaxn-
ar hugmyndir að ræða, að áætlað
er að sendistöðin, sem flytti ork-
una til hnattarins, þurfi um 40
ferkilómetra landsvæði til um-
ráða fyrir tæki sin.
Frumathuganir munu hafa
sýnt, að tiltölulega auðveldast
mun að flytja héðan orku um
gervihnött til vesturstrandar
Afriku eða austurstrandar Suöur-
Ameriku. Sérfræðingar umrædds
fyrirtækis munu þvi hafa varpað
fram þeirri hugmynd, að alþjóð-
legar fjármálastofnanir, eins og
t.d. Alþjóðabankinn, veittu aðstoð
sina til þess, að orkulitil þróunar-
lönd I þessum heimsálfum gætu
fengið orku frá Islandi. I Þeir eru orðnir margir gervihnettirnir, sem sveima um jörðina I
Að þvi er Timinn bezt veit, I alls kyns tilgangi, til rannsókna, fjarskipta og njósna, svo eitt-
hefur umrætt fyrirtæki þegar haf- I hvað sé nefnt. Og nú á að athuga, hvort mögulegt sé að flytja
ið viðræður við islenzk stjórnvöld I orku frá tslandi um gervihnött til Afriku eöa Suöur-Ameriku.
um framangreinda könnun. ^
Möguleikar
á viðræðum
um gagn-
kvæm fisk-
veiðiréttindi
og fiskvernd
— rædd á fundi
með embættis-
mönnum EBE
-hs-Rvik. t gær fóru fram
könnunarviðræöur um fiskveiöi-
mái milli Islenzkra embættis-
manna og embættismanna EBE.
Viðræður þessar fóru fram sam-
kvæmt ósk Efnahagsbandalags-
ins.
Að sögn Tómasar Tómassonar,
sendiherra I Briissel, sem tók þátt
i viðræðunum fyrir íslands hönd,
ásamt fiskimálastjóra, Má Elis-
syni, og aðstoðarmanni sjávarút-
vegsráðherra, Einari B. Ingvars-
syni, tóku viðræðurnar þrjá tima
og voru fremur óformlegar.
Rætt var um gagnkvæm fisk-
veiðiréttindi og samvinnu i fisk-
verndunarmálum og hugsanlegar
framhaldsviðræður um þessi
mál. Sagðist Tómas senda rikis-
stjórninni skýrslu af fundinum,
en vildi ekki tjá sig um gang
málsins að öðru leyti.
Neskaupstaður:
Kolmunni frystur í beitu
FYRSTU TILRAUNIR LOFA GÓÐU OG KOLMUNNINN
ER MUN ÓDÝRARI EN INNFLUTTUR SMOKKFISKUR
gébé—Rvik. — t Síldarvinnsl-
unni á Neskaupstað er verið að
gera enn eina tilraunina með
kolmunna, en eins og skýrt
hefur verið frá I Timanum, hef-
ur vinnsla á þessari fisktegund i
marning og skreið verið reynd á
Neskaupstað, Höfn I Hornafirði
og I Þoriákshöfn, og viröist gefa
mjög góða raun. Fyrir stuttu
var gerö ný tilraun, með að
frysta kolmunnann i beitu og
reyndu tveir bátar frá Neskaup-
stað þessa beitu i veiðiferð ný-
lega. Likaöi sjómönnunum beit-
an vel og virtist þessi nýja
tilraun gefa góðar vonir. t gær-
dag landaði skuttogarinn
Runólfur um fjörutiu tonnum af
kolmunna á Neskaupstaö og var
helminguraflans frystur f beitu.
— Linubátar okkar munu nota
þessa beitu auk nokkurra ann-
arra úrnágrannabyggðunum, —
sagði Már Lárusson, verkstjóri i
SDdarvinnslunni i gær, — inn-
flutti smokkfiskurinn, sem
hingað til hefur verið notaður,
kostar kr. 95.- kOóið, en þó ekki
sé búið að verðieggja kol-
munnabeituna, er augljóst að
hún veröur mun ódýrari.
t gærmorgun landaði Runólf-
ur um 40 tonnum af kolmunna á
Neskaupstað, en eins og skýrt
hefur verið frá I Timanum áður,
þá er togarinn á kolmunnaveið-
um á vegum Hafrannsókna-
stofnunar og er Sveinn Svein-
björnsson leiðangursstjóri.
Runólfur hélt aftur á veiðar
fyrir Austurlandi i gærkvöldi og
er áætlað að hann landi afla sin-
um á Höfn i Hornafirði i næstu
viku.
Már Lárusson sagði i gær, aö
of snemmt væri enn að segja um
hve góður árangurinn yrði af
notkun kolmunnans i beitu, en
fyrsta tilraunin hefði gefiö mjög
góðar vonir um framhaldið. Þvi
var ákveðið að taka helming
afla Runólfs i gær, til frystingar
i beitu. Hingað til hafa linubát-
arnir keypt smokkfisk frá Rúss-
landi i beitu og er þegar ljóst að,
þó eftir eigi að verðleggja kol-
munnann, reikna út vinnulaun
og fleira, þá verður hann mun
ódýrari. Það mundi þvi spara
mikinn gjaldeyri að nota innlent
hráefni i beitu i stað erlends.
— Áfram er haldið með
vinnslu kolmunna i marning á
Neskaupstað og hefur sú vinnsla
gengið ágætlega. Már Lárusson
sagði, að ekki væri útilokað að
þó Runólfur landaði afla sinum
næst á Hornafirði, að þeir á
Neskaupstað fengju hluta af
honum, en það færi að sjálf-
sögðu eftir aflamagninu.