Tíminn - 30.07.1976, Síða 13
12
TÍMINN
Föstudagur 30. júli 1976.
Hnefaleikarinn i millivigt Petrus Mkhwanazi frá Suöur-Afriku dreymdi
drauma um árangursrikan feril I grein sinni. Hann fékk þá aldrei
uppfyllta. Eftir fyrsta stóra bardagann sinn, sem hann háöi I Jóhannes-
arborg féll hann niöur og stóö ekki upp aftur. Honum var veitt bana-
höggiö I sjöttu lotu. Hér sést hann dreginn út úr hringnum.
Argentlnski hnefaleikarinn Jorge Fernandez veitir Isaac Logart frá Kúbu þungt hægrihandar högg,
sem afmyndar á honum andlitiö. Högg eins og þetta kunna áhorfendur um gjörvallan heim vel aö meta
ogespast til muna. Eftir sjöundu lotu var Kúbaninn dreginn hálf-meövitundarlaus út úr hringnum.
Box er eina drápsaöferöin, sem
ieyfö er i flestum löndum heims
og er þessi Iþróttagrein, sem
margir telja þó aö flokkist ekki
undir iþróttir, ekki minna
grimmileg en giadíótorabar-
dagarnir I Róm til forna, segja
þekktir taugasérfræöingar. Paö
eru aöeins þrjú lönd I heiminum,
þar sem — þessi göfuga list
sjálfstortlmingarinnar — er
bönnuö meö lögum, en þaö er á
islandi, i Sviþjóö og AlpydU-
lýöveldinu Kina.
Þegar stærsti sigur hans var i
höfn, leið Muhammad Ali sem
ætti hann skammt eftir ólifað. A
meðan bardaginn við Joe Frazier
stóð yfir, stóð sú hugsun fast i
honum, aö hvert högg, sem hann
þyrfti að reka andstæðingi sinum,
færði hann einu skrefi nær
grafarbakkanum. „Samt sem
áður held ég áfram að berjast, og
enda áreiðanlega meö þvi að
drepa mig. Hvers vegna i
ósköpunum erum við að þessu?”
Siðan — Súperstjarnan lét þessi
orð falla, hefur hann fjórum sinn-
um farið inn i hringinn til að berj-
ast þar á meðal I Munchen þá viö
Evrópumeistarann Richard Dúnn
frá Englandi. Eitt þúsund mörk
varð sá að vera fús til að greiða,
sem vildi fylgjast meö þvi úr ná-
vigi, þegar mennirnir tveir
börðust upp á lif og dauöa, hinir
urðu að láta sér nægja sjón-
varpið.
Engin önnur iþróttargrein hef-
ur þetta sama takmark og boxiö,
— að slasa andstæðinginn eða að
slá hann i rot. En samt eru fleiri
sem látast i kappakstri og fleiri
örkumlast i fótbolta heldur en
boxi. Samt drepur enginn kappa-
akstursmaðuribeinum ásetningi,
og engin fótboltaleikmaður fær
borgaö fyrir að gera andstæðinga
sina að spitalamat. Boxið hefur
litiö sem ekkert breytzt irá þvi
fyrsta, en aörar greína einvigis
hafa hins vegar mildazt. I fjöl-
bragöaglimu nægir þaö til sigurs
að geta þrýst báðum herðablöð-
um andstæðingsins niöur i dýn-
una. 1 Karate, Kung Fu og
Taekowon-Do, sem upprunnar
eru i Austurlöndum, er lögö á þaö
rik áherzla að sýna keppinautum
viröingu og stöðva þennan lifs-
hættulega bardaga áður en illa
fer. 1 skylmingum skýlir grima
höföinu og stoppaður jakki skýlir
búknum. Hnefaleikarar nota eng-
ar slikar varnir utan á æfingum,
en þá nota þeir hjálma sem skýla
höfðinu. t bardaga eru þeir
hlifðarlausir fyrir ofan beltisstað
og fyrir höggum andstæöingsins
Sá sem gefur þyngri högg og er
þolgæðnaristendurað lokum með
pálmann i höndunum.
Dr. Ernst Jokl, prófessor við
rikisháskólann i Kentucky, —
segir að box sé eina löglega
drápsaðferðin i okkar þjóöfélagi.
„Box er engin iþrótt, — full-
yrðir taugasérfræðingurinn
Friedrich Unterharnscheidt
prófessor viðháskólann i New Or-
leans. Þessi fyrrum starfsmaður
Mac-Planck geðlæknastofnunar-
innar i Munchen hefur i tuttugu
og fimm ár rannsakað heila-
skemmdir, sem verða af völdum
höfuðhögga. „Visindalegar rann-
sóknir minar hafa leitt I ljós, að
hnefaleikarar verða óhjákvæmi-
lega oftar fyrir heilaskemmdum
en aðrir iþróttamenn. Likamleg
starfsemi, sem kennd er við
iþróttir, og hefur slikar afleiðing-
ar i för meö sér ætti ekki aö vera
sýnd opinberlega heldur bönnuð
með öllu. Sett var á stofn á veg
um vestur-þýzka þingsins nefnd,
sem fjalla skyldi um og rannsaka
hvort ástæða þætti til að banna
box. I nefndina voru skipaöir
visindamenn og þar af voru fimm
meðlimir vestur-þýzka boxsam-
bandsins. Eftir þriggja ára starf
birti nefndin niöurstöður sinar i
sextán siðna skýrslu. Þar segir
meðal annars: — Boxiþróttin get-
ur valdið miklum og ólæknandi
heilaskemmdum. — 1 greininni
segir einnig: — t samanburði við
aörar iþróttagreinar er ekki hægt
aö segja að heilaskemmdir séu
meira áberandi meðal hnefa-
leikara en annarra iþróttamanna.
— Prófessor Unterharnscheidt
segir i þessu sambandi: að ekki
heföi þurft þessa nefnd, til að
koma fram með þessa fyrri full-
yröingu, hún var hverjum manni
ljós þegar. Hin fullyrðingin er
röng. Heilaskemmdir eru tiðari
hjá hnefaleikurum en öðrum
iþróttamönnum. Þaö getur hver
sem vill lesiö þaö I nýútkominni
handbók um taugalækningar. I
ölium öörum iþróttagreinum
kemur það sjaldan fyrir að
meiðsli og slys leiði til
heilaskemmda. í hnefaleikum
aftur á móti er reynt meö höf-
uðhöggum að yfirbuga and-
stæðinginn. Það er langt siðan um
það var vitað með vissu, hvaö
gerist I mannsheilanum þegar
hann fær slik högg. Við hvert
högg minnkar heilinn. Höfuö-
kúpan slæst aftur og heilinn, sem
hvilir i vökvakenndum massa
getur ekki fylgt þessari óvæntu
hreyfingu eftir. Hann veltur fram
og til baka eins og búðingur i skál.
Þetta getur leitt til blæðinga, og
við það að blóð streymir út,
þrýstist heilinn saman. Ef sjúk-
lingur kemst ekki tafarlaust
undir læknishendur, þannig að
hægt sé að opna höfuðkúpuna og
hreinsa blóöið út, veldur þaö
dauða.
„Þegarég opnaði höfuðkúpuna,
skrifaði skurðlæknirinn DeWitt-
Fox frá Los Angeles eftir dauða
argentinska þungavigtar hnefa-
leikarans Alejandro Lavorante,
— valt heilinn á móti mér, og
minnti einna helzt á blómkáfs
höfuð. Eftir bardaga við Banda-
rikjamanninn Johnny Riggings
hafði Lavorante legiö átján
mánuði meövitundarlaus á
spitala áður en hann lézt. Högg-
kraftur hnefaleikaranna er mikiTl
og eykur þrýstiáhrifin á heilann
til muna. Meö hjálp rafmagns-
tækja mældi bandariskur vis-
indamaður að þessi þrýstings-
auking væri allt aö einum fjórða.
Hver sem verður fyrir slikum
höfuðhöggum sýnir sömu eftir-
köst, og maður sem orðiö hefur
fyrir þvi að bill, sem ekur á þrjá-
tiu km hraða á fcfsf aki á höfú'ófð á
honum. Vegfarandi sem verður
fyrir sliku, er strax færður undir
læknishendur, en boxari er i bezta
falli færður i búningsklefa sinn.
Um leið og fórnarlamb slyssins
hugsar um bætur þær, sem hann
fær frá tryggingunum, undirbýr
hnefaleikarinn sig fyrir næsta
bardaga, sem skaðar hann enn
frekar.
Eftir tilraunir á köttum, kanin-
um og öpum, komst Unter-
harnscheidt að þeirri niðurstööu
að jafnvel veit höfuöhögg hafa
eyðileggjandi áhrif á heilafrum-
urnar ef tiðni þeirra er ör. Brezki
taugasérfræöingurinn Nicholas
Colsellis rannsakaði heilann i
Föstudagur 30. júli 1976.
TÍMINN
13
Eftir árangursrlkan feril sem hnefaleikari, enda flestir ævi sina á geðveikrahælum. Brezki taugasér-
fræöingurinn dr. Nicholas Corsellis rannsakaði heilann I fimmtán þekktum hnefaleikurum. Við
rannsóknina kom I ljós að þeir höfðu allir orðið fyrir heilaskemmdum. Nokkrir þeirra létust á geð-
veikrahælum eftir að hafa misst alla skynjun og vit. Eftir dauða þeirra lét hann heila þeirra I spiritus.
fimmtán fyrrverandi hnefa-
leikurum. 1 öllum fann hann
skemmdar heilafrumur. I tólf
þeirra var veggurinn á milli
heilahelminganna rifinn. Þessu
fylgdu áberandi hegöunarbreyt-
ingar hjá viðkomandi einstakl-
ingum, sem vinir og ættingjar
sögðu að hefðu lýst sér I þvi að
þeir þjáðust af minnisleysi, tal
þeirra væri óskýrt og göngulagið
reikult, eins og þeir væru stöðugt
undir áhrifum áfengis, þeir
brystu i grát án minnsta tilefnis
og svo skjálfhentir, að þeir gætu
jafnvelekki drukkið hjálparlaust.
Flestir þeirra enduðu ævi sina á
hælum fyrir andlega vanheilt
Hnefaleikarar frá Suður-Afriku bera félaga sinn til grafar.
fólk.
Arið 1945létust yfir þjú hundruð
hnefaleikarar i hringnum. t
Englandi einu eru 1700 fyrr-
verandi hnefaleikarar á hælum
andlega sljóir, með útflatt nef,
rifin eyru ogmargir blindir og að
ieira eða minna leyti ósjálf-
bjarga.
Þrátt fyrir þessar tölur og bær
staðreyndir sem fram hafa komið
er ekki þess að vænta, að boxið
verði bannað. Þess i stað leggur
fyrrgreind nefnd i Vestur-Þýzka-
landi t.d. til að þyngd hanzkanna
verði aukin úr sex únsum i átta,
fjörutiu ára aldurstakmark verði
sett á keppendur og aö boxarar
verði að gangast undir læknis-
rannsókn tvisvar á ári. Prófessor
Unterharnscheidt þykir litið til
umræddra endurbóta koma. —
Það er aðeins til ein lausn, og hún
er sú, að banna þessi höfuðhögg.
— Fengi hanrt það i gegn, væri þar
með hægt að setja punkt aftan við
sögu boxins.
En svo lengi sem áfram er
boxað ætti sérhver hnefaleikari
sem umhugað er um lif sitt og
stundar keppni að taka til um-
hugsunar ráðleggingar Mu-
hammads Alis. — Hver hnefa-
leikari ætti að fá sér umboðs-
mann, sem elskar hann eins og
hann væri sónur hans, ella hættir
honum til að taka áhættuna af þvi
að skjólstæðingur hans verði bar-
inn þannig að hann hljóti örkuml
eða bana af.
„Umboðsmaður Fraziers
virðist fullnægja skilyrðum góðs
umboðsmanns(en Ali fullyrti eftir
bardagann i Manila að hann hefði ■
gefið merki um, að stöðva alveg á
réttum tima. Frazier mátti lifa
viðureigninga af.
—Þýtt og endursagt JB