Tíminn - 04.08.1976, Side 1
4
Leiguflug—Neyöarflug
• HVERT SEÁA ER
HVENÆR SEM Éfi
FLUGSTÖÐIN HE'
Sirnar 27122 — 11422
—
HÁÞRÝSTIVÖRUR
okkar sterka hlið
L_
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
I dag
Loðnuveiðin orðin
rösk 30.000 tonn
gébé Rvik — Bræla var á loðnu-
miðunum fyrri hluta dags i gær,
en þó að veðrið færi batnandi þeg-
ar á daginn leið, var litil sem eng-
in veiði hjá bátunum, sagði
Eyjólfur Friðgeirsson, leið-
angurstjóri um borð i Árna Frið-
rikssyni i gær. — Við fundum
ioðnu um 70 sjómiiur norður af
Hornii morgun, en hún var innan
um dreift Ishrafi sem hefur senni-
lega rekið þangað i brælunni,
sagði hann. Áður en þessi bræla
kom, var loðnuveiðin hjá bátun-
um hins vegar góð, og var sunnu-
dagurinn bezti veiðidagurinn til
þessa, en þá fengu bátarnir sam-
tals um fimm þúsund tonn.
Heildarveiðin var i gær orðin
30.100 tonn, að sögn loðnunefndar.
A Raufarhöfn var fyrst tekið á
móti loðnu s.I. laugardag, og
gengur vinnslan þar fremur hægt,
en einhverjir byrjunarörðugleik-
ar komu upp. A Siglufirði er
bræðslan hins vegar farin að
ganga nokkuð vel og virðast Sigl-
firðingar hafa yfirstigið sina
by r junarerfiðleika.
Eins og áður segir er heildar-
veiðin orðin rúm þrjátiu þúsund
t. en fyrstu loðninni var land-
að þann 7. júli s.l. Aðeins fjórir
bátar voru við loðnuveiðar til að
byrja með, en smám saman hafa
fleiri verið að bætast i hópinn og
eru nú um tuttugu og fimm bátar
við loðnuveiðar.
Kolmunni:
Fimm-
tíu tonn
í kasti
— landar
næst á Höfn
gébé Rvik. — Skuttogarinn Run-
ólfur lékk fimmtiu tonn i einu
kasti um sl. helgi, og eftir aðeins
tvö köst til viðbótar varskipið bú-
ið að fá fullfermi, eða um niutiu
tonn. Aflanum var landað á Nes-
kaupstað um helgina, en meiri-
hluti hans mun fara i bræðslu, þar
sem ekki hafði vcriö búizt við
neinum kolmunnaafla i Sildar-
vinnsluna þar fyrr en siðar i vik-
unni, reyndist ekki unnt að vinna
marning og skreið nema úr 20-25
tonnum. Varpan gaf sig þegar
skipverjar fengu þetta stóra kast
en eftir að gert hafði verið við
iiana á Neskaupstað hélt skipið
þegar á ný til veiða og er áætlað
að þaö landi næst á Höfn i Horna-
firði um miöja vikuna. Að sögn
Más Lárussonar i Sildarvinnsl-
unniá Neskaupstaðhafa þeir ekki
undan, þar sem einnig er tekið á
nióti ioðnu til bræðslu, svo og
fiskafla frá togurunum, en Bjart-
ur landaði i gærmorgun 85 tonn-
um og afli trillubátanna hefur
cinnig verið góður að undan-
lörnu. — Það er mjög mikið að
gera hjá okkur og það vantar til-
finnanlega fólk til starfa sagði
liann.
Aætlað var að skuttogarinn
Runólfur myndi verða við kol-
munnaleit um siðustu helgi, en
landa siðan afla sinum næst á
Höfn i Hornafirði. Hins vegar
lundu þeir svo mikla kolmunna-
torfu, eitthvað norðar en þar sem
þeir hafa mest verið við veiðar
fram aðþessu.eða á Héraðsdýpi.
Áður hafa þeir mest verið við
veiðar á Seyðisfjarðardýpi.
— Meirihíuti aflans verður tek-
inn i bræðslu sem Runólfur kom
með til Neskaupstaðar nú.en ekki
eráætlað að frysta neitt i beitu að
svo stöddu, sagði Már Lárusson.
— baðerekki mikil reynsla kom-
in á kolmunnabeituna enn, en við
erum að senda nokkuð magn
vesturá firði núna, hitt höfum við
notað sjálfir og gefur það góðar
vonir.
Már sagði að loðnubræðslan
gengi þokkalega núna, eftir að
byr junarörðugieikarnir voru
yfirstignir. en það eru Neskaups-
staðarbátarnir sem sigla til
heimahafnar með afla sinn frá
loðnumiðunum fyrir Norðurlandi
og norður af Horni.
Dr. Kristján Eldjárn var
settur inn i embætti forseta
islands á sunnudag og hófst
þar með þriðja kjörlimabil
hans. bessi mynd er tekin,
þegar forsetahjónin komu
fram á svalir Alþingishúss-
ins cftir að forsetinn hafði
undirritaðeiðstaf sinn. Á bls.
0-7 i blaðinu i dag er birt
ávarp það, sém dr. Kristján
Etdjárn flutti við embættis-
tökuna. Timamynd: Róbert.
Verzlunarmannahelgin
reyndist sunnlenzkum
bændum ekki eins nota-
drjúg og vonir stóðu til
ASK-Reykjavik. — Bændureru að
reyna að reyta hey inn, en það
gengur hægt. Heyin eru illa þurr
og það má segja að þeir sem hafa
öfluga súgþurrkun eru bezt á veg
komnir með heyskapinn. Á túnum
er inikið gras, en það er nær allt
úr sér sprottið, sagði Iijalti
Gestsson ráðunautur á Selfossi er
Timinn ræddi við hann i gær.
— Sumir eru að visu rétt að
verða búnir, en aðrir eru stutt á
veg komnir. Yfirleitt gæti ég trú-
að þvi að bændur væru hájfnaðir.
Aðspurður um veðrið um helg-
hia til heyskapar sagði Hjalti að
það liefði ekki nýtzt sem skyldi.
Útlit var gott fyrir helgina, en svo
fór að rigna á laugardag og að-
faranótt sunnudags. bá hætti loks
rigningin og sæmilegur þurrkur
var á mánudag. bá náðist tölu-
vert rnagn inn i hlöður.
Nokkuð mikið magn af heyjum
hefur verið verkað i vothey og
sagði Hjalti að á nokkrum bæjum
væri komin ágæt aðstaða til vot-
heysverkunar. Þannig nefndi
hann Dufþaksholt og Hrafnsstaði
sem dæmi um slikt, en þar hafa
verið byggðar flatgryfjur.
Gamla túnaslættinum ætti að
vera að ljúka núna, sagði Hjalti,
en það þýðir aö við erum á yztu
nöf hvað heyskapinn varðar. En
við höfum oftáðurséðbliku á lofti
hér á Suðurlandinu og heyskapur
getur verið sæmilegur ef fer að
stytta upp og koma góður þurrk-
ur. Hitt er svo aftur annað mál að
þegar hafa farið mikil verðmæti i
súginn og fóðurgildið er viða orðið
æði lágt.
Þá sagði Hjalti að gæði þeirra
heyja sem þegar hafa náðzt inn
væru yfirleitt sæmileg, en viða
væru þau meira eöa minna koluð.
Engin afstaða tekin
til kaupa á rækjubót
Snorra Snorrasonar
ASK-Reykjavik. — Málið var
rætt litils háttar, en engin af-
staða var tekin til þess, sagði
Guðjón Halldórsson aðstoðar-
forstjóri Fiskveiðisjóðs, en á
fundi sjóðsins i gær lá fyrir bréf
frá Snorra Snorrasyni útgerðar-
manni á Dalvik.
Snorri hefur nú um alllanga
hrið reynt að fá Fiskveiðisjóð til
að endurskoða afstöðu sina til
kaupa á nýjum rækjubát, sér-
staklega útbúnum til veiða á
djúprækju.
— Þetta er i rauninni nýtt
mál, sagði Guðjón, sjóðurinn
hefur þegar gefið Snorra nei-
kvætt svar. Ekki er heldur vist
hvenærmálið verður rætt innan
sjóðsstjórnarinnar á nýjan leik.
r Avorp forseta r Islands, dr. Kristjóns Eldjárns
o
Bylting í fatatízku
©
Akranes í 16-liða úrslit?
©
1