Tíminn - 04.08.1976, Side 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 4. ágúst 1976.
| Verzlunarmannahelgin:
Lítil drykkja og
slysalaus umferð
—hs-Rvik. Útisamkomur um
verzlunarmannahelgina fóru
mjög vcl fram og áfengisvanda-
mál var sáralitið, að sögn lög-
reglunnar, og virðast timarnir
nokkuð breyttir til batnaðar hvað
þetta snertir, þvi oftastnær á
undanförnum árum hafa heyrzt
hneykslunar- og varnaðarraddir
að lokinni hverri verzlunar-
mannaheigi.
En helgin heppnaðist ekki vel
bara að þessu leytinu, þvi hin
geysimikla umferð um allt land
var svo til óhappalaus og engin
alvarleg slys urðu á mönnum.
Virðist hinn mikli áróður fyrir
bættri umferðarmenningu, sem
dunið hefur á landsmönnum
undanfarið og ekki sizt um sjálfa
helgina, hafa borið árangur.
Einn svartur punktur var þó á
umf erðar- og vinmenningunni um
helgina, þvi alls munu hafa verið
teknir um 40manns, grunaðir um
að hafa blandað þessu tvennu
saman, þ.e. grunaðir um ölvun
við akstur.
Fjölmennasta útisamkoman
var við Úlfljótsvatn, þar sem
saman munu hafa verið komin
um 5000 ungmenni. Engin áfeng-
isleit var ogbar þvi litið eitt á ölv-
un. Þeir sem sáust þannig á sig
komnir voru látnir hvila sig um
stund i þar til gerðri endurhæf-
ingarstöð eða þurrkhúsi, eins og
skátarnir, sem héldu mótið, köll-
uðu það.
1 Galtalækjarskógi munu hafa
veriö um 3000 manns og eitthvað
svipaðiHúsafelliog ersömu sögu
að segja frá báðum stöðunum —
litið bar á áfengisneyzlu.
Mjög svipaðar sögur er að
segja af útisamkomum þeim,
sem haldnar voru fyrir norðan og
austan. Mun allt hafa farið mjög
skikkanlega fram.
Meðfylgjandi myndir tók
blaðamaður Timans á útisam-
komunni við Úlfljótsvatn á laug-
ardaginn, en þann dag setti mikil
rigning talsverðan svip á hátið-
Vígahnöttur, hluti úr
gervitungli eða eldflaug?
— miklar drunur fylgdu í kjölfarið
—hs-Rvik. — Þetta var mjög
bjart og ég hafði það á tilfinning-
unni að þetta væri ekki mjög
veiðihornið
Veiðin minnkar
þegar veðrið batnar
— Það hefur verið minnkandi
veiði hér að undanförnu eða strax
og hlýna tók i veðri á ný sagði
Helga Halldórsdóttir, ráðskona i
veiðihúsinu viö Laxá i Aðaldal i
gær. Sagði hún að veiðin siðast-
liðna viku hefði verið frekar
dræm, laxinn tekur ekki i hitan-
um. Um hádegi i gærdag voru alls
komnir 862 laxar á land, sem er
ekki langt undir þvi sem hafði
veiðzt á sama tima i fyrra, en i
bókum VEIÐIHORNSINS, sést,
að þann 6. ágúst i fyrrasumar
höfðu alls veiðzt rétt um niu
hundruð laxar. Þyngsti laxinn
sem veiðzt hefur i sumar reyndist
23pund, en i fyrra var sá þyngsti
28 pund, og veiddist um miðjan
ágústmánuð.
Sæmileg veiði
i Laxá i Dölum
— Þetta er önnur vikan i
sumar sem veitt er á allar stang-
irnar sjö hjá okkur, sagði Gunnar
matsveinn i veiðihúsinu i gær, en
sem kunnugter.eru það eingöngu
erlendir laxveiðimenn sem
stunda veiði i Laxá i Dölum. —
Þeir stunda veiðina ekki af eins
miklum krafti og áhuga eins og
Islendingarnir, og eru sjaldnast
við ána allan daginn, sagði Gunn-
ar. I siðustu viku veiddust 67 lax-
ar, en Gunnar kvaðst álita að i
allt væru um 180 laxar komnir úr
ánni i sumar. Gunnar sagðist
hafa það eftir leiðsögumönnum
við á.na, að þvi virðist vera
nokkuð um lax i ánni, eða svipað
og undanfarin ár.
Nóg af laxi i Flókadalsá,
en hann tekur illa
— Laxinn er enn að ganga og
það virðist vera nóg af honum i
ánni, t.d. er fullt af laxi á neðsta
svæðinu, sem er óvenjulegt þegar
þetta er liðið á laxveiðitimann,
sagði Ingvar Ingvason, Múlastöð-
um i gærdag. Aftur á móti er lax-
inn tregur að taka, hverju sem
það svo má um kenna. Vatnið er
ágætt i ánni, tært og mátulega
mikið.
Ingvar sagðist álita að um 230
laxar væru komnir á land i allt i
sumar, sem er töluvert minni
veiði en á sama tima i fyrra. —
En siðastliðið sumar var lika
metlaxveiðisumar hér hjá okkur
eins og á svo mörgum öðrum
stöðum, svo ekki má alltaf miða
i við veiðina þá,sagði hann. Hann
bjóst hins vegar við að veiðin i
sumar væri nokkuð betri en
sumarið 1974, en þá veiddust i allt
414 laxar i Flókadalsá.
Þyngstu laxarnir, sem fengizt
hafa i sumar, voru tveir 14
punda, en nokkuð hefur veiðzt af
12-13 punda laxi.
-gébé-
langt undan, sagði Magnús Odds-
son, bæjarstjóri á Akranesi, en
hann var staddur nálægt bænum
Hrauni á Skaga, þegar það, sem
flestir álita hafa verið vigahnött
eða loftstein, þaut yfir himininn á
sunnudagskvöld.
— Um eða innan við 10 minút-
um siðar heyrðust miklar drunur
og undirgangur, sagði Magnús
ennfremur, — og i kjölfar þessa
glóandi hlutar myndaðist rák,
sem siðar varð að einhvers konar
skýi, ekki ósvipað og eftir þotu,
nema mun meira.
Magnús gagði að heimilisfólkið
að Hrauni hefði verið við mjaltir,
þegar skyndilega birti i fjósinu.
Þaut það út og sá fyrirbærið einn-
ig mjög greinilega, ásamt Magn-
úsi og séra Tómasi Sveinssyni frá
Sauðárkróki. Sólin lýsti upp
skýjaslæðuna, sem myndaðist,
alla nóttina, að sögn Magnúsar.
Þorsteinn Sæmundsson,
stjörnufræðingur, sagðist ekki
hafa séð þetta sjálfur, en eftir lýs-
ingum að dæma gæti hafa verið
um að ræða annað hvort viga-
hnött eða hluti úr gervitungli eða
eldflaug. Væri hann að afla sér
upplýsinga og vonaðist til að geta
skorið úr um þetta á grundvelli
þeirra.
Þorsteinn kvaðst vona, að sem
flestir hefðu samband við sig,
hvaðanæva að af landinu, svo að
hann fengi sem gleggstar upplýs-
ingar um afstöðu hlutarins við
sjóndeildarhring og hæð á himni.
Fjöldi manns hafði samband
'við Slysavarnafélagið og tilkynnti
um neyðarblys á lofti og eftir
sögnum viðs vegar af að landinu
aðdæma, virðisthlutur þessi hafa
verið á ferð norður af Skaga.
SX MKJ * ■ ■ ■
■
v & *»:■ ■ *
Þessa mynd af loftfyrir-
brigðinu tók Magnús
Magnússon i Flatey á
Breiðafirði.