Tíminn - 04.08.1976, Síða 3
Miðvikudagur 4. ágúst 1976.
TÍMINN
3
Hrossum smalað
af afrétti landnáms
Ingólfs Arnarsonar
Austurlandsveita:
Sveitarfélögin munu
aldrei hafa áhuga á
PÞ-Sandhól. Á síðast liðnu vori
samþykkti sveitastjórnir i land-
námi Ingólfs Arnarsonar að
banna lausagöngu hrossa I af-
réttinum. En þrátt fyrir bann
þetta hefur hrossum verið sleppt i
afréttinn og s.l. sunnudag fór
fram hrossasmöiun að beiðni
Sveins Runólfssonar land-
græðslustjóra á svæðinu um-
hverfis Kolviðarhól. Yfir tuttugu
hross voru rekin til formanns af-
réttarnefndar ölfushrepps
Bjarna Sigurðssonar á Hvoli og
eru þau þar nú I gæzlu.
A næstunni verður kannað úr
Lítið um inn-
brot um helgina
-hs-Rvik Svo virðist, sem sá
eða þeir, sem iðnastir hafa
verið við innbrotin I höfuð-
borginni undanfarið hafi
tekið sér fri um verzlunar-
mannahelgina, eins og aliur
þorri landsmanna gerði.
Innbrot og þjófnaðir voru
með minna móti um þessa
helgi og yfirleitt var allt með
ró og spekt á höfuöborgar-
svæðinu. Umferðin i borginni
var i algjöru lágmarki og
óhöpp i umferðinni þar af
leiðandi litil sem engin.
Hins vegar var umferð i
borginni geysilega mikil i
gærdag, en gekk tiltölulega
vel fyrir sig. Höföu 8
minniháttar árekstrar orðið
um kvöldmatarleytiö.
Þjófabjallan
gerði
viðvart
ASK-Reykjavik.Heppnin elti
ekki þjófinn, sem ætlaði að
ná sér i armbandsúr hjá
Ulrik Falkner, úrsmið, að-
faranótt sl. sunnutiags. Eftir
að þjófurinn hafði brotið sýn-
ingarglugga og hirt þaðan
tvö úr tók þjófabjalla að
hringja. Ekki hringdi hún
aðeins hjá lögreglunni
heldur og hjá eiganda
verzlunarinnar.
Lögreglan brást hart við
og náðist þjófurinn upp i
Suðurgötu. Kom i ljós að
þarna var um að ræða einn
af föstum viðskiptavinum
lögreglunnar, og kunnur
fyrir margt annað en heiðar-
leika og bindindissemi.
eignaraðild
flugvél hvort fleiri hross kunni aö
vera á öðru svæði og reynist svo
vera þá veröur þeim smalað á
kostnað eigenda. Einnig þurfa
eigendur að greiða fyrir fyrri
smölunina.
Talið er að afrétturinn sé of-
beittur og eru þessar aðgerðir
einn liður i að sporna gegn þvi.
Einnig er verið að girða Hjalla-
fjall, en það á að friða og sá I
landiði Þar hefur verið mikill
uppblástur á undanförnum árum.
Þá var borið I affettina i fyrra og
einnig I ár. ölfushreppur lagði
eina milljón I þessar fram-
kvæmdir og landgræðsla ríkisins
sex milljónir. Þá hefur Grafn-
ingshreppur einnig borið mikið
á sinn afrétt á liðnum árum.
Myndin hér fyrir neðan er tekin
af hrossasmöluninni við Kol-
viðarhól.
Timamynd: P.Þ.
ASK-Rvik. — Ég tel aö eignir
RARIK á Austfjörðum séu of hátt
bókaðar, þannig að þær geti ekki,
hvort sem það eru Rafmagnsveit-
urnar eða einhverjir aðrir sem
reka þær, gefið af sér þann arð
scm þarf til að geta staðið undir
svo hátt bókuðum eignum. Þess
vcgna geri ég ráð fyrir þvi að ef
eignayfirfærsla færi fram, sem
ég er alls ekki að mæla með, þá
yrði að meta eignirnar upp á nýtt
til lægra og raunhæfara verðs,
sagði Helgi Bergs bankastjóri er
Timinn innti hann eftir starfi
nefndar þeirrar er vann að grein-
argerö um viöhorf sveitarfélaga á
Austurlandi um Austurlands-
virkjun en Timinn hefur áður
skýrt nokkuð frá þvi.
— Þá liggur i augum uppi að
Rikissjóður yrði að taka á sig
mismuninn. Það þyrfti að gefa
Austurlandsveitunni part af
þessu til þess að þeir hefðu
nokkurn möguleika á að reka
veituna. Það hefur verið eytt
hundruðum milljóna i alls konar
óarðbærar framkvæmdir á svæð-
um sem gefa ekki af sér neinn
arð. Þeir væru komnir á hausinn
eftir eitt tvö ár ef landshlutinn
ætti að standa undir þvi öllu
saman.
Þá sagði Helgi Bergs að i sjálfu
sér væri enginn annar kostur við
Austurlandsvirkjun, en sá,
að gefa heimamönnum tækifæri á
að hafa stjórnaraðild að fyrirtæk-
inu.
— Niðurstaða nefndarinnar
var annars sú, sagði Helgi, að
engin eigayfirfærsla ætti að eiga
sér stað heldur ætti einungis að
stofna Austurlandsveitu sem væri
sjálfstæð efnahagsleg eining sem
heimamenn hefðu stjórnaraðild
að.
— Það mætti s vo siðar taka það
til umræðu hvort sveitarfélögin
helðu áhuga á að kaupa sig inn i
fyrirtækið, en það er nokkuð sem
þau myndu sennilega aldrei hafa
áhuga á.
Evrópumeistaramót unglinga í bridge:
Jafnt við Pólland og Bretland
MÓL — Reykjavik. Þetta voru
mjög villt spil og skortölurnar
nokkuð háar, sagði Páil Bergsson
fyrirliöi islenzka unglingalands-
liösjns I bridge, þegar Timinn tal-
aði við hann I gær og spurðist
fyrir um leikina i 7. og 8. umferö
við Pólland og Bretland. Ég er
nokkuð ánægður með þessi úrslit,
því þetta eru mjög sterkar þjóðir,
tsland gerði I gær jafntefli bæði
við Bretland og Pólland (10:10)
og báða leikina spiluðu þeir Helgi
Sigurösson-Helgi Jónsson og Jón
Baldursson-Guðmundur P.
Arnarson.
Eins og komið hefur fram I
Timanum, þá hófst Evrópumeist-
aramót unglinga I Lundi I
Sviþjóös.l. sunnudag. í Islenzku
sveitinni eru auk þeirra, sem áð-
ur voru taldir Sigurður Sverris-
son og Sverrir Armannsson.
8 umferðum af 17 er nú lokið og
hefur leikjum islenzku sveitar-
innar lyktað þannig: Island-
Noregur (núverandi Noröur-
landameistarar) 1:19, tsland-
Danmörk 1:20, ísland-lsrael 15:5,
Island-Sviþjóð (núverandi
Evrópumeistarar) 1:19, Island-V-
Þýzkaland6:14 (kæru tslands var
hafnaö), Island-Ungverjaland
20:-2. I 7. og 8. umferð spilaði
tsland svo við Pólland og Bret-
land eins og áður segir og geröi
jafnt viö báða.
Staðan eftir 8 umferðir er þá
þannig, að I fyrsta sæti eru Sviar
með 122 stig, I ööru sæti eru
Austurrikismenn með 118,1 þriöja
eru Hollendingar með 115,1 fjórða
Bretar með 110 stig.
tslenzka sveitin hefur hlotið 62
stig og er i 12. sæti. t gærkvöldi
spilaði tsland við Finnland, en i
dag eiga spilararnir fri.
BAÐIR
DÆMDIR
-hs-Rvik Skipstjórinn á færeyska
skuttogaranum Polarborg I., sem
tekinn var að meintum ólöglegum
veiöum fyrir helgina, hlaut 1.6
milljón króna sekt og afli og
veiðarfæri voru gerð upptæk.
Skipstjórinn áfrýjaði dómnum,
sem kveöinn var upp á Isafiröi, og
setti tryggingu fyrir upphæðinni.
Er skipið nú komið á veiðar á ný.
Skipstjórinn á Þórunni Sveins-
dóttur, sem einnig var tekinn
fyrir ólöglegar veiðar um svipaö
leyti, fékk 650 þúsund króna sekt
og afli og veiðarfæri voru gerð
upptæk. Hann hefur hálfsmán-
aöar áfrýjunarfrest, og hefur lagt
fram tryggingu.
Norrænir biskupar
þinga í Reykjavík
ASK-Reykjavik. Siðastliðinn
mánudag komu til landsins 32
biskupar frá Norðurlöndunum,
en þeir munu þinga hér fram til
föstudags. Þetta er 18. fundur
hiskupa Norðurlandanna, en i
fyrsta skipti sem slikur fundur
er haldinn hér á landi. Fundir
þcssir eru haldnir 3ja hvert ár.
Þátttakendur af tslands hálfu
eru biskup tslands, hr. Sigur-
björn Einarsson og vigslu-
biskuparnir Pétur Sigurgeirs-
son og Sigurður Pálsson.
Umræður hófust i gær, en þá
var rætt um vandamál kirkj-
unnar á Norðurlöndunum. Að
þingstörfum loknum heimsóttu
biskuparnir Hallgrimskirkju. t
dag verður aftur á móti rætt um
skirn, trú og uppfræðslu og eftir
hádegi um samband kirkjunnar
og rikisvaldsins. Siðar á dag-
skránni er m.a. helgisiðir i
kirkjum Norðurlandanna og um
frelsi manneskjunnar i samfé-
laginu. Jafnframt verður tekið
fyrir umræðuefniðhvort prestar
Norðurlandanna skuli hafa
jafnan rétt til prestsembætta
hvort sem um heimaland er að
ræða eða ekki. A föstudag fara
biskuparnir til Þingvalla og sið-
ar til Skálholts, en þar verður
mótinu slitið.
Þess skal getið að i kvöld
klukkan 20.30 verður guðsþjón-
usta i Dómkirkjunni, en hún er
opin fyrir almenning.
Meðfylgjandi mynd tók Q.E.
af biskupunum i upphafi þings-
ins i gær.