Tíminn - 04.08.1976, Síða 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 4. ágúst 1976.
Forseti tslands flytur ávarp sitt við embættistökuna.
Reglur eiga ekki að koma í stað
eðlilegrar, mannlegrar umgengni
Ávarp forseta íslands, dr. Kristjdns Eldjdrns, við embættistöku 1. dgúst
Frá athöfninni I Dómkirkjunni. Biskup tslands flytur ávarp.
Timamyndir: Róbert
Góöir Islendingar og erlendir
fulltrúar.
tslenzka lýðveldið er enn ungt
og þá um leið embætti forseta
tslands. A þremur áratugum
hefur eigi aö slður þegar skap-
azt nokkur hefð um siði og
venjur varðandi þetta embætti.
t upphafi nýs kjörtimabils
vinnur forseti það drengskapar-
heit að halda stjórnarskrá lýð-
veldisins. Þetta er hið raun-
verulega innihald þeirrar
athafnar sem hér fer fram í dag,
annaö ekki. Hér er hvorki stað-
ur né stund til að fjölyrða um
landsins gagn og nauösynjar
eða ástand og horfur i þjóð-
félaginu, enda er forseti tslands
þess ekki umkominn að flytja
boðskap eða stefnuskrá, eins og
embætti hans er stakkur skor-
inn i stjórnkerfi landsins.
Að þessu sinni er i engu
brugðið út af þeim siðum, sem
frá upphafi hafa tiðkazt við
embættistöku forseta. Að öllu
athuguðu hefur mér ekki þótt
sérstök ástæöa til þess. Má þó
vera að tiðarandi vildi nú gera
hér nokkra breytingu á og færa
þessa athöfn til viöaminna
forms. Þetta er álitamál eins og
svo margt annað af svipuðu
tagi, en ekki neitt stórmál. Ég
inni að þvi einungis vegna þess
að það leiðir hugann aö forseta-
embættinu yfirleitt, og þó eink-
um stöðu forseta i samfélaginu,
afstöðuna milli hans og annarra
manna. Þetta er umhugsunar-
efni i ætt við tilefni dagsins. Til
eru þeir menn sem velta þessu
fyrir sér, og nærri má geta að sá
sem sjálfur gegnir þessu em-
bætti muni leitast við að gera
sér grein fyrir hver hlutur þess
er I þjóðllfinu og leggja næmar
hlustir viö skoðunum og
tilfinningum samborgara sinna
um það.
Ég er hér ekki að tala um
stöðu forsetans eins og hún er
samkvæmt stjórnarskrá lands-
ins, hlutverk hans i stjórnkerf-
inu. öllum er kunnugt, sem lesið
hafa stjórnarskrána, að I fljótu
bragði mætti svo viröast sem
vald forseta væri talsvert, en I
ljós kemur að það er meira i
orði en verki, þar sem forseti
felur ráðherrum að fara með
vald sitt og stjórnarathafnir
hans eru á þeirra ábyrgð. Til
eru önnur lýðveldi, og sum með
stórþjóðum, þar sem mjög
áþekkt fyrirkomulag tiðkast,
auk þess sem staða konungs i
konungsrlkjum þeim, sem vér
höfum mest kynni af, er mjög á
sömu lund I stjórnlagakerfinu,
þótt á hinn bóginn hljóti ætlð af
mörgum ástæöum að vera djúp-
tækur munur á stöðu konungs og
forseta meðal þjóðfélagsþegn-
anna. Nú er stjórnarskrárnefnd
að starfi hér á landi. Ég geri ráð
fyrir að hún muni meðal annars
taka til rannsóknar hversu gef-
izt hafa þau ákvæði er lúta að
hlut forsetans á liönum árum.
Engu skal um það spáð hvort
lagt verður til að gera þar ein-
hverjar breytingar á eða hvort
slikar tillögur næðu þá fram að
ganga. Líklega mun mönnum "
helzt finnast forvitnilegt hvort
lágt verður til aö hrófla við þætti
forsetans I myndun nýrra rikis-
stjórna, en i þvi efni er honum
ætlað veigamikið hlutverk.
En umræöuefni mitt er ekki
þetta, heldur afstaðan milli for-
setans og þjóðarinnar. Mér
segir svo hugur um að Islenzka
þjóöin hafi tekiö tryggð viö for-
setaembættið, vilji hafa slikan
oddvita sem forsetinn er. Ef til
vill á þjöðkjör forsetans ein-
hvern þátt i þeirri tryggð. En
hvers telur þjóðin sig geta af
forsetanum vænzt, og til hvers
má hann ætlast af henni? Hér er
ekki um neitt að ræða sem
ákveðið verður i lögum og
reglugerðum, heldur sam-
búðarform, sem með timanum
hefur skapazt milli forsetans og
þess fólks sem fengið hefur hon-
um embætti sitt. Ég get ekki
neitað mér um að gera ofurlitla
sögulega athugun i þessu sam-
bandi.
Þegar að þvl dró að Islending-
ar losuðu sig að fullu og öllu úr
tengslum við erlendan konung,
báru ýmsir nokkurn kviðboöa
fyrir þeim vanda sem viö blasti
i fyrsta sinn I sögu vorri, að
finna innlendum þjóðhöfðingja
eðlilegt rúm bæði i stjórnkerfinu
og andspænis þjóðinni sem
einingartákn hennar. ísl. kon-
ungur kom vist ekki til greina,
þvi að slikt er nánast ekki
til i islenzkri vitund og hefur
aldrei verið. Að visu höfðu
Islendingar löngum mikið dyn á
konungum, jafnvel þegar á
þjóðveldisöld, og skrifuðu um
þó meiri bækur en aðra menn.
Með því bættu þeir sér upp
konungsleysiö. En konungur á
Islandi var utan við hugarheim
þeirra. Hvergi örlar á þvi að
neinn að höfðingjum Sturlunga-
aldar, sem hvorki skorti þó
metnað né valdafýsn, léti sér til
hugar koma að gera sjálfan sig
að konungi, þótt slikt hefði átt
aö geta verið nærtækt þegar
þjóðveldið var að liðast sundur
og valdabaráttan var sem
grimmilegust. Hugsun þeirra
snerist hins vegar mjög um af-
stöðuna til Noregskonungs.
Og svo komu hinar mörgu
konungsaldir og æ fastar
brenndi það sig inn I hug þjóðar-
innar, að vist vorum vér
konungsþegnar, en konungur
vor var I öðru landi, þar var
hann á réttum stað, handan viö
hafiö. Eigi að siður voru
tslendingar konunghollir gegn-
um þykkt og þunnt, og enn á