Tíminn - 15.09.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 15.09.1976, Qupperneq 1
ÆNGIfí" Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif NMnSmmaBmM Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Fyrstu niðurstöður beitar þolstilraunanna komnar fm Girðingarnar, sem settar hafa verið niður vegna til- raunanna, eru um 100 km að lengd. Þróunarsjóður S.Þ. kostaði allt girðing- arefnið -hs-Rvik. — Við forðumst að draga nokkrar ályktanir af þess- um fyrstu niðurstöðum, þvi að það er of snemmt, en frekari staðfesting hefur fengizt á þvi, að mjög erfitt er að fá þrif I búfé á láglendi, en þar þyngist það mun minna heldur en á hálendinu. Þetta var að visu vitað, en við gerum okkur vonir um að finna orsakirnar og leiöir til úrbóta, sagði Björn Sigurbjörnsson, for- stöðumaöur Rannsóknarstofnun- ar landbúnaöarins, i viðtali við Timann i gær. Nýlega sendi Rannsóknar- stofnun Landbúnaðarins frá sér áfangaskýrslu um landnýtingar- tilraunir, eöa öðru nafni beitar- þolstilraunir fyrir árið 1975. Þess- ar tilraunir hófust vorið 1975 og standa I fimm ár samfleytt. Þær eru geysilega vfðtækar og dýrar, en fjárhagsaöstoð fékkst fyrsta árið frá þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Auk Rann- sóknarstofnunar Landbúnaðarins standa Landgræösla rlkisins, Búnaðarfélag Islands, Bænda- skólinn á Hvanneyri og Búnaðar- samband Suðurlands að tilraun- unum. Björn Sigurbjörnsson sagði að þetta væru án efa viðtækustu til- raunir, sem gerðar hefðu veriö miðað við búfjárfjölda og fjölda rannsóknaþátta. Miðuöu þær að þvi að rannsaka áhrif búfjár á landið, áborið og óáborið, við mismunandi beitarþunga, og hvernig búfé þrifist við mis- munandi aðstæður. — Við ætlum sem sagt að reyna aö komast að þvi, hvernig eigi að nýta landið t.d. ábornar þurrkað- ar mýrar, ræktað áborið land og afréttinn, sagði Björn Sigur- björnsson ennfremur. Þessar tilraunir eru hluti af þjóðargjöfinni, sem var, sem kunnugter einn milljarður króna. Nemur þessi hluti 4%, en viðbót- arfjármagn er lagt til af stofnun- um, sem aö verkefninu vinna. I formála skýrslunnar fyrir ár- ið 1975 segir Björn Sigurbjörns- son,.sem er framkvæmdastjóri tilraunanna, á þessa leið: „Aður fyrr var vetrarfóður tak- markandi fyrir búfjáreign lands- manna og þvi litil hætta á ofbeit I sumarhögum og á afréttum, Með nýtizku tækni við heyöflun hafa bændur getað stækkað bústofninn eftir þvi sem land var tekiö til ræktunar. Þetta leiðir af sér mik- ið álag á óræktað beitiland, og sums staðar virðist gróðri hafa hnignáð m.a. af völdum beitar. Litið er til af upplýsingum um hvaða áhrif búfjárbeit hefur á mismunandi gróðurlendi óáborin og áborin og sömuleiöis um hvernig búfé þrifst á mismunandi gróðurlendum. Þar sem skortur á góðum beiti- löndum er nú takmarkandi fyrir bústofn landsmanna, var ákveðið að gera tilraunir i stórum stil til að kanna sem bezt viðbrögö gróð- urs og búfjár við mismunandi að- stæður.” Nú hefur þessum tilraunum verið komið af stað á 8 stöðum alls og hæst eru þessar tilraunir gerðar i 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Að tilraununum stendur stór hópur visinda- manna, ráðunauta, bænda og annarra. Endanleg úrslit fengust ekki á Reykjavikurskákmótinu i gær- kveldi. A þessari mynd sjást þeir keppendur, sem iiklegastir eru til að vinna mótið. Fremstur situr Timman, en hann tefldi við Vukcevich. Lengst til hægri er Friörik aö tefla viö Inga. Bak viö Timman sést i Tukmakov. Sjá bls. 3 Timamynd G.E. Vindmylla þessi er notuð til aö knýja vatnsdælu, sem dælir drykkjarvatni handa skepnunum viö Sandá. Einnig er slik vind- mylla notuö i sama tilgangi viö beitarþolstilraunirnar á Auökúlu- heiöi. Ljósmynd: Björn Sigur- björnsson. Síldin: 7—8 þús. tunn ur saltaðar gébé Rvik. — I gærdag höföu alls verið saltaöar um sjö til átta þúsund tunnur af síld frá þvi aö sildarsöltun hófst þann 27. ágúst sl. Langmest hefur veriö saltaö á Höfn i Hornafirði, eöa rúmlega 6.400 tunnur. — Sildin er mjög góö, bæöi er hún stór og fituinnihaldið mikið, eöa frá 17,5% til 20%, sagöi Guö- mundur Finnbogason i Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga á Höfn, en Guömundur stjórnar sildarsöituninniá Höfn, — Veiöin hjá bátunum er mjög misjöfn, t.d. kom Hvanney meö 220 tunn- ur i dag, en aðrir bátar fengu ekki neitt, sagöi Guömundur i gær, og þar af leiöándi hefur heildarafli bátanna ekki verið mjög mikill undanfarna daga. Nú eru gerðir út niu bátar á (sildveiðar frá Hornafirði og einn bætist I hópinn fljótlega. Heimabátarnir sitja fyrir meö lijndum, en um 8-9 aökomubátar latada einnig á Höfn I Hornafirði. Þe^ir hafa neyðzt til að leita leiigra, þegar þar er ekki hægt að (aka á móti öllu sildarmagn- inu tf einu. Þvi er einnig söltuð slld'á Djúpavogi og I Vest- mannaeyjum, svo og litils hátt- ar á Rifi. Ennþá hefur hins veg- ar mjög litið verið fryst af slld. Eins og áður hefur veriö sagt frá I Tlmanum, tókust samning- ar um sölu á fimmtíu þúsund tunnum sildar til Svíþjóðar og Finnlands, og nú eru Islenzkir fulltrúar sildarseljenda I Moskvu að ræða hugsanlega sölusamninga. Þann 25. september nk. hefj- ast slðan sildveiöar með herpi- nót, en samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins munu þær standa I tvo mánuði og veiðar heimilaðar á 10.000 lestum sildar i herpinót. Er þvl veiðimagni skipt niður á þau skip, sem hafa veiðileyfi, en þau eru um fimmtlu talsins. Þá var einnig ákveðið, skv. áðurnefndri reglugerð, aö allur slldarafli herpinótabáta veröi Isaöur I kassa. Heildarfiskaflinn minni i fyrstu átta mánuði ársins en í fyrra gébé Rvlk. — Heildarafli ails fiskiflota landsmanna fyrstu átta mánuöi ársins 1976 varö alis 758.329 lestir, samkvæmt bráöa- birgöatölum Fiskifélags tslands. Þetta er rúmlega fimmtiu þúsund lestum minni afli en á sama tíma i fyrra. Þorskafii bátaflotans var nokkru minni nú en á sama tlma i fyrra, en togaraþorskaflinn hins vegar nokkru meiri. Rækjuaflinn á fyrrnefndu tlmabiii i ár var mun betri en i fyrra og sömu sögu er aö segja um hörpudisk og hum- ar. Þorskafli bátaflotans var rétt rúmlega fjögur þúsund lestum minni fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tlma I fyrra. Báta- aflinn skiptist þannig eftir lands- hlutum: Hornafjörður/ Stykkis- hólmur: 141.573 lestir (142.607 lestir), Vestfirðir: 25.601 lest (25.031 lest), Norðurland: 13.276 lestir (17.072 lestir) og Austfiröir: 12.921 lest (12.889 lestir). Tölurn- ar I svigum tákna aflann á sama timabili, janúar-september i fyrra. Þorskafli togaraflotans varö alls 139.975 lestir fyrstu 8 mánuði ársins, en var 128.295 lestir i fyrra á sama tima. Slldaraflinn fyrstu átta mánuöi ásins 1976reyndist vera 2.265 lest- ir, en var 8.698 lestir i fyrra. Loðnuafllnn á fyrrnefndu tlmabili var 406.276 lestir, en var 456.900 lestir I fyrra. A bráðabirgðatölum Fiskifé- lags Islands sést að rækjuafl- inn I ár, var orðinn 4.165 lestir um sl. mánaðamót, en var á sama timabili I fyrra 3.314 lestir. A sama tímabili höfðu veiðzt 1,751 lest af hörpu- diski, en 1.279 lestir I fyrra, 2.757 lestlr af humri, en 2.307 lestir I fyrra, og 628 lestir af kolmunna, en ekkert. veiddist af honum I fyrra, sem kunnugt er. Annar afli, þar á meöal spærlingur og fleiri tegundir, var alls 6.554 iestir I ár, en var aöeins 323 lestir I fyrra. Allar aflatölúr eru fengnar hjá Fiskifélagi Islands og eru bráða- birgðatölúr samkvæmt aflafrétt- um Ægis fyrur tlmabilið 1. janúar til 31. ágúst. í d lag 1 íþróttir 1 Ibls^ 14-15 |

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.