Tíminn - 15.09.1976, Side 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 15. september 1976.
Vill reka farþegaskip í
líkingu við Gullfoss
Gsal-Reykjavik. — Ég get ekki
lofað þvi, að skipin verði keypt á
þessu ári, en örugglcga á næsta
ári, og farþegaskipið mun þá
einkum sigla til Norðurlandanna
Heðin Brú
í Norræna
húsinu
FÆREYSKI rithöfundurinn
HEÐIN BRÚ (dulnefni —
rétta nafnið Hans Jakob
Jacobsen) heldur fyrirlestur
I Norræna húsinu fimmtudag-
inn 16. sept. kl. 20:30. Fyrir-
lesturinn nefnir hann: Det
nationale arbejde pa Færö-
erne.
Heöin Brú hefur undanfarið
dvalizt i Reykjavik og býr
hann i öðru gestaherbergi
Norræna hússins. Hann er ís-
lendingum aö göðu kunnur,
m.a. af skáldsögu sinni Feðg-
ar á ferö, sem út kom 1941 i isl.
þýðingu Aðalsteins Sigmunds-
sonar, en auk þeirrar skáld-
sögu hafa verið þýddar eftir
hann smásögur, sem birzt
hafa i ýmsum blööum og
timaíitum.
Heöin Brú gaf út fyrstu
skáldsögu sina — Lognbrá —
1930, og framhald hennar —
Fastatökur — kom út 1935.
Smásagnasafnið Fjallaskugg-
inn kom út 1936, en Feögar á
ferð kom út 1940. Auk Islenzku
þýöingarinnar, sem áöur er
getið, hefur hún verið þýdd
bæði á dönsku og þýzku. Síðan
hafa komið eftir hann þrjú
smásagnasöfn og þrjár skáld-
sögur, hin siðasta — Tað stóra
takiö — 1972.
Heðin Brú notar i skáldskap
sinum mörg orð, sem hann
hefur tekið úr Sandeyjar-mál-
lýzku, og hann þykir skrifa
mjög fagra færeysku.
á sumrin, en til sólárlanda að
vetrinum, og fyrir flutningaskipið
hef ég þegar fengiö vilyrði fyrir
nægum verkefnum, sagði Halldór
Indriðason forsvarsmaður ís-
lenzka skipafélagsins, en það á að
vera almenningshlutafélag og
verður stofnfundur á föstudags-
kvöld.
Hugmynd Halldórs er að reka
hér farþegaskip i líkingu við Gull-
foss og sagöi hann i samtali við
Timann, að hann ætti kost á 12
ára gömlu skipi frá Noregi fyrir
1800 milljónir Isl. kr. Þá sagðist
Halldór hafa fengið vilyrði frá
ýmsum einstaklingum hér heima
um 700 milljón kr. framlag.
A fundinum á föstudag geta
menn gerzt hluthafar i félaginu.
Verður fyrsti bekkur stýrimanna
starfræktur á Akureyri?
Ask-Reykjavík. — Við höfum
fengið niu umsóknir, en um-
sóknarfrestur rann út i gær, sagði
Guðmundur Steingrimsson fyrr-
um forstöðumaður fyrsta bekkjar
stýrimannaskólans á Akureyri. —
Hins vegar þarf að hafa tiu nem-
endur, svo að hægt sé að hafa
sjálfstæða deildi 1 fyrra, þegar
deildin auglýsti eftir nemendum,
sóttu jafnmargir og ráðuneytið
synjaði okkur um að starfrækja
deildina.
Guðmundur sagði, að nú væri
ætlunin að fara I samstarf við
Iðnskólann á Akureyri, þannig að
stýrimannaefnin sæktu tima með
iðnnemum. En ekki þarf þá nema
þrjá kennara til að sjá um sér-
greinar, svo sem siglingafræði,
skipamælingaro.þ.h. Guðmundur
benti á, að sams konar deild hefði
verið starfrækt á ísafirði s.l. vet-
ur með fimm nemendum. Var þar
farin sama leið og Akureyringar
hafa hugsað sér I vetur.
Fyrsti bekkur stýrimannaskól-
ans var siðast starfræktur á
Akureyri árið 1972. Deildin hafði
þá 22 nemendur og var kennt I
Hvammi, húsi skátafélaganna á
Akureyri.
— Það eru miklar sveiflur I
nemendafjölda, sagði Guðmund-
ur, en ég tel, að ein aðalástæðan
sé, hversu óöruggt þetta er.
Nemendur hafa ekki hugmynd
um, hvort deildin verður starf-
rækt eða ekki fyrr, en á siðasta
degi. Hins vegar á ég von á, að
ráðuneytið samþykki, að hér
verði starfræktur fyrsti bekkur I
vetur, og tek ég þá m.a. mið af
þvi, sem gerðist á ísafirði.
Kennsla ætti lika að vera tiltölu-
lega ód.ýr, þvi að aðeins einn af
þremur sérkennurum kemur til
með að starfa eitthvað að ráði.
Eins og áður er sagt var Guð-
mundur forstöðumaður deildar-
innar 1972, en hvernig skipulag
þeirra mála verður I vetur, kem-
ur ekki I ljós fyrr en ráðuneytiö
hefur lagt fram samþykki — eða
synjun.
Yfirheyrslur í kærumáli
Schutz gegn AAorgunblaðinu
Gsal-Reykjavik. Aðsögn Gunn-
laugs Briem sakadómara er
langt komið yfirheyrslum I
kærumáli þýzka rannsóknarlög-
reglumannsins Karls Schiitz, á
hendur ábyrgðarmönnum
Morgunbla ðs ins. Styrmir
Gunnarsson ritstjóri hefur verið
kallaður fyrir dóminn og
ennfremur voru málsskjöl ný-
lega send til Vestmannaey ja og
veröur Sigmund yfirheyrður
þar. Matthias Johannessen rit-
stjóri hefur hins vegar verið
erlendis og þar af leiðandi ekki
átt greiða leið upp i sakadóm.
Hans mun þó aö vænta von
bráðar, að sögn Gunnlaugs.
Ekki kvaðst Gunnlaugur vilja
skýra frá þvi, hversu háar
miskabætur Schutz gerir, en
eins og frá hefur verið greint i
Timanum, gerir Schtltz kröfu
um miskabætur og ómerkingu
Fjölbrautarskóli
Kennsla
Suðurnesja:
hafin af
fullum krafti
gébé Rvík. — Kennsla er hafin
af fullum krafti f hinum nýja
Fjölbrautaskóla Suðurnesja i
Keflavik, en skólinn var
settur sl. laugardag.
— Skólinn verður starfræktur
á þrem stöðum i bænum,
og nemendur verða um 230
talsins, sagði Jón Böðvars-
son skólameistari i viðtaii við
Timann. Iðnskólinn i Keflavik
er nú innlimaður i fjölbrauta-
skólann. Fellur iönnám þvi
alveg inn i starfsemi hans og er
verknám iönskóla stærsti þáttur
skólans, en bóknám siöan fellt
inn i. Þetta er fyrsti skólinn,
sem tekur iðnnámið i heild inn
sem eina námsbraut. Sjö sveit-
arfélög á Suðurnesjum, eða ÖU
sveitarfélög sunnan Hafnar-
fjarðar, standa að stofnun skól-
ans.
Jón Böðvarsson skólameistari
sagöi, aö skólinn væri með
starfsemi sina á þrem stöðum I
Keflavik, og er þar fyrst að telja
iðnskólahúsið, en I þvi eru 6
kennslustofur. Þá eru 7 kennslu-
stofur á efri hæð nýrrar álmu I
gagnfræöaskólanum, sem fjöl-
brautaskólinn hefur til afnota,
en það fyrirkomulag gæti
breytzt þegar frá liður. Fjöl-
brautaskólinn hefur með öðrum
orðum þrettán rúmgóöar
kennslustofur fyrir bóknámuö.
Aö Hafnargötu 32 hefur skólinn
verknámsaðstöðu fyrir vél-
stjóra- og málmiðnaðarnám, en
þetta er leiguhúsnæöi, sem að-
eins er leigt til tveggja ára.
— Það verður byggt við iðn-
skólahúsið, og einnig er gert ráö
fyrir aukahæö ofan á það á
teikningum, sagði Jón Böðvars-
son, þar að auki er nóg lóöar-
rými, en ekkert er ákveðiö hve-
nær bygging getur hafizt það er
allt á athugunarstigi enn.
Sem fyrr segir eru rétt um 230
nemendur við nýja skólann, en
auk skólameistara og yfirkenn-
ara, eru niu kennarar I fullu
starfi við skólann, sex kennarar
i hálfu starfi og siðan fjórir
stundakennarar.
Kennsla i Fjölbrautaskóla
Suðurnesja skiptist I eftirfar-
andi námsbrautir: Vélstjóra-
braut.en áætlað er, að nemend-
ur taki þar tvö fyrstu stig vél-
stjóranáms, málmiönaðar-
braut, iðnbraut, sem er i
rauninni margar brautir, eða
hin gamla iðnskólábraut,
hjúkrunarbraut, uppeldisbraut
og viðskiptabraut, sem er tvi-
þætt, almenn bóknámsbraut,
sem skiptist I félagsbraut, nátt-
úrufræöibraut og eðlisfræði-
braut, og að lokum nýmála-
braut. Ætlunin er að hafa seinna
fornmálabraut við skólann, svo
og tréiðnaöarbraut og fisk-
vinnslu, en I tvær síðastnefndu
brautirnar reyndist engin þátt-
taka á fyrsta ári fjölbrautaskól-
ans, sem forráðamönnum skól-
ans þótti mjög miður, þar sem
brýn þörf er fyrir fólk með fyrr-
nefnda menntun.
Eins og áður segir, var Fjöl-
brautaskóli Suðurnesjá settur I
fyrsta skipti sl. laugardag og
voru þar mörg ávörp flutt. M.a.
töluðu formaður skólanefndar
Gunnar Sveinsson og skóla-
meistarinn Jón Böðvarsson. Þá
flutti menntamálaráðherra Vil-
hjálmur Hjálmarsson ávarp,
svo og Haraldur Gislason og
Guðmundur Arnlaugsson rektor
MH I Reykjavik.
myndanna, sem Sigmund teikn-
aði. Þessar myndir sýndu
Schútz i einkennisbúningi nas-
ista og birtust I Morgunblaðinu.
Þegar rannsókn málsins
lýkur hjá sakadómi Reykja-
vikur, verður málið sent rikis-
saksóknara og tekur hann siðan
ákvörðun um það, hvort höfðað
verði mál eða ekki.
Timinn ræddi I gær við Styrmi
Gunnarsson ritstjóra Morgun-
blaðsins vegna þessa kærumáls
og sagöi Styrmir strax, aö hann
viidí ekkert um málið segja.
Hann var þá spurður um það,
hvort rétt væri, að þriðja teikni-
myndin af Schutz I búningi
nasista lægi óbirt hjá Morgun-
blaðinu, og sagði Styrmir þá
aftur, að hann vildi ekkert um
máiið segja.
Sigmund Jóhannsson teiknari
i Vestmannaeyjum baðst undan
þvi að svara nokkrum spurning-
um um þetta mál, er Timinn
leitaði til hans i gær.
Byssumaðurinn á Höfn:
RANNSÓKN LÝKUR í DAG
Gsal-Reykjavik. — Rannsókn á
máli mannsins, sem óð um með
haglabyssu á Höfn i Hornafirði
á sunnudagsmorgun, lýkur
væntanlega i dag, að sögn Frið-
jóns Guöröðarsonar, lögreglu-
stjóra á Höfn.
Friðjón sagði, að ef ekkert
nýtt kæmi fram i málinu áður en
rannsókn lyki, lægi næst fyrir að
úrskurða manninn i frekara
gæzluvarðhald og láta hann
sæta geðrannsókn.
Maðurinn var fyrst úrskurð-
aöur I 3 daga gæzluvarðhald.
Maður þessi hefur að sögn
Friðjóns sýnt óaðfinnanlega
framkomu fyrir rétti og eins er
ekkert út á hegðun hans að setja
i gæzlu.
Skeiðarúr-
hlaup í
smærra
lagi
—hs-Rvik. — Hlaupið, sem
viröist vera í aðsigi i Skeið-
árá, nær varla hámarki fyrr
en einhvern tima i næstu
viku, sagði Ragnar Stefáns-
son, bóndi i Skaftafelli, i við-
tali við Timann i.gær.
— Vatn hefur farið hægt
vaxandi undanfarna daga,
og er nú komið sem sam-
svarar svona nokkuð drjúgu
sumarvatni i ána. Það er
raunar ómögulegt að segja
að svo komnu, hvernig þetta
kemur til með að þróast, en
mér viröist þetta fara af stað
likt og við aðdraganda
smærri hlaupa, sagði Ragn-
ar ennfremur.
Sigurjón Rist og fleiri
vatnamælingamenn eru nú
komnir austur að Skeiðará,
en aðstaða til mælinga hefur
lagazt mikið með.tilkomu
brúnna yfir ána.
Þann 4. september sl.
fannst fyrst jökulfýla af
ánni, siðan tók vatnið I henni
að dökkna, en fyrir siöustu
helgi fór vatnið að vaxa
smátt og smátt og gerir enn.
veiðihornið
Mjög góð veiði
i Miðfjarðará
— Við erum mjög ánægðir með
veiðina I sumar, sagði Böðvar
Sigvaldason, Barði, en hann er
formaður veiðifélags Miöfirð-
inga. Laxveiðinni lauk þann 31.
ágúst sl., og sagði Böðvar, að
heildarveiöin væri nálægt sextán
hundruð löxum I allt. Þetta er þó
ekki metlaxveiðiár i Miöfjarðará,
þvi að sumarið 1961 varð veiðin
1952 laxar. Þrjú síðustu laxveiði-
timabil var veiöin I Miöfjarðará
sem hér segir: Sumarið 1973 alls
730 laxar, sumarið 1974, alls 837
laxar og I fyrrasumar komst tal-
an 11414 laxar. — Sumarið I sum-
ar er þvi með þvi allra bezta, sem
við höfum fengið, sagði Böðvar.
Það leit þó ekki of vel út með lax-
veiðina fyrst eftir að hún hófst I
sumar, en i Miðfjarðará, eins og
nær alls staðar I öðrum laxveiði-
ám I landinu, gekk laxinn mjög
seint. Hins vegar glæddist veiðin
verulega, þegar kom fram i júli-
mánuð og var jöfn og góð eftir
það.
Þá sagöi Böðvar, að I stað þess,
að leigutakar sæju um sölu á
veiðileyfum I Miðfjarðará, hefði
Veiðifélag Miðfirðinga leigt ána
út milliliðalaust sl. tvö ár, og á
aöalfundi félagsins, 9. september
sl., samþykktu hinir 45 áreigend-
ur, að þvi fyrirkomulagi yröi
haldið áfram með svipuðu móti,
þar sem það hefði gefið mjög
góða raun. Veiðifélagið leigir út
þær niu stangir, sem leyft er að
veiöa á i ánni og siðan er arð-
skránni deilt niður á eigendur.
Metveiði i
Vopnafjarðarám
Laxveiði lauk I Selá i Vopna-
firði þann 12. september sl. Alls
veiddust 830-840 laxar aö sögn
Þorsteins Þorgeirssonar, Núpum.
Þar, sem annars staðar, fór veið-
in mjög hægt af stað I sumár, en
eftir miöjan júli var veiðin bæði
mikil og jöfn allt fram til loka
veiðitimabilsins. — Þaö hefur
gert meiri lax i ána I sumar
heldur en áður hefur verið, sagði
Þorsteinn Þorgeirsson. Sumarið.
1973 veiddust alls 589 laxar i Selá
og i fyrrasumar varð heildartalan
711 laxar.
VEIÐIHORNINU tókst ekki að
afla sér upplýsinga um lokalax-
veiðitölur úr Hofsá i Vopnafirði,
en ljóst er, að þar var einnig af-
bragðsveiði i sumar og tala laxa
vel á annað þúsund. 1 Hofsá
veiddustalls 1117 laxar siðastliðiö
sumar, en veiðiárið 1973 varð
heildartalan 1277 laxar.
Mokveiði i Laxá
i Kjós
Kristján Finnsson, Grjóteyri,
formaður veiðifélags Laxár i
Kjós, sagðist ekki hafa nákvæma
tölu yfir heildarveiðina i sumar,
en hún væri sennilega um 2.360-
2.370 laxar, sem er afbragðs góð
veiði, sérstaklega, þegar miðað
er við, að helmingurinn var flugu-
veiði. Laxveiðin byrjaði mjög
hægt i Laxá I Kjós, eins og annars
staðar, vegna þess hve laxinn
gekk seint. Sagði Kristján, að á
timabili i sumar, hefði munað um
500löxum á heildartölu frá þvi ár-
ið áður. Hins vegar komu mjög
sterkar og stórar laxagöngur um
mitt sumar og kom þá heldur
betur kippur I veiðina, sem var
mjög góð allt frá þvi til loka veiði-
timabilsins. Veitt er á tiu stangir i
Laxá i Kjós.
Sumarið 1973 veiddust 2015 lax-
ar I ánni, 1974 voru þeir 1428 og I
fyrrasumar 1901. Veiðin i sumar
virðist þvi vera algjör metveiði i
Laxá i Kjós, eða eins og áður seg-
ir 2360-2370 laxar, og þar af helm-
ingur laxanna veiddir á flugu.
Þyngsti laxinn sem VEIÐI-
HORNINU er kunnugt um að
veiðzt hafi I ánni i sumar, reynd-
ist vera 17,5 pund.
—gébé—