Tíminn - 15.09.1976, Qupperneq 7
Miðvikudagur 15. september 1976.
TÍMINN
7
Jakob G. Pétursson:
Nokkur orð um
Þörungavinnsluna
á Reykhólum
öðru hverju birtast fj*é ttir i
fjölmiðlum frá tiltölulega ný-
lega stofnuðu framleiðslufyrir-
tæki á Reykhólum i Barða-
strandarsýslu, sem nefnist
Þörungavinnsla h/f. Yfirleitt
eru það daprar fréttir, fram-
leiðs&n gengur illa (eða á mað-
ur að segja ekki neitt?). Heitt
vatn reyndist minna úr borhol-
um en vænzt var. Bilanir eru
tiðari en eðlilegt má teljast,
jafnvel undir heitinu byrjunar-
örðugleikar. En þaö, sem vand-
ræðum veldur öllu öðru fremur,
ef marka má fréttir, er of lltil
hráefnisöflun.
Þetta fyrirtæki á Reykhólum
var litið björtum augum af
heimamönnum viðstofnun þess,
enda óviða meiri þörf á byggða-
stuðningi en þar um slóðir. En
tilurð þess og þáttur heima-
manna ihenni erkafli út af fyrir
sig, sem ekki verður rakinn hér
að sinni.
Nú tiunda siðustu fréttir, að
verksmiðjan sé að hætta þang-
mjölsframleiðslu i bili, og í at-
hugun sé að nýta hana til að
þurrka skreið. Sé skortur á hrá-
efni aðalorsökin fýrir þessari
þróun.eins ogaðer látiðliggja I
fréttum, vaknar sú spurning,
hvað farið hafi svona úrskeiðis
frá þvl, sem reiknaö var með i
upphafi. Hefur verið rétt að
þessum málum staðið? Mitt
svar er eindregið neikvæntt.
Við þangöflun hefur rikt of
mikil einstefna, þar sem næst-
um einvörðungu hefur verið
mæn t á vonlausa vélvæðingu við
starfið, með þeim tækjum, sem
ennþá eru fyrir hendi til þeirra
hluta. Þótt tækni sé tákn tim-
ans, ris vélvæðing ekki undir
nafni þó að vél snúist á vinnu-
stað, ef hún vinnur litið eða ekk-
ert.
Keyptir voru svokallaðir
þangskurðarprammar frá
Amerlku, fyrst fáir til reynslu,
en eru nú orðnir ellefu talsins.
Þeir hafa vægast sagt valdið
vonbrigðum, og hafa staðfest
veikleika mannsins gagnvart
ótraustum ákvörðunum studd-
um blindri bjartsýni. Þessi tæki
eru uppbyggð I höfuðatriöum til
þangskurðar á likan hátt og
greiðslusláttuvélar til gras-
skurðar. Og þó að reynt sé að
hafa styrk greiðunnar sem
mestan, má þaðsin litið á grýttu
fjörulandi. Auk þess er áber-
andi, hve mikið þang tapast frá
þessum tækjum. Hins vegar
geta tæki þessi komizt i nokkur
afköst, ef fyrir hendi eru næg
valinfjörulönd, og veðurguðirn-
irfásttil aðgæla við þauán tak-
marka. Eigi aftur á móti að fara
að ganga nærri þangmagni á
svæðum, falla afköstin niður og
árangur verður lítill.
Nú eru til fleiri aðferðir við
þangöflun en þessi svonefndi
vélskurður. Um það getur fjöldi
fólks vitnað I mörgum strand-
héruðum i Norður- og Vest-
ur-Evrópu. Þar á ég við hinn
svonefnda handskurð. Sú aðferð
hefur aðeins verið iðkuð I smá-
um stil i tengslum við verksm. á
Reykhólum. I þeim fámenna
hópi hafa verið ýmsir dugmiklir
menn að verki og skilað góðum
árangri eftir atvikum.
En ég vil hiklaust halda þvi
fram,að þar hafi stundum skort
fyrirgreiðslu og stuðning frá
verksmiðjunnar hendi. 1 sum-
um tilfellum heföi verksm. þurft
að hafa tiltæka trillubáta til út-
lána við verkið, þvl að varla
fara menn i upphafi þátttöku
sinnar i þessari framleiðslu að
fjárfesta fyrir milljónir i tækj-
um. Einnig hefur verið bent á
það af þessum þangskurðar-
mönnum, að þar sem pokun
þangsins i netpoka til flutnings
sé bæðitlmafrekastiog erfiðasti
þáttur handöflunar, sé nauðsyn-
legt, og tiltölulega auðvelt að
vélvæða þann þátt starfans. Til
þess þyrfti færibandsbúnað,
sem koma mætti fyrir á trillu-
báti með útfærslu frá vél hans.
Þetta þarf verksmiðjan að
láta sannprófa og styðja eftir
megni.
Ég hef trú á, að með raun-
hæfri fyrirgreiðslu og bakstuðn-
ingi i þessa átt, megi fljótlega
tryggja fyrirtækinu nóg hráefni
tilvinnslu, þótt hinum mislukk-
uðu skurðarprömmum væri lagt
til hliðar meðan beðið er raun-
hæfrar vélvæðingar, sem fram-
tiðin á máske eftir að gera að
veruleika.
Sem einn heimahéraðsmanna
Þörungavinnslunnar mótmæli
ég eindregið þeim furðusamn-
ingi, sem gerður var við svo-
kallað öflunarfélag i Svefneyj-
um I Flateyjarhreppi. Þar er
samkvæmt áætlun I upphafi þ.á.
gert ráð fyrir greiðslum við öfl-
un hráefnis hjá þvi fyrirtæki
15,6 millj. króna yfir áriö. A
móti virðist ekki liggja fyrir
nein áætlun, hvað þá skuldbind-
ing, um hráefnismagn, og ekki
heldur nein trygging fyrir þvi,
að viðkomandi aðili hafi neitt
verulegt land til að vinna að öfl-
un á.
Væri fróðlegt, ef stjórnarfor-
maður Þörungavinnslunnar h/f
á Reykhólum vildi greina sem
ýtarlegast frá téðum samningi,
og þá um leið, hversu mikill bú-
hnykkur hann hefur reynzt
fyrirtækinu til þessa.
Vissulega væri illa farið, ef
þetta fyrirtæki á Reykhólum
missti undan sér fæturna, án
þess að komast nokkurn tíma á
legg. Fyrir utan öll vonbrigði
yrði það stórt tjón fýrir viðkom-
andi hérað, og ég vil segja,
landið I heild. Likur benda til, að
sjávargróður eigi eftir að verða
gullnáma i framtiðinni. Og þvi
fyrr, sem við Islendingar snúum
þróuninni i þá átt, þvi betra.
8.9.1976
Jakob G. Pétursson
Nýskipaður sendiherra Lýðveldisins Kóreu hr. Sang Hook Han afhenti I
gær forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrlkisráðherra
Einari Agústssyni.
Siðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt
nokkrum fleiri gestum.
Náttúrulækninga-
dagur í Hveragerði
ANNAR hátiðisdagur náttúru-
lækningamanna verður haldinn I
Hveragerði á laugardaginn kem-
ur, 18. september. Verður þá sér-
stök hátiðadagskrá og skoöuð
fyrsta álman af nýja hælinu, sem
tekin var I notkun I sumar. Auk
þess verður veizlumatur að hætti
náttúrulækningamanna.
Slikur dagur var fyrst haldinn I
fyrra hinn 20. september, á af-
mælisdegi Jónasar Kristjánsson-
ar læknis, sem var upphafsmaður
náttúrulækninga á Islandi. Þá var
um leið haldið upp á 20 ára afmæli
heilsuhælisins 1 Hveragerði.
Náttúrulækningar þær, sem
boðið er upp á I heilsuhælinu i
Hveragerði, eru landsmönnum
löngu orðnar kunnar, bæði mat-
aræðið, svo og hinar margvisleg-
ustu böðunar- og nuddlækningar.
Um þessar mundir er stöðugt
verið að reyna að ýta áfram
þyggingu hins nýja hælis, sem
verður við hlið hins gamla.
Fyrsta álman er þegar komin I
notkun og vonast náttúrulækn-
ingamenn til að geta tekið fleiri
álmur i notkun sem ailra fyrst,
þótt fjárhagurinn sé þröngur eins
og oftast áður.
Mikil eftirspurn er eftir plássi á
hælum sem þessum. Nokkur
hundruð manns eru stöðugt á bið-
lista. Ætla mætti þvl, að nóg verk-
efni verði fyrir nýja hæliö, auk
þess sem náttúrulækningamenn
fyrir norðan eru að vinna að þvi
að koma á fót hæli I Eyjafirði.
Hátið náttúrulækningamanna á
laugardaginn hefst með matar-
veizlu á heilsuhælinu kl. 13 e. há-
degi.
Þaö er Náttúrulækningafélag
Reykjavikur, sem sér um Nátt-
úrulækningadaginn, og kýs sér-
staka nefnd til þeirra staría. For-
maður nefndarinnar I ár er sá
sami og i fyrra, Egill Ferdinands-
son.
Gert á Ströndum
fyrir 60 árum
— VIÐ fórum að likt þessu
norður á Ströndum i byrjun
fyrri, heimsstyrjaldar, sagði
Skeggi Samúelsson I viðtali
AAönnum er refsað fyrir að eiga bíl
við blaðið, er hann las frá-
sögnina um votheysverkunar-
tiiraunina i Gunnarsholti. Við
grófum gryfjur, þar sem jarð-
vegur var þéttur, og settum
heyið þar I. Halldór Vil-
hjálmsson, skólastjóri á
Hvanneyri, var þá farinn að
skrifa um votheysverkun og
hvetja bændur til þess að
skjóta rosanum ref fyrir rass.
— ályktar Bílgreinasambandið um skattheimtu ríkisins af bifreiðum
-hs - Rvlk. Aðalfundur Bflgreina-
sambandsins 1976 var haldinn að
Höfn, laugardaginn 11. septem-
ber s.l. Þátttakendur voru um 100
manns, félagsmenn og konur
þeirra.
Hinar ýmsu sérgreinar sam-
bandsins héldu með sér sérátaka
fundi, þar sem margvísleg mál
voru rædd. Má þar til nefna, að
verkstæðiseigendur kvörtuðu
sáran yfir þjónustu Flugfélags Is-
Hjartagarn
Eigum enn marga iiti
af ódýra Hjartagarn-
inu.
Sendum í póstkröfu.
Hof
Þingholtsstræti 1
sími 16776.
lands við flutning varahluta út a
land, og voru nefnd dæmi um það
að vörur hefðu verið skildar eftir
á flugvellinum í Reykjavik svo
dögum skipti.
Bilasalar ræddu um verðlags-
mál, innflutningsgjöld á bilum og
lengingu ábyrgðatima nýrra bila
úr sex mánuðum I tólf. Siðar á-
lyktaði samb. um þessi mál og
sagði m.a. að skattheimta rikis-
ins af bilum hér á landi I formi
tolla, innflutningsgjalda, gúmml-
gjalds, benslngjalds og söluskatts
væri nú með þvl hæsta sem gerð-
ist I Evrópu. Mætti þvi segja, að
bifreiðaeigendum væri refsaö
fyrir bilaeign sina með þessum
gjöldum. Aðalfundurinn skoraði á
fjármálaráðherra að létta þessar
álögur m.a. með afnámi inn-
flutningsgjaldsins.
Ennfremur var ályktað um
verðlagsmál og bent á, að verð-
lagshöft tryggðu ekki hag neyt-
enda og væru gagnslltil I barátt-
unni við verðbólguna. Þvi væri ó-
forsvaranlegt að reyna ekki
frjálsa verðmyndun auk þesssem
núverandi kerfi stæði I vegi fyrir
eðlilegri þróun atvinnullfsins I
iandinu til aukinnar framleiðni og
hagkvæmni. Skorað var á rikis-
stjornina að hraða lagasetningu
sem hefði frjálsa verðmyndun að
markmiði.
Könnun á verkstæðum
á dreifbýlissvæðum
Að loknum sérgreinafundum
kynnti Ingimar Hansson verk-
fræðingur niðúrstöður könnunar á
bllaverkstæðum á Vesturlandi,
Vestfjörðum og Austfjörðum,
sem hann hefur gert fyrir BIl-
greinasambandið og Fram-
kvæmdastofnun rlkisins. Fram
kom i erindi hans að verulegur
aðstöðumunur er á þessum lands-
svæðum miðað við Reykjavlk,
þar sem ástandið mun þó ekki
vera nándar nærri gott, hvað
varðar fjölda viðgerðamanna
varahlutabirgðir o.fl., og brýn
nauðsyn mun að vinna áð jöfnun
þessa aðstöðumunar. Aðbúnaður
og umgengni á bllaverkstæðum á
áðurnefndum landssvæðum er
mun lakari en gerist á Reykjavik-
ursvæðinu.
1 framhaldi af erindi verkfræö-
ingsins, var ályktað á þá lund, að
nauðsyn bæri til að jafna þennan
aðstöðumun og þyrfti á næstu 10-
15 árum að fjölga bifvélaviö-
gerðarmönnum á svæðunum um
20 árlega, svo að þeir verði til-
tölulega jafnmargir á þessum
svæðum og þeir eru I dag á Suð-
vesturlandi. Þessi fjölgun krefst
aukinnar fjárfestingar á næstu
árum sem nemur 130-150 milljón-
um á ári.
A fundinum var samþykkt
greinargerð um stöðu vörubila-
innflutnings hér á landi. Þar
kemurm.a. fram, að um 55% af
vörubilaflota landsmanna er eldri
en 10 ára, en meðalaldur vörubif-
reiða er talinn vera 7 ár, Hefur sú
þróun að vörubifreiðar eru ekki
endurnýjaðar nógu ört, farið sl-
versnandi á undanförnum árum,
og ástæður eru einkum taldar
hinar gifurlegu verðhækkanir og
óhagstæð kjör við innkaup.
Ýmislegt fleira var rætt á aðal-
fundinum, m.a. um hagræðingu i
eyöublaðatækni bifreiðaverk-
stæða og hugmyndir um föst verð
og ákvæðisvinnu.
Stjórn Bflgreinasambandsins
var öll endurkjörin, en hana
skipa, Geir Þorsteinsson, for-
maður, Ingimundur Sigfússon,
Þórir Jónsson, Matthias Guð-
mundsson, Ketill Jónasson, Sig-
urður Jóhannesson, Akureyri,
Birgir Guðnason, Keflavik og til
vara Guðmundur Glslason og
GIsli Sigurjónsson.
Við fórum svo að fóðra þess-
ar jarðgryfjur, sem voru
undanfari varnanlegri vot-
heysgeymslna, innan með
streng, og ég hika ekki við að
fullyrða, að þetta getur vel
blessazt, ef nógu vandlega er
um gryfjurnar búið.
Hringið -
og við
sendum
blaðið
um leið