Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.09.1976, Blaðsíða 10
TÍMINN Miðvikudagur 15. september 1976. Mæðgurnar Margarethe og Britt-Marie meö auglýsingabækling frá Ólympfuleikum fatlaðra. 'kmý' Britt-Marie, tuttugu og eins árs gömul stúlka frá Angered, smábæ rétt utan viö Gautaborg i Sviþjóð, var ein af 1300 keppendum á Ólympiuleikum fatlaöra, er háðir voru i Toronto i Kanada i Kanada i sumar. Þar keppti hún i fjórum greinum, 100 metra bringusundi, baksundi, skriðsundi og frjálsri aöferð. Viö, sem eigum að kallast heil- brigö, erum haldin þeirri firru, að iþróttir og fatlaöir fari engan veginn saman, og veröum ætið hvumsa viö, er þaö ber á góma. — En iþróttir eru fyrir alla, ekki bara ákveöinn hóp af fólki, — segir Britt-Marie. Það hefur hjálpað mér við að sætta mig við fötlun mina. — Þaö var i april 1967, stuttu áður en hún varö 12 ára, að i ljós kom, að hún var haldin beinkrabba, — sams konar og Edward Kennedy yngri á við að striða, — sem olli þvi að taka varð af henni hægri fótlegginn fyrir neðan mjöðm. Það má nærri geta hvilikt áfall það er að verða fyrir sliku, en Britt-Marie lét ekki bugast, heldur tókst að yfirvinna alla öröugleika meö fádæma vilja- þreki. — Missið ekki kjarkinn, þótt útlitið sýnist svart, það er um að gera aö berjast og byggja upp sjálfstraust, sem ekki brestur, er á móti blæs, — er ráð, sem hún gefur þeim, sem orðið hafa fyrir þvi sama og hún,eða eiga það eftir. Britt-Marie býr með móður sinni, Margarethe Samuelsson og yngri systur, en tveir eldri bræður hennar eru fluttir að heiman. Hún hefur að undanförnu verið i starfsþjálfun sem aðstoöarmaður á rannsóknar- stofu og lýkur henni i haust. Reyndar segir hún, að hún hefði fremur kosið að verða hjúkrunar- kona, en af þvi gat ekki orðiö, þar sem hún orkar ekki að lyfta sjúk- lingunum. — Það er svo erfitt, þegar engir vöðvar eru á hægra fæti til aö spyrna á móti. — Móðir hennar man það íþróttir ei alla — ek ákveðinn mánudegi og daginn eftir var Britt-Marie lögð inn.” Mér hafði verið sagt, aö það ætti að skera mig upp, segir Britt, annað ekki. Siðdegis sama dag eftir að margs konar rannsóknir og prófanir höfðu fariö fram, kom læknirinn inn og undir fjögur augu tjáði hann mér að það þyrfti að taka af henni hægri fótlegginn daginn eftir. — Ég hugsaði ekki svo mikið út i það þá, hvaö það eiginiega þýddi. Verkurinn var svo hroðalegur, að ég átti mér ekki aðra ósk heitari en að hann hyrfi. — Aðgerðin heppnaðist vel og það fyrsta sem Britt-Marie fann er hún vaknaði upp af svæf- ingunni var, að' verkurinn var horfinn. Hún lá aðeins einn dag i rúminu, en fór siðan á fætur. Þótt hún hefði fótavist, fékk hún ekki að fara heim strax, en hún var ekkert hnuggin yfir þvi, þvi að reynsla hennar af sjúkrahús- vistinni var góð, allir voru vingjarnlegir og uppörvandi segir hún. Fjölskyldan fékk leið- beiningar um hvernig hún skyldi haga sér gagnvart Britt, þegar hún kæmi heim, og var brýnt fyrir henni að láta hana ekki finna, að hún væri neitt frá- eins og það hefði gerzt i gær, hvernig sjúkdóm- urinn byrjaöi, og hún segir svo frá: — Það var i vetrarfriinu, að stelpan fór að kvarta yfir verk i hægra fæti. Verkurinn ágerðist og versnaði, svo aö ég sagði henni að fara til skólalæknisins, þegar skólinn byrjaði aftur, sem hún gerði. Þetta er bara vaxtar- verkur, maöur vex svo hratt á þessum aldri, sagöi læknirinn og skrifaöi upp á b-vitamin fyrir hana. Vika leið án þess að nokkur breyting yrði nema til hins verra. Mér fannst þetta ekki geta verið eðlilegt, en i þann tíð vann ég á sjúkrahúsi, og sneri mér þvi sjálf til læknisins. 1 það skiptið skrifaði hann upp á verkjatöflur. Það var auðvitað vita gagnslaust, svo ég hringdi aftur og kvað þetta ekki vera einleikiö, það yrði að senda stelpuna i röntgenmyndatöku og þaöstrax. Myndirnar voru teknar og þegar barna.deildin á Sahl- grenska sjúkrahúsinu bárust þær voru liðnar sex vikur frá þvi að Britt-Marie fór fyrst til læknisins út af verknum. Við fengum til- kynningu um, að hún yrði sam- stundis að leggjast á spitala og fara i uppskurð. Þetta var á Yfirlitssýning Halldórs Péturssonar Kjarvalsstöðum Dagana 16. til 26. september veröur haldin á Kjarvalsstöðum sýning á myndlistarverkum eft- ir Halldór Pétursson, listmál- ara, en sá viðkunni teiknari og myndlistarmaður heldur ekki oft sýningar, mun seinast hafa sýnt fyrir heilum áratug ef átt er við einkasýningar. Samt þekkjum við myndir hans, þær ber fyrir augu i bókum, blöðum og á heimilum manna, en eink- um er Halldór þó þekktur fyrir karikatúrmyndir sinar, er þykja oft frábærar. Þar i taldar myndir af óskyldum uppákom- um eins og skákeinvigjum og óperum. Sá sem þessar linur ritar átti þess þvi miöur ekki kost að sjá sýningu Halldórs á Kjarvals- stööum, vegna erinda úr bæn- um. Á hinn bóginn átti ég þess kost aö sjá myndirnar, flestar að ég held, i vinnustofu lista- mannsins aö Drápuhlið 11, en þá voru þó nokkrar myndir ókómn- ar frá innrömmunarverkstæð- inu. Byrjaði að teikna þriggja ára. Myndlist HaBdórs Pétursson- ar má skipta i fjölmarga flokka, ef þaö kynni aö skipta máli. Elztu myndirnar geröi hann fyrir nær sex áratugum, þá að- eins 3 ára að aldri og þær eru ábyggilega ekki verstu myndirnar á sýningunni. Barnamyndir eru ávallt sér á parti, þvi aö þá er að öllu jöfnu ekki búiö að byrgja alla sýn með askloki þeirra er „vissu betur” hvernig myndir eiga að vera. Þar næst koma klippimyndir, geröar I bernsku, en listamaður inn klippti þær út meö skærum. Þetta eru dýramyndir og mannamyndir og minna oft á fræghellismálverk, frönsk.sem heillað hafa núlifandi kynslóðir meira en flest annað sem kemur i leitirnar úr forsögu mannsins. Þá koma bókaskreytingar, oft snilldarlega unnar. Mér finnast myndir teiknaöar meö pensli, oft með bleki eða vatnslit, bezt- ar. Þá kemur urmull túss- mynda, blýantsteikninga og vatnslitamynda og væri það að æra óstööugan aö telja allt þetta upp. Að lokum koma svo málverk Halldórs Péturssonar. Mér hef- ur ekki til þessa þótt málverkið vera sterkasta hliö þessa mynd- listarmanns, og veldur þar mestu, aö tjáningarform, eöa tjáningaraöferö listamannsins Halldór Pétursson, lismálari er i rauninni svo fáséð i oliumál- verkum manna, sem vilja láta taka list sina alvarlega. Þessu má lýsa á annan hátt. Mynd af hestum i regni er goct dæmi um vinnubrögð málarans. Holdvotir klárar hima á ber- svæði og biða uppstyttunnar. Halldór reynir að gera kjör hrossanna aö myndefni, en leggur minni áherzlu á aö hestarnir áeu maleriskir. viöhorf dýravinarins, fremur en myndlistarmannsins. Þaö sama er að sjá i fleiri myndum, þjóösagan, mannlifið og ef til vill þaö broslega visar hinni myndlistarlegu alvöru á bug. Þetta er sumum myndun- um greinilega til tjóns, en fer þó snilldarlega saman i sumum. T.d. i „Hestar um vetur”, sem er malerisk mynd, þrátt fyrir að hún lýsi bábornum kjörum úti- gangshrossa. Þá eru þarna mjög sterkar, vel byggðar landslagsmyndir, t.d. frá Skarðsheiði, úr Hnifsdal og ein blá mynd, sem ég man ekki lengur hvað heitir, er lik- lega úr Grundarfiröi. Ef við skoöum önnur mynd- listaverk Halldórs Péturssonar frá þessu ljósi, þá greinum við ávallt bliðan, samúðarfullan undirtón, þrátt fyrir spaug hans og önnur ærsl. Við þekkjum hliöstæður þessa myndlista- manns úr stéttum skálda, leik- ara ( gamanleikara) og jafnvel tónlistarmanna. Kimnisagna- höfundurinn vill semja alvar- legra verk, en losnar ekki úr viöjum hlátursefna, gaman- leikarinn, vill leika dramatisk og alvarleg hlutverk, en allir skella upp úr þegar hann birtist og svo haldið sé áfram, hver kannast ekki við danska pianó- leikarann og háðfuglinn Victor Borge, sem aldrei kemst eina laglinu til enda án þess að upp úr sjóði á áheyrendabekknum. Þaö, sem okkur kemur þvi mest á óvart á sýningu Halldórs Péturssonar, er hvaö þjóöin hef- ur i raun og veru fengiö ranga mynd af listhæfileikum hans. Auðvitað þekkjum viö öll kátinumyndir hans, en hin al- varlegri verk sjást næstum þvi aldrei. Þvi er nú sérstakt tæki- færi til, þess aö kynnast nýrri hlið á þessum ágæta listamanni. Barnabókin fræga. Meðal verka á sýningu Hall- dórs Péturssonar að Kjarvals- stööum mun verða ný verk úr barnabók, sem Halldór hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.