Tíminn - 15.09.1976, Page 13

Tíminn - 15.09.1976, Page 13
Miövikudagur 15. september 1976. TÍMINN. 13 stjórnar. Filharmoniusveit Lundúna leikur Enska dansa nr. 1-8 eftir Malcolm Arnold: Sir Adrian Boult stjórnar. Sama hljómsveit leikur „Rauða valmúann”, ballettsvitu eftir Reingold Gliere: Anatole Fistoulari stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (15.16 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Seyðfirskir hernáms- þættir eftir Hjálmar Vil- hjálmsson Geir Christensen les (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.20 Evrópukeppni knatt- spyrnumanna: Tveir leikir sama kvöldið Jón Asgeirs- son lýsir síðari hálfleik lið- anna Hamburg SV og tþróttabandalags Keflavík- ur, sem fer fram I Hamborg — og Bjarni Felixson segir frá leik Iþróttabandalags Akraness og tékkneska liðs- ins Trapson Spor, sem þá verður nýlokið I Reykjavík. 20.20 Sumarvaka a. „Ég hef smátt um ævi átt” Þáttur um Bjarna Þorsteinsson frá Höfn i Borgarfirði eystra i samantekt Siguröar ó. Pálssonar skólastjóra. Sigurður flytur ásamt Jón- björgu Eyjólfsdóttur, þ.á.m. nokkur kvæði eftir Bjarna. b. Kvæðaiög Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi kveður nokkrar frumortar stökur. c. Frá Eggerti ólafssyni i Hergils- ey, — landnám og athafnir Guðrún Svava Svavarsdótt- ir flytur slðari hluta frá- söguþáttar Játvarðs Jökuls Júliussonar. d. Kórsöngur: Þjóðleikhúskórinn syngur Islensk lög. Söngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihaii Sadoveanu Dagur Þorleifsson les þýðingu sina (8). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skarði Indriði G. Þorsteins- son les (10) 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 15. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Pappirstungl Bandarisk- ur myndaflokkur. Peninga- skipti Þýðandi Kristmann Eiösson. 21.05 Frá Listahátið 1976 Bandariski söngvarinn William Walker, sem starf- ar hjá Metropolitan-óper- unni i Nev' York, syngur Itölsk lög viö undirleik Joan Dornemann. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Brauöog vínNýr, itaisk- ur framhaldsmyndaflokkur I fjórum þáttum. 1. þáttur. Sagan hefst á Italiu árið 1935. Ungur maöur hefur orðið landflótta vegna stjórnmálaskoðana sinna, en snýr nú aftur til heima- byggðar sinnar og býst dulargervi. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.25 Góðrarvonarhöfði Heimildamynd um dýralif á suðurodda meginlands Afriku. Fyrir mörgum ár- um var dýralifi útrýmt á þessum slóðum, en nú hefur dýrastofnum verið komiö upp á nýjan leik. Þýðandi og þulur Kristmann Eiðsson. Aður á dagskrá 17. janúar 1976. 22.50 Dagskrárlok ET í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 66 tröllaukin bjalla sem allir illir andar lemdu af alefli. Þetta færðist til. Það stefndi að Marzvatninu og hrakti á undan sér mörg hundruð hreindýra. óp og köll æstra hjarðmanna, áköf hundgá og glymjandi klaufadynur — allt blandaðist saman í tryllingslegt háreysti á þessum stað, þar sem allt var jaf nan svo hljótt og kyrrt. Hlíðarmenn létu í skyndi á sig skíðin. Það leyndi sér ekki, að það var hreindýr, sem á einhvern hátt olli þess- um látum, sem voru í þann veginn að sundra hjörðinni eitthvað út í buskann. Páll og Jónas hröðuðu sér í áttina að Suttung. Þeir ætl- uðu að reyna að koma á móti hreindýrinu. Það varð f yrir hvern mun að nást. Lars og Sveinn Ólafur hlupu upp í dalverpið milli núpanna, og brátt heyrðust óp og köll úr þeirri átt. Þeir áttu auðheyranlega fullt í fangi með að varna hreindýrahópunum þess að hlaupa til f jalls. Páll og Jónas skildu við Hljóðaklettislækinn. Páll nam staðar og beið átekta á vatnsbakkanum. Verið gat, að friðspillirinn breytti snögglega um stefnu og reyndi að komast til f jalls. Jónas stefndi á Suttung og lét drjúgum skríða. Utan af vatninu bárust hvell köll Turra. Hann hljóp allt hvað aftók, og nú hefðu fáir þekkt, að þarna væri Lapp- inn virðulegi, sem drakk brennivín í herbergi sýslu- mannsins á markaðinum i Ásahléi. Húfan var dottin af honum, og svitagufu lagði upp af svörtu, stríðu hárinu, sem slettist f ram yfir afskræmt andlit hans. Hann kast- aði frá sér koftanum sínum og hélt svo áfram hlaup- unum, hálfnakinn og hámásandi. Jónas var ekki síður sveittur en Turri, þegar hann sneri við í skriðunum undir Suttung og stefndi niður að vatninu. Skarkalinn færðist nú óðfluga nær honum, og allt í einu geystust f ram upp undir Suttung hreindýr, sem hlupu svo hart, að mjöllin rauk allt í kringum þau. Hann átti ekki annars úrkostar en láta þau hlaupa framhjá sér. En þarna kom skaðræðisgripurinn — hvásandi hreintarfur, sem lét svo hátt í, að engu var líkara en hann væri með heila blikksmiðju í eftirdragi. Jónas dró andann þungt. Slöngvivaður, og sigurinn hefði verið unn- inn. En hann hafði ekki neinn slögvivað, og hér var hver sekúndan dýrmæt. — Grípt'ann, Hvatur, grípt'ann! Hundurinn stökk f ram og urraði grimmdarlega.Hrein- dýrið hjó klaufunum niður i freðinn svörðinn og stað- næmdist svo snöggt frammi f yrir þessum óvænta óvini, að við sjálft lá, að það steyptist um koll. Það dansaði fá- eina hringi, reyndi að f lýja í aðra átt, stappaði niður fót- unum og barði f rá sér, en átti ekki undankomu auðið f yr- ir Hvat, sem sat um færi að læsa vígtönnunum í hálsinn á tarf inum. Þetta gerðist allt á örfáum sekúndum. Jónas kom hlaupandi aftan að tarfinum, sveiflaði sér fram með honum og þreif í annað hornið með hægri hendínni. I næstu andrá ultu báðir um koll, hann og tarf urinn. Jónas lá kyrr og treysti tökin, sem hann hafði náð á tarfinum. Ef þetta hefði verið um fengitimann, myndu ekki einu sinni kraftar Jónasar og þungi hafa nægt til þess að varna dýrinu að rífa sig á fætur. En nú átti það sér ekki undankomu auðið. Það lá stynjandi í fönninni með múlann á kaf i í snjó, og hið eina, sem það gat gert, var að sparka frá sér með afturfótunum. Það kom í Ijós, af hverju hinn dularfulli hávaði stafaði. Við annað horn tarfsins var bundínn stór blikk- brúsi, en stuttur spotti með netasteini í um hitt. Þegar dýrið hreyfði sig, slóst steinninn við blikkbrúsann, og hræðslan við þetta hafði tryllt það. Jónas dró hníf inn sinn ur slíðrum og skar sundur bönd- in, velti sér svo á aðra hliðina og spratt á fætur. Hrein- dýrið kom undir sig fótunum í sömu andrá, skók hornin, blésog hljóp brott. Jónas hafði þrifið í hnakkadrembið á hundinum, svo að hann hlypi ekki á eftir þvi. Turri kom á vettvang, þegar tarfurinn var að hverfa inn í kjarrið. Hann æpti og stappaði og gleymdi alveg að þakka Jónasi fyrir hjálpina. Hann hoppaði á blikkbrús- anum þar til hann lagðist saman, og það var langt frá því, að hann beitti á hann tönnunum. Þessir óþokkar! Að láta sér detta annað eins í hug! Nei, nú — nú skyldi hann ekki láta sitja við orðin tóm! Turri sefaðist þó brátt. Hann mátti ekki heldur vera að því að bölsótast lengi yf ir þessu óþokkabragði, því að nú beiðhans mikiðerfiði — aðsmala saman tvístraðri og hræddri hjörðinni. Lapparnir og Hlíðarmennirnir hjálpuðust að við smalamennskuna allan daginn. Það var illgerlegt að telja hópinn en Turri var samt viss um, að ekkert hrein-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.