Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 17. september 1976. í spegli tímans Bandaríkin heiðruðu minningu þýzkrar hjúkrunarkonu t fyrstá sinn i sögu Bandarikj- anna tileinkuöu þau hjúkrunar- konu frimerki, hinni þýzkættuöu Clöru Louise Maass, sem heföi átt hundraö ára afmæli áriö 1976. Þrettán centa frimerkiö ber mynd hennar og áletrunina: Hún gaf lif sitt. Ariö 1901 dó Clara meö þvi aö leggja lif sitt i hættu við visindalegar rann- sóknir gulusóttar. — Sem elzta barn þýzkra innflytjenda fædd- ist Clara Louise Maass 28. júni 1876 i New Jersey i Banda- rikjunum. Faöir hennar var fá- tækur hattamakari og snemma þurfti hún að fara aö rétta mömmu sinni hjálparhönd, þvi 8 systkini eignaðist hún. Hennar hugsjón var að hjálpa öörum og um tvltugt útskrifaðist hún sem hjúkrunarkona. Hún var m.a. sjálfboðaliði á Kúbu i spánsk- amerlska striöinu og viöar. Ariö 1900 I október starfaði hún viö Las-Animas sjúkrahúsið I Ha- vanna. Þar voru tveir visinda- menn Dr. Walter Reed og Willi- am Gorgas við rannóknir á gulusótt. Clara bauö sig fram sem tilraunadýr. Þá féllu fleiri fyrir gulunni en I hernaöi. Hún þekkti vel áhættuna. Hún haföi hjúkraöfólkihundruöum saman meö sóttina. Menn grunaði aö þaö væri Stegomyia-moskito- flugan sem ylli gulusótt. Siöar reyndist þaö rétt vera. Clara lét þessa flugu bita sig. Fyrir þaö fékk hún 100 dollara og þá pen- inga sendihún móöur sinni. Hún veiktist litillega og náöi sér fljótt. Fljótlega var gerö önnur tilraun. Þá fékk hún ákafan kuldaskjálfta. Að 10 dögum liðn um dó hún eftir miklar kvalir, aðeins 25 ára gömul. Þá sannaö- ist þaö sem eftir var leitaö. Clara var jöröuö á Kúbu, en ári seinna var llkið flutt til Newark, New Jersey. Svo gleymdist hún i áratugi, þar til eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá fóru sam- borgarar hennar I borginni Newark aö kynna sér æviferil hennar. Áriö 1951 minntist Kúba hennar á 50 ára dánardægri. Ar- iö 1952 var nafninu á sjúkrahús- inu i Newark breytt til minning- ar um Clöru Maass. Og sam- band hjúkrunarkvennafélaga heiðraði nafn hennar með þvi aö setja þaö á heiöursstaö i nýjum hátiöarsal sinum I Atlantic City. Við sjáum hér mynd af Clöru Maass I hjúkrunarkvennabún- ingi, og einnig er Clara á mynd- inni af sjúkratjaldinu i Florida, og er sú mynd tekin 1898. Clara er standandi til hægri i tjald- dyrunum. Hér sjáum við lika frimerkin, sem gefin hafa verið út henni til heiðurs. Kúbufri- merkið, sem gefiö var út 1951, og fyrir neöan það nýja banda- riska frimerkið. með morgunkaffinu Og hugsaöu þér, hann á svo góöa l'oreldra, sem gefa honum alit, sem hann bendir á. Og hvaöer svo hitt, sem þú ætlar aö gera, þegar þú sieppur út. Hvað notar þú eiginlega i staöinn fyrir bensiniö? DENNI DÆAAALAUSI ^] -: - 1 ' „Jú, ég er barnfóstran, en ég vissi ekki, aö þaö væri þessi Denní, sem ég ætti aö passa.” <P'?76. tmoare.Tju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.