Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 17. september 1976. íslendingar fóru í gang, eftir að Pólverjinn hafði rætt við þó í hólfleik: Svisslendingar réðu ekki við Björgvin skoraði 5 glæsileg mörk stórskota- hríð ís- lendinga — sem skutu þá á bólakaf (24:18) í Laugardalshöllinni í gærkvöldi (slendingar áttu ekki í vandræðum með Svisslendinga í LaugardalshÖllinni í gærkvöldi, þegar þjóðirnar mættust þar í vináttuleik í handknattleik: Þegar íslenzku leik- mennirnir fóru í gang og settu á fulla ferð, voru Sviss- lendingarnir eins og börn í höndunum á þeim — og það er óskiljanlegt hvernig þeim tókst að vinna sigur á íslenzka liðinu á Akranesi. Leikmenn íslenzka liðsins skutu Sviss- lendingana á bólakaf í síðari hálf leik og — náðu um tíma 9 marka mun (24:15) og sigruðu síðan 24:18. ÍSLENZKA liöið byrjaði ekki vel gegn Svisslendingum — leik- menn liðsins náðu ekki saman og það sem þeir reyndu, gekk ekki upp. Svisslendingarnir höfðu frumkvæðið til aö byrja með og voru þeir búnir að ná þriggja (7:4) marka forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn og var útlitið þá ekki gott fyrir Islenzku leik- mennina — en þeir vöknuðu af dvalanum og náðu oft mjög góð- um köflum og skoruðu 6 mörk i röð og komust yfir 10:7. Islenzku leikmennirnir fundu þá veikleika á hægri væng varnarveggs Sviss- lendinga, sem þeir nýttu og var staöan 10:9 fyrir lsland I hálfleik. Byrjunin I slðari hálfleiknum var ekki góð en þegar staöan var orðin jöfn (12:12) settu Is- lendingar á á fulla ferð — voru sterkir I vörn og léku þokkalegan handknattleik. Oft mátti sjá gamlar góðar leikfléttur hjá islenzku leikmönnunum, sem skutu Svisslendinga á bólakaf og voru þeir búnir að ná 9 marka for- skoti (24:15) rétt fyrir leikslok, en þá slökuðu þeir á og Svisslending- ar náðu að minnka muninn (24:18) áður en dómararnlr gáfu merki um að leiknum væri lokið. Eins og fyrr segir, þá er ó- skiljanlegt hvernig Islenzka liðið I fór að tapa fyrir Svisslendingum I upp á Skaga. Þeir hafa tvlmæla- I laust vanmetið þá þar. Það er I ekki hægt að segja að Islenzku leikmennirnir hafi leikið toppleik I gærkvöldi, langt frá þvl. En það er samt ekki hægt að loka augun- um fyrir þvl, að þeir gerðu marga hluti mjög góða. Eins og oft áður var vörnin ekki nógu góð — það vantaði algjörlega hreyfan- leika I hana og góðan miðherja á borð við Sigurberg Sigsteinsson vantaði illilega. Markvarzlan var ekki nógu góð — Jens Einarsson varði ekkertþann tlma, sem hann I Framhald á bls. 19. Ólafur Einarsson var markhæstur Ólafur Einarsson skoraði flest mörk tslendinga — hann sendi knöttinn 6 sinnum I netiö hjá Svisslendingum með langskotum og þar að auki átti hann 2 linu- sendingar á Björgvin, sem gáfu mörk. Björgvin Björgvinsson skoraöi 5 mörk — 3 af línu og 2 eft- ir hraðaupphlaup. Viðar Simonarson og Viggó Sigurðsson skoruöu 4 mörk hvor, en annars var árangur leikmanna islenzka liðsins þessi: — fyrst mörk, siðan skot og þá knettinum tapað: Ólafur................... 6-10-1 Björgvin........1........ 5- 5-1 Viggó.................... 4- 4-4 Viðar.................... 4- 5-2 Geir..................... 2- 5-1 Arni..................... 2- 2-0 Agúst.................... 1- 1-0 BjarniG.................. 0- 0-1 Viðar skoraði eitt mark úr vita- kasti, en þeir Viöar og ólafur misnotuðu sitt hvort vitakastið — létu verja frá sér. Nýting leikmanna islenzka liös- ins var nokkuð góð — þeir skoruðu 24 mörk úr 42 sóknarlot- um, en 18 mistókust. —SOS Sigmundur Ó. Steinarsson II3:W1N r Oánægja í herbúðum Skagamanna r F F Það hef ég ekki hug- mynd um ennþá ÞAÐ hefur ekki fariö fram hjá neinum aö mikil óánægja rikir nú I her- búðum Skagamanna vegna þjálfarans Mike Fergusons, sem lítið sem ekkert hefur undirbúið Skagamenn að undan- förnu — hvorki fyrir bikarúrslitaleikina gegn tyrkneska liðinu Trabzonspor. Ferguson er nýkominn frá Eng- landi, en þar dvaldist hann f 10 daga. Það er vel skiljanlegt að Skagamenn séu óánægðir — liö þeirra hefur aldrei verið eins lé- Iegt og einmitt I dag, hverju sem það er að kenna. Leikmenn liðsins virðast algjörlega úthals- og áhugalausir. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnu- ráðs Akraness, var mjög óánægður eftir Evrópu- leikinn. Hann sagði i við- tali við Morgunblaðið: — „Þú mátt hafa það eftir mér, að Mike Ferguson þjálfari liðsins á mikinn þátt I þvl, hve illa okkur gekk”. Jón Gunnlaugsson, fyr- irliði Skagamanna, sagði I viðtali við Þjóðviljann eftir leikinn: — „Það vantaði bara allt I liðið, bæði úthald og áhuga, og þess vegna var ekki nema von að illa færi”. ® ,,Strákarnir voru frábærir” Þeir voru ekki ánægðir Skagamennirnir eftir leikinn sem eðlilegt er. Aðeins einn maður virtist ánægður I herbúðum Skagamanna, en það var Ferguson þjálfari, sem sagði i viðtali við Þjóð- viljann: — „Strákarnir okkar voru alveg frábær- ir mestan hluta siðari hálfleiks og léku þásklnandi vel. Þeir keyrðu þá alveg á fullu og það kostaði þá lika, að leikmenn„sprungu” und- ir lokin, og þá fenguni við á okkur tvö mörk. Fyrri hálfleikurinn var hins vegar óneitanlega ekki mjög góður. Tyrkirnir fengu aö leika sér alltof mikið óáreittir”. Þetta eru vægast sagt furðuleg ummæli hjá þjálfara. Spurningin er, hvaðhefði gerztef Skaga- menn hefðu byrjað leik- inn á fullu? Já, þeir hefðu „sprungið” fyrr og fengið á sig fleiri mörk. Fergu- son er ánægður með, að strákarnir hans tóku smá sprett i slðari hálfleikn- um, sem varð til þess að þeir „sprungu”. Þegar Ferguson var spurður hvernig hann ætlaði að undirbúa Skagaliðið fyrir seinni leikinn, sagði hann: — „Það hef ég ekki hug- mynd um ennþá”. Já, þetta var svarið og eftir að hafa heyrt það, vaknar sú spurning, hvað hefur Ferguson eiginlega verið að gera uppi á Skaga I sumar? Þaðerekki nema von, að Skagamenn séu ó- ánægðir með hann. • Birgir kemur á óvart. Birgir Björnsson, for- maður „K.B.G.-nefndar- innar’ ’ I handknattleik, en svo er landsliösnefndin kölluð af handknattleiks- mönnum okkar, kom heldur betur á óvart á þriðjudaginn, þegar hann sagði I viðtali við Dag- blaðiö, að landsliðsnefnd- in teldi, að Pálmi Pálma- son, hinn sterki leikmað- ur Franí, félli ekki inn I landsliðið, en orðrétt sagði Birgir: — „Við sögðum honum, að við myndun hafa samband við hann, ef við óskuðum eftir að fá hann á æfingar. Hins vegar álitum við, miðað við liðið, sem við höfum I huga, að Pálmi félli ekki inn i það”. Svo mörg voru þau orð Birgis. • Inn i hvað féll Pálmi ekki? Sama dag og Birgir lét hafa þetta eftir sér, mátti landsliö K.B.G.-nefndar- FV innar þola skell fyrir Svisslendingum á Akra- nesi. Þeir, sem sáu liðið leika þar, voru allir sam- mála um að þarna hafi verið á ferðinni lélegasta landslið, sem Islendingar hafa nokkurn tima teflt fram — það var ekki heil brú I þvi sem leikmenn liösins gerðu. Einn kunn- ur handknattleiksmaður sagði eftir þann leik: — „Það er nú vel skiljan- legt,hversvegna ekkieru not fyrir Pálma i lands- liðið — hann er nefnilega taktlskur og leikinn leik- maður en þannig leik- menn falla ekki inn I landsliðið, sem leikur nú e f t i r „h ö f ð i ” K.B.G.-nefndarinnar”. Landsliðsnefndin er skip- uð þeim Karli Benedikts- syni, Birgi og Gunnlaugi Hjálmarssyni. PUNKTAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.