Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. september 1976. TÍMINN 5 Hinir bjargálna Ritstjörar t>jtíöviljans eiga dálitiö bágt þessa dagana. Erfiðleikar þeirra eru ftíignir I þvl að útskýra með hvaða hætti Þjtíðviljanum hefur tek- izt að safna 25 milljtínum króna undanfarin tvð ár. Fyrsta kenningin var sú, að tí- breyttir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins hefðu boriö hita og þunga dagsins i þcssari söfnun. En þegar rit- stjórarnir gáðu betur að, var þeim ljtíst, að slik kenning sttíðst engan veginn, ef litið er á skrif Þjtíðviljans undanfarin misseri um bágborin kjör al- mennings i landinu undir stjórn Framstíknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Og þá er bara búin tii ný kenning. 1 leiðara Þjóöviljans i gær segir, að það, að geta skotið saman i litlar 25-30 mSll- jtínir i stjórnmálabaráttu, sé ekkert kraftaverk. „Nei, hér er ekkert kraftaverk á ferð”, segir leiðarahöfundur ÞJóð- viljans, og bætir siöan við: „Þtítt margt sé um lágtekju- menn I Alþýðubandalaginu, þá eru þar einnig sem betur fer allmargir bjargálna iauna- menn”. Hvernig alþýðu- foringjarnir lifa Já, sem betur fer eru marg- ir bjargálna I Alþýðubanda- laginu, hafa góðar tekjur og búa glæsilega. Einn þeirra manna er sjálfur foringinn, Lúðvik Jtísepsson. Þessi al- þýöuforingi ekur um I nýleg- um ameriskum bil. Hann á húseign I Ueykjavik i einu dýrasta hverfi borgarinnar, Stóragerðishverfinu, sem sjálfsagt má meta á einar 20 milljtínir, fyrst brunabtítamat er um 11 milljtínir. Hann á enn fremur gott húsnæöi I Nes- kaupstað, þar sem hanndvelur utan þingtimans, nema þegar hann skreppur I sumarbústað- inn sinn við Þingvallavatn, sem sjálfsagt kostar sitt. Þannig hafa þeir það, þessir bjargálna menn Alþýðu- bandalagsins, sem Þjóðviljinn skrifar um. Það er ekki aö undra, þtítt slíkir menn geti lagt fram stórar fúlgur I bygg- ingarsjóð Þjóðviljans. Lúðvik Jtísepsson, húseigandi I Reykjavik og Neskaupstaö, eig- andi sumarbústaðs á Þingvöll- um og ekur i nýlegum amerisk- um bil, greiðir heilar 575 krtínur i tekjuskatt. 575 krónur í tekjuskatt En þó að Alþýðubanda- lags-milijtínerar á borð við Lúövik Jtísepsson geti sjálf- sagt lagt fram háar upphæöir I hugsjónahallir, eins og Þjóö- viljahöllina, þá hljóta þeir einnig að leggja sitt af mörk- um við þjóðfélagsuppbygging- una. Sjúkrahúsin, skólarnir, almannatryggingar og aörar sameiginlegar þarfir eru greiddar úr hinum sameigin- lega sjóði, og bjargálna menn, eins og Lúövik Jósepsson greiöa sina skatta og skyldur. Raunar telst hann til „breiöu bakanna” I þjdðfélaginu miö- aö við þær tekjur, sem hann hefur, og liíír samkvæmt. Jú, rétt er það. Lúövfk greiðir sin gjöld* Samtals greiöir hann 575 krónur — fimm hundruð sjötiu og fimm krtínur — I tekjuskatt, sam- kvæmt upplýsingum Skatt- stofu Austurlands, en Lúövík hefur sem kunnugt er heimilisfang í Neskaupstað. Að spíla á kerfið — og leggja ,,góðu móli lið" AÖ sjálfsögðu ber að meta það, þegar máttarsttílpar eins og Lúðvik Jósepsson teggur slikar upphæðir til hins sam- eiginlega sjóðs. En einhverjir heföu þó talið, að slikur stór- eignamaöur gæti lagt eitthvaö örlitiö meira til. En kannski hefur hann lagt þvl meira til Þjtíðviljahallarinnar? Kannski telur hann, að hún eigi að fjármagnast af hinum sameiginlega sjtíöi. Þess vegna sé i lagi að bera lága skatta, ef mismunurinn renn- ur til jafngtíðs málefnis. Kannski hugsa þeir eins, hinir skattsmáu ritstjórar Þjtíöviljans, Svavar og Kjart- an, að maöur taii nú ekki um framkværadastjtíra blaðsins. Og hugsi „hinir bjargálna” Alþýðubandalagsmenn allir eins og þessir herramenn og greiði litla sem enga skatta, en leggi mismuninn i Þjóö- viljahöllina eftir aö þeir eru búnir aö spila á kerfið, þá loksins er komin frambærileg skýring á hinnl velheppnuðu söfnun Þjtíðviljans. Ritstjórarnir birtu á sínum tima greinargerð um skattamál sin. Spurning er, hvort þeir hafi gleymt að skýra frá einhverju. Lóta sig ekki dreyma um slíkt En hinir tíbreyttu verka- menn, sem enn þá kunna að fylgja Alþýðubandalagínu, eiga aö sjálfsögðu erfitt með aö ieggja mikiö af mörkum, þvi aö þeir greíða sumir hverjir þetta 100-200 þúsund krtínur i tekjuskatt, og eru enn aö safna fyrir fyrstu ibúöinni, hvaö þá þeirri annarri, og láta sig ckki dreyma um amerisk- an bil og enn siður glæsilegan sumarbústað við Þingvalla- vatn. -a.þ. CHEVROLET TRUCKS Seljum í dag 1975 Opel Rekord Siesel sjálfskiptur vökvastýri 1975 Ford Mercury Monarc 1974 Scout 11 V-8 sjálfskiptur, vökva- stýri 1974 Citroen G.S. club 1220 1974 Toyota Crown special 4ra cyl. 1974 Ford Transit sendiferða diesel. 1974 Land Rover diesel 1974 Jeep Cherokee 1974 Austin Mini 1974 Ford Cortina 2ja dyra 1973 Volkswagen 1303 1973 Chevrolet Laguna coupe 1973 Chevrolet Nova 1973 Chevrolet Blazer V-8 sjálfskipt- ur, vökvastýri 1973 Peugeot 404 1973 Chevrolet Chevelle 1972 Chevrolet Blazer 6 cyl. beinskipt- ur. 1972 Scout 11 V-8 sjálfskiptur, vökva- stýri 1972 Vauxhall Viva station 1971 Toyota Corona Mark II 1968 Chevrolet sendiferða sería 20 1968 Renaulth R 16. Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMJ 3B900 Ung kona óskar eftir ráðskonu- stöðu í sveit. Tilboð með upplýsingum sendist blaðinu merkt Ráðskona 1499. Hús - Húsavík Til sölu er húseignin Baughóll 17, Húsavík. Upplýsingar gefur eig- andi i síma 96-41471. LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-UTAVER.LITAVER-LITAVER-LITAVER Auglýsið í Tímanum Taða til sölu Upplýsingar veittar að Brakanda í Hörgárdal. Opinbert uppboð Opinbert uppboð verður haidið að Ar- bæjarhjáleigu i Holtahreppi, laugardag- inn 25. september n.k. Þar verða seld: 40 hross á ýmsum aldri. Þar á meðal 2 stóðhross, annað þeirra vann 1. verðlaun á hestamóti vorið 1975. Uppboðið fer fram að beiðni erfingjanna i dánarbúi Guðna ólafssonar apótekara, en hrossin eru eign þess. Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi. Uppboðsskilmálar kynntir á staðnum. Greiðsla við hamarshögg. Skrifstofa Rangárvallasýslu 15. september 1976. Sýslumaður. Ofsaleg útsala! KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIZT Öll okkar teppi eru nú á útsölu Lítið við í UTAVER þvi það hefur óvallt borgað sig d3AVin-d3AVin-d3AVllTd3AVin-H3AVin-d3AVin-ll3AVin-a3AVin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.