Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. september 1976.
HMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f.
Að vita stutt fram
á nefið á sér
Karp blaða á milli er ófrjósöm iðja. En stundum
getur þurft að reka til baka miklar fjarstæður.
Ungur Alþýðublaðsmaður fjallaði á miðvikudaginn
um forystugrein i Timanum, þar sem stungið var
upp á þvi, að hlutlaus könnun skæri úr um, hvort
auðgunarglæpir hefðu i tið núverandi stjórnmála-
flokka tengzt einum þeirra öðrum fremur og þá
hverjum.
Allir vita, hvert tilefnið var: Fullyrðing af þessu
tagi i forystugrein i Dagblaðinu og bergmál þeirrar
fullyrðingar i fleiri fjölmiðlum. Útleggingin i Al-
þýðublaðinu vitnar hins vegar um átakanlega van-
þekkingu á þvi, sem gerzt hefur á seinni árum.
Sagt er um glúrið fólk, að það viti jafnlangt nefi
sinu. Alþýðublaðshöfundurinn á talsvert eftir til
þess að komast fram á nefbroddinn á sér i
þekkingarleitinni.
Fyrirsögnin á greinarstúfnum, „Að geyma glæp-
inn” kemur þegar upp um vanþekkingu. í sjálfri
greininni segir svo: „1 forystugreininni er ýmsu
hótað, og þar er gefið i skyn, að Timinn viti af
ýmsum glæpamálum, sem hann hafi ekki séð
ástæðu til að skrifa um. Er þar nefnd njósna-
starfsemi i þágu landhelgisbrjóta, faktúrufals ... ”
og þannig áfram.
Og enn segir: „Þetta er i annað sinn á þessu ári,
sem Timinn lýsir þvi yfir, að blaðið búi yfir
vitneskju um glæpamál, sem það hafi ekki komið á
framfæri—og gefur jafnframt i skyn, að ef tilteknir
aðilar hætti ekki fréttaflutningi af ákveðnum dóms-
og sakamálum, þá muni Timinn ekki þegja öllu
lengur”.
Þeim, sem betur vita en þessi drengur, verður
sennilega á að brosa að barnaskap hans. I um-
ræddri forystugrein var ekki drepið á nein mál
önnur en þau, sem dómar hafa gengið um, allir geta
vitað rétt skil á og meira en litið var skrifað um i
blöð, er þau voru á döfinni, þar á meðal i Timann.
Það er undravert að reka sig á mann, sem hefur að
atvinnu að skrifa i stjórnmálablað, en kannast ekki
við landhelgisnjósnirnar og faktúruna i tunnunni.
Þar þyrfti hann þó ekki annað að gera sér til
þekkingarauka en fletta Alþýðublaðinu sinu.
Á þessum fávizkunnar ályktunum byggir hann
svo þá hugmynd, að Timinn hafi uppi hótanir vegna
einhvers fréttaflutnings i öðrum blöðum. Þetta er
hugarfóstur, sem ekki á neitt skylt við veruleikann.
Fréttaflutningur var á engan hátt tilefni forystu-
greinar Timans um siðustu helgi, heldur sú afkára-
lega og glæfralega fullyrðing i Dagblaðsleiðara, að
auðgunarbrot tengdust yfirleitt einum stjórnmála-
flokki i landinu. Timinn hefur ekki heldur haft uppi
neinar hótanir, heldur þvert á móti lagt til, að hlut-
lauswrannsókná þess konar afbrotamálum, yrði
gerð, svo að úr þvi fengist skorið, hvort brotamenn-
irnir tengjast einum flokki öðrum fremur, og þá
hverjum. Þá væri hið sanna fundið, og hver stæði
uppi eins oghann er búinn.
Sú fáfræði, sem greinarstúfurinn i Alþýðublaðinu
á miðvikudaginn opinberar, er ný röksemd til
stuðnings þessari hugmynd. Kannski eru fleiri en
Alþýðublaðshöfundurinn, sem vita jafnlitið, hvað til
tiðinda hefur borið i landi þeirra, og álykta jafnfá-
vislega og hann.
„Að geyma glæpinn” nefndi höfundurinn ritsmið
sina og hugðist skjóta með þvi á Timann. „Að
gleyma glæpnum hefði verið réttnefni og lýst þvi,
sem uppgötvaðist, ef hún er lesin.
Fleiri orð eru óþörf. —JH.
Spartak Beglov, APN:
Geta Bandaríkin verið
án spennuslökunar?
Ford forseti
1 þessari athyglisveröu
grein fjailar stjórnmála-
fréttaskýrandi APN um
stefnu spennuslökunar i
sambúö rikja á nokkuö hug-
lægan hátt. Leggur hann hér
sérstaka áherzlu á mikil-
vægi þessarar stefnu til aö
tryggja varanlegan friö I
heiminum:
Þessi spurning varðar ekki
aðeins Bandarikjamenn. Hlut-
deild og áhrif Bandarikjanna
á sviði heimsmálanna þekkja
allir, og enginn maður á jörð-
inni getur verið hlutlaus gagn-
vart þvi hvaða markmiðum
þau þjóna.
Stefna spennuslökunar i
sambúð rikja er nú orðin rikj-
andi i heimstjórnmálunum, er
það tjáning brýnnar hlutlægr-
ar nauðsynjar. Var þetta sér I
lagi staðfest á ráðstefnu leið-
toga óháðu rikjanna i
Colombo. Þrátt fyrir það er
engu að siður augljós sú staö-
reynd, að huglægir þættir, s.s.
þjóðfélagslegt eðli valdsins,
séreinkenni þróunar innan-
rikismála og eigingjarnir
hagsmunir áhrifahópa geta
haft áhrif á andrúmsloft
spennuslökunar.
Hugsanlega hefði spurning-
in um frekara hlutverk
Bandarikianna ekki vaknað,
ef bandarisk stjórnmál skipt-
ust ekki i fjögurra ára timabil.
Sú staðreynd, að Bandarikja-
menn kjósa forseta sinn, er
innanrikismál þeirra. En þar
sem allt úir og grúir af ólikum
skoðunum og orðræðum á
reglulegum forkosningamark-
aði frambjóðenda og stjórn-
málaskoðana hljóta aðrir Ibú-
ar heimsins óhjákvæmilega að
leitast við að skilja rikjandi
markmið og gera sér grein
fyrir afleiðingunum.
Hér er rétt að hlaupa yfir
sögu og segja, aö flestir
stjórnmálafréttaskýrendur
utan Bandarikjanna, hvort
heldur er i Vestur-Evrópu,
Sovétrikjunum eða annars
staðar, hafa byggt mat sitt og
spár á þeirri trú, sem er rót-
gróin hjá öllum þorra banda-
risks almennings, að spennu-
slökun þjóni bezt grundvallar-
hagsmunum Bandarikjanna
sjálfra. Þetta kemur t.d. mjög
glöggt fram i eftirfarandi um-
mælum Helmuts Schmidt,
kanslara Vestur-Þýzkalands,
er hann lét falla seint I ágúst:
,,Ég geng staðfastlega út frá
þeirri staðreynd, að hvað sem
öðru liður, hvor heldur sem
verður forseti Bandarikjanna,
G. Ford eða J. Carter, muni
stefna Bandarikjanna gagn-
vart Sovétrikjunum ekki taka
neinum gerbreytingum.”
Það er ekki svo erfitt að
gera sér grein fyrir þvi hvers
aðrir hlutar heims vænta Sér
af Bandarikjunum. Þaö sem
hér er átt við er áframhald-
andi almennur áhugi á bættu
alþjóðlegu andrúmslofti. Er
þaö alkunna, aö breyting til
batnaðar á sambúö Sovétrikj-
anna og Bandarikjanna hefur
ráðið úrslitum varðandi það
að draga úr hættu á nýrri
heimsstyrjöld og um eflingu
friðar.
Pólitiskar umræður, sem
hófust i Bandarikjunum um
þetta leyti vöktu siaukna at-
hugli almennings um heim all-
an. Sá atburður, er Ford for-
seti hafnaði hugtakinu
„spennuslökun” vakti strax
ugg erlendra fréttaskýrenda.
Þetta „túlkunar” látæði var
strax skýrt af vissum öflum i
Bandarikjunum, sem krefjast
þess að hafa frjálsar hendur,
sem afnám banns við að ráð-
ast á stefnu heilbrigðrar skyn-
semi og viðurkenningar á
staöreyndum samtimans.
Draumurinn um endur-
heimt þeirra tima, þegar
Bandarikin voru álitin það
land, er forsjónin sjálf hefði
valið til þess hlutverks að hafa
óskorað vald til þess aö ráða
örlögum annarra þjóða, hefur
komið i veg fyrir það aö þessi
öfl skildu rétt breytingarnár
sem hafa átt sér stað i sunnan-
verðri Evrópu (Portúgal,
Grikkland) og Afriku. Spennu-
slökun, sem að þeirra dómi er
„einstefnugata”, var jafnvel
kennt um þau ör, sem banda-
risk samvizka ber eftir Viet-
nam ævintýrið. VIxl orsaka og
afleiðinga, i sumum tilfelium
af ásettu ráöi, og i öörum fyrir
áhrif sjónblekkinga, hafa
skapað frumskóg rangs mats
og mistaka i sambandi við
réttlátan málstað angólsku
þjóðarinnar. Angóla er orðin
sjálfstætt riki, en bandarisk-
um „skoöanamótendum” hef-
ur einnig tekizt að hagnýta sér
þessa nýju staöreynd, sigur
raunveruleikans, til þess að
endurlifga hina gömlu
kommúnistagrýlu og þá tálm-
un, að ,,valdstefnu”aðferöa i
skiptum við aðrar þjóðir sé
réttmæt.
En þegar Ronald Reagan
birti opinberanir sinar, sem
hljómuðu likt stefnu John
Foster Dullesar sáluga, hlaut
öllum gætnum Bandarikja-
mönnum að skiljast, að þeim
hafði verið þrýst aftur á bak i
timann, til hugsana um það
sem er nú óhugsandi.
Er Reagan var nn reyndu
stjórnendur Repulbikana-
flokksins enn að bliðka hægri-
sinna meðal hugsanlegra
kjósenda með innspýtingu ró-
andi slagorða likt og „yfir-
burða herstyrkur er leiðin til
friðar,” o.s.frv. Samkvæmt
stefnuskrá demókrata gegna
„öflugar hervarnir” einnig
þvi hlutverki að „gæta”
spennuslökunarinnar.
Reynslan hvetur ekki til
þess að draga lokaályktanir af
öllu kosningabaráttuorða-
gjálfrinu. Sú skoðun er út-
breidd i Bandarikjunum, að á
kosningaári skuli ekki leggja
sama mælikvarða á ábyrgö
oröa og ábyrgð samfara
ákvarðanatöku. Kosningar
eru eitt, stjórnmál annað. Af
þessum sökum taldi Pravda
þaö ekki úr vegi, aö rita um-
búðalaust, i umsögn um nýja
yfirlýsingu Fords forseta i stil
timabils „valdastefnunnar”:
„Það er ógerningur að rétt-
læta þessa yfirlýsingu, sem
gengur i berhögg við alþjóð-
lega spennuslökun og við
bætta sambúð landanna, með
tilvisun til yfirstandandi kosn-
ingabaráttu.” Þetta er ekki
það orðalag sem hægt er að
nota i samskiptum við Sovét-
rikin eins og 25. flokksþing
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna lagði áherzlu á.
„Sovétrikin eru staðráðin i
að fylgja stefnu bættrar sam-
búðar Sovétrikjanna og
Bandarikjanna i fullu sam-
ræmi við bókstaf og anda
gerðra samninga og skuld-
bindinga. I þágu beggja þjóð-
anna og friðarins i heimin-
um,” sagði Leonid Brézjnév,
aðalritari miðstjórnar
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna i ræðu á flokksþinginu.
L. Harris skoðanakannana-
stofnunin hefur nýveriö undir-
strikað með niðurstöðum sin-
um, að mikill meirihluti
Bandarikjamanna, sem
spurðir hafa verið álits, telja
að efling friðar milli Banda-
rikjanna og kommúnistaland-
anna sé hugsanleg og fram-
kvæmanleg. Báðir stjórn-
málaflokkarnir hljóta að
skilja, að I slikri skoðanakönn-
un felst raunverulegt umboð
kjósenda. Það er engin tilvilj-
un, að i lokaræðu sinni á fund-
inum i Kansas City sagði
frambjóðandi repúblikana,
þegar allar oröfórnir höföu
verið færðar á altari hægri-
sinna, sem kröfðust þess ár-
angurslaust, að spennuslökun-
arstefnunni yrði hafnað —
þegar loks var mögulegt að
segja sannleikann og ekkert
nema sannleikann: „Sambúð
okkar við Sovétrikin er traust
og lofar góðu, og við munum
skapa skynsamlegan heim
með þolinmóöum viðræðum
og með gerð raunhæfra samn-
inga á sviði vigbúnaöar, sem
draga úr hættu á átökum og á
möguleikum þess að til kjarn-
orkustyrjaldar komi”.
1 stefnuskrá demókrata,
sem samþykkt var á þinginu i
New York, segir. „Við verðum
einnig að leita eftir samstarfi
við forna féndur okkar. Um
annað er ekki að velja, þar
sem sjálf tilvera mannskyns-
ins er i húfi, eitt helzta mark-
miðið er frekari spennuslökun
i samskiptunum við Sovétrik-
in.”
Hljómur þúsunda kúreka-
bjalla undir stjórn Hollywood
framkvæmdastjóra gat ekki
drekkt þessum sannleika, þvi
að hann tjáir raunveruleik-
ann, raunveruleg verömæti
friðarins til handa Banda-
rikjamönnum, þróun sam-
starfs við „forna féndur” i
nafni stöðvunar vigbúnaðar-
kapphlaupsins. Þetta er sann-
leikur, sem býður fram tæki-
færi til frekari leitar að enn
varanlegri og traustari friði.
Það er ekki hægt að hugsa
sér, að 200 milljón manna þjóð
geti, fyrir áhrif gamalla tál-
mynda liðins tima, fallið niöur
á það stig að varpa frá sér
öllu, sem áunnizt hefur við
skilyröi spennuslökunar og
hefja að nýju leik á barmi hyl-
dýpisins. Það er einnig erfitt
aö gera sér i hugarlund, aö
stjórnmálamaður, sem telur
sig málsvara Bandarikjanna i
dag varpa samtimis frá sér
einu vænlegu stefnunni i al-
þjóðamálum.