Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 17. september 1976. Menn eru hættir að kippa sér eins upp við það þótt fólk láti skipta um kyn og þeir gerðu 1952, þegar Christine Jorgensen (fædd George) skýrði frá þvi, að hún væri kynskiptingur og hefði gengizt undir slikan uppskurð i Danmörku. Kynskiptingar eru fólk, sem er sannfært um, að það ætti i raun- inni að vera af hinu kyninu og finnst það vera fjötraö i eigin likama. Þannig leið Christine Jorgensen fyrir uppskurðinn, sem breytti likama hennar þannig, aö hún liktist konu. En það var sársaukafullt að sjá fyrirsagnirnar i blööunum. Og hún varð að fá sér vinnu i nætur- klúbbum til að sjá fyrir sér. Nú eru sögur kynskiptinga ekkert óvenjulegar. David Susskind hefur átt viötöl við þá. Brezki rithöfundurinn Jan Morris skrifaði um eigin reynslu I bók- inni Conundrum, en hún lét breyta sér úr James I Jan. Ræningi einn framdi bankarán I Brooklyn fyrir nokkrum árum til aö kosta aðgerð ástvinar sins, sem vildi skipta um kyn, og eftir sögu þeirra var gerö kvikmyndin ,,Dog Day Afternoon”. Nýjasta sagan er um dr. Renee Richards, 41 árs augnlækni i New York, (sem var þekktur sem dr. Richard Raskind fyrir uppskurð- inn I ágúst I fyrra), en hún vildi taka þátt i Bandarikjakeppni I tennis nú I október. Dr. Raskind var þekktur tennisleikari I Bandarlkjunum og hafði unnið marga keppni allt frá þvi hann var við háskólanám I Yale. 1974 var hann 13. bezti tennisleikari I hópi 35 ára og eldri. Sem kona litur Renee nú á sig sem talsmanna annarra, sem hafa látið breyta sér I konu. Hún átti I erfiðleikum, þegar hún vildi komast I kvennakeppni I tennis. í ágúst s.l. vann hún kvenna- keppni i tennis I San Diego, og eftir aö fréttamaður einn haföi ljóstrað upp um fyrra kynferði hennar, sagðist hún mundi freista þess að komast I kvennalands- keppnina I Forest Hills. Aðrar tenniskonur sögðu, að samkeppni við Renee, sem er 67 kg og 188 cm, væri óréttmæt vegna krafta hennar. Ellefu konur hættu við keppni I South Orange, New Jersey eftir að hafa haft I hótunum, vegna þess að Renee var með. Vandamálið er þvi, hvort hún telst opinberlega vera karl eða kona. Dómstólar hafa aldrei skorið úr um slíkt, svo að banda- riska tennissambandið fylgdi dæmi ólympiunefndarinnar og krafðistlitningaprófunar af öllum konum, sem ætluöu aö taka þátt i landskeppninni. Flestir læknar kynskiptinga segja, að ákvörðun um kynferöi sé flóknari en svo, aö niðurstaða litningaprófunar skeri úr um það. Prófunin er gerð á þann hátt að skaf úr munninum er rannsakað I smásjá. Samkvæmt erfðafræö- inni á kona að hafa tvo kynlitn- inga, sem eru kallaöir X, en karl einn X og einn Y. Dr. Richard, sem getið hefur son með konu, hefur neitað að láta gera þessa prófun á sér, en ef hún léti gera hana, yrði úrskurö- urinn sennilega sá, að hún væri karl, samkvæmt kenningum erfðafræðinnar. Kynskiptingar ko eru fæddir karlmenn, eða konur, en trúa þvi, aö þeir séu af hinu kyninu, og séu fjötraðir I röngum likama. Hvað er þá kynferði? Það getur verið umdeilanlegt. Skorið var úr um eitt slikt mál i marz siöast- liðnum, þegar hæstiréttur I New Jersey kvað upp þann úrskurö að hjónaband kynskiptings og ein- staklings af gagnstæðu kyni væri löglegt, ef kynskiptingurinn segir makanum tilvonandi frá aðgerð- inni, sem hann hefur gengizt und- ir, fyrir hjónavigsluna. Dómarinn visaði á bug fyrri dómsúrskurð- um i Bandarikjunum og Eng- landi, þar sem skorið var úr um kynferðieingöngu samkvæmt fæðingarvottorði eða litninga- prófun. Skoðun dómarans var, að ef lif- fræðilegu útliti kynskiptingsins hefur verið breytt til samræmis við sálfræðilegt kyn hans, þá hlýtur kynferði hans á opinberum persónuskilrikjum að verða I samræmi við þaö. Með öðrum orðum, eftir kyn- ferðisbreytingu hefur kynskipt- ingur sömu lagaréttindi og fólk af þvi kyni, sem hann telur sig til- heyra. Dr. Richards hefur ekki enn ákveðið, hvort hann kærir tennis- sambandiö fyrir að krefjast litningaprófunar, en ef hún gerir það, kynni fyrrnefndur úrskurður. að hafa áhrif á niðurstööur mála- ferlanna. Christine Jorgensen telur mál Renee Richards mikilvægt vegna þess, að það varðar persónu- skráningu einstaklingsins. Hún býr nú i Laguna Beach I Kaliforniu, ferðast mikiö um og flytur fyrirlestra fyrir heil- brigðisstéttir og stúdenta. „Enginn okkar er 100% kona eða karl”, segir hún. „Auðvitað verð ég enn mikið vör við forvitni varöandi kynskiptingu, þegar ég held fyrirlestra mina, en nú hefur fólk minni áhuga á hinum gagn- stæðu kynjum, en fremur á þvi hvernig fólk finnur til gagnvart þvi hvaö það er.” Það er ekki aðeins afstaöa fólks til kynskiptinga, sem hefur breytzt, heldur hafa „systur” Richards eftir aðgerðina. Renee Dr. Richards sem karlmaður hennar einnig breytt um siði. Áður vildu þær vera yfirkven- legar og glæsilegar. Nu leitast þær margar við að vera frjáls- legar i klæðaburði og útliti. „Það er mikil framför”, sagði hún. Kynskipti eru sjaldgæf og koma einkum fyrir meðal karlmanna. Læknum er fyrirbrigðið enn ráð- gáta. Rannsóknir hafa leitt til til- gátna um, að orsökin sé hor- mónastarfsemi fyrir fæðingu, sem hafi áhrif á heiiann og siðari þroska barnsins. Skýrslur eru ekki til um fjölda uppskurða, en gizkað er á, að um 10.000 Bandarikjamenn eigi við þetta vandamál að striða. Venjulega eru þessir menn ein- mana og einangraðir, næstum sjúklega uppteknir af vandamáli sinu, og oft ranglega kynvilltir eða karlmenn, sem klæöast kven- fötum. Þeir hafa oft viðbjóð á þvi, hvernig þeir eru skapaðir, hins vegar eru kynvillingar ánægðir með likama sina, þótt þeir laðist að þeim, sem eru af sama kyni. Kynskiptingar geta ekki lifað „eðlilegu” lifi hafa oft litlar kyn- hvatir og eiga sér oft þá leyndu von að gangast undir uppskurð og láta breyta um kyn. Margir þeirra eru sannfærðir um að aö- gerðin leysi öll vandamál, og leggja sig fram um að sannfæra lækna um, að þeir hafi þörf fyrir uppskurðinn. Erickson stofnunin, 1627 Moreland Ave., Baton Rouge, Louisiana, hefur séö um ráögjöf fyrir kynskiptinga I lögfræði- legum, siðferðilegum og læknis- fræðilegum málum. Hún er á meðal 40 sjúkrahúsa og ráð- leggingastöðva i Bandarikjunum, þar sem sálfræðimeðferð og hormónagjöf fer fram, og 20 sjúkrahúsa, þar sem uppskurðir eru framkvæmdir. Kostnaðurinn stendur I vegi fyrir þvi, að margir kynskipt- ingar láti skera sig upp. Heildar- kostnaður við sálfræöiráðgjöf, hormóna, rafmagnsmeðferð (fyrir karlmenn) og uppskurö getur numið 10.000 Bandarikja- dölum. Tryggingafyrirtæki hafa mis- munandi stefnu I hinum ýmsu rikjum, en sum, svo sem Blái krossinn — Blái skjöldurinn I New York, taka hvert tilfelli til Ihugunar sérstaklega. Medicaid I New York borgar ekki aðgerðir á kynskiptingum. 1 New Jersey og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.