Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. september 1976. TiMINN 11 Meb gömlum skólafélögum. sumum öörum ríkjum er þaö gert. Höfundur orðsins kynskipt- ingur er Dr. Harry A. Benjamin, sérfræöingur i innkirtlasjúk- dómum. Dr. Benjamin var braut- ryðjandi i sinni grein og stuölaöi aö stofnun John Hopkins sjúkra- hússins i Baltimore, en þar er fengizt við vandamál kynskipt- inga. Þar starfar hópur sérfræðinga, sem fara sér varlega, þegar þeir taka sjúklinga til aðgeröar, og krefjast þess, að þeir lifi i a.m.k. tvö ár, eins og þeir væru af gagn- stæðu kyni (klæðist fötum kyns- ins, sem þeir vilja tilheyra) og taki hormónalyf. Frá 1966 hafa verið gerðir um 10 uppskuröir á ári i sjúkrahúsinu. Ekki hafa allir kynskiptingar áhuga á að gangast undir fulla aðgerð. Aldur og efnahagur ræður þvi, að sumir láta sér nægja minniháttar uppskurð. Aðgerðin, þegar karlmanni er breytt i konu, tekst bezt og er algengust. Aðferðirnar eru mis- munandi, en kynfæri karlmanns- ins eru tekin burtu, nema vefur getnaðarlimsins, sem notaður er til að mynda kynfæri konunnar, barma og snip. Aö auki er tekin húð af læri, en taugarnar i vef getnaðarlimsins gera það kleyft að „konan” njóti samfara og fái fullnægingu. Sjaldgæfara er, að konu sé breytt I karlmann, en þá eru brjóst, móðurlif og eggjastokkar tekin burt. Með hormónum er vöxtur snipsins örvaður og verður hann undirstaða getnaðarlims. Húð af maganum er grædd á, en þótt tilfinning sé i limnum getur hann ekki risið án stuðnings. 1 New York eru engir hópar lækna, sem gera þessar aðgeröir, þótt til séu þar einstakir læknar, sem ráðast i það. „Þetta er skuggaleg grein i New York”, sagði dr. Charles Ihlenfeld, innkirtlafræðingur, sem vann I sex ár með dr. Benjamin, og starfar nú sem geð- læknir I St. Luke’s sjúkrahúsinu. „Flestir gera aðgerðina gegn staðgreiðslu”, sagði hann. „Þeir gera hana samkvæmt ósk sjúkl- ingsins, sem oft fær ekki nægilega ráðgjöf og læknishjálp. Það er mögulegt fyrir kynskipting að kaupa sér slika aðgerð, og tæpast er um nokkurt eftirlit að ræöa”. Dr. David R. Wesser skapnaðarlæknir i New York, gerði fyrst aðgerðir á kynskipt- ingum fyrir þrem árum, eftir að hann hafði dvalizt I Vietnam, þar sem hann sérhæfði sig i plastaö- gerðum eða skapnaðarlækn- ingum. Bandarikjunum, eða öðrum löndum hafa eyðilagt. Dr. Roberto Granato, sér- fræðingur i þvagfærasjúkdómum i Queens hefur gert aðgerðir á kynskiptingum um sjö ára skeið, um 35 á ári. Hann kennir fræði sin i Columbia Presbytera lækna- skólanum. „Ég kæri mig ekki um að lýsa þeim örkumlum, sem ég hef séð”, sagði hann. „En við reynum að leysa þetta vandamál með þvi að kenna læknum réttar aðferðir”. Læknunum, sem rætt var við, bar saman um, að umönnun kyn- skiptinga sé mikið verkefni. „Það er erfitt að lita hlut- lausum augum á þessa grein læknisfræði”, sagði dr. Ihlenfeld. „Þetta er erfitt, af þvi að sjúklingarnir eru mjög þurfandi tilfinningalega. Oft er niðurdrep- andi að fást við þá, og það er kostur að vinna i hóp, þvi þá er hægtað dreifa ábyrgðinni á sjúkl- ingnum á fleiri herðar”. Sumum finnst uppskurður eina lausnin, en hann verður ekki afturkallaður og hefur mjög djúp- tæk áhrif á einstaklinginn. Sem lækni finnst þér bölvað að gera hann og bölvað að gera hann ekki. Dr. Robert Stoller geðlæknir hefur komizt að þeirri niðurstöðu að tiu árum eftir aðgerðina séu margir kynskiptingar orðnir þunglyndir. Þeim finnst lif sitt betra en áður. en þó hafa þeir ekki fundið þá hamingju, sem þeir væntu sér. Þetta á ekki við um alla, en maður fær á tilfinn- inguna, að maður geti aðeins gef- ið þeim nokkur ár áður en þeir verði þunglyndir. verði þunglyndir. Dr. John Money sálfræðingur og læknir við John Hopkins og sérfræðingur i málum kynskipt- inga er bjartsýnn á þau áhrif, sem aðgerðir á kynskiptingu geti haft á þjóðfélagið. „Hugsið aðeins um það”, sagði hann, „að með fæðingarvottorð- inu er ákveðið hvernig komið er fram gagnvart þér i þjóðfélaginu — sem karlmanni eða konu. Og þetta ákveðst af lauslegri athugun á þvi, hvað sé á milli fót- anna! „Þvi fleiri, sem vita, að fólk með kynfæri annars kynsins getur haft sálarfar hins, þvi betur munum við taka til endurskoð- unar, hvað kynferði er og hvers vegna einhver telst af þessu kyn- inu eða hinu. Kynskiptingar hafa raskað þeim bjargföstu hug- myndum, sem menn hafa gert sér um þessi mál”. Hann gerir 60-100 aðgerðir á kynskiptingum á ári i Yonkers sjúkrahúsinu. Hann segir, að læknastéttin hafi töluverða for- dóma gagnvart slikum að- gerðum, og margir læknar forðist að framkvæma þær, vegna þess, að mörg tryggingafyrirtæki greiði ekki kostnað við þær. „Sifellt leita fleiri kynskipt- ingar til min”, segir hann. „Kynskiptingar ganga oft á milli lækna. Margir þeirra vilja láta gera á ser ýmsar fegrunar- aðgerðir, svo sem breyta höku, eyrum eða nefi, setja á sig brjóst — en ég ræð þeim frá sliku.” Hann krefst þess af sjúkl- ingunum, að þeir fari til geð- læknis og i hormónameðferð i nokkra mánuði. „Flestir eru þegar byrjaðir á hormónum, þegar þeir koma til min, og hafa leikið hlutverk hins kynsins i nokkur ár”, sagði hann. Dr. Wesser og aðrir skurð- læknar segja, að þeir verði oft að gera við það, sem aðrir læknar i Renee er með alhæstu konum. Ollerupskólinn sýnir SJ-Reykjavik. Fimleikaflokkur Ollerupiþróttaskólans I Danmörku hafa sýningu i Laugardalshöllinni i kvöld. Stjórnendur eru Gunnar B. Hansen og Marie M. Mortensen, en flokkar frá skólanum voru taldir þeir fremstu, sem sýndu á landsmóti i Esbjerg á sl. sumri með um 23 þúsund þátttakendum. „Harðstjórn hersins í Chile" t grein mina hér i blaðinu 11. þ.m. slæddust fáeinar prentvill- ur, sem vert er að leiðrétta, jafnframt þvi sem komið er á framfæri viðbótarskýringum vegna mikilvægari atriða. 2. málsliður kaflans „Efn- dirnar" átti réttur að hljóða þannig: „Það er fljótsagt, að i öllu þessu hefur þeim mistekizt hraðallega — nema auðvitað i hinu siðastnefnda'' (ekki „siðarnefnda”). Undir kaflaheitinu „Verður frelsisandinn kæfður?”hafa tvö orð fallið niður i 2. málsgrein 2. málsliðar. Rétt er upphaf setn- ingarinnar svohljóðandi: ,,For- vigsmaður þessara mótmæla, Valasco Letelier, fyrrum forseti lagadeildar Háskólans i Chile, hefur ...” I kaflanum „Alþjóðlegt hjálparstarf” var Comite Pro Paz (Friðarnefndin) kölluð „aðal valddreifingarmiðstöð fyrir hjálparfé alþjóðastofn- ana”. Þar hefur islenzk stjórn- málahugsun eitthvað ruglaö setjarann i riminu og þannig orðið til þetta nýyrði, sem gæti reyndar hentað furðuvel sem nafn á næstu rikisstofnuninni tér i Reykjavik. — En ég var vitanlega að tala þarna um „aðaldreifingarmiöstöð”. Þess má geta hér i leiðinni, að chil- iska Friðarnefndin var skipuð fulltrúum helztu trúarbragða þar i landi, t.d. kaþólsku kirkj- unnar, lútherskrar kirkju og Gyðinga. Þá vil ég koma hér fram með upplýsingar nákvæmari en þær, sem greinin inniheldur. 1 kaflanum „Efndirnar” er minnztá vaxandi dýrtið i Chile. 1 ályktun þeirri, sem miðstjórn A.S.I.samþykkti9.þ.m.,er sagt frá þvi, að verðbólgan hafi náð 90.6% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs og muni með sama áfram- haldi fara yfir 200% i árslok. Kaflinn „Litil von um lýð- ræðisstjórn” endar með all- dramatiskum orðum: „...hver snefill af góðum áformum hefur rokið út i veður og vind. Eftir situr hatrið eitt og valdahrok- inn”. Aö visu má ráða af sam- henginu, aðhér sé einkum höfð i huga þrjóskukennd andúö hers- ins á pólitisku frelsi og úr- skurðarvaldi fólksins. En orð- anna hljóðan virðist lýsa þess háttar fullkominni (kategór- iskri) mannvonzku, sem hvergi er til i heimi veruleikans. Og þar sem „bókstafurinn blivur” og mestu skiptir hvaða skiln- ing lesandinn fær út úr textan- um, þá vil ég taka það fram við þetta tækifæri, að stjórn Pino- chets er ekki fortakslaust ill og vonlaus fremur en stjórn AUendes var á sinni tið. Engin stjórn er með öllu slæm. og það sama gildir um einræði herfor- ingjanna, enda getur maður ekki af sanngirni fordæmt þá fyrir allt, sem þeir hafa gert, þó að íerill þeirra sé ófagur, eins og grein min útmálar nægjan- lega. Hins vegar var tilgangur minn ekki sá að vera með ein- sýnan pólitiskan áróður (en hann þekkist af þvi, að mönnum og málefnum er aðeins lýst i hvitum eðasvörtum lit), heldur að segja frá þeim hlutlægu staðreyndum, að með misnotk- un valda eru framin alvarleg brot gegn mannlegum v$rð- mætum i Chile. — Ræða Pinochets á þriggja ára afmæli byltingarinnar (11. september) gaf ekki tilefni til neinnar bjartsýni um lausn vandamálanna. Einungis um mtjánda hluta fanganna var þá sleppt úr haldi, en framlenging laga um neyðarástand sér fyrir þvi, að enn verða menn hvergi óhultir fyrir gerræðiskenndum handtökum eöa frelsissvipting- um af hálfu herdómstóla. t kaflanum „Mannréttindi fótum troðin” nefndi ég tölur um áætlað mannfall i bylting- unni, sem hafðir voru eftir Silva kardinála. Siðan hef ég komizt að nákvæmari upplýsingum, þar sem sagt er, að „4000 manns hafi látið lifið hjá hvorum aðila vegna ihlutunar hersins”. Þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum i hinni ýtarlegu skýrslu frá rannsóknar- og upp- lýsingastofnuninni Pro Mundi Vita (PMV-Bulletin 1974, nr. 49, bls. 37og 21). Stofnun þessi, sem hefur aðsetur i Belgiu starfar I tengslum við kaþólsku kirkjuna og lét sérfróða menn kanna hin- ar ýmsu hliðar þjóðfélagsá- standsins i Chile. Kirkjan þar- lendis er pólitiskt sjálfstæð og viðurkennd fyrir djarfa og á- byrga gagnrýni sina á stjórnar- farið, bæði i valdatið Allendes og herforingjanna. Áðurnefnd 40 blaðsiðna skýrsla, sem er eingöngu helguð vandamálum Chile, má þvi kallast einhver áreiðanlegasta heimild um bylt- inguna 1973, orsakir hennar og áhrif. Rétt er að taka það fram, að þessir fjögur þúsund manns féUu á fyrstu dögum og vikum byltingarinnar. Þar i ekki tald- ir með 1500-2000 menn, sem hafa horfið eftir að þeir voru handteknir. Mér sýnist þvi láta nærri, að mannfallið sé orðið allt að 6000, ef umræddir fangar hafa verið teknir af lifi. Afram- hald þessara manndrápa verður að stöðva. Jón Valur Jensson stud.theol.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.