Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. september 1976. TtMINN 17 TÍMA- spurningin Hefur þú komið til Grímseyjar? Þórarinn Sveinsson, vinnur hjá ATVR: — Nei, ég hef ekki gefið mér tima til þess enn. Karitas Gunnarsdóttir, nemi: — Nei, ég hef aldrei komiö þangað. Ég hef aldrei haft tækifæri til þess. Benjamin Antonsson, sjómaður: — Já, já, oft, enda er ég hálfur Grfmseyingur. Langalangafi minn bjó i Grimsey og áður fyrr fór ég þangað árlega, en ekki eins oft á siöari árum. Erna Eyjólfsdóttir, verzlunarmaður: — Nei, það hef ég ekki. Ætli það sé ekki helzt peningaskortur sem veldur þvi, en ég hef hug á þvi að fara þangað, ef tækifæri gefst til þess. Böðvar Benjaminsson, vinnur hjá tsal: — Nei, ég hef ekki haft tækifæri til þess að fara Ut i Grimsey. Ég hef ferðazt vitt um landið, og mig langar til að komast til Grims- eyjar. lesendur segja Reiður popphlustandi skrifar: Af hverju er poppið hornreka í útvarpinu? Rikisútvarpið hefur um langan aldur hunzað þann stóra hlustendahóp, sem hefur unun af popptónlist, og virðist það vera markmið stjórnenda rikis- útvarpsins að gera þessari tón- list sem minnst skil i fjölmiðlin- um. Þættir eins og popphornið eru gott dæmi um það, hvernig viðhorf útvarpsmanna eru til popptónlistarinnar. „Homin" eru sett i dagskrána á þeim tima sem er einna verstur fyrir ungt fólk, sem annað hvort er þá i vinnu ellegar i skóla að vetrin- um, Stjórnendur þessara þátta höfðu til skamms ti'ma mjög bundnar hendur um þaðhvernig þeir máttu vinna þessa þætti og hefur undirritaður frétt, að blátt bann hafi verið sett við þvi að stjórnendurnir gætu þar fengið popplistafólk til viðræðna við sig. Þessubanni mun hins vegar hafa verið aflétt núna — og er það vel. Lög unga fölksins, sem eru á ágætum tima, eru hornreka í út- varpinu, og sifellt er verið að klípa af þættinum til þess að koma inn einhverju öðru efni. Fullyrða má, að enginn fastur þáttur i rikisútvarpinu hefur verið jafn fótum troðinn og lög unga fólksins, og virðist það vera yfirlýst stefna stjórnenda rikisútvarpsins að láta hverja dagskrárbreytingu á þriðjudög- um koma niður á þessum þætti. En þetta er þó kannski ekki það versta. Það, sem að minum dómi er ennþá alvarlegra, er sú mismununsem rikirhjá rikisút- varpinu varðandi flutning popp- tónlistar af hljómplötum. Is- lenzkar hljómsveitir, sem flytja sina tónlist með islenzkum text- um, er hampað af þulum út- varpsins og plötur þeirra mikið leiknar. Þetta væri i sjálfu sér góðra g jalda vert, ef þær hljóm- sveitir, sem nota enska texta við sin lög, nytu sömu réttinda hjá þulunum. En það er öðru nær. Plötur þeirra heyrast aldrei leiknar nema i sérstökum popp- þáttum, enda hefur a.m.k. einn þulur lýst þvi yfir að honum sé það þvert um geð að leika is- lenzka tónlist með enskum text- um. Ég tel, að það sé rikisútvarp- inu tii mikillar minnkunar, að láta það viðgangast að einhverj- ir einstakir starfsmenn stofnun- arinnar geti fengið að vaða uppi með sina duttlunga og iáta þá bitna á allri þjóðinni. Ég vil ógjarnannefna hérnokkur nöfn, en þeir, sem eitthvað hlusta á útvarp. vita sennilega gjörla við hvaða þul hér er átt. Rikisútvarpið er áhrifarikast allra fjölmiðla varðandi tón- listarflutning, aö undanskildu sjónvarpi. Það hvilir þvi sú mikla ábyrgð á þeim, er ráða þar efnisvali, að misnota ekki aðstöðu sina og gefi einstaka popplistamönnum mikla aug- lýsingu en öðrum enga. En þarna hefur orðið mikill mis- brestur á, og vænti ég þess, að þetta lesendabréf verði til þess að opna augu þessara manna fyrir þvi, að þeir eru að gera rangt. Þá vil ég nefna, að laugar- daginn 28. ágúst s.l. i upphafi þáttarins „ÚT OG SUÐUR" var ný hljomplata með Vilhjálmi Vilhjálmssyni kynnt, og annar stjórnendanna leyfði sér að halda þvi fram i þættinum. að hér væri vafalitið á ferðinni bezta islenzka hljómplatan. sem lengi hefði komið út. Einhvern veginn á þessa leið orðaði hann þaö. Mérer spurn: ER stjórnanda. þáttar sem þessa heimilt að segja sitt persónulega álit á einhverjum tilteknum hljóm- plötum . Mætti þessi sami maður kannski halda þvi fram átölu- laust. að einhver tiltekin ferða- skrifstofa væri betri en allar hinar? Ég hélt. að útvarpsmenn hefðu skýrar reglur um hlut- levsi, þótt vissulega verði að viðurkenna. að erfitt er að rata þann meðalveg svo öllum liki. En i áðurnelndu tilviki er ekki um að ræða smávegis hlut- drægni, hi'ldur auglýsingu eins og hún getur bezt orðið. Að svo mæltu vona ég að rikisútvarpið láti þessi skammastrik, sem hér hafa veriö nefnd sér að kenningu verða og bið al)a útvarpsmenn vel að lifa. Reiður popphlustandi." Hví skyldi SÍS ekki styrkja Tímann.....? Það vakti furöu mina er ég las grein i Þjóðviljanum fimmtu- daginn 26. ágúst, i þættinum „Klippt og skorið”, undir fyrir- sögninni „Kaupfélögin inn- heimta”. Þar er talað um að fordæma eigi að SIS styrki með auglýsingum i stórum sth, dag- blaöið Timann. Ég hef aldrei vitað til þess, að eitthvert fyrir- tæki sé skyldugt til að auglýsa i einu blaði frekar en öðru og hafi þá frjálst val hvort þeirauglýsi. I öðru lagi er Timinn sennilega mest keypta blaðið i sveitum, og sé þá komin skýring á þvi vegna hvers SIS auglýsir kannskimesti þvi blaöi. I þriðja lagi eru flestir bændur i viðskiptareikningi hjá kaupfé- lögunum um land allt, og geta þá senniléga notað hann svipað og giróreikning. Þá finnst mér og að Þjóðvilj- inn ætti að notfæra sér hiita ágætu þjónustu þeirrarmiklupg góðu stofnunar Pósts og sima, Póstgiróstofuna. 5191-5895

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.