Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 17. september 1976. Fremst á þessari yfiriitsmynd má sjá nokkra islenzku þátttakendanna, þ.á.m. greinarhöfund. Frá aðalfundi N.CF. Eitt ár er siöan Samband ungra framsóknarmanna varö fullgildur aöili aö Nordiska Centerungdomens Förbund. N.C.F. er samband æskulýðs- deilda miöflokka i Noregi, Finn- landi og Sviþjóö, og nú er S.U.F. á tslandi gengiö i sambandiö. Fram hafa fariö umræöur um aðild Dana, en engar ákvarö- anir teknar. Mjög sennilega veröa tekin upp tengsl viö frændur okkar, Færeyinga. Fyrir ári var haldinn aöal- fundur N.C.F. i Sviþjóö. Sóttu hann 5 fulltrúar frá S.U.F. Aö minu mati var sá árangur, sem viö náöum þar góöur, en þar var i fyrsta sinn á samnorrænum vettvangi samþykkt ályktun, þar sem lýst var yfir fullum og skilyröislausum stuöningi viö tsland i landhelgismálinu. A fundinum var Haukur Halldórsson kosinn i stjórn N.C.F. og til vara Sigurður Haraldsson. A þvi ári, sem siöan er Uöiö, hefur S.Uf. verið boöiö aö senda fuUtrúa á ýmsar ráöstefnurog fundi. Er þaö orö- inn nokkuö stór hópur sem fariö hefur slikar feröir. Þetta fóUc er viöa aö af landinu, og hefur utanrikismálanefnd, sem starfandi er, jafnaö feröum þessum niöur. Eru margir i þessum hópi utan stjórnar S.U.F., enda stefnan aö gefa sem flestum tækifæri til þess aö öðlast þá reynslu, sem þessar ráöstefnur hljóta aö gefa þeim, sem þær sakja. Ég ætla ekki aö geta þessara ráöstefna hér, enda hef ég ekki sótt neina þeirra. En ég sat aöalfund N.C.F., sem haldinn var I Noregi I sumar, og ráö- stefnu, sem haldin var I tengslum viö hann. Ætla ég litil- lega aö greina frá þvi, sem þar geröist. í Valldal Fundinn sóttu 5 fulltruar S.U.F., en þeir voru: Anna As- grimsdóttir, Gestur Kristins- son, Ingvar Baldursson, Magnús ólafsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. Einnig áttu seturétt Haukur Halldórsson stjórnarmaðurN.C.F. og endur- skoöandi samtakanna, Sævar Siggeirsson. Þaö var Senterungdommens Landsforbund i Noregi, sem sá um fundinn. Var hann haldinn i einni fegurstu sveit Noregs, I Valldal á Sunnmæri. Forseti N.C.F., Lars Weinehall á Sviþjóö, setti fundinn. 1 inngangsræöu sinni ræddi hann fyrst um vigbúnaöarkapp- hlaupiö I heiminum og nauösyn afvopnunar. Einnig minntist hann á baráttu tslendinga fyrir landhelginni og sagöi aö Noröurlöndin yröu að slyöja þá baráttu, sem jafnframt væri sjálfstæöisbarátta tslands. Hann sagöi, aö nú væru viöa miklar umræður um kjarnorku og lýsti áhyggjum sinum yfir þeirri miklu uppbyggingu kjarnorkuvera i Sviþjóö, sem yfir stæöi, og væru áformaöar. Þaö yröi aðalmál sænsku kosninganna 19. september næstkomandi. Framleiösla á Formaöur NCF, Lars Weinehall frá Sviþjóð. Per Borten, fyrrverandi forsætis ráöherra, ávarpaöi fundinn. kjarnakljúfum geröi þaö auövelt aö framleiöa kjarna- vopn. Ariö 1970 áttu fjórar eöa fimm þjóöir kjarnavopn. Ariö 1980 geta 30 lönd framleitt slik vopn. Aukin útbreiösla kjarn- orku hlýtur þess vegna aö þýöa aukna hættu á útbreiöslu kjarnavopna. Lars Weinehall sagöi, aö N.C.F. berðist fyrir veröld I jafnvægi, sem heföi aö grund- velli félagshyggju, áætlana- gerö, og byggöastefnu, veröld, sem heföi ábyrgöartilfinningu fyrir komandi kynslóöum. Ég hef rakið hér litillega ræöu Lars Winehall, til að kynna stefnu N.C.F., eins og hún kom þar fram. Störf fundarins fóru siöan fram eftir dagskrá, og uröu miklar umræöur. Ályktanir Aöalályktanir fundarins voru fjórar og tvær þeirra I formi op- inna bréfa til forsætisráöherra Norðurlanda. Fjallaöi annað þeirra um vig- búnaöarkapphlaupiö. Niöur- stööur bréfsins eru, að N.C.F. krefst þess, að Noröurlöndin vinni aö algerri afvopnun. Alger afvopnun hlýtur að leiöa af sér friö. En i bráö vili N.C.F., aö rikisstjórnir Noröurlanda vinni að eftirfarandi: ]. Aö kölluð veröi saman alþjóö- leg afvopnunarráöstefna á veg- um S.Þ. 2. Aö alþjóölegt bann viö út- flutningi á kjarnorku veröi sett. 3. Aö samkomulagiö milli kjarnorkuútflytjenda I hinum svokallaöa Londonklúbbi veröi gert opinbert. 4. Aö Noröurlönd veröi kjarn- orku- og kjarnavopnlaust svæöi. 5. Aö samkomulaginu, sem bannar kjarnavopnatilraunir i andrúmsloftinu og á hafsbotni verði breytt i algert bann. 6. Að sá mismunur, sem geröur er I samkomulaginu um friö- samlega notkun kjarnorku, mUli kjarnavopna og k jarnorku, veröi felldur niöur. 7. Aö reynt verið að hafa áhrif á þau lönd, sem enn hafa ekki skrifaö undir samkomulagiö um íriösamlega notkun kjarn- orkunnar. Annaö bréf til forsætisráö- herranna var um nauðsyn þess, aö haldið yröi áfram þvi starfi, sem unniö var i sambandi viö ráöstefnuna Unctad IV. I bréf- inu er harmað, að ekki tókst betur þar aö bæto tUveru hins mUcla fjölda fólks, sem I dag býr viö sárustu neyö, aö fátæku löndin heföu aöeins enn á ný fundið hiö mikla djúp, sem staö- fest er milli þeirra og iðnaöar- stórveldanna. Helzti árangurinn var, aö litil og meöalstór riki sýndu skilning og i raun viöur- kenndu kröfur þriöja heimsins. Með þessum rikjum eiga Norðurlönd aö vinna aö þvi aö hafa áhrif á stórveldin og fá þau tU aö taka virkan þátt I baráttunni fyrir nýju alheims- hagkerfi. Fundurinn sendi einnig frá sér áiyktun um jafnstööumál. 1 henni er lögö áherzla á, aö spurningin um jafnstööu sé ekki einangraö vandamál, heldur veröi aö skoöast I póUtisku sam- hengi. Baráttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna veröur aö fara fram jafnhliöa baráttunni fyrir félagshyggju, byggöa- stefnu og veröld i jafnvægi. Einnig var lögö áherzla á aö hagur barnanna sé ætiö sem bezt tryggður. Foreldrum veröi gertunnt aö velja um þaö, hvort þau vilja setja börn sin á dag- heimUi og stunda vinnu utan heimiUsins, eöa annast þau sjálf heima. TU þess aö þetta val- frelsi sé tryggt þarf aö koma á foreldralaunum. Jafnstööu- baráttan krefst breytinga á hugsunarhætti varðandi hina heföbundnu starfskiptingu kynjanna. TU þess aö konan geti tekiö virkan þátt i félags- og stjórnmálum og tekiö á sig sinn hluta ábyrgöarinnar i þjóöfé- laginu veröur karimaöurinn aö taka á sig sinn hluta af ábyrgö- inni af heimili og börnum. Aðal- fundur N.C.F. hvetur aöildarfé- lög sin til aö vinna aö jafnstöðu- málum á breiöum grundvelli. Ein ályktunin fjallaði um öryggismálaráöstefnu Evrópu og stúdenta og æskulýösmót Evrópu. Þar lýsti N.C.F. ánægju sinni yfir þvi, aö svo viröist aö framhald verði á þeirri stefnu, sem byrjaö var aö móta á öryggismálaráöstefnu Evrópu. Einnig lýsti N .C.F. yfir ánægju sinni meö þann árangur, sem ungmennasamtök Evrópu SUF síðan Hvers vegna hermenn? Um siðustu helgi gerðist sá óheillavænlegi atburður, að flugræningjar lögðu hingað leið sina og lentu á Keflavikurflugvelli, svo sem flestum er vist kunnugt. Nú er það svo, að um nokkurt árabil hafa ýmsir óttazt, að svona kynni að fara, og þvi varð það úr, að sett var á laggirnar svokölluð flugránsnefnd. Nefnd þessi skyldi gera áætlun um það, hversu bregðast skyldi við i tilfelli sem þvi, er upp kom siðastliðinn laugardag, er króatiskir flugræningjar höfðu hér viðdvöl á leið sinni yfir hafið. Það liggur nú fyrir, að áætlun flugránsnefnd- ar stóðs prófraunina, og er það vei. En hvernig er svo þessi áætlun? Af fréttum að dæma virðist áætlunin i aðal- atriðum vera sú að loka flugvellinum fyrir óviðkomandi umferð og siðan að þjónusta ræn- ingjana svo fljótt og vel sem unnt er, enda sjálfsagt bezt að slikir gestir stanzi sem stytzt. Einn stór galli á áætluninni kom þó fram, þ.e. hermennirnir, sem látnir voru standa vörð hingað og þangað um flugvöllinn. Hvernig skyldi standa á þessum galla? Er trú nefndarmanna á landann ekki meiri en svo, að þeir telji að „treysta” þurfi vörðinn með óvopnuðum dátum? Halda mætti, að eftir frammistöðu ís- lendinga i þorskastriðunum væri öllum orðið ljóst, að Islendingar eru fullkomlega færir um að leysa sin vandamál án allrar aðstoðar dát- anna á Miðnesheiði. Þetta atriði ætti nefndin að endurskoða sem fyrst og gera áætlunina þannig alislenzka. G.K. náðu á ráöstefnunni i Varsjá i Póllandi I júnl i sumar, og þeim vilja, sem þar kom fram til aö vinna aö friöi, öryggi og sam- vinnu i Evrópu. Mörg fleiri mál voru rædd á fundinum, og fram var lögö stefnuskrá N.C.F. um norræna samvinnu, en ég ætla ekki aö rekja hana nánar. Þautvömál, sem mestan svip settu á fundinn, voru tvimæla- laust vigbúnaður stórveldanna og nauösyn afvopnunar, og hins vegar aukin kjarnorkufram- leiösla og þær hættur, sem viö það skapast. Þessi mál snerta okkur Islendinga, eins og aöra jarðarbúa. Viö, sem búum viö erlendan her I okkar landi, vegna þess aö stór hluti lands- manna telur ekki það friövæn- legt i heiminum, aö okkur sé óhætt hér á hjara veraldar. — við hljótum aö veröa aö vinna að heimsfriöi af alefli, svo aö þessi viöbára veröi þó ekki fyrir hendi. En sá friöur kemur ekki, og allt friöartal stórveld- anna er marklaust h jal á meðan kapphlaupiö um sifellt fleiri og ógurlegri striösgögn heldur áfram. Þaö er dapurleg staö- reynd, aö i ár er varið 30 milljöröum dollara I rannsóknir i þágu vigbúnaöar, eða fjórum sinnum meira en varið er til rannsókna i þágu læknavisinda. Erfitt er aö segja, hve miklu fjármagni er i allt variö til hernaöarbrölts i heiminum, en ætli nokkur þyrfti aö svelta, ef þvi fé væri variö til þarfari verkefna? Ánægjuleg dvöl Ég held ab þessi fundur hafi oröiö okkur, sem hann sóttu harla lærdómsrikur. Viö tókum virkan þátt i fundar- störfum, áttum mann i öllum nefndum og annan fundar- stjóra. Gaman var að sjá hvernig tillögur voru unnar og hve vel afgreiösla mála gekk. Haukur Halldórsson var endur- kjörinn I stjórn N.CJ’. fyrir ! næsta ár, en Gestur Kristinsson til vara. 1 lok fundarins bauö S.U.F. alla velkomna til Islands næsta sumar, en þar verður næsti aöalfundur N.C.F. Margt var þarna gert til fróð- leiks og skemmtunar fyrir fundargesti. Eitt kvöldið var haldið svokallaö „norrænt kvöld”. Heiöursgestur kvölds- ins var Per Borten, fyrrum for- sætisrábherra Noregs. Veröur okkur áreiöanlega maöurinn minnistæöur, bæði fyrir vörpu- legt útlit og góðan ræðuflutning. Að fundinum loknum var okkur boðið aö skoöa eitt stærsta virkjunarsvæði i Noregi, sem er i Tafjord. Var það mjög athyglisvert og fannst okkur sérstaklega vel og snyrti- lega frá öllu gengið og litil röskun virtist vera á umhverf- inu. Eru allar vélasamstæöur neðanjaröar og ekkert sýnilegt nema sjálf stíflan og uppistöðu- lónið. Alls eru þrjár vélasam- stæöur og er vatnið nýtt þrisvar sinnum áöur en þaö rennur út i fjörðinn. Var þessi skoðunar- ferð til undirbúnings ráöstefn- unni, sem var haldin á sunnu- deginum, og fjallaöi um virk janaframkvæmdir og náttúruvernd. En efni þeirrar ráðstefnu veröur rakiö siðar. Dagbjört Ilöskuldsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.