Tíminn - 22.10.1976, Side 9
Föstudagur 22. október 1976
TÍMINN
Fækkun í stofni
hafarnaríns í
Evrópu
Dagana 24.-26. september
siðastlibinn var haldinn i Noregi
ráðstefna á vegum WWF
(World Wildlife Fund), og var
þar margt til umræðu. Meðal
annars sem bar á góma var á-
standið i hafarnarstofninum.
Frá næstum öllum þátttöku-
löndunum komu fregnir um
veika eöa rýrnandi stofna aö
Noregi undanskildum. En þar
er arnarstofninn tiltölulega
sterkur, og er Noregur eina
landið i Evrópu, sem getur Ut-
vegað fugla til að styrkja stofn-
ana i öðrum löndum. Bent var á
nauðsyn þess aö fylgzt sé með
norska stofninum, og stuðlað
verði að viðhaldi hans eins og
unnt er.
Niöurstööur rannsókna sem
gerðar hafa veriö eöa standa yf-
ir I mörgum löndum, sýna
glögglega, að fiskur og sjófugl
erumeginuppistaðan f fæðu haf-
arnarins. Þær rannsóknir, sem
geröar hafa verið á vegum
WWF i Noregi sýna, að hvorki
kvikfénaði né hreindýrum stafi
ógn af haferninum. Samhljóöa
niöurstöður fengust viö rann-
sóknir i öðrum löndum. Fjöl-
margar athuganir sýndu, að
hafernir, ær, geitur og hreindýr
lifðu svo að segja hlið við hliö
án þess að örninn gerði nokkurn
usla i liði þeirra. Þetta var
sannað með ljósmyndum og ná-
kvæmum skýrslum.
Hér á landi eru ófáar sögurn-
ar, sem sagðar hafa veriö um
örninn, og hve bændur hafi gold-
iðmikið afhroð af hans völdum,
þar sem hann hafi lagzt á lömb
og meira að segja stundum
hremmtbörn. Af þessum sökum
lá við, að erninum yröi Utrýmt
hér.
En í Noregi og flestum öðrum
löndum, þar sem haförn hefur
aðsetur, viröist fólk almennt já-
kvætt i skoðunum um örninn.
Það var í örfáum löndum, þar
sem aðra sögu var að segja, og
oftast var það þá byggt á mis-
skilningi eða þekkingarskorti á
lifsháttum hafarnarins og hlut-
verki hans i náttúrunni.
Þaö sem einna helzt ógnar til-
veru hafarnarins er eyöilegg-
ing, bæði á hreiðrumog lifsvæöi
hans, ólögleg veiði, aukaáhrif,
sem eitranir (kvikasilfur, DDT,
PBC o. fl.) hafa á eggja- og
ungaf ramleiðsluna.
Bent var á mikilvægi þess aö
koma á framfæri við almenning
háldgóðum upplýsingum um
örninn til aö tryggja afkomu
hans. önnur úrræði, sem bent
var á, eru um að styrkja stofn-
inn i löndum þar sem hann er á
undanhaldi, fóðrun fuglanna að
vetrum með fóðri sem engum
eiturefnum hefur veriö blandaö
i og að vaka yfir hreiörum.
Undirstrikað var, að þörf væri á
sterkari lögvernd og hertu eftir-
liti, ásamt þeim ákvöröunum
sem að framan eru taldar, og
ennfremur bent á mikilvægi al-
þjóðlegrar samvinnu viö rann-
sóknarstörf.
Vísindalegar rannsóknir eru
nú í gangi i öllum „hafarnar-
löndum”, og fela þær i sér
skráningu og mat á stofninum,
æxlun, athugun á lífsvæöum,
hættum, sem ógna þeim osfrv.
Ahrif, sem skógarhögg hefur á
haförninn var sérstaklega rætt
af fulltrúum landanna i kring-
um Eystrasaltið; Finnlandi,
Póllandi Sviþjóö og Vestur-
Þýzkalandi, en i þeim löndum
hefur skógarhögg skapaö mikið
vandamál, sökum þess að hreið-
urtrén eru höggvin niður, eða
trén i kringum þau þannig að
þau standa ein og skjóllaus á
bersvæöi.
A ráðstefnunni kom fram aö
áriö 1975-1976 hafi fimm hundr-
uð og áttatiu til fimm hundruö
og niutiu verpandi hjón verið I v-
evrópska stofninum, en þar af
tilheyrðu fjögur hundruö og
fjörutiu til fimmtlu hjón norska
stofninum.
1 mörgum löndum er stofninn
orðinn mjög þunnskipaður og
aðeins örfá hjón eftir. 1 Vestur-
Þýzkalandi t.a.m. var aðeins
vitaö um fimm verpandi pör ár-
iö 1976. Þaö sem er hvaö mest
ógnvekjandi við ástandiö i haf-
arnarstofninum i allmörgum
löndum (þar á meðal Finnlandi,
Sviþjóöog V-Þýzkalandi) er, að
ungaframleiðslan hefur stór-
lega minnkað vegna eitrunar. 1
þessum löndum er timgunin
ekki lengur nógu ör til að við-
halda stofninum og vofir þvi
ekkert annað yfir en útrýming
ef fram heldur sem horfir, og ef
ekkert afgerandi veröur gert til
bóta i málinu.
465 nefndir kostuðu 123.5 mi llj. kr.
FJ-Reykjavík. Fjögur hundruð voru nefndirnar á vegum sextiu og fimm nefndir störfuðu menntamálaráðuneytisins, eða á vegum ríkisins á siðasta ári og 150 talsins, en næst aö nefnda- var kostnaðurinn af þeim 123,5 fjölda var iðnaðarráðuneytið milljónir króna. Langflestar meö 58 nefndir. Kostnaðurinn við nefndir menntamálaráöu- fjárlaga- og hagsýslustofnunar neytisins var 22,3 milljónir en fjármálaráðuneytisins um viö nefndir iðnaðarráöuneytis- stjórnir, nefndir og ráð rikisins ins tæpar 20 milljónir. Þessar árið 1975. upplýsingar koma fram i riti
Heildarfjöidi nefnda 1975 Heildarfjöldi nefndarmanna Nefndaþóknun kr. Annar kostnaóur kr. Kostnaður samtals kr.
Forsætisríðuneytið 20 110 5.565.140 860.219 5.425.359
Menr.ta.tálaráðuney tið 150 710 19.280.717 2.980.509 22.261.325
'Jtanríkisráðuneytii 6 22 1.435.959 27 2.666 1.753.627
L.indbúnaðarráðunaytið 22 107 4.861.599 2.192.744 7.054.343
S j áv srútve gsráðun s ytið 25 183 11.270.270 749.067 12.019.337
Dóúis- og kirkjumálaráðuneytið 45 231 5.784.609 1.035.404 5.920.013
Fáiat":r';íl.trsðuneytið 21 116 7.654.049 1.359.000 9.013.049
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðun. 43 211 9.454.497 3.238.350 12.692.847
Fjármálaráðuneytið 23 131 11.663.980 1.080.453 12.744.433
Samgcnguráðuneytið 23 142 4.527.444 100.232 4.627.676
Iðnaðarráðuneytið 58 273 14.352.872 5.544.022 19.906.894
Viðskiptaráðuneytið 11 70 4.756.654 - 4.756.654
Hagstofa ísiands 1 4 245.560 - 245.560
Fjármáiaráðun. , fjárl. og 'nagsýslust. 7 30 1.784.000 1.348.453 3.132.453
Samtal s 465 2. 340 102.697.350 20.760.221 123.457.571
Vetrarverð i sólar-
hring rneð morgunveröi:
Eins manns kr. 2.500
2ja manna kr. 4.200
Vetrarverð i viku
meö morgunverði:
Eins manns kr. 13.500
2ja manna kr. 22.600
HÓTEL HOF
Tíminn er
peningar
I AugtýsicT
\ í Timanum i
MMMMMMMfMMMMMMMM#