Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 21. október 1976 Tillaga til þingsályktunar Bundið slitlag á helztu vegi á næstu 1 10 15 árum Varamenn á þing Ekki stærra verk en svo að hægt er að framkvæma ef pólitískur vilji er fyrir hendi segja flutningsmenn Bundió slitlag hefur veriö lagt á 160 km. vega hér á landi en litinn undirbúning þarf til þess aö leggja bundið slitlag á 830 km. langa vegi tii viðbótar. Þetta kemur fram f tillögu til þings- Magnús Kjartansson mælti á þingi i gær fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Jóhanni Haf- stein, Einari Agústssyni og Eggert G. Þorsteinssyni um að alþingi álykti að beita sér fyrir þvi i samráði við rikis- stjórnina, að á fjárlög ársins 1977 verði tekið framlag til sundlaugargerðar við Endur- hæfingardeild Borgarspit- alans við Grensásveg. 1 greinargerð með tillögunni segir m.a., aö yfirlæknir deildarinnar Asgeir B. Ellertsson dr. med. telji að sundlaug handa fötluðum sé það verkefni, sem gagnlegast væri nú fyrir deildina að fá. Fylgir siðan ýtarleg greinar- gerð, sem yfirlæknirninn hefur samið. Við umræðurum málið lýsti heilbrigðisráðherra þvi yfir, að nú væri verið aö gera könnun á þvi á vegum Reykja- vikurborgar hvort unnt væri að koma upp sundlaug viö deildina, og ef sú könnun leiddi til jákvæðrar niðurstööu kvaðst ráðherra myndi beita sér fyrir að fjármagn fengist til framkvæmda á næsta ári. Ingólfur Jónsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um innlend jarðefni til iönaðar- framleiðslu en tillögu þessa endurflytur þingmaðurinn frá þvi i fyrra. ályktunar, sem þingmennirnir Ólafur G. Einarsson og Jón Helgason hafa lagt fram á Alþingi. Þar leggja þeir til að fela rikisstjórninni að undirbúa til- lögur til vegaáætlana þannig að iagt verði bundið slitlag á helstu þjóðvegi iandsins, þ.e. hring- veginn og helztu vegakafla út frá honum, og stefnt að þvi að ljúka , þessu verkefni á næstu 10-15 árum. Slitlagið verði lagt á vegina eins og þeir nú eru, eftir þvi sem fært er, þ.e. án sér stakrar endurbyggingar þeirra. Þeir kaflar veganna, sem ekki þykir fært að leggja á slitiag með þessum hætti, skulu endur- byggðir fyrir fjármagn úr Vega- sjóði samkvæmt vegáætlun. Unnið skal að framkvæmdum þessum- i öllum landshiutum hvert ár eftir þvi sem áætlun seg- ir. Kostnaður við lagningu slit- lagsins greiðist úr Vegasjóði samkvæmt vegáætlun, og með inniendum eða crlendum lán- tökum, ef þörf krefur, og eftir nánari ákvörðun Alþingis siðar. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að tillaga þessi sé flutt til þess að fá fram vilja Alþingis um það, hvernig staðið skuli að framkvæmdum við lagningu slit- lags á þjóðvegi næstu árin, svo og til þess að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sinum, að fjár verði aflað til þessara framkvæmda þannig aö meginverkefninu verði lokið á næstu 10-15 árum. A undanförnum áratugum hefur verið unnið mikiö afrek i vegagerð með þvi að leggja ak- færa vegi um þvert og endilangt landið. Nú er hins vegar komið að þvi að slitlag verði lagt á hina fjölförnustu vegi. Undan þvi verður ekki vikizt lengur og liggja til þess margar ástæður. í fyrsta lagi verður nær þvi ómögulegt að halda viö malar- vegum þannig að sæmandi geti talizt, þegar umferðin er oröin svo þung sem raun ber vitni. Vax- andi bifreiðaeign landsmanna fylgir auðvitað aukin umferð og viö þvi þarf að bregðast meö raunhæfum hætti, samræmi verður að vera i bifreiðainnflutn- ingi og vegagerð. í öðru lagi eru vegir sem ekki eru með bundnu slitlagi, ein- hverjir mestu mengunarvaldar úti um sveitir landsins. Meðan umferð var minni fundu menn ekki svo mjög til rykmengunar vegna bifreiöaumferðar. En með hinni vaxandi umferð er þessi mengun orðin óþolandi. Þúsundir tonna af ofaniburði leggjast yfir tún og akra bænda á hverju ári spilla gróðri og hinu tæra and- rúmslofti og hafa sjálfsagt skað- leg áhrif á heilsufar manna og dýra, þótt e.t.v reynist erfitt að færa sönnur á slika fullyrðingu. í þriðja lagi eru vegafram- kvæmdir sem þessar hinar arð- bærustu. Þar vegur mest að end- ing bifreiöanna, sem um vegina fara, margfaldast og hefur þannig I för með sér beinan pen- ingalegan sparnað fyrir eigendur þeirra og fyrir þjóðfélagið i heild. Ekki er það siður þungt á met- unum, að viðhaldskostnaður þeirra vega, sem fá bundið slit- lag, stórlækkar þrátt fyrir aukna notkun þeirra, en aukin umferð fylgir I kjölfar bættra vega, sem aftur hefur I för með sér auknar tekjur i Vegasjóð. I fjórða lagi má svo nefnda, að bættir vegir bjóða upp á auðveld- ari samskipti milli landshluta, til hagsbóta fyrir allt atvinnulif I landinu og byggðaþróun yfirleitt. Heildarlengd þeirra vega, sem falla mundu undir þessa tillögu, er um 2,300 km. Með bundnu slit- lagi eru nú aðeins um 160 km. Vegagerð rikisins telur, aö vega- kaflar, sem litinn undirbúning þurfi til þess að lagt verði á bund- ið slitlag, séu um 830 km. Erfitt er að áætla hver yrði kostnaður við allt verkið, þar sem svo mjög er misjafnt hve mikið þarf að lagfæra þá rúmlega 1,300 km sem lagfæringa þurfa. Það er skoðun flutningsmanna, að leggja megi slitlag á vegi, sem aöeins þarf að jafna en ekki endurbyggja, fyrir um 5.000.000 kr. hvern km, eða 4.150.050.000 kr. þá 830 km, sem nú teljast nægi- lega vel byggðir til þess að lagt verði á þá slitlag. Þetta er nánast sama upphæð og Vegasjóður hefur nú yfir að ráða árlega. Vestfirðir Vikulegar ferðir skipa nauðsynlegar Höfuðáherzluna verður aö leggja á það að skipaútgeröin geti sinnt hlutverki sinu fyrir Vestfirði og Austfiröi, sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra á Alþingi i gær. Aherzlu verður að leggja á að vikulegar ferðir verði tryggðar til þessara landshluta, og nú er verið að vinna aö því hvernig megi auka og bæta skipa- kost Skipaútgerðar rikisins til þess að hún geti sinnt þessu hlut- verki. Samgönguráðherra sagöi, að einnig væri á döfinni að bæta aö- stööu Skipaútgerðarinnar einnig Reykjavik, þannig að hún gæti betur þjónað hlutverki sinu. Nú er veriö aö kanna hvort Herjólfur, sem áður þjónaði Vest- mannaeyjum, geti á einhvern hátt bætt ástandið þótt ekki væri nema til bráðabirgða. En sem kunnugt er er Herjólfur eign Skipaútgerðarinnar og hefur skipið nú verið sett á sölulista. Komi hins vegar i ljós við könnun, að skipið geti þjónað Vestfjörð- um, er liklegt að það verði tekið til þeirra nota. Þá upplýsti samgönguráöherra að um næstu mánaðamót tæki Guömundur Einarsson við stööu forstjóra Skipaútgerðarinnar, en hann hefur á undanförnum árum mikið unnið að gerð samgöngu- áætlana og þekkir þessi mál þvi mjög vel. Siðustu vikurnar hefur . hann unnið að nánari útfærslu á ýmsum hugmyndum til aö undir- búa störf sin hjá Skipaútgerðinni sem bezt. Þessar upplýsingar komu fram hjá samgönguráðherra við umræður um tillögu til þings- ályktunar, sem Sighvatur Björg- vinsson flytur á Alþingi um sér- stakt Vestfjaröaskip á vegum Skipaútgerðar rikisins. Miklar umræður urðu um mál- ið, og m.a. tóku flestir þingmenn Vestfjarða þátt i umræðunum. Kom fram i máli manna nauðsyn á auknum ferðum til Vestfjarða, en alls ekki væri neitt höfuðatriði hvort hafin væri útgerð sérstaks Vestfjarðaskips, eða hvort fleiri af skipum Skipaútgerðarinnar önnuðust þessa þjónustu. Aðal- atriðiö væri, að skip kæmu til Vestfjarða eigi sjaldnar en einu sinni I viku. Steingrimur Hermannsson vakti i ræðu sinni athygli á hinni miklu flutningaþörf til Vest- fjarða, og benti i þvi sambandi á nýútkomna skýrslu frá nefnd, sem kannaði verðjöfnun vöru- flutninga um landið. Þar kemur greinilega I ljós að mest af flutn- ingi skipaútgerðarinnar fer til Vestfjarða og Austfjaröa og Vest- mannaeyja. Þegar reynt er að áætla kostnað við lagningu bundins slitlags á þá 2.140 km, sem tillaga þessi nær til, og ekki hafa verið lagöir slit- lagi, verður að hafa i huga, að ekki er gert ráð fyrir hliðstæðri undirbyggingu og þeirri, sem unnin hefur verið við hina fjöl- förnu vegi út frá Reykjavik. Með þvi móti miðar okkur hægt. En hver sem kostnaðurinn verður, komumst við ekki lengur hjá þvi að setja okkur markmið, sem duga til þess að setja okk- ur á bekk með þeim þjóð- um sem okkur eru skyldast- ar og gert hafa sér grein fyrir nauðsyn bættra vega. Hér er lagt til að meginátakið verði gert á 10- 15 árum. Það þýðir að slitlag þarf að leggja að jafnaði á um 150-200 km vegakafla árlega. Til þess höfum við tækjabúnað og verk- þekkingu i landinu. Fólkið i land- inu er eflaust reiöubúið að láta af hendi lánsfé að hluta, lánsfé er hægt að fá erlendis. Verkefnið er GuOrún Benediktsdóttir. Tveir varaþingmenn sitja nú á Alþingi. Guðrún Benedikts- dóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins I Norður- landskjördæmi vestra situ.r nú á þingi fyrir Pál Pétursson og Ingvar Jóhannesson varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins I Reykjaneskjördæmi situr á þingi fyrir Odd Olafsson. f ekki stærra en svo að hægt er að framkvæma það Það sem vantar er pólitiskur vilji til þess að ráðist verði I framkvæmdir með þeim hætti sem hér er lagt til. Nauðsyn er að gera áætlun um aO leggja bundiO slitiag á heiztu vegi landsins. Fjárveitinganefnd sameinaðs þings Jón Arnason. Ingi Tryggvason. Jón Arnason hefur veriö kjörinn formaöur fjárveitinganefndar sameinaös þings. VaraformaOur var kjörinn Ingi Tryggvason, en ritari Þórarinn Sigurjónsson. Aðrir nefndarmenn eru Gunn- laugur Finnsson, Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson, Steinþór Gests- son, Sighvatur Björgvinsson, Geir Gunnarsson og Helgi F. Seljan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.