Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 18
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi M IX A • fí t • 5 1 0 1 7 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. 18. desember 2005 SUNNUDAGUR18 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Þrátt fyrir úttektir, skýrsl- ur og greinargerðir um stöðu og framtíð Íbúðalána- sjóðs hefur fjöldi sérfræð- inga og stjórnmálamanna ekki látið sannfærast um að fjárhagsstaða og fjárstýr- ing sjóðsins sé í lagi. Inn í þetta blandist miklir hags- munir banka og pólítískur þrýstingur þeirra sem telja sjóðinn hafa lokið hlutverki sínu. Augljóst virðist að Sjálfstæðis- menn telja Íbúðalánasjóð tíma- skekkju. Þingmenn eins og Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa ekkert legið á skoðunum sínum í þeim efnum, Framsóknarmönnum til lítillar skemmtunar. Fréttablaðið greindi fyrir skemmstu frá því að fjármála- ráðuneytið, Lánasýsla ríkisins og ríkisábyrgðasjóður hefðu mjög ákveðnar skoðanir á fjárstýringu Íbúðalánasjóðs. Enda lífsnauðsyn- legt að halda uppi tekjum sjóðsins á móti gríðarlegum skuldbinding- um hans. Síðastliðinn miðvikudag var sérfræðingur Lánasýslunn- ar kallaður á fund félagsmála- nefndar Alþingis ásamt öðrum sem koma að málefnum sjóðsins. Þar lýsti hann þeirri skoðun að sjóðurinn hefði varla farið lög- lega með ríkisfé þegar hann gerði samninga um að lána bönkum og sparisjóðum 85 milljarða króna af uppgreiðslufé. Beðið svara Þennan sama dag sendu ráðherrar fjármála og félagsmála Ríkisend- urskoðun bréf og báðu embættið um greinargerð um stöðu sjóðsins. Spurðu hvort eigið fé hans stefndi niður fyrir lögmæt hættumörk og hvort um væri að ræða skamm- tíma- eða langtímaástand ef svo væri. Í þriðja lagi er í bréfinu beðið um svar við því hvort reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbind- ingum sjóðsins. „Það er nú kannski ofmælt að við höfum áhyggjur af Íbúðalána- sjóði en við erum auðvitað ekki að spyrja þessara spurninga að ástæðulausu. Ég held að þetta séu þær lykilspurningar sem þurfi að svara og það getur verið að eitt- hvað annað komi upp í tengslum við það,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir Ríkisendurskoðun hafa svigrúm til þess að skoða þá hluti sem hún telji eðlilegt og rétt að skoða. „Ég er mjög sáttur við það að koma málinu í þennan farveg. Ég held að í ljósi þess að stjórnsýsluskoð- unin er yfirstaðin sé rökrétt að Ríkisendurskoðun taki þennan þátt að sér líka.“ Áhyggjulaus Árni Magnússon félagsmálaráð- herra kannast við áhyggjur, meðal annars Lánasýslu ríkisins og Ríkis- ábyrgðarsjóðs. „Mér hefur ekki þótt sérstök ástæða til þess að hafa áhyggjur í þeim efnum en það er sjálfsagt að fara yfir þetta. Mér finnst ríkissendurskoðandi vera rétti aðilinn til þess að fara yfir þetta. Í spurningunum felst ekki gagnrýni heldur þarf að kveða upp úr um það að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur.“ Félagsmálaráðherra segir að í þeim hluta skýrslunnar sem lokið sé komist Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi viðbrögð stjórnenda Íbúða- lánasjóðs forðað sjóðnum og þar með ríkissjóði frá tjóni. „Ég hef ekki áhyggjur af rekstri eða framtíðarhorfum Íbúðalánasjóðs en það er sjálfsagt að fara yfir þessi mál.“ Samtök atvinnulífsins reiknuðu út síðastliðið sumar að sjóðurinn hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna áhlaups bankanna inn á fasteignalánamarkaðinn og uppgreiðslna á íbúðalánum sem nú nema nærri 160 milljörðum króna. Samtök atvinnulífsins ótt- uðust að eigið fé sjóðsins væri uppurið, en í uppgjöri fyrra árs- helmings 2005 nam það engu að síður 13,3 milljörðum króna. Skortur á fagmennsku? „Yfirferð félagsmálanefndar yfir málefni Íbúðalánasjóðs í vikunni sýndi fram á að óvönduð vinnu- brögð hjá Íbúðalánasjóði eru að grafa undan tilvist félagslega íbúðakerfisins,“ segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylk- ingarinnar, en hann á sæti í nefnd- inni. „Þessi staðreynd hefur gefið íhaldsmönnum, sem vilja fá bönk- unum yfirráð á þessum markaði, byr undir báða vængi.“ Lúðvík bendir á að sjóðurinn hafi notað ákveðna aðferð við að skipta 260 milljörðum króna í húsnæðisbréfum yfir í íbúðabréf sem ekki höfðu uppgreiðslurétt. Og fyrir það hafi sjóðurinn greitt allt að 700 milljónir króna í ráð- gjöf erlendis frá. „Sú aðferð gaf bönkunum færi á að gera árás á sjóðinn sem ekki sér fyrir endann á. Hann var því afar viðkvæmur fyrir uppgreiðslum þegar bank- arnir hófu innreið sína á fast- eignamarkaðinn í fyrra. Í því fáti sem kom á sjóðinn þá breytti hann sinni áhættustýringarstefnu án þess að tilkynna það Fjármála- eftirliti, Lánasýslu ríkisins eða fjármálaráðuneyti og hóf að stunda afleiðuviðskipti með pen- inga, sem eru með ríkisábyrgð,“ segir Lúðvík Bergvinsson. Nú er bara að sjá hvað Ríkis- endurskoðun segir um eigið fé sjóðsins. johannh@frettabladid.is VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Ekki ástæðulaus spurning LÚÐVÍK BERGVINSSON ÞINGMAÐUR „Sú aðferð gaf bönkunum færi á að gera árás á sjóðinn sem ekki sér fyrir endann á.“ Um vinnubrögð Þegar Alþingi frestaði fundum sínum fyrr í mánuðinum var frumvarp til vatnalaga til annarrar umræðu og komið til nefndar. Tilgangur frumvarpsins er að eignarhald á vatni sé eins skýrt og verða má, nýting þess sé skynsamleg og sjálfbær. Gæta skal þess að raska ekki vatni, farvegi eða lífríki, vist- kerfum eða landslagi umfram nauðsyn komi til nýtingar þess af einhverjum toga. Ætlun stjórnvalda er einnig að leysa af hólmi 83 ára gömul vatnalög og samræma ákvæði þeirra öðrum lögum. Sjálfsagt verður tekist á um grundvallaratriði eignarréttar og náttúru- verndar þegar málið kemur aftur til kasta Alþingis. Í greinargerð með frumvarpinu segir að við smíði þess á vegum iðnað- arráðuneytisins hafi verið haft samráð um endurskoðunina við umhverfis- ráðuneytið og undirstofnanir þess. Í ljósi þessara orða kemur vægast sagt á óvart að lesa í umsögn Umhverf- isstofnunar frá 1. desember síðastliðnum, að lítið eða ekkert formlegt sam- ráð hafi verið haft við stofnunina um smíði frumvarpsins og það hafi bein- línis goldið fyrir það. Nefnd, sem vann frumvarpsdrögin, er gagnrýnd fyrir að leita ekki formlegra umsagna eða viðbragða áður en frumvarpsdrögin fóru í hendur ráðherra. „Hætt er við að umræðan (á Alþingi) verði mun harðari en hún þyrfti að vera ef ekki er búið að ræða framkvæmdar- og tækniatriði þess á fyrri stigum og sem flest sjónarmið liggja fyrir. Umhverfisstofnun telur að umrætt frumvarp til vatnalaga hafi goldið þessa verklags.“ Nú er á það að líta að frumvarp til vatnalaga var fyrst lagt fram á vorþingi 2005 en var ekki afgreitt. Iðnaðarnefnd Alþingis hóf í síðasta mánuði að afla umsagna á nýjan leik um frumvarpið og hafa þær verið að berast þinginu að undanförnu. Forsaga frumvarpsins er einmitt sú sem getið er í upphafi umsagnar Umhverfisstofnunar en þar segir: „Líkt og iðnaðarnefnd er vel kunnugt hafa verið mjög skiptar skoðanir um nefnt frumvarp og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun gerðu fjölmargar athugasemdir við fyrra frumvarp um sama efni þegar það var til umfjöllunar Alþingis á síðasta löggjafarþingi.“ Ef til vill er vert fyrir þingið að fylgjast vel með vinnubrögðum æðri stjórnsýslu í landinu. Það gæti sparað fyrirhöfn og fjármuni. Allt á síðustu stundu Um síðustu helgi auglýsti Framsóknarflokkurinn eftir framboðum í próf- kjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Framboðsfrestur rennur út 29. desember. Einungis þrír hafa boðið sig fram í sex efstu sætin þegar þetta er ritað. Björn Ingi Hrafnsson og Anna Kristins- dóttir berjast um fyrsta sætið og Marsibil Sæmunds- dóttir gefur kost á sér í annað sæti listans. Á frétt Sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld var að skilja að enginn þyrði að bjóða sig fram af ótta við að kalla yfir sig reiði flokksforystunnar. Björn Ingi væri frambjóðandi hennar enda aðstoðar- maður flokksformannsins og forsætisráð- herra. Kvisast hefur að Óskar Bergsson íhugi þrátt fyrir þetta að bjóða sig fram gegn Önnu og Birni Inga, hvattur af ýmsum framsóknar- mönnum í höfuðborginni. Enda ágætt að láta grasrótina og forystuna togast á um fylgið. Víti til varnaðar Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að íslenskir neytendur séu auðsveipir taglhnýtingar, vanastir því að láta okra á sér möglunarlaust. Þess vegna muni þeir ekki bregðast hart við nýjum upplýsingum um að matvöruverð á Íslandi sé hið hæsta í Evrópu. Guðmundur heldur því óspart fram að ódýrara sé fyrir neytendur að taka alla bændur landsins á launaskrá heldur en að halda uppi núver- andi styrkjakerfi landbúnaðarins. Hér rifjast upp sagan af Gunnari Bjarnasyni hrossa- ráðunaut sem fór um landið fyrir áratugum og boðaði að landbúnað yrði að reka eins og hvern annan bisness undir lögmáli framboðs og eftirspurnar. Líkt og Guðmundur gerir raunar nú. Svo kuldalegar voru móttökurnar í Skagafirði að bóndi þar í héraði sór og sárt við lagði að hann skyldi draga upp byssuhólkinn ef Gunnar léti sjá sig þar aftur með slíkar villukenn- ingar. Það er rétt að koma þessu á framfæri við Guðmund. Úr bakherberginu „En hafi Sinfóníuhljómsveit Íslands gert í buxurn- ar með þessum tónleikum er það þó ekki nema vægur fnykur af því miðað við þá stækju sem þessi uppákoma hefur gert embætti forseta Íslands og Ólafi Ragnari Grímssyni persónulega.“ Illugi Jökulsson á NFS í vikunni og í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, ÁRNI MAGNÚS- SON FÉLAGS- MÁLARÁÐ- HERRA „Ég hef ekki áhyggjur af rekstri eða framtíðarhorfum Íbúðalánasjóðs.“ ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA „...Við erum auðvitað ekki að spyrja þessara spurninga að ástæðulausu.“ VIÐ TJÖRNINA Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru ekki sammála um hver framtíð Íbúðalánasjóðs eigi að vera. Ríkisendurskoðun hefur fengið bréf frá ráðherrum félagsmála og fjármála þar sem þess er óskað að fjárhagsstaða sjóðsins verði könnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.