Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 70
18. desember 2005 SUNNUDAGUR54
Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort fólk væri að endur-
nýja sparifötin fyrir jólin. Fórum við því á stúfana og spurðum
nokkra vel valda hvort þeir færu nokkuð í jólaköttinn.
NÝ SPARIFÖT FYRIR ÞESSI JÓL?
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
26.900 kr.
NOKIA 6230i
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Sigríður Beinteinsdóttir söng-
kona: ,,Ég kaupi mér ekki nýjan
kjól fyrir þessi jól. Ég ætla mér að
vera sparsöm í ár og eyða pening-
unum frekar í eitthvað annað. Ég
keypti mér jólaföt fyrir síðustu
jól þannig ég læt það duga í ár.“
Eyrún Magnúsdóttir sjón-
varpskona: ,,Ég verð að svara
þessari spurningu neitandi.
Ég ætla að nýta það sem
fyrir er í skápunum. En ég
stefni að því að fá rosalega
flott stígvél í jólagjöf þannig
að það verður jólaflíkin mín
í ár. Vonandi fæ ég þessa ósk
mína uppfyllta. En yfirleitt
kaupi ég mér einhver jólaföt. Það
verður þó ekki í ár.“
Eivör Pálsdóttir söngkona: ,,Ég
býst fastlega við því að kaupa
mér ný föt fyrir jólin. Ég geri það
venjulega. Oft er ég með jólatón-
leika þannig að ég læt stundum
sauma á mig kjóla fyrir þá sem ég
nota síðan um jólin.“
Stefán Hilmarsson tónlistarmaður:
,,Nei, ég býst ekki við því að endur-
nýja jólafötin í ár. Ég held reyndar
að það sé óhætt að segja að ég kaupi
aldrei sérstök jólaföt. Ég man ekki
eftir því að hafa sérstaklega keypt föt
með jólin í huga. Ég man að minnsta kosti
ekki eftir því á mínum fullorðins árum. Það
var auðvitað annað mál þegar maður var
klæddur upp á fyrir jólin sem barn.“
Ragnheiður Clausen, fyrrverandi
sjónvarpskona: ,,Nei ég endurnýja
ekki jólafötin í ár. Ég hef reyndar
tekið alveg eldgömul föt upp úr
skápnum og verið í þeim á jólun-
um. Ég kaupi mér oft klassísk föt
sem endast lengur en það sem er
sérstaklega í tísku þá stundina.
Það endar því oft með því að ég
finn eitthvað frábært í skápun-
um. En það verður ekkert sérstakt
fyrir þessi jól.“
Sigmar Vilhjálmsson Idol-kynnir:
,,Já, það má gera ráð fyrir því að það
verði fjárfest í nýjum fötum í ár. Ég
fer að minnsta kosti ekki í jólakött-
inn. Reyndar gifti ég mig í sumar og
það getur vel verið að ég noti þau
jakkaföt. Föt verða nú ekkert mikið
fínni en það. En ég nota ekki sömu
jakkafötin mörg jól í röð. Ég reyni
nú bara að notast við nýjustu jakka-
fötin mín á hverjum tíma.“
Freyr Eyjólfsson dagskrárgerðar-
maður: ,,Nei, ég ætla mér ekki að
fjárfesta í nýjum fötum. Ég tíni til
það sem finnst í skápunum. Það er
í raun allt óákveðið í þessum efnum.
Kannski fær maður bara lánaðan
smókinginn hans pabba, svo fremi
sem hann verður ekki í honum.“
Örn Árnason leikari: ,,Ég hugsa að
ég verði að svara þessu játandi.
Maður reynir að kaupa sér ný
jakkaföt einu sinni á ári og jólin eru
ágætis tímapunktur. Ég reyni því að
endurnýja reglulega. Fyrst er þetta
viðhafnarbúningur og síðan fer
þetta í almenn not. Maður reynir að
hafa þetta ágætlega vandað þegar
maður er að velja.“
Frétt vikunnar að mati Bergljótar
Arnalds leikkonu og rithöfundar er
þegar George Bush lét af andstöðu sinni
við frumvarp sem bannar pyntingar og
niðurlægingar á föngum. Hafði hann
verið ákaft á móti því þegar það var sett
fram en hefur nú gefið sig.
,,Fyrir mér er það frétt vikunnar
að Bush lét af þessari andstöðu sinni
við nýsamþykkt frumvarp til laga sem
kveður á um að banna pyntingar og
niðurlægingu á föngum. Bush hafði
hótað að beita neitunarvaldi sínu svo
lagaákvæðið næði ekki fram að ganga.
Það hefði verið gífurlegt áfall fyrir
mannkynið ef leyfðar væru pyntingar
í Bandaríkjunum og vestræn menning
hyrfi hundruð ára aftur í tímann. Þjóð
sem leyfir slíkt getur ekki gefið sig út
fyrir að berjast fyrir mannréttindum
og pyntingar á fólki eru glæpur, sama
undir hvaða formerkjum þær eru
stundaðar.“ Bergljót gaf út barnabókina
Jólasveinasaga fyrir jólin og hefur
bókin rokið út úr bókabúðum eins og
heitar lummur undanfarið. ,,Bókin er
uppseld hjá útgefanda þannig að ég
er hæstánægð með það. Það voru
prentuð um það bil 3.000 eintök af
bókinni og þau eru nánast öll farin,“
segir þessi hæfileikaríki rithöfundur.
FRÉTT VIKUNNAR BERGLJÓT ARNALDS RITHÖFUNDUR
Bush lætur í minni pokann
Þær konur sem eru veikar fyrir
guðdómlegum leðurjökkum
ættu að leggja leið sína í Evu á
Laugavegi. Þar eru nýjar vörur frá
tískumerkinu Ventcouvert mættar
á svæðið. Um franskt eðalmerki
er að ræða sem sérhæfir sig í
skinnfatnaði og notar einungis
gæðaskinn. Fyrirtækið var stofnað
árið 1986 og hefur heldur betur fest
sig í sessi og framleiðir nú fatnað
fyrir stóru tískuhúsin.
Leðurjakkarnir eru einstaklega
gæðalegir úr þykku en dásamlega
mjúku leðri og oftar en ekki
með hlýjum prjóna-
krögum sem ættu
að verja vel gegn
vondu veðri.
Að sjálfsögðu
eru þeir svo
ó g u r l e g a
smekklegir
í útliti og
hrikalega
töff.
Gæðalegir
leðurjakkar
FLOTTUR Örlítið mótórhjólalegur en líka
ótrúlega töff.
VENTCOUVERT
Flottur leðurjakki.