Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 32
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR32 Fyrir fagmanninn – úrval af hnífum og hnífasettum Mánudaga til föstudagafrá kl. 8:00 til 18:00Laugardaga frákl. 10:00 til 14:00 Opnunartími í verslun RV: Heimamaður í höfuðborg Bretaveldis Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri. Ágúst Guðmundsson kvikmynda- leikstjóri hreifst snemma af London og þekkir þar hvern krók og kima. Í Reykjavík hefur hann búið víða, allt frá parhúsi á Óðins- götu til skátaheimilis í Garðabæ. 1973-1977 Þegar ég fór til Lundúna að nema kvikmyndafræðin leigði ég mér herbergi með eldhúskrók við Regent Square, eitt af torgun- um í Bloomsbury. Þarna leið mér ljómandi vel þrátt fyrir nokkurn músagang sem verður að teljast undarlegur miðað við þá katta- mergð sem bjó í húsinu. Ég hef æ síðan verið heimamaður í höfuð- borg Bretaveldis. 1977-1980 Borgin keypti húsið í Blooms- bury og bauð öllum leigjendum að flytja annað. Ég tók því boði og fékk litla íbúð í Camden Town. Íbúðin er merkust fyrir þá gesti sem dvöldust þar um lengri eða skemmri tíma. Diddú var þar einn vetur meðan hún nam söng og þar var sáð til tvíburanna sem hún ól Þorkatli manni sínum. Svava Jakobsdóttir bjó þar annan vetur og ritaði sína ágætu Gunnlaðar sögu. Stuðmenn áttu gjarnan leið um hlaðið og bjuggu þarna einu sinni allir með tölu á meðan þeir tóku upp hljómplötu í hljóðveri í Kilburn. Ég skil ekki enn hvernig þeir komust fyrir. Þeir eru allir svo stórfættir. 1980-1990 Fyrsta íbúðin sem ég festi kaup á var við Hverfisgötu, á efstu hæð í svokölluðu Sindra-húsi. Ég hafði útsýni yfir sundin blá - þang- að til borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins datt í hug að fegra ímynd borgarinnar frá sjó og veitti leyfi til að reisa turnana við Skúlagötu. Þegar turnarnir fóru að skyggja á útsýnið einn af öðrum seldi ég íbúðina. 1990-2004 Ég flutti í parhús á Óðinsgötunni og þar var lengi vel ætlun mín að bera beinin, svo vel leið mér í Þingholtun- um. Einhvern veginn er mann- lífsflóran þar fjölbreyttari en í úthverfunum og fólk ræðir við nágrannana og lætur sig jafnvel varða um hag þeirra. Af Óðins- götunni fór ég með trega og gæti vel hugsað mér að flytja þangað aftur. 1997-2001 Um nokkurt skeið bjó fjölskyldan á Englandi, lengst af í Kent. Við leigðum þar ofursnoturt hús með stórum, villtum garði í bæ sem heit- ir Royal Tunbridge Wells og kemur gjarnan fyrir í 19. aldar skáldsög- um. Þangað fór fína fólkið á sumr- in til að hvíla sig á höfuðborginni. Sjálfur hef ég aldrei þurft að hvíla mig á Lundúnum en óneitanlega er þetta barnvænna umhverfi, á næsta leiti er Hundraðmílnaskógurinn þar sem Bangsímon býr, svo dæmi sé tekið. 2004- Skátaheimilið í Garðabæ var aug- lýst til sölu. Við fórum að skoða það, mest af forvitni, og viku síðar vorum við búin að kaupa það. Seint verður sagt að þetta sé fallegt hús en það er samt ári skemmtilegt og situr fallega í hraunjaðrinum. Þarna fékk ég loks útsýni sem jafnaðist á við sundin blá. Í hraunbolla á lóðinni er náttúrulegt útileikhús með sviði utan í einum hraunhamrin- um. Þar gæti ég hugsað mér að setja Skírnismál á svið. Ég hef þegar haft samband við Hilmar Örn um tónlistina. ■ Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri hreifst snemma af London og þekkir þar hvern krók og kima. Í Reykjavík hefur hann búið víða, allt frá parhúsi á Óðinsgötu til skátaheimilis í Garðabæ. GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } ÁGÚST GUÐMUNDSSON REGENT SQUARE CAMDEN TOWN HVERFISGATA ÓÐINSGATA ROYAL TUNBRIDGE WELLS GARÐABÆR Gamalt, gott og gallsúrt Núna fyrir jólin er fólk oft á báðum áttum með hvað geisladiska á að gefa. Við báðum Sigurð Örn Finnsson, öðru nafni Iggy Sniff, meðlim hljómsveitarinnar Singapore Sling og tónlistargúrú, að benda okkur á fjórar plötur sem vert væri að gefa vinum og kunn- ingjum. Þetta er það sem hann mælir með. TENDER BUTTONS MEÐ BROADCAST Sívaxandi plata hjá síminnkandi bandi, víst bara tvö eftir en njóta þess vel að geta teygt svolítið úr sér. LOG BOMB MEÐ BOB LOG III Er ennþá fastur í þessum mikla snilling eftir að hafa dregið hann upp á klakann um daginn, lofaði að koma aldrei til Evrópu öðruvísi en að spila hér. SURGERY MEÐ THE WARLOCKS Vinir mínir stríðslokkarnir með nýja plötu, þónokkuð ljúfsára og þrælheiðarlega. FEELS MEÐ ANIMAL COLLECTIVE Alþjóðlegir fánaberar krúttkyn- slóðarinnar í meiri nýbylgjugír en síðast,minnir mig nokkuð á gamalt, gott og gallsúrt Mercury Rev.... sem er gott. Smáralind . sími 554 4242 TICKET TO HEAVEN ÚTIGALLAR TILVALIN JÓLAGJÖF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.