Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 42
ATVINNA
6 18. desember 2005 SUNNUDAGUR
Ráðgjafa- og hugbúnaðarhúsið Innn hf. var stofnað árið
1997 og er eitt elsta og þekktasta veffyrirtæki landsins.
Frá upphafi hefur LiSA-vefumsýslukerfið verið í þróun hjá
fyrirtækinu og er í dag eitt mest notaða vefumsýslukerfið á
Íslandi. LiSA er í notkun hjá stærstu fyrirtækjum og
stofnunum landsins sem og minni fyrirtækjum,
félagasamtökum og einstaklingum. Fyrir utan
vefumsýslukerfi býður Innn upp á ráðgjöf, prófanir,
vefhönnun og forritun ásamt ýmsum sérlausnum tengdum
LiSA.
Innn býður upp á krefjandi störf í góðu starfsumhverfi,
starfsandinn er frábær og léttleikinn í fyrirrúmi.
Starfsmenn eru sem ein stór fjölskylda og leitast allir við að
gera sitt besta.
Verkefnastjóri
Starfssvið:
Kröfur til verkefnastjóra:
- Háskólamenntun æskileg
- Tæknisinnaður einstaklingur
- Frumkvæði og drifkraftur
- Mikill metnaður
- Þjónustulund
- Sinna nýjum og núverandi viðskiptavinum
- Verkbeiðnagerð, tilboðsgerð og eftirfylgni
- Kennsla á lausnum frá Innn hf.
- Ráðgjöf til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni
Innn hf. - Skeifunni 8 - 108 Reykjavík
Sími: 594-0000 Fax: 594-0001 - www.innn.is
Umsóknir sendist á Gyðu Guðjónsdóttur - gyda@innn.is
Umsóknarfrestur er til 29. desember
t
Vegna aukinna umsvifa hérlendis og erlendis
vantar Innn hf. öflugan verkefnastjóra til liðs við sig.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu
og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Áhugaverð störf í boði
Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla
og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik-
skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og
eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir
menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins.
MENNTASVIÐ – GRUNNSKÓLAR
Grunnskólakennarar
Langholtsskóli, í síma 553-3188/664-8280
• Sérkennari óskast í 100% stöðu.
Vesturbæjarskóli, í síma 562-2296
• Umsjónarkennari óskast í 6. bekk frá byrjun febrúar 2006 vegna
barnsburðarleyfis. Um er að ræða 100% stöðu.
Hæfniskröfur:
Kennarapróf
Hæfni í mannlegum samskiptum
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Stuðningsfulltrúar
Árbæjarskóli, í síma 567-2555
• Stuðningsfulltrúi óskast í 70% stöðu í ótiltekin tíma vegna forfalla.
Staðan er laus frá áramótum.
Fossvogsskóli, í síma 568-0200
• Stuðningsfulltrúi óskast í 75% stöðu.
Langholtsskóli, í síma 553-3188/664-8280
• Stuðningsfulltrúi óskast í 75-80% stöðu.
Seljaskóli, í síma 557-7411
• Stuðningsfulltrúi óskast í 75% stöðu.
Helstu verkefni:
Að vera kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri
nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Auka færni og sjálfstæði
nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
Hæfniskröfur:
Nám stuðningsfulltrúa æskilegt
Hæfni í samskiptum
Reynsla og áhugi á að vinna með börnum
Auðvelt að vinna í hópi
Skólaliðar
Álftamýrarskóli, í síma 570-8100
• Skólaliðar óskast í 80% stöðu í mötuneyti kennara og nemenda
frá 20. janúar.
Árbæjarskóli, í síma 567-2555
• Skólaliðar óskast í 50 til 100% stöður.
Hagaskóli, í síma 535-6500
• Skólaliði óskast í 100% stöðu.
Háteigsskóli, í síma 530-4300
• Skólaliðar óskast í tvær 50%. stöður. Vinnutími er annarsvegar
frá kl. 8-12 og hinsvegar frá kl. 9-13.
Langholtsskóli, í síma 553-3188/664-8280
• Skólaliði óskast í 100% stöðu.
Melaskóli, í síma 535-7500
• Skólaliði óskast í 100% stöðu.
Réttarholtsskóli, í síma 553-2720
• Skólaliðar óskast í 50-60% stöður.
Helstu verkefni:
Að sinna nemendum í leik og starfi og að sjá um daglegar ræstingar
ásamt tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Nákvæmni í vinnubrögðum
Starfsmaður skóla
Hagaskóli, í síma 535-6500
• Starfsmaður skóla óskast í 100% stöðu.
Helstu verkefni :
Að sinna nemendum í bekk og að hafa umsjón með nemendum
á göngum og leiksvæði skólans. Ásamt því að sinna tilfallandi
verkefnum.
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Nákvæmni í vinnubrögðum
Baðvarsla
Fellaskóli, í síma 557-3800
• Baðvörður óskast í íþróttahús, um er að ræða 100% stöðu í
vaktavinnu.
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Nákvæmni í vinnubrögðum
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi
skólum. Umsóknir ber að senda til viðkomandi skóla. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfé-
lög. Einnig veitir starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í
síma 411 7000. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á
www.grunnskolar.is
Exton ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í leigudeild
fyrirtækisins. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt
framtíðarstarf sem m.a. felst í því að hafa umsjón með
daglegum rekstri, frágangi við lager og öðrum tilfallandi
verkefnum. Viðkomandi þarf að vera námsfús með
áhuga og metnað fyrir starfi sínu.
Ennfremur þarf viðkomandi að vera góður í
mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa sjálfstætt.
Skila þarf inn umsókn, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf.
Umsjón með starfinu hefur Andri Gunnarsson yfirmaður
leigudeildar í síma 575 4615 (andri@exton.is).
Laust starf hjá Exton
Enskukennara vantar í
Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli auglýsir eftir enskukennara í
100% starf til afleysinga á vorönn 2006
Ráðning verður frá 1. janúar 2006 og eru laun skv.
kjarasamningum KÍ og fjármálaráðherra. Ekki þarf að
sækja um á sérstökum eyðublöðum en í umsókn skal
gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Upplýsingar
um störfin veita skólameistari og aðstoðarskólameis-
tari í síma 535-1700.
Umsóknir berist Ólafi Sigurðssyni skólameistara,
Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykjavík ekki
síðar en 28. desember 2005. Öllum umsóknum
verður svarað.
Upplýsingar um skólann má finna á www.bhs.is
Skólameistari
KÓPAVOGSBÆR
Ræsting hjá
Félagsþjónustu
Kópavogs
• Starfsmaður óskast til að sjá um
ræstingu hjá Félagsþjónustu Kópa-
vogs.
Um er að ræða ræstingu og fl. á húsnæði
félagsþjónustunnar Fannborg 4.
Vinnutími er frá 14.30 mán til miðvikud.
14.00 á fimmtud. og eftir 13 á föstu-
dögum.
Greitt er eftir uppmælingu. 118,5 tímar á
mánuði.
Við gerum kröfur til væntanlegra starfsmanna
okkar að þeir séu góðir í samskiptum, samvisku-
samir, þjónustuliprir, sveigjanlegir og glaðlegir.
Við leitum helst eftir samstarfi við fólk sem
orðið er eldra en 25 ára, hefur reynslu af ræst-
ingum og sækist eftir starfi til framtíðar. Gerð
er krafa um hreint sakavottorð.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf um
áramótin.
Umsóknarfrestur er til og með 27.12.05.
Félagsþjónustan er
reyklaus vinnustaður.
Upplýsingar í
síma 570 1400 /
Rannveig eða Atli.