Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 2
2 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR ÁRAMÓTAVEÐRIÐ Samkvæmt nýjustu spám er útlit fyrir þokkalegasta ára- mótaveður. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að á gamlárs- dag verði líklega slydda á höfuð- borgarsvæðinu en þegar taki að líða á daginn stytti upp og að um miðnætti megi búast við því að aðstæður til að horfa á flugeld- ana springa verði nokkuð góðar. S a m k v æ m t nýjustu veðurspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir að hæg austanátt verði á landinu og helst má reikna með úrkomu á Suðaustur- og Aust- urlandi. Annars staðar er gert ráð fyrir þurru veðri og jafnvel er von á bjartvirði á Vestur- og Norðurlandi. Samkvæmt spánni verður hiti á bil- inu núll til fjögur stig við suður- og austurströndina en annars staðar má búast við smá frosti. - sk Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18 Opið virka daga: 10-18 laugardaga: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Allir með strætó Akraneskaupstaður og Vegagerðin undirrituðu samning í gær um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness. Um leið var skrifað undir samning milli Akranes- kaupstaðar og Strætó bs. um tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó. Það mun kosta 150 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja að skreppa upp á Skaga. SAMGÖNGUR SJÁVARÚTVEGUR Starfsmenn Brims hf. á Akureyri hafa verið boðaðir á starfsmannafund í dag þar sem kynntar verða breytingar á rekstri félagsins. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri og aðaleigandi félagsins, verst allra frétta af skipulags- breytingunum og kveðst fyrst vilja kynna þær fyrir starfsmönnum. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps- ins er ráðgert að stofna sérstakt félag um landvinnsluna undir nafni ÚA. Þá verði einnig stofnað sérstakt félag um útgerð fiskiskipanna, sem að mestu er stjórnað frá skrifstofu Brims í Reykjavík. Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í dag og er ráðgert að fjalla um breyting- ar í sjávarútvegi í byggðarlaginu. Eftir því sem næst verður kom- ist leggjast ýmsar breytingar illa í þá, svo sem fækkun í áhöfnum fiskiskipa. „Við höfum beðið eftir sjómönn- um og segjum ekkert um málið fyrr en eftir starfsmannafund í dag,“ segir Guðmundur Kristjánsson, sem segir fyrirhugaðar breytingar ekki sérlega miklar. Landsbankinn seldi núverandi eigendum Útgerðarfélag Akureyr- inga fyrir tæpum tveimur árum og er Brim, arftaki þess, einn stærsti atvinnurekandinn á Akureyri. - jh Starfsmannafundir eru haldnir í dag hjá útgerðarrisanum Brimi á Akureyri: Félag stofnað um landvinnslu KORTAVIÐSKIPTI Kreditkortavið- skipti landsmanna fyrir þessi jól voru í meðallagi samkvæmt upp- lýsingum frá Vísa Ísland. Notkun þeirra reyndist mest áberandi á Þorláksmessu og einnig talsverð á Aðfangadag. Anna I. Grímsdóttir hjá Visa segir engin met hafa verið slegin í kortanotkun þessi jól, en hafa beri í huga að tölur um notkun debetkorta hafa ekki verið teknar saman og því ekki um tæmandi samanburð að ræða. „Fljótt á litið er notkun kreditkorta þessi jólin um 14 prósentum meiri en í fyrra en sé litið lengra aftur í tímann þá hafa nokkur jól verið svipuð eða stærri en þetta hvað notkunina varðar. Er þá bæði um upphæðir og færslufjölda að ræða.“ - aöe BLÓMSTRANDI JÓLAVERSLUN Kaupmenn voru himinlifandi með verslun um jólin. Viðskipti með kreditkort hjá Visa hafa þó mælst meiri. Kreditkortanotkun í meðallagi: Jólaviðskiptin hafa verið meiri HARÐBAKUR EINN TOGARA BRIMS Útgerðarstefna Brims verður rædd á aðalfundi Sjó- mannafélags Eyjafjarðar í dag. SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Veðurfræðingurinn spáir ágætis veðri á höfuðborgarsvæð- inu á gamlárskvöld. SPURNING DAGSINS Jóhann, verða ekki íbúar Ísafjarð- ardjúps bara að senda ráðherra kvartanir sínar í pósti? „Jú, ætli það sé ekki réttast þá að hann sæki bréfin í gáminn“. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar- innar, hefur sett út á fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu í Ísafjarðardjúpi þar sem póstur verður geymdur í gámi við Rauðamýri áður en hann verður borinn út. Ágætt veður á gamlárskvöld: Góðar líkur á þurrviðri Jeppi í veg fyrir vörubíl Ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bifreið sinni og lenti framan á vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt á Vesturlandsveginum, norðan við Hreðavatnsskála um þrjú leytið í gær. Bíllinn endaði utan LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjart- ans Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins á hendur íslenska ríkinu. Dómurinn tók málið fyrir 1. júní árið 2001 í kjölfar þess að Sigurður G. Guð- jónsson lögmaður var sýknaður bæði í héraði og í Hæstarétti í meiðyrðamáli sem Kjartan höfð- aði á hendur honum. Málið höfðaði Kjartan vegna opnugreinar sem Sigurður skrif- aði í dagblaðið Dag 31. október 1999. Greinin bar yfirskriftina „Er nema von að Steingrímur joð finni bananalykt!“ og fjallaði um svokallað FBA-mál. Kjartan vildi fá ómerkt ummæli sem lágu að því að hann hafi beitt áhrifum sínum sem formaður bankaráðs Landsbankans til að koma í veg fyrir lánaviðskipti bankans við Íslenska útvarpsfélagið. Kjartan vildi fá ómerkt ummæli um höfnun bankans á lánaviðskipt- um. „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í for- svari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag, sem Jón Ólafsson ætti aðild að.“ Og um við- horf sparisjóðanna til sams konar lánveitingar. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarps- félagið hf. tekin á grundvelli við- skiptalegra hagsmuna sparisjóð- anna, en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármála- ráðs flokksins þénanlegt.“ Meirihluti Hæstréttar taldi Kjartan, vegna þess að hann væri valdamaður í stjórnmálalífi þjóðarinnar, verða að una því að fjallað væri um hann á opinberum vettvangi. Garðar Gíslason hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði og vildi dæma kærðu ummælin ómerk. M a nnrét t i ndadómstól l i nn féllst ekki á þau rök Kjartans að honum hefði, þjóðfélagsstöðu sinnar vegna, verið mismunað fyrir dómstólum hér eða að ann- markar hefðu verið á dómafram- kvæmd. Af þeim sökum var málið ekki talið tækt til dóms og því vísað frá. olikr@frettabladid.is SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Sigurður gegndi áður starfi forstjóra Norðurljósa, fjölmiðlafyrirtæksins sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARTAN GUNNARSON Mannréttindadómstóll Evrópu féllst ekki á að Kjartani hafi, stöðu hans vegna, verið mismunað fyrir dómstólum hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjartani hafnað af Mannréttindadómi Mannréttindadómstóll Evrópu féllst ekki á rök Kjartans Gunnarssonar um að honum hefði verið mismunað fyrir dómstólum hér. Kjartan tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði í ársbyrjun 2000 á hendur Sigurði G. Guðjónssyni. ÞÝSKALAND Fangaflug Bandaríska leyniþjónustan hóf fyrir fullum ára- tug leynilega millilandaflutninga á föngum grunuðum um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi, en ekki fyrst eftir hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þetta kemur fram í viðtali við fyrrverandi CIA-mann sem þýska vikuritið Die Zeit birtir í dag. Michael Scheurer stýrði fanga- flugsáætlun CIA þegar henni var hleypt af stokkunum árið 1995. Hann tjáði Die Zeit að Bill Clint- on, þáverandi Bandaríkjaforseti, öryggisráðgjafi hans Sandy Berger og sérlegi hryðjuverkavarnaráð- unauturinn Richard Clarke, hefðu falið CIA, haustið 1995, að upp- ræta Al-Kaída-hryðjuverkanetið. Í þeim tilgangi hafi hið svokallaða „sérstaka framsal“ („extraordin- ary rendition“ á frummálinu) verið tekið upp, en það heiti nota menn í höfuðstöðvum CIA yfir aðgerðir þar sem hinn grunaði er handsam- aður hvar sem færi til þess gefst og hann fluttur með leynd til annars lands þar sem hann er yfirheyrður. Alls er talið að síðan 11. sept- ember 2001 hafi um 150 meintir hermdarverkamenn verið teknir með þessum hætti. Að því er AP- fréttastofan hefur eftir háttsettum CIA-manni lætur nærri að tæplega tíu manns af þessum 150 hafi í raun ekkert til saka unnið. Verið sé að rannsaka þau mál. Í viðtalinu í Die Zeit sakar Scheuer Evrópumenn um að koma óheiðarlega fram í umræðunni. Leyniþjónustur Evrópuríkja hafi aðstoðað við framkvæmdina og það hafi ekki síst verið Evrópumenn sem nutu góðs af því sem út úr aðgerðunum kom. - aa MEINT FANGAFLUGVÉL Á Reykjavíkurflugvelli í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Nýjar upplýsingar um fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA: Fangaflug hófst fyrir réttum áratug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.