Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 4
4 29. december 2005 THURSDAY
LANDSPÍTALINN Stjórnendum Land-
spítala - háskólasjúkrahúss gekk
vel að halda niðri kostnaði við
rekstur spítalans 1999-2004. Það
er hins vegar bagalegt, að mati
Ríkisendurskoðunar, að stjórn-
völd hafi ekki enn mótað heild-
stæða stefnu um verkaskiptingu
innan heilbrigðiskerfisins.
Í tilkynningu frá Ríkisendur-
skoðun kemur fram að ágætlega
hafi gengið að auka afköst Land-
spítala - háskólasjúkrahúss og
flytja þjónustu af legudeildum
til dag- og göngudeilda. Spítalinn
standi ágætlega þegar horft sé til
afkasta og gæða.
Raunkostnaður LSH hafi
staðið nánast í stað þegar mið er
tekið af launavísitölu opinberra
starfsmanna og bankamanna og
vísitölu neysluverðs. Stöðugildum
hafi fækkað um þrjú prósent, sér-
staklega ófaglærðra, en háskóla-
menntuðum fjölgað. Laun á hvert
stöðugildi hafi hækkað fimm
prósentum meira en nemur með-
altalshækkun launa opinberra
starfsmanna og bankamanna.
Meðalkostnaður á hvert sjúkra-
rúm var töluvert hærri en hjá
samanburðarsjúkrahúsum í Bret-
landi eða sem nemur rúmlega 21
prósenti. Laun starfsfólks var 26
prósentum hærra og meðallegu-
tími var lengri. - ghs
SÖFNUN Safnast hafa yfir fimm
milljónir króna til handa Sær-
únu Sveinsdóttur sem missti báða
fætur eftir alvarlegt slys í Banda-
ríkjunum fyrr í vetur.
Særún er í endurhæfingu sem
gengur vel og gera læknar ráð
fyrir að útskrifa hana eftir fimm
til sex vikur.
Særún hefurr fyrir þremur
börnum að sjá en samkvæmt heim-
ildum nema örorkubætur hennar
vart meira en 25 þúsund krónum.
Því er allur fjárstuðningur henni
til handa mikilvægur. - aöe
VEITTI EINNI MILLJÓN MÓTTÖKU Gunnar
V. Andrésson, bróðir Særúnar, tók á móti
einnar milljón króna styrk úr styrktarsjóði
Baugs Group fyrir jólin, en alls hafa safnast
rúmar fimm milljónir króna alls.
Særún Sveinsdóttir:
Söfnun gengur
framar vonum
KANADA, AP Fimmtán ára stúlka er
síðasta fórnarlamb mikillar ofbeld-
isbylgju sem dunið hefur á Tor-
onto í Kanada.
Sjötíu og átta
morð hafa verið
framin í þessari
þriggja millj-
ón manna borg
á árinu, þar af
fimmtíu og tvö
með byssum.
Þetta er nánast
tvöföldun frá
árinu á undan og
met fyrir borg-
ina sem hefur
löngum þótt ein
sú öruggasta í
álfunni.
Stúlkan sem lést varð vitni að
deilum 10-15 ungmenna en var sjálf
á ferð með foreldrum sínum í versl-
anamiðstöð.
Forsætisráðherra Kanada, Paul
Martin, tilkynnti í umdeildri yfir-
lýsingu að nái hann endurkjöri í
kosningum 23. janúar muni hann
banna skammbyssur í landinu. ■
Met í Toronto:
52 skotnir til
bana á árinu
PAUL MARTIN
Forsætisráðherra
Kanada boðar
skammbyssubann
nái hann endurkjöri.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur féllst ekki á kröfu lögreglu-
stjórans í Reykjavík um dóm yfir
manni sem taldist hafa brotið
vopnalög fyrr á þessu ári.
Hafði maðurinn haft hníf með
sér á skemmtistað í borginni án
þess að ógna neinum á staðnum
en þar handtók lögregla hann
og ákærði fyrir vopnalagabrot.
Féllst héraðsdómur ekki á kröfu
lögreglu, en hnífur mannsins var
gerður upptækur. - aöe
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Braut ekki
vopnalög
RIYADH, AP Lögregla í Sádi-Arab-
íu skaut til bana í gær meintan
hryðjuverkamann sem var númer
fjögur á lista yfir eftirlýstustu
menn landsins. Innan við sólar-
hring fyrr hafði annar maður af
listanum dáið í gæsluvarðhaldi af
sárum sem hann hlaut í skotbar-
daga við lögreglu á þriðjudag.
Sá síðarnefndi, Mohammed
Abdel-Rahman Mohammed al-
Suwailmi, hafði í skotbardaganum
fellt fimm lögreglumenn. Hinn,
Abdel-Rahman Saleh Abdel-Rah-
man al-Mutab, var eltur uppi og
felldur norður af Riyadh í gær, að
sögn liðsmanns öryggissveita sem
ekki vildi láta nafns síns getið. - aa
Meintir hryðjuverkamenn:
Herskáir Sádi-
Arabar skotnir
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 28.12.2005
KAUP SALA
Bandaríkjadalur 63,47 63,77
Sterlingspund 110,22 110,76
Evra 75,56 75,98
Dönsk króna 10,125 10,185
Norsk króna 9,4 9,456
Sænsk króna 8 8,046
Japanskt jen 0,5414 0,5446
SDR 90,99 91,53
Gengisvísitala krónunnar
106,1686
PARÍS, AP Fyrsta gervitungli hins
fyrirhugaða gervihnattastaðsetn-
ingarkerfis Galíleó var skotið á
loft frá Baikonur í Kasakstan í
gær. Markar geimskotið mikil-
vægan áfanga að því að Evrópu-
búar svari GPS-kerfi Bandaríkja-
manna.
Geimskotið tókst vel. Innan við
fjórum stundum eftir að Soyuz-
flutningaflaugin hóf sig á loft
var þessi fyrsti Galíleó-hnöttur
byrjaður að senda skilaboð til
jarðar af sporbaug í 23.000 metra
hæð. Ýmsar prófanir verða gerð-
ar með gervihnettinum, svo sem
á senditíðni Galíleó-kerfisins og
frumeindaklukku sem á að gefa
nákvæmustu tímamælingu sem
völ er á og auka nákvæmni stað-
setningarkerfisins.
Evrópusambandið áætlar að
Galíleó-áætlunin muni kosta
sem svarar um 250 milljörð-
um íslenskra króna en að lokum
verða gervitunglin í Galileo-kerf-
inu þrjátíu talsins. Evrópa mun
þá ekki lengur þurfa að reiða sig
á GPS-kerfið, sem Bandaríkja-
her stjórnar og getur lokað fyrir
almennri notkun fyrirvaralaust
ef svo ber undir, svo sem vegna
hryðjuverkaárásar.
Galíleó verður einnig nákvæm-
ara en GPS, skekkjumörkin eru
einn metri í stað fimm metra í
GPS-kerfinu, að sögn Francos
Bonacina, talsmanns Evrópsku
geimferðastofnunarinnar ESA.
Galíleó mun auk þess meira en
tvöfalda það landsvæði sem GPS
þekur nú, og er búist við að lönd
í Norður-Evrópu verði talsvert
betur kortlögð með tilkomu Galíl-
eós en nú er.
Tvær eftirlitsstöðvar hafa
verið settar upp hér á landi sem
tengjast kerfinu, önnur í Reykja-
vík en hin á Egilsstöðum, en alls
eru þrjátíu og fjórar slíkar stöðv-
ar í Evrópu ásamt fjórum móð-
urstöðvum. Ýmis lönd utan ESB
hafa samið eða eru að semja um
þátttöku í Galíleó-áætluninni, þar
á meðal Kína, Indland, Suður-
Kórea og Noregur.
Næsta gervihnetti verður skot-
ið á loft næsta vor, og tveir í viðbót
verða sendir af stað árið 2008. Þá
geta neytendur væntanlega keypt
sér Galíleó-staðsetningartæki,
sem gera kleift að skipta á milli
Galíleó- og GPS-kerfanna að vild.
Gert er ráð fyrir að Galíleó-kerf-
ið verði allt komið í gagnið árið
2010. - ht/aa
GALÍLEÓ Í GANG Geimskotið frá Baikonur í Kasakstan tókst vel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fyrsta Galíleó-gervi-
tunglið á sporbaug
Fyrsta gervihnetti evrópska staðsetningarkerfisins Galileó var skotið á spor-
baug í gær. Áfangi að því að gera Evrópubúa óháða bandaríska GPS-kerfinu.
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs-
ráðherra, Einar K. Guðfinnsson,
hefur í samræmi við tillögu Haf-
rannsóknarstofnunar ákveðið að
heildarkvóti fyrir úthafsrækju
verði tíu þúsund tonn á fiskveiði-
árinu 2005 til 2006. Heildarkvót-
inn er sá sami og ákveðinn var til
bráðabirgða í upphafi sumars.
Niðurstöður Hafrannsóknar-
stofnunar benda til að stofninn sé
í lágmarki eða svipaður og hann
var í fyrra. Búist er við að stofn-
inn minnki enn frekar á næstu
árum vegna lélegrar nýliðunar og
mikillar þorskgengdar á rækju-
slóðir. - æþe
Kvóti til úthafsrækjuveiða:
10.000 tonn
þetta árið
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Vel gekk að halda niðri kostnaði við rekstur
Landspítala - háskólasjúkrahúss 1999-2004
samkvæmt tilkynningu frá Ríkisendurskoð-
un. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Ríkisendurskoðun um rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss 1999-2004:
Gekk vel að haldi kostnaði niðri