Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 4
4 29. december 2005 THURSDAY LANDSPÍTALINN Stjórnendum Land- spítala - háskólasjúkrahúss gekk vel að halda niðri kostnaði við rekstur spítalans 1999-2004. Það er hins vegar bagalegt, að mati Ríkisendurskoðunar, að stjórn- völd hafi ekki enn mótað heild- stæða stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Í tilkynningu frá Ríkisendur- skoðun kemur fram að ágætlega hafi gengið að auka afköst Land- spítala - háskólasjúkrahúss og flytja þjónustu af legudeildum til dag- og göngudeilda. Spítalinn standi ágætlega þegar horft sé til afkasta og gæða. Raunkostnaður LSH hafi staðið nánast í stað þegar mið er tekið af launavísitölu opinberra starfsmanna og bankamanna og vísitölu neysluverðs. Stöðugildum hafi fækkað um þrjú prósent, sér- staklega ófaglærðra, en háskóla- menntuðum fjölgað. Laun á hvert stöðugildi hafi hækkað fimm prósentum meira en nemur með- altalshækkun launa opinberra starfsmanna og bankamanna. Meðalkostnaður á hvert sjúkra- rúm var töluvert hærri en hjá samanburðarsjúkrahúsum í Bret- landi eða sem nemur rúmlega 21 prósenti. Laun starfsfólks var 26 prósentum hærra og meðallegu- tími var lengri. - ghs SÖFNUN Safnast hafa yfir fimm milljónir króna til handa Sær- únu Sveinsdóttur sem missti báða fætur eftir alvarlegt slys í Banda- ríkjunum fyrr í vetur. Særún er í endurhæfingu sem gengur vel og gera læknar ráð fyrir að útskrifa hana eftir fimm til sex vikur. Særún hefurr fyrir þremur börnum að sjá en samkvæmt heim- ildum nema örorkubætur hennar vart meira en 25 þúsund krónum. Því er allur fjárstuðningur henni til handa mikilvægur. - aöe VEITTI EINNI MILLJÓN MÓTTÖKU Gunnar V. Andrésson, bróðir Særúnar, tók á móti einnar milljón króna styrk úr styrktarsjóði Baugs Group fyrir jólin, en alls hafa safnast rúmar fimm milljónir króna alls. Særún Sveinsdóttir: Söfnun gengur framar vonum KANADA, AP Fimmtán ára stúlka er síðasta fórnarlamb mikillar ofbeld- isbylgju sem dunið hefur á Tor- onto í Kanada. Sjötíu og átta morð hafa verið framin í þessari þriggja millj- ón manna borg á árinu, þar af fimmtíu og tvö með byssum. Þetta er nánast tvöföldun frá árinu á undan og met fyrir borg- ina sem hefur löngum þótt ein sú öruggasta í álfunni. Stúlkan sem lést varð vitni að deilum 10-15 ungmenna en var sjálf á ferð með foreldrum sínum í versl- anamiðstöð. Forsætisráðherra Kanada, Paul Martin, tilkynnti í umdeildri yfir- lýsingu að nái hann endurkjöri í kosningum 23. janúar muni hann banna skammbyssur í landinu. ■ Met í Toronto: 52 skotnir til bana á árinu PAUL MARTIN Forsætisráðherra Kanada boðar skammbyssubann nái hann endurkjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur féllst ekki á kröfu lögreglu- stjórans í Reykjavík um dóm yfir manni sem taldist hafa brotið vopnalög fyrr á þessu ári. Hafði maðurinn haft hníf með sér á skemmtistað í borginni án þess að ógna neinum á staðnum en þar handtók lögregla hann og ákærði fyrir vopnalagabrot. Féllst héraðsdómur ekki á kröfu lögreglu, en hnífur mannsins var gerður upptækur. - aöe Héraðsdómur Reykjavíkur: Braut ekki vopnalög RIYADH, AP Lögregla í Sádi-Arab- íu skaut til bana í gær meintan hryðjuverkamann sem var númer fjögur á lista yfir eftirlýstustu menn landsins. Innan við sólar- hring fyrr hafði annar maður af listanum dáið í gæsluvarðhaldi af sárum sem hann hlaut í skotbar- daga við lögreglu á þriðjudag. Sá síðarnefndi, Mohammed Abdel-Rahman Mohammed al- Suwailmi, hafði í skotbardaganum fellt fimm lögreglumenn. Hinn, Abdel-Rahman Saleh Abdel-Rah- man al-Mutab, var eltur uppi og felldur norður af Riyadh í gær, að sögn liðsmanns öryggissveita sem ekki vildi láta nafns síns getið. - aa Meintir hryðjuverkamenn: Herskáir Sádi- Arabar skotnir GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.12.2005 KAUP SALA Bandaríkjadalur 63,47 63,77 Sterlingspund 110,22 110,76 Evra 75,56 75,98 Dönsk króna 10,125 10,185 Norsk króna 9,4 9,456 Sænsk króna 8 8,046 Japanskt jen 0,5414 0,5446 SDR 90,99 91,53 Gengisvísitala krónunnar 106,1686 PARÍS, AP Fyrsta gervitungli hins fyrirhugaða gervihnattastaðsetn- ingarkerfis Galíleó var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan í gær. Markar geimskotið mikil- vægan áfanga að því að Evrópu- búar svari GPS-kerfi Bandaríkja- manna. Geimskotið tókst vel. Innan við fjórum stundum eftir að Soyuz- flutningaflaugin hóf sig á loft var þessi fyrsti Galíleó-hnöttur byrjaður að senda skilaboð til jarðar af sporbaug í 23.000 metra hæð. Ýmsar prófanir verða gerð- ar með gervihnettinum, svo sem á senditíðni Galíleó-kerfisins og frumeindaklukku sem á að gefa nákvæmustu tímamælingu sem völ er á og auka nákvæmni stað- setningarkerfisins. Evrópusambandið áætlar að Galíleó-áætlunin muni kosta sem svarar um 250 milljörð- um íslenskra króna en að lokum verða gervitunglin í Galileo-kerf- inu þrjátíu talsins. Evrópa mun þá ekki lengur þurfa að reiða sig á GPS-kerfið, sem Bandaríkja- her stjórnar og getur lokað fyrir almennri notkun fyrirvaralaust ef svo ber undir, svo sem vegna hryðjuverkaárásar. Galíleó verður einnig nákvæm- ara en GPS, skekkjumörkin eru einn metri í stað fimm metra í GPS-kerfinu, að sögn Francos Bonacina, talsmanns Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Galíleó mun auk þess meira en tvöfalda það landsvæði sem GPS þekur nú, og er búist við að lönd í Norður-Evrópu verði talsvert betur kortlögð með tilkomu Galíl- eós en nú er. Tvær eftirlitsstöðvar hafa verið settar upp hér á landi sem tengjast kerfinu, önnur í Reykja- vík en hin á Egilsstöðum, en alls eru þrjátíu og fjórar slíkar stöðv- ar í Evrópu ásamt fjórum móð- urstöðvum. Ýmis lönd utan ESB hafa samið eða eru að semja um þátttöku í Galíleó-áætluninni, þar á meðal Kína, Indland, Suður- Kórea og Noregur. Næsta gervihnetti verður skot- ið á loft næsta vor, og tveir í viðbót verða sendir af stað árið 2008. Þá geta neytendur væntanlega keypt sér Galíleó-staðsetningartæki, sem gera kleift að skipta á milli Galíleó- og GPS-kerfanna að vild. Gert er ráð fyrir að Galíleó-kerf- ið verði allt komið í gagnið árið 2010. - ht/aa GALÍLEÓ Í GANG Geimskotið frá Baikonur í Kasakstan tókst vel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrsta Galíleó-gervi- tunglið á sporbaug Fyrsta gervihnetti evrópska staðsetningarkerfisins Galileó var skotið á spor- baug í gær. Áfangi að því að gera Evrópubúa óháða bandaríska GPS-kerfinu. SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- ráðherra, Einar K. Guðfinnsson, hefur í samræmi við tillögu Haf- rannsóknarstofnunar ákveðið að heildarkvóti fyrir úthafsrækju verði tíu þúsund tonn á fiskveiði- árinu 2005 til 2006. Heildarkvót- inn er sá sami og ákveðinn var til bráðabirgða í upphafi sumars. Niðurstöður Hafrannsóknar- stofnunar benda til að stofninn sé í lágmarki eða svipaður og hann var í fyrra. Búist er við að stofn- inn minnki enn frekar á næstu árum vegna lélegrar nýliðunar og mikillar þorskgengdar á rækju- slóðir. - æþe Kvóti til úthafsrækjuveiða: 10.000 tonn þetta árið LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Vel gekk að halda niðri kostnaði við rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss 1999-2004 samkvæmt tilkynningu frá Ríkisendurskoð- un. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ríkisendurskoðun um rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss 1999-2004: Gekk vel að haldi kostnaði niðri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.