Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 6
6 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR
Símennt HR býður upp á þrjú námskeið í spænsku á
vorönn sem eru metin til þriggja eininga á háskóla-
stigi:
•Spænska með menningarlegu ívafi I
•Viðskiptaspænska II
•Viðskiptaspænska IV
Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna.
Nemendum gefst tækifæri á að þreyta stöðupróf.
Á námskeiðinu er lögð jöfn áhersla á ritun, hlustun,
lesskilning og talað mál sem og menningu hins
spænskumælandi heims.
Kennsla hefst 9. janúar og lýkur með prófi 31. mars.
Leiðbeinendur eru Margrét Jónsdóttir Ph.D. og
Begonia Piedra Lanza Lic. kennarar við Viðskiptadeild
HR.
-Námskeiðin eru sniðin fyrir þá sem hafa hug á að
byrja í háskólanámi og eru metin til þriggja eininga
inn í B.s. nám í viðskiptafræði í HR.
Verð fyrir eitt námskeið: 50.000,-
Hagnýt námskeið í
spænsku á háskólastigi
Frekari upplýsingar og skráning:
Charlotta Karlsdóttir
Beinn sími: 599 6258
Skiptiborð: 599 6200
Charlotta@ru.is
www.ru.is/simennt
SÍMENNT HR
www.ru.is/simennt
NOREGUR Stór hluti af peningun-
um, sem gefnir voru til hjálpar-
starfsins í löndunum við Indlands-
haf eftir flóðið í fyrra, hefur ekki
verið notaður, að sögn Dagbladet
í Noregi. Norski Rauði kross-
inn hefur til dæmis aðeins notað
þriðjung af því sem safnaðist.
„Það tekur mörg ár að bæta
tjónið,“ segir upplýsingafulltrúi
Noregsdeildar Rauða krossins, og
lofar því að peningarnir fari ekki í
hjálparstarf annars staðar heldur
verði notaðir í hjálparstarf vegna
flóðbylgjunnar. ■
Hjálparstarf við Indlandshaf:
Stór hluti gjafa-
fjár ónotaður
Mörg ný störf Um 400 þúsund ný
störf voru sköpuð á yfirstandandi ári sam-
kvæmt tölum stjórnvalda í Simbabve. Eru
bundnar miklar vonir við að sama verði
upp á teningnum næsta ár.
Ferðamönnum fækkar Stjórnvöld
hafa áhyggjur af fækkun ferðamanna átt-
unda árið í röð. Aðeins 350 þúsund hafa
heimsótt landið á þessu ári sem er fækk-
un um hundrað þúsund frá síðasta ári.
SIMBABVE
FUGLALÍF Afkoma kríuunga og
andarunga á Tjörninni í Reykja-
vík hefur ekki verið verri frá því
mælingar á fuglastofnum Tjarn-
arinnar hófust 1973.
Um mánaðamótin júlí-ágúst
2005 voru aðeins 18 stokkand-
arungar á lífi. Engir kríuungar
komust á legg og kríuvarpið hefur
ekki verið eins fátæklegt frá upp-
hafi rannsókna. Þetta kemur fram
í skýrslunni Fuglalíf Tjarnarinnar
árið 2005.
Höfundar skýrslunnar, Ólafur
K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmars-
son, benda meðal annars á að ekki
hafi verið lokið við síki sem átti
að girða friðlandið í Vatnsmýri af
og að vesturhlið friðlandsins sé
aðeins varin af girðingu sem er
að mestu hrunin. Þá beri nokkuð á
landbroti út frá síkjum í friðland-
inu.
„Mikið rask var samfara flutningi
Hringbrautar og flest það ófrá-
gengið sem snýr að friðlandinu
og lofað var í úrskurði Skipulags-
stofnunar, meðal annars hefur að
mestu verið fyllt yfir aðallækinn
sem rann til Tjarnarinnar, vatns-
vegur undir Hringbraut er ófrá-
genginn og ekkert bólar á girðingu
eða vegg milli Hringbrautar og
Vatnsmýrarfriðlands. Mikið land-
brot hefur verið síðustu ár í Tjarn-
arhólmanum og Litla-Hólmanum
og á sama tíma hefur Þorfinns-
hólmi orðið samfellt hvannstóð.“
„Við höfum áhyggjur af þessu
máli í heild sinni,“ segir Ellý K.
Guðmundsdóttir, forstöðumaður
umhverfissviðs Reykjavíkurborg-
ar. Hún segir skýrsluna verða
formlega kynnta í umhverfisráði
og þar verði ákveðið hvernig
brugðist verði við. „Þetta er mál
sem sýnir þann vanda sem við
lendum oft í með náttúruverndar-
framkvæmdir og ég tel að skoða
megi þetta sem dæmi í stærra
samhengi. Ég hef fullan hug á að
skoða það betur með umhverf-
isráði hvernig við getum tryggt
betur náttúruvernd í borgarland-
inu, þar sem er mikill uppgangur
og hugað að enn frekari fram-
kvæmdum.“ - jss
ENDUR, SVANIR OG GÆSIR Á TJÖRNINNI
Enginn kríuungi komst á legg þetta sumar-
ið við Tjörnina.
Rask á friðlandinu í Vatnsmýri vegna lagningar Hringbrautar:
Fuglalífi á Tjörninni ógnað
JEMEN, AP Fimm manna þýskri
fjölskyldu var rænt í austurhluta
arabaríkisins Jemen í gær. Er
talið að mannræningjarnir séu af
ættbálki al-Abdullah bin Dahha og
þeir vilji neyða yfirvöld til að láta
aðra meðlimi ættbálksins lausa úr
fangelsi.
Menn af ættbálkum í dreifbýl-
inu í Jemen hafa þrisvar á árinu
gripið til þess að ræna vestrænum
ferðamönnum í því skyni að knýja
fram tilteknar kröfur gagnvart
stjórnvöldum í landinu. Iðulega er
gíslunum sleppt heilum á húfi, en
nokkrir létu lífið er öryggissveitir
gerðu misheppnaða tilraun til að
frelsa slíka gísla á árinu 2000. ■
Ferðamenn hverfa í Jemen:
Þýskri fjöl-
skyldu rænt
KJÖRKASSINN
Á að taka sérstakt gjald fyrir að
aka á nagladekkjum í Reykjavík?
Já 32%
Nei 68%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að auka þjónustu við eldri
borgara?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
KJARAMÁL „Ég get sagt að það séu
mun fleiri alvarlega að íhuga upp-
sagnir um áramótin en ég gerði
mér grein fyrir og mun fleiri en
þeir sem þegar hafa tilkynnt um
það,“ segir Björg Bjarnadóttir, for-
maður Félags leikskólakennara.
Allnokkrir kennarar í félaginu
höfðu tilkynnt um uppsagnir sínar
frá áramótum vegna óánægju með
kjör sín og vegna virðingarleysis
sem menntuðu fagfólki í geiranum
er sýnt aftur og aftur. Nú hefur
komið í ljós að ókyrrðin er mun
víðar og umræður um uppsagnir
fara fram á flestum leikskólum
borgarinnar.
Björg vildi ekki tjá sig um
hversu marga hún vissi um sem
stæðu frammi fyrir þeirri stóru
ákvörðun að segja upp störfum
en sagðist svartsýn á það sem
koma skyldi. „Ég skal ekki segja
hvað verður en Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri hefur
boðað leikskólakennara aftur á
sinn fund í vikunni, en ekkert kom
út úr fyrsta fundi þeirra fyrir jól
vegna málsins. Erfitt hefur verið
að manna leikskóla almennt í borg-
inni um árabil og uppsagnir þeirra
fáu sem menntun hafa til starfsins
munu vart gera þá stöðu auðveld-
ari. Ekki náðist í borgarstjóra áður
en Fréttablaðið fór í prentun.
- aöe
Formaður Félags leikskólakennara svartsýn á stöðu mála:
Mun fleiri íhuga uppsagnir
Í frétt í gær var sagt að eignarskattur
yrður lagður á í síðasta skipti á næsta ári
vegna ársins 2005. Þetta er ekki rétt.
Breytingin á sér stað á næsta ári þegar
landsmenn fá álagningarseðla vegna
ársins 2005.
LEIÐRÉTTING
LEIKSKÓLABÖRN Í KÓPAVOGI Formanni
Félags leikskólakennara, Björgu Bjarnadótt-
ur, var brugðið þegar hún mætti til vinnu
eftir jólin. Hafði hún spurnir af mun fleiri
leikskólakennurum sem íhuga uppsagnir frá
og með áramótum.
KJARAMÁL Kjaradómur komst
að þeirri niðurstöðu í gær að
úrskurður dómsins frá 19. desem-
ber skuli standa.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráherra bað dóminn bréflega í
fyrradag um að taka umræddan
úrskurð til endurskoðunar að því
er varðar laun þjóðkjörinna full-
trúa.
Beiðnina sendi Halldór að
höfðu samráði við formenn
stjórnmálaflokkanna, formenn
þingflokka og forseta Alþingis.
Í svari sínu í gærkvöldi ítrek-
aði dómurinn að úrskurðurinn
frá 19. desember skyldi standa.
Ákvörðun dómsins hefði verið
tekin að virtum öllum þeim regl-
um sem honum bæri að fara eftir
samkvæmt lögum. „Ekkert það
hefur komið fram sem bendir
til þess að dómurinn hafi ekki
gætt lögmætra sjónarmiða við þá
ákvörðun,“ segir í svari Kjara-
dóms.
Halldór undrast þetta svar
og kveðst hafa vænst ábyrgari
viðbragða. Hann segir að ríkis-
stjórnin hafi ákveðið að setja á
fót nefnd sem falið verði að end-
urskoða lögin um Kjaradóm og
Kjaranefnd og búa málið í hendur
þingsins þegar það kemur saman.
Ekki verði sett bráðabirgðalög og
Alþingi verði ekki kallað saman
fyrr en til stendur.
„Það er út af fyrir sig góðra
gjalda vert að skipa nefnd sem
endurskoða á lögin um Kjaradóm
og Kjaranefnd,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar. „Hins vegar
stendur að þingið er best til þess
fallið að taka á málinu.“
Halldór Ásgrímsson segir að
ástæða hefði verið fyrir Kjara-
dóm að taka tillit til þeirra
aðstæðna sem uppi eru í þjóð-
félaginu. „Með þessu svari sem
ég hef fengið hafa þeir ekki gert
það. Og það þarf engan að undra
þótt ég sé ekki sáttur við það.“
Halldór véfengir ekki að Kjara-
dómur hafi í störfum sínum farið
að lögum. „Það þarf að taka tillit
til þess sem er að gerast á mark-
aði og tillit til þess að halda stöð-
ugleika í efnahagsmálum. Það er
svo brýnt að það er ekki hægt að
láta þetta mál kyrrt liggja.“
Halldór kveðst þeirrar skoð-
unar að rétt sé að lækka þau laun
aftur sem hækka um áramótin að
óbreyttum úrskurði Kjaradóms.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
það er hægt að mati lögfræðinga
sem ég hef talað við.“
johannh@frettabladid.is
Vænti ábyrgari við-
bragða Kjaradóms
Forsætisráðherra undrast niðurstöðu Kjaradóms sem stendur fast við úrskurð
sinn um launahækkun þingmanna, dómara og fleiri. Nefnd verður skipuð til
þess að breyta lögum um ákvörðun kjara embættismanna og þingmanna.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór telur að Kjaradómur hafi látið undir
höfuð leggjast að taka mið af aðstæðum í þjóðfélaginu, en telur hann engu að síður hafa
farið að lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.