Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 16

Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 16
 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR16 hagur heimilanna SIGURBJÖRG KRISTFINNSDÓTTIR HAFÐI VERIÐ LÁTIN Í ÞRJÁR VIKUR ÁÐUR EN HÚN FANNST Presturinn gerði lögreglu viðvart á aðfangadag GAMLA FÓLKID GLEYMT Sleit öll tengsl við annað fólk DV2x15 28.12.2005 20:14 Page 1 „Ætli ég hafi ekki gert mín bestu kaup árið 1990,“ segir Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur sem er nýbúinn að senda frá sér spennusöguna Aftureldingu. „Þá keypti ég mér Toyota Hi-Lux jeppa sem reyndist mér mjög vel og ég notaði í heil fimmtán ár.“ Hann segist hafa heiðrað bílinn í vor með öðrum kaupum sem hann telur einnig með sínum bestu kaupum. „Þá fór ég og keypti annan eins Toyota Hi-Lux. Eins á litinn og allt - bara nýrri.“ Sá eldri tórir þó enn. „Hann stóð sig svo vel að ég tímdi ekki að selja hann og hann er enn í notkun í fjölskyldunni,“ segir Viktor og hlýtur að teljast heppinn að hafa hitt á svo endingargóðan bíl. Spurður um sín verstu kaup hefur Viktor svar á reiðum höndum. „Ég var staddur í útlöndum fyrir fjölmörgum árum og ætlaði að kaupa mér föt. Ég hafði alltaf notað gallabuxur af stærð 32 en var hins vegar farinn að fylla ansi vel út í þær. Ég lét samt ekki bugast og keypti mér þrennar gallabuxur - allar af stærð 32 - í þeirri von um að ég næði mér aftur niður í gamalt form. Ég fór aldrei í þær buxur,“ segir Viktor en bætir þó við að buxurnar hafi að endingu verið gefnar Rauða krossinum þannig að ein- hverjum hafi þær gert gott. NEYTANDINN: VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON RITHÖFUNDUR Hi-Lux og þröngar gallabuxur Flugeldasalar bjóða fjölbreytt úrval flugelda til sölu fyrir áramótin. Svokallaðir fjölskyldupakkar seljast alltaf vel enda þykir hentugt að geta keypt sitt lítið af hvoru í einum pakka eins og stjörnuljós fyrir yngstu börnin, ýlur fyrir unglingana og tívolí- bombur handa pöbbunum. Ódýrustu pakkarnir innihalda hefðbundna flugelda sem eru ómissandi þegar nýja árið gengur í garð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu kostar ódýrasti fjölskyldupakkinn hjá björgunar- sveitunum 1.900 krónur. Ódýrasti fjölskyldupakkinn hjá KR kallast Bronsið og kostar 2.200 krónur. Hjá Fram kostar minnsti pakkinn það sama og hjá KR-ingum eða 2.200 krónur, en ódýrasti pakkinn hjá Fylki kostar 2.000 krónur. Dýrustu fjölskyldupakkarnir hjá íþróttafélögunum kosta hins vegar á bilinu 7.500 til 7.900 krónur. Þess má geta að verð á flugeldum hefur lækkað undanfarin tvö ár vegna hagstæðs gengis krónunnar. ■ Hvað kostar... lítill fjölskyldupakki? Flugeldar hafa lækkað í verði ■ Atli Þór Albertsson leikari, betur þekktur sem Addi Idol, hefur að geyma hafsjó af fróðleik um góð hús- ráð. Hann segist iðulega grípa í eld- spýtustokk í gestaboðum sínum þegar „andrúmsloftið“ verður þrúgandi . „Segjum sem svo að óprúttinn gestur hafi gert sér glaðan dag inni á salerni heimilisins, þá er hollráð að kveikja þar á eldspýtu og viti menn, óværan hverfur eins og dögg fyrir sólu“. GÓÐ HÚSRÁÐ LOGI Á ELDSPÝTU HREINSAR LOFTIÐ Best er að gæta ýtrustu varfærni þegar flugeldar eru meðhöndlaðir. Sumir kaupa svo mikið af flugeld- um að ekki gefst tími til að skjóta þeim öllum upp og þar af leiðandi eru raketturnar geymdar fram að næstu áramótum. Að sögn Jóns Inga Sigvaldason- ar, hjá Slysavarnafélaginu Lands- björgu, ættu allir að vera búnir að skjóta upp síðustu rakettunni þegar þrettándinn er liðinn. „Ef flugeldarnir eru orðnir ársgamlir þá eru þeir orðnir varasamir og þá á að koma þeim í förgun. Ástæð- an fyrir því er sú að fólk er ekki að geyma flugeldana við réttar aðstæður og það getur komið raki í púðrið og það svo þornað aftur,“ segir hann. Jón Ingi segir að geyma eigi flugeldana þar sem enginn getur fiktað í þeim og þar sem hitastig sveiflast ekki mikið. „Ef fólk geymir flugeldana í bílskúrnum þá á bíllinn alls ekki að vera þar inni og þá á enginn umgangur að vera um bílskúrinn á meðan flug- eldarnir eru þar.“ Nánari upplýsingar um örygg- isatriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar flugeldar eru annars vegar má finna á vefsíð- unni flugeldar.is. ■ FLUGELDAR TIL SÖLU Sala á flugeldum hófst í íþróttahúsi Fram í gær og eins og sést á myndinni er nóg til af rakettum og öðrum sprengjum. Margt ber að varast við meðferð á flugeldum: Gamlir flugeldar varasamir Til að fyrirbyggja augnslys af völdum flugelda hafa Blindra- félagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg sent öllum tíu til fimmtán ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Gjafabréfunum er hægt að framvísa á öllum sölustöðum Landsbjargar og fá gleraugun afhent. Þetta er fimmta árið í röð sem Blindrafélagið og Landsbjörg standa fyrir þessu átaki og telur Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnasviðs Landsbjargar að árangur- inn sé greinilegur. Hún segir að augnslysum hafi fækkað eftir að ráðist var í verkefnið en alltaf sé hægt að gera betur og reyni félögin hvað mest að ná til þeirra sem helst slasa sig, ungra stráka sem eru að fikta. „Strákar í þessum aldurshópi eru þeir sem eru að fikta, taka kökur í sundur og búa til sínar eigin sprengjur og eru að öllu jöfnu ekki með hlífðargleraugu.“ ■ Verslun og þjónusta Krakkar fá hlífðargleraugu gefins 2002 20042003 10 4. 82 0 85 .4 41 32 .5 34 Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin > Innflutningur á flugeldum (í þúsundum króna) „Allir fá þá eitthvað fallegt“ segir í jólavísunni en svo er ekki alltaf raunin. Sumir fá eitthvað sem þeim líkar við, aðrir ekki og enn aðrir fá fleiri en eitt eintök af sama hlutn- um. Því er mikið að gera hjá kaup- mönnum landsins eftir jólahátíðina að taka við gjöfum sem einhverra hluta vegna fólk vill fá skipt í eitt- hvað sem það óskar sér frekar. Árið 2000 skipaði viðskipta- ráðherra nefnd sem vann verk- lagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur. Verslanir sem samþykktu þessar verklagsregl- ur eiga að hafa uppi límmiða sem segir til um það. Meginatriði þessa reglna eru þau að réttur til að skila ógallaðri vöru eru að minnsta kosti fjórtán dagar, vörur sem eru merktar sem gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil og inneignarnótur skulu miðast við upprunalegt verð vöru. Hjá raftækjaversluninni BT sem selur allt frá rafmagnsrakvél- um til plasmaskjáa gildir fjórtán daga skilafrestur. Til að tryggja að varan fáist endurgreidd á sama verði og hún var keypt á verður að skila henni innan skilafrestsins, annars gildir það verð sem er á vörunni hverju sinni. Samkvæmt talsmanni búðarinnar er hægt að skila öllu því sem BT hefur í sölu án vandkvæða, svo lengi sem varan sé enn í óopnuðum umbúð- um. Þriggja ára ábyrgð er á flest- um vörum sem keyptar eru í BT. IKEA býður viðskiptavinum sínum upp á sextíu daga skilarétt. Ef vara er keypt í versluninni fyrir útsölu, gildir það verð sem varan var keypt á gegn framvísun kassakvittunar, þá er ýmist hægt að fá endurgreitt eða vörunni skipt í aðra. Talsmaður verslunarinnar vildi taka það fram að vörur eru nær undantekningalaust teknar í skil hjá IKEA nema að varan hafi lent á útsölu, þá þurfi kassakvittun til að sýna fram á hvenær varan var keypt og á hve mikið. Ábyrgð á vörum IKEA gildir í sumum til- fellum í tíu ár, þó sé ábyrgð styttri á sumum vörum eins og dýnum. Verslunarstjóri Zöru í Smára- lind segir verslunina hafa byrjað að merkja jólagjafir með þar til gerðum límmiða rúmlega tveim- ur mánuðum fyrir jól sem gildir sem kassakvittun til 31. desember ef fólk vill fá endurgreitt. Eftir það er eingöngu hægt að skipta jólagjöfunum í aðrar vörur nema að alvöru kassakvittun sé fram- vísað, en hún gildir í þrjátíu daga alla mánuði ársins samkvæmt skilareglum búðarinnar. Ábyrgð á vörum búðarinnar er metin í hverju tilfelli fyrir sig. - æþe ÚTSÖLUR ERU VÍÐA HAFNAR Misjafnt er hvort fólk getur skilað vörum og notað innleggsnótuna á útsölu. Búðir taka mislengi við jólagjöfunum Skilafrestur verslana til að skipta jólagjöfunum er afar mismunandi, hann get- ur verið frá einni viku upp í tvo mánuði. Mismunandi skilareglur eru í gildi hjá og sumum vörum þarf fólk að skipta bráðlega. Neytendasamtökunum er umhugað um fjármálalæsi félagsmanna sinna og hafa því um árabil boðið félagsmönnum sínum aðgang að heimilisbókhaldi á netinu. Um er að ræða excel-skjal sem hægt er að nálgast á læstum síðum félagsmanna samtakanna á www.ns.is, þar sem finna má ársáætlun, töflur fyrir mánaðarfærslur og töflu fyrir heildartölur ársins. Nýjung þetta árið er tafla fyrir skuldabréf þar sem sýnt er hvernig afborganir skiptast í nafnverð, verðbætur, vexti og annað svo hægt sé að skoða nákvæmlega hvað lánið kostar. Áramót eru vinsæll tími til að líta yfir farinn veg í fjármálum sem öðru og getur þetta framtak samtakanna eflaust hjálpað einhverjum að átta sig á stöðunni. ■ Heimilisbókhaldið Kostnaður við lán

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.