Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 18
18 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR
HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005
Sjálfstæðismenn hafa um nokk-
urt skeið vænst þess að nýtt
leiðtogaefni kæmi fram á sjón-
arsviðið í borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins, karl eða
kona. Ekki veitti af styrkri for-
ystu sem væri þess megnug að
vinna borgina aftur eftir tólf ára
stjórnartíð Reykjavíkurlistans.
Síðasta atlagan að R-listanum,
með Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra í fararbroddi, mistókst
og í aðdraganda borgarstjórnar-
kosninganna 2006 voru marg-
ir farnir að veðja á lands-
þekktan ungan mann,
Gísla Martein Baldurs-
son.
Það kom því mörg-
um á óvart að reynslu-
boltinn Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson skyldi
leggja Gísla Martein að
velli í prófkjöri flokksins
í Reykjavík í byrjun nóv-
ember.
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson hefur sömu
stöðu í borgarstjórn
og Halldór Ásgrímsson á Alþingi;
báðir hafa þeir setið lengur en
aðrir kjörnir fulltrúar, hvor á
sínum staðnum, en Vilhjálmur
var fyrst kjörinn í borgarstjórn
árið 1982.
Þátttakan í prófkjörinu sló
öll met. Vilhjálmur hlaut 6.424
atkvæði í fyrsta sætið en keppi-
nauturinn, Gísli Marteinn, 5.193
atkvæði.
„Næsta skref er sigur í vor,“
sagði Vilhjálmur á forsíðu
Fréttablaðsins þegar
úrslit voru kunn.
„Vilhjámur Þ.
Vilhjálmsson er
ákaflega rótgró-
inn og virðist
hafa mjög sterk
tengsl innan
f l o k k s i n s , “
sagði Gunnar
H e l g i
Reynslubolti sigrar
Formannsskipti urðu í Sam-
fylkingunni á árinu eftir
einhverja lengstu kosn-
ingabaráttu sem um getur
hérlendis. Stóð hún meira
og minna í fjóra mánuði
og niðurstaðan varð sú að
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, fyrrverandi borgarstjóri,
vann yfirburðasigur á svila
sínum Össuri Skarphéðins-
syni á landsfundi upp úr
miðjum maí.
Össur Skarphéðinsson hafði verið
formaður Samfylkingarinnar frá
því flokkurinn var formlega stofn-
aður árið 2001. Þá var Ingibjörg
Sólrún borgarstjóri í Reykjavík
en eftir að hún hrökklaðist úr því
starfi í aðdraganda alþingiskosn-
inganna árið 2003 var ljóst að
hún hugði á framboð til formanns
flokksins og það jafnvel þegar á
landsfundi síðla árs 2003.
Svar við kalli
Af því varð þó ekki en þegar Ingi-
björg tilkynnti um framboð til
formanns snemma á þessu ári gaf
hún þær skýringar á því að fara
ekki fram 2003 að ýmsir forystu-
menn flokksins hefðu ekki talið
það tímabært. „Ég féllst á þau
sjónarmið þrátt fyrir að það væri
mjög mikill þrýstingur á mig að
fara í framboð. Mér fannst þó
að ég yrði jafnframt að gefa það
skýrt til kynna að ég stefndi að
þessu engu að síður. Annað hefði
mér þótt hálfgerð svik við það fólk
sem bjóst við og þrýsti á að ég færi
í framboð. Ég er í raun að svara því
kalli,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Mikilvægt að fá málin á hreint
Og þegar hún var spurð hvers
vegna hún teldi sig verða að bjóða
sig fram núna benti hún á að næsti
landsfundur yrði væntanlega ekki
fyrr en rétt í aðdraganda þing-
kosninganna 2007. „Ég vil bjóða
mig fram til formennsku núna
vegna þess að ég tel mikilvægt
að sá sem verður fyrir valinu
leiði vinnuna innan flokksins í
aðdraganda kosninganna og hafi
mikið um það að segja hvernig
skipulagi flokksins verður háttað
í þeirri vinnu. Ég vil sækja umboð
frá flokksmönnum til þess. Mér
finnst ég verða að fá hreinar línur
í þetta núna og ég held að það
sé best fyrir flokkinn og okkur
Össur að það sé engin óvissa um
þetta,“ sagði hún.
Fjölskyldutengslin ekki fjötur
Ýmsum innan Samfylkingarinn-
ar leist miður vel á þau átök sem
óhjákvæmilega myndu fylgja for-
mannskjöri, ekki síst vegna þess
að frambjóðendurnir voru nánir
samstarfsmenn til margra ára og
tengdir fjölskylduböndum aukin-
heldur. Ingibjörg sagði vissulega
ekki auðvelt að heyja kosninga-
baráttu þegar fjölskyldutengsl
væru jafn náin og raun bæri
vitni. „Þetta er engin óskastaða,
en maður getur hins vegar ekki
látið það yfirskyggja allt annað.
Ég get ekki séð af hverju ég ætti
að sitja á hliðarlínunni í fjögur ár
og afskrifa möguleika mína til að
láta reyna á þann stuðning sem ég
hef í Samfylkingunni vegna fjöl-
skyldutengsla. Það hljóta allir að
sjá að í mínu tilviki er það spurn-
ingin um að gefa kost á mér núna
eða alls ekki,“ sagði hún.
Slök staða formannsins
Snemma í kosningabaráttunni
kom í ljós að Ingibjörg átti mikinn
stuðning vísan í formannskjör-
inu og í almennri skoðanakönnun
Fréttablaðsins í byrjun febrú-
ar töldu 63 prósent aðspurðra
að Ingibjörg yrði formaður en
einungis 32 af hundraði nefndu
Össur. Munurinn milli þeirra var
enn meiri ef einungis var horft til
þeirra sem sögðust myndu kjósa
Samfylkinguna, Í þeim hópi töldu
77 prósent að Ingibjörg yrði næsti
formaður en rétt rúm tuttugu af
hundraði sögðu Össur halda velli.
Persónuleg kosning einstaklinga
Í mars jókst þungi kosninga-
baráttunnar enn frekar þegar
frambjóðendur opnuðu kosninga-
skrifstofur og fóru að takast á
opinberlega. Bæði lögðu samt
áherslu á að kosningabaráttan
færi fram í mesta bróðerni. „Ég
hef alltaf lagt á það áherslu að við
erum ekki að kjósa um mismun-
andi stefnu í formannskjörinu.
Þetta er persónuleg kosning ein-
staklinga sem eiga að vera mál-
svarar þeirrar stefnu sem Sam-
fylkingin mótar á landsfundi,“
sagði Ingibjörg.
Yfirburðasigur Ingibjargar
Og það kom í ljós á landsfundin-
um að kannanir fóru nokk nærri
um fylgismun Ingibjargar og Öss-
urar meðal flokksmanmna því
þegar búið var að telja atkvæð-
in tólf þúsund sem greidd voru í
formannskjörinu hafði Ingibjörg
fengið um átta þúsund atkvæði,
tvo þriðju á móti einum þriðja
Össurar. Var henni ákaft fagnað
þegar úrslit kosninganna voru
kunngerð. „Úrslitin í dag skipta
því aðeins máli ef sigur vinnst í
næstu kosningum. Þar skrifum
við söguna og mótum framtíðina,“
sagði Ingibjörg í fyrsta ávarpi
sínu sem formaður flokksins.
Hún lagði áherslu á eindrægni
innan flokksins eftir formanns-
kjörið. „Forysta er hópstarf en
ekki einstaklingsframtak. For-
maður er fremstur þeirra jafn-
ingja en kæmist hvorki lönd né
strönd ef hann hefði ekki góðan
málstað og gott fólk til að vinna
með sér,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Össur tók tapinu vel
Össur Skarphéðinsson tók tapinu
af sannri karlmennsku og kvað
þegar upp úr með það að hann
væri alls ekki á leið út úr pólitík
þrátt fyrir úrslitin. „Hvað get ég
sagt? Ég hef tapað og er hafinn upp
til skýjanna bæði af ykkur og þeim
sem vinnur,“ sagði hann um leið og
hann þakkaði stuðningsmönnum
sínum og kvaðst þakklátur fyrir
fimm ár á formannsstóli Sam-
fylkingarinnar. „Ingibjörg Sólrún
hefur sýnt það að hún er ákaflega
sterkur leiðtogi og hún hefur líka
sýnt það í þessari baráttu að það
býr í henni mikill kraftur. Hún
sigraði vegna sinna kosta og vegna
þolgæðis síns,“ sagði Össur.
ssal@frettabladid.is
INGIBJÖRG SÓLRÚN 1994 Verðandi borgar-
stjóri að loknum sigri R-listans í borgar-
stjórnarkosningunum 1994.
Stórsigur Ingibjargar
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Tók ósigrinum
karlmannlega og berst ótrauður áfram.
INGIBJÖRG SÓLRÚN 2003 Innkoma hennar
í landsmálin í aðdraganda alþingiskosninga
2003 tókst ekki sem skyldi.
AÐ LOKNU FORMANNSKJÖRI Á LANDSFUNDI 2005 Ingibjörg Sólrún ávarpar flokksmenn þegar niðurstaða formannskjörsins var ljós.