Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 22
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Eins og kunnugt er lét Einar
Kárason rithöfundur frá sér fara
doðrant einn mikinn fyrir þessi
jól og nefnist Jónsbók og fjallar
sem kunnugt er um Jón Ólafsson
athafnamann.
Þar er meðal annars að finna
frásögn (bls. 421) af því þegar á
lögmannsskrifstofu stjórnarfor-
manns Sýnar, Sigurðar G. Guð-
jónssonar, koma, einhvern tíma
á árinu 1995, tveir „stafnbúar úr
Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurð-
ur Gísli Pálmason og Páll Kr. Páls-
son fyrir hönd fjármálaráðsins og
sögðu Sigurði að íslenska útvarps-
félagið ætti að borga fimm millj-
ónir á ári til Flokksins; sú upphæð
væri bara reiknuð út frá stærð og
veltu fyrirtækisins. En Sigurð-
ur svaraði því til að þeir myndu
ekki borga í flokkssjóði[...]. Svo
að mennirnir gengu tómhentir á
dyr.“
Ýmsir hafa orðið til að varpa
rýrð á einhverjar einstakar frá-
sagnir í bókinni og reyna að gera
þær tortryggilegar. Það er athygl-
isvert að enginn hefur orðið til að
véfengja sannleiksgildi þessarar
frásagnar.
Ég hefði ekki orðið hissa á að
sjá frásögn af þessu tagi í ítalskri
ævisögu athafnamanns. En
getur það verið að á Íslandi geti
stjórnmálaflokkar verið í þeirri
aðstöðu að skattleggja fyrirtæki
„út frá stærð og veltu“ og kom-
ist upp með að innheimta þetta
fé? Hvaða þjónustu veitir stjórn-
málaflokkurinn í staðinn? Ég
væri ekki í neinum vandræðum
með að ímynda mér hvað fyrir-
tæki á Ítalíu fengju í staðinn: Þau
mundu fá margvíslega vernd frá
afskiptum og hnýsni opinberra
stofnana og njóta margvíslegrar
fyrirgreiðslu sem stjórnmála-
menn geta veitt. En því verður
einfaldlega ekki trúað að óreyndu
að opinberir embættismenn hér á
landi láti nota sig til óhæfuverka
með þeim hætti. Samt veltir höf-
undur Jónsbókar því fyrir sér
hvort ekki megi segja að „Jón og
félagar hafi verið að safna glóðum
elds að höfði sér með því að vera
með derring við Flokkinn.“ Og
Jón Ólafsson veltir því fyrir sér
að „í ljósi sögunnar hefði líklega
verið viturlegra af Sigga að borga
þetta - bara til að kaupa þeim frið;
það hefði verndað þá fyrir miklu
veseni“!
Til skamms tíma bjuggum við
reyndar við kerfi þar sem bisniss-
mönnum var nauðsyn að njóta
velvildar pólitísks flokks og pólit-
ískra valdamanna til að fá fyrir-
greiðslu í ríkisreknu bankakerfi
og opinberum sjóðum, sem gjarn-
an eru kenndir við „sjóðasukk“.
Kannski var það talið „eðlilegt“
í slíku kerfi að menn borguðu í
sjóði flokks síns til þess að eiga
auðveldari aðgang að framámönn-
um hans, þyrftu þeir á að halda.
Flokkarnir gerðu sitt til að ýta
undir slíkar hugmyndir með því
að skipa framkvæmdastjóra sína
í bankaráð, þar sem sumir þeirra
að minnsta kosti notuðu aðstöðu
sína til að hafa veruleg afskipti af
einstökum lánveitingum og voru
þá ekki alltof tilætlunarsamir um
ábyrgðir og veð! Hollusta þeirra
var semsé fremur við Flokkinn
sinn en þá almannastofnun sem
þeim hafði verið treyst fyrir að
stýra. En þetta á að vera liðin tíð.
Fróðlega frásögn af þessu tagi
er að finna á öðrum stað í Jóns-
bók (bls. 330). Þar er sagt frá því
að þegar Ingimundur Sigfússon
var stjórnarformaður Íslenska
útvarpsfélagsins á árinu 1994 og
í fjármálaráði Sjálfstæðisflokks-
ins, var ákveðið að kaupa nýja
myndlykla fyrir félagið og veitti
Íslandsbanki vilyrði fyrir 300
milljóna króna láni til kaupanna.
Áður en til greiðslu kom missti
Ingimundur og félagar meirihlut-
ann í ÍÚ og afturkallaði Íslands-
banki þá lánsloforðið. Þá var
leitað til Landsbankans. Formað-
ur bankaráðs hans var þá Kjart-
an Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins og
formaður útvarpsréttarnefndar,
sem úthlutar rekstrarleyfum til
frjálsu útvarpsstöðvanna. Bank-
inn hafnaði að eiga viðskipti við
félagið. „Engar skýringar feng-
ust, þó var okkur sagt [...] að
Kjartan Gunnarsson legðist gegn
því að Landsbanki Íslands ætti
viðskipti við félag, sem Jón Ólafs-
son ætti aðild að.“ Í óformlegum
viðræðum við Búnaðarbankann
kom í ljós að einnig hann myndi
lokaður Íslenska útvarpsfélaginu.
Að lokum voru það sparisjóðirn-
ir sem leystu þennan vanda ÍÚ,
en í framhaldinu komst félagið
í viðskipti við amerískan banka
og slapp úr pólitískri hnappheldu
íslenska bankakerfisins!
Nægja þessi tvö dæmi ekki til
að sýna fram á nauðsyn þess, að
hér á landi, eins og í flestum lönd-
um hins vestræna heims, séu fjár-
reiður stjórnmálaflokkanna uppi
á borðinu og gerðar opinberar og
hafnar með því yfir grunsemdir
og tortryggni? Og meðal annarra
orða. Hvað er framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins að gera í
bankaráði einkarekins Lands-
banka Íslands? Var það kannski
gert að skilyrði við einkavæðingu
bankans? Og hverra hagsmunum
þjónar hann þar: bankans, sjálfs
sín, einhvers hluthafahóps - eða
bara Flokksins?
Hvergi þar sem ég þekki til
norðan Alpafjalla þætti við hæfi
að framkvæmdastjóri stjórn-
málaflokks úthlutaði leyfum til
fjölmiðlunar og sæti í stjórn fjár-
málastofnunar, sem á að vera óháð
pólitískum valdhöfum. ■
Fjárkúgun eða flokksvernd?
Í DAG
FJÁRREIÐUR
STJÓRNMÁLA-
FLOKKA
ÓLAFUR HANNI-
BALSSON
Hvað er framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins að gera
í bankaráði einkarekins
Landsbanka Íslands? Var það
kannski gert að skilyrði við
einkavæðingu bankans? Og
hverra hagsmununum þjónar
hann þar: bankans, sjálfs sín,
einhvers hluthafahóps - eða
bara Flokksins?
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Björgólfur Thor Björgólfsson er vel að því kominn að hafa verið valinn viðskiptamaður ársins í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um markaðs- og viðskiptamál.
Það var sérstök dómnefnd skipuð fræðimönnum og óháðum
sérfræðingum sem sá um valið fyrir Markaðinn.
Fjármálaveldi þeirra Björgólfsfeðga byggist á velgengni
þeirra í bjórframleiðslu í Pétursborg í Rússlandi, þegar þeir
fluttu þangað bruggverksmiðju á réttan stað á réttum tíma,
þegar miklar breytingar voru að verða á fjármála- og stjórn-
málalífinu í Sovétríkjunum fyrrverandi. Eftir að hafa byggt
upp mikið bjórveldi í Pétursborg héldu þeir þaðan með fullar
hendur fjár, sem þeir hafa ávaxtað ríkulega síðan. Það þarf
enginn að halda því fram að fjárfestingin og uppbyggingin í
Rússlandi hafi verið auðveld og án áhættu. Þvert á móti tóku
þremenningarnir, mikla áhættu þar, en þeim tókst það sem
mörgum öðrum hefur ekki tekist á viðskiptasviðinu í Rúss-
landi .
Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur
af, því ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og
eitt fyrirtæki verður illa úti, að önnur tengd fyrir-
tæki fái líka skell. Þarna talar maður með alþjóðlega
reynslu og ættu menn að leggja við hlustir.
Björgólfur Thor fer nokkrum orðum um íslensku útrásina
svokölluðu í Markaðnum í tilefni af valinu á viðskiptamanni
ársins . Þar segir hann : „Það sem ég hef mestar áhyggjur af
er ef menn hanga allir á sama flekanum. Ef það kemur gat á
flekann þá er ekki hægt að stökkva á annan fleka. Það væri
mjög heppilegt fyrir íslenska fjárfesta ef þeir tækju í meiri
mæli upp samstarf við erlenda fjárfesta og erlendar fjármála-
stofnanir.“ Og síðar: „Það býður hættunni heim ef sömu aðilar
fjárfesta alltaf saman og með sömu fjármálastofnanir á bak
við sig,“ sagði hinn ungi íslenski fjármálajöfur í viðtali við
Markaðinn.
Þetta er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, því
ef bakslag verður á fjármálamarkaðnum og eitt fyrirtæki
verður illa úti, að önnur tengd fyrirtæki fái líka skell. Þarna
talar maður með alþjóðlega reynslu og ættu menn að leggja
við hlustir.
Það er líka athyglisvert sem Björgólfur Thor segir síðar í
samtalinu í Markaðnum: „Menn eru að vinna að því að tengja
viðskiptalífið við metnaðarfull þjóðfélagsverkefni. Það er
mjög gott þegar það næst. Það er fyrst á þessu ári sem ég
hef farið að velta slíku fyrir mér af alvöru.“ Ekki er óhugs-
andi að augu Björgólfs Thors hafi opnast fyrir ýmsum þjóð-
félagsverkefnum, þar sem hann hefur fjárfest í fjarskipta -og
lyfjafyrirtækjum í gömlu austantjaldslöndum, þar sem enn
er mikið verk óunnið í þágu samfélagsins á mörgum sviðum.
Miklar framfarir hafa orðið í þessum löndum á síðustu árum,
en laun eru þarna lág og kröfur manna hafa ekki verið miklar,
sérstaklega í dreifðum byggðum þessara landa. ■
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Björgólfur Thor Björgólfsson
viðskiptamaður ársins.
Dreifum
áhættunni
Frá degi til dags
Sök bítur sekan
Halldór Ásgrímsson lagði ekki í að kalla
saman Alþingi til að ræða niðurstöðu
Kjaradóms, segir Össur Skarphéðinsson
þingmaður Samfylkingarinnar á vefsíðu
sinni.
Á Össuri má skilja að Kjaradómur
hafi afhjúpað dulda launastefnu
ríkisstjórnarinnar og í ljós hafi komið
- eins og Garðari Garðarssyni formanni
Kjaradóms hafi tekist vel að sýna fram
á - að hún hafi staðið fyrir verulegum
launahækkunum til hálaunastétta umfram
almenna kjaraþróun.
Það er nefnilega svo, að lögum samkvæmt
skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis
í starfskjörum þeim sem hann ákveður, að
þau séu í samræmi við laun í þjóðfélaginu
sem sambærileg geti talist með tilliti til
starfa og ábyrgðar. einnig skal Kjaradómur
lögum samkvæmt taka tillit til þróunar
kjaramála á markaði.
Í kjaradómi eru löglærðir menn og
allt bendir til þess að þeir hafi farið
nákvæmlega eftir lagabókstafnum þegar
þeir hækkuðu laun æðstu embættismanna
um tugi þúsunda á mánuði.
Hver hækkaði viðmiðunina?
Spyrja má hvort eitthvert vit sé í því að
hlusta á æðtu embættismenn bera sig
saman við launa- eða tekjuþróunina TIL
DÆMIS á íslenskum fjármálamarkaði.
Eða laun forstjóra hjá hlutafélögum í eigu
ríkisins? Geta ekki aðrir tekið við ef þeir
hóta uppsögn?
Kjaradómur á lögum samkvæmt að
setja sér sjálfur starfsreglur. Að höfðu
samráði við þjóðkjörna menn hefur
forsætisráðherra blandað sér í störf
dómsins.
Össur segir í pistli sínum að ef Kjaradómur
hafi bein í nefinu og standi við forsendur
sínar þá segi hann af sér. Þannig myndi
hann setja þunga pressu á kröfuna
um að Alþingi komi saman til að ræða
hækkunina og forsendur hennar.
Hitt telur hann líklegra að Kjaradómur
fari að beiðni forsætisráðherra og taki
hækkunina aftur.
„Kjaradómur í núverandi mynd er
jafndauður hvor leiðin sem er farin...
Ríkisstjórnin þorði hins vegar
ekki að kalla saman Alþingi
af því þá hefði þjóðinni orðið
ljós sú staðreynd, að hin
mikla hækkun Kjaradóms
var í rökréttu framhaldi af
hálaunastefnu ríkisstjórnarinnar
gagnvart vildarhópum í
ríkiskerfinu.“
johannh@frettabladid.is