Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 3 Eitt það flottasta í kventískunni í vetur eru klass- ísk kvenjakkaföt í smókingstíl. Smóking er sannarlega að sækja í sig veðrið, sambland af svörtu sveifl- unni og kvenlegu línunum og örugglega hefur það líka áhrif að hinn margfrægi „Le Smoking“ frá Yves Saint Laurent fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli. Það var árið 1966 sem Saint Laurent kynnti fyrir tískuheiminum svörtu buxnadragtina með herralega ívaf- inu, jakki með þrem- ur tölum, herralegar buxur með silkibrydd- ingu á hliðinni, silki- blússa og svart bindi. Margar konur tóku ástfóstri við þessa tísku eins og leikkon- an Diane Keaton og í dag klæðast stóru stjörnurnar Gwyn- eth Palthrow, Angel- ina Jolie og Madonna „Le Smoking“ reglu- lega. Hinn uppruna- legi smóking frá Y S L hefur tekið á sig ýmsar myndir í höndum ólíkra aðila, en svarta buxna- dragtin er fyrir löngu orðin klassík í tískuheiminum. Það er hægt að skarta hinum ýmsu flottheitum við smókinginn til að framkalla persónulegan stíl og má þar nefna blússur í mismun- andi útfærslum, vesti, korselett, bindi, fullt af glingri, pallíettu- toppi, herraskyrtu og svo mætti lengi telja. Konur klæðast smóking Jakki kr. 22.990, skyrta kr. 11.990, buxur kr. 14.990 í Karen Millen. Jakki kr. 19.900 (fjólublár), skyrta kr. 11.990, buxur kr. 13.990, hanskar kr. 3.990 í Kúltúr. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Líklega hafa margir verið að hugsa um hvað gera á um áramótin. Parísarbúar skipta gjarnan hátíðunum í tvennt, jólin með fjölskyld- unni og áramót með vinum. Þotuliðið eyðir áramótunum oftast í einkasamkvæmum en almenningur safnast til dæmis saman á breið- götunni Champs-Elysée þar sem þúsundir fagna nýju ári á miðnætti. Þar getur reyndar verið hættulegt að vera, svo mikill er æsingurinn og kampavínsflöskur á flugi sem hæglega má fá í höfuðið svo ekki er hægt að mæla með gamlárskvöldi þar. Það heitasta er því að komast í einkasamkvæmi eða í klúbba þar sem erfitt getur verið að komast inn og kampavín flýtur um allt. Í slík boð dugir ekki að mæta í svarta kjólnum frá því í fyrra og ekki sleppur maður með einn ódýran. Eftir jólagjafainnkaup og önnur útgjöld getur það reddað mál- unum að útsölur nálgast óðum og hefjast þær 12. janúar í París. Tískuhúsin bjóða gjarnan sínum bestu viðskiptavinum að koma á forútsölur, annaðhvort fyrir jól eða á milli jóla og nýárs, allt eftir því hvað hvert fyrirtæki ákveður. Þá er hugsanlega hægt að kaupa jóla- eða áramótakjól með þrjátíu, fjörutíu eða jafnvel fimmtíu pró- senta afslætti. Vandamálið er hins vegar að þessar einkaútsölur eru kolólöglegar og því þarf að fara varlega þegar viðskiptavinir koma og biðja um að kaupa dress á útsöluverði á undan hinum eiginlegu útsölum. En einkaútsölurnar eru mikilvægar til að ná sölumarkmið- um desembermánaðar svo að starfsmenn fái sínar prósentur og því er freistandi að segja já þegar fólk biður um að fá að kaupa á útsölu- verði. Sölufólkið vonar bara að það lendi ekki á útsendurum rann- sóknarnefndar um ólöglega viðskiptahætti, en sekt fyrir að selja á útsöluverði, fyrir opinberar útsölur, getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Svo eru þær sem hafa þegar keypt allt sem er áhugavert hjá uppáhaldstískuhúsinu sínu í vetrartískunni og hafa engan áhuga á því sem eftir er. Fyrir þær er „croisiére-línan“ sem tískuhúsin bjóða upp á seint í nóvember eða í byrjun desember aðalmálið. Þessi lína var í upphafi eins og siglinganafnið gefur til kynna eins og fáguð hásumarlína sem var ætluð þeim sem fóru yfir veturinn í sigling- ar á suðlægum slóðum. Um leið er þessi tískulína litrík, oft skreytt Swaroskikristöllum eða perlum. Til dæmis tekur Prada gjarnan fram munna- og hjartamunstrið sitt fyrir siglingalínuna sína. Stund- um er þessi lína forsmekkur af sumartískunni en þó ekki endilega. Þessi tískulína er því upplögð fyrir kampavínsteiti á stað eins og „Millionaire“ í áttunda hverfi Parísar eða í Perlunni í fyrsta hverfi Reykjavíkur. Siglingaföt fyrir gamlárskvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.