Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 32

Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 32
[ Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Icepharma Ef maginn fer í ólag þá getur Silicol hjálpað. Silicol bindur bakteríur og önnur skaðleg efni í maga og gerir óvirk. Silicol fæst í apótekum um allt land. Hreyfing er alltaf mikilvæg, líka um jólin. Það er ágætt að reyna að finna tíma til þess að stunda einhverja líkamsrækt þó að það sé ennþá jólafrí hjá mörgum. Í Hestamiðstöð Reykjavíkur er boðið upp á þjálfun fyrir fatl- aða á hestbaki. Námskeiðin gefa einstaklingunum mikið en hálftími á hestbaki framkallar um 3.000 hreyfingar í manns- líkamanum. ,,Það er enginn svo fatlaður að ég treysti mér ekki til að gera eitthvað fyrir hann,“ segir Sigurður Már Helgason en hann er einn þeirra sem sér um hestanámskeið fyrir fatlað fólk. ,,Við höfum verið í þessu í átta ár. Fyrst var það Reiðskólinn Þyrill en fyrir stuttu síðan tók Birgir Helgason við og stofnaði Hestamiðstöð Reykjavíkur.“ Sigurður segir áhrifin af þjálf- uninni ýmiss konar. ,,Sagt er að ein hreyfing hestsins framkalli 30 hreyfingar í líkama manns sem situr á honum. Eftir hálftíma á hesti þar sem teymt er undir í rólegheitum hefur líkaminn myndað um 3000 hreyfingar. Þetta er mikil þjálfun fyrir þann sem bundinn er við hjólastól.“ Fyrir nemendur án setujafnvæg- is er boðið upp á tvær aðferðir til útreiða. Annars vegar er legið á maganum berbakt. Höfuðið vísar þá aftur á lend hrossins og fæturnir eru niður með hálsi hestsins. Hins vegar er tvímennt og einstaklingurinn situr í fangi aðstoðarmanns. ,,Það má segja að hreyfing hestsins ýti við öllum vöðvum líkamans, bæði stórum og smáum. Auk þess virkar ylurinn frá hestinum mjög vel á spastíska nemendur og þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum og fá hreyfinguna samtímis yl og ilmi,“ segir Sigurður. Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur styrkir verkefnið og hefur lánað Sigurð í það. ,,Eins og stend- ur ná endar ekki saman til að við getum klárað næsta starfsár. Við höfum leitað til ýmissa aðila en ekki fengið nein svör. Forsend- ur landbúnaðarráðuneytis til að styrkja þetta væru þær að vegur hestsins yrði ennþá meiri. Íslenski hesturinn er dásamlegur að vinna með, smæð hans gerir verkið auð- veldara og svo er hann svo bljúg- ur.“ Námskeiðin eru haldin á veturna og eru tímar á miðvikudögum og fimmtudögum. ,,Miðað er við að nemendur séu á hestbaki í 44 til 60 mínútur en maður stillir það bara eftir getu,“ segir Sigurður að lokum. mariathora@frettabladid.is Hreyfir og örvar vöðvana Hér má sjá Sigurð ásamt Birgi Helgasyni aðstoða nemanda upp á hest. Sala á flugeldum er hafin og springa bomburnar víða. Fleiri slysatilfelli verða um þetta leyti og eru ungir drengir sá hópur sem verður fyrir flestum óhöppum. Starfsfólk spítalanna og bráða- móttakanna verður vart við fleiri slysatilfelli um þetta leyti ársins, vegna rangrar notkunar flugelda. Þar eru ungir drengir í miklum meirihluta og næst á eftir þeim fólk sem hefur slasað sig á flug- eldum undir áhrifum áfengis. Foreldrar og ábyrgðarmenn ættu að brýna fyrir börnum sínum þær hættur sem geta stafað af rangri notkun flugelda og er fólk hvatt til að gæta ýtrustu varkárni við meðhöndlun þeirra. Nauðsyn- legt er að nota hanska, hlífðargler- augu og tryggja að börn komist ekki í flugeldana. Ekki er mælt með að nota gamla flugelda frá árinu áður þar sem þeir gætu hafa skemmst, raki gæti hafa komist í þá og þá eru þeir stórhættulegir. Aukin slysatíðni um áramót Ungir drengir eru þeir sem verða fyrir flestum slysum um áramót vegna rangrar notkunar flugelda. MYND ÚR RANNSÓKNARSETUR Í BARNA- OG FJÖLSKYLDUVERND HEFUR VERIÐ STOFNAÐ VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. MEGINMARKMIÐ RANNSÓKNARSET- URSINS ER AÐ EFLA FJÖLSKYLDU- OG BARNAVERND MEÐ VÍSINDALEG- UM RANNSÓKNUM. Félagsmálaráðuneytið ásamt sjö öðrum samstarfsaðil- um hefur gert samning við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands um stofnun og rekstur Rannsóknarseturs í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands. Aðstand- endur rannsóknasetursins telja mikilvægt að afla þekkingar á samhengi samfélags- áhrifa sem skapar barnafjölskyldum mismunandi uppeldisaðstæður, heilbrigði, afkomu og lífsgæði. Aukin tíðni hefur verið á vanlíðunareinkenn- um hjá börnum, ýmsum kvillum og hegðunarröskunum sem talið er kalla á frekari rannsóknir sem snerta greiningu lífshátta og samspil áhrifaþátta innan og utan fjölskyldu. Meginmarkmið rann- sóknarsetursins verður að efla fjölskyldu-og barnavernd á grundvelli vísindalegra rannsókna. Með stofnun þess er komið til móts við ákall almennings og stjórn- valda. Efla fjölskyldu- og barnavernd ]

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.