Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 40

Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 40
 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR16 Vetrarfegurð á Þingvöllum. Fréttablaðið/Vilhelm SJÓNARHORN Hver er uppáhaldsbúðin þín? Ætli ég verði ekki að segja Turntablelab, en hún er staðsett bæði í New York og Los Angeles. Hún er með allar græjur sem dj-ar þurfa, mikið af nýjum vínyl, flottum fötum og hönnun, alls konar tímaritum, dvd- diskum, bókum og fylgihlutum; fimm stjörnu deluxe. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Ætli ég verði ekki að segja plötur, sérstaklega ef maður kemst í góðar plötubúðir úti. Mér finnst einnig mjög gaman að kaupa mér föt. Verslar þú í útlöndum? Já, mjög mikið. Sérstaklega þá í Bandaríkj- unum, en ég verð að segja að flott- ustu fatabúðir sem ég hef komið í eru í London. Leiðinlegt bara hvað pundið er hátt. Einhverjar venjur við innkaup? Ég reyni oftast að vera búinn að taka út nokkra bláa til þess að hafa í G-unit peningaklemmunni minni áður en ég fer að versla. Það vill nefnilega oft til að maður eyðir meiru í rugl ef maður notar kredit. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Já, eiginlega alltaf. KAUPVENJUR Með seðla í G-unit klemmunni Daníel Deluxe Ólafsson plötusnúð- ur heldur upp á búðina Turn- tablelab í Bandaríkjunum. Hann er alltaf búinn að taka út peninga áður en hann fer í verslunarleið- angur. ...að fyrsta loftárásin fór fram 1849? Þá sendu Austurríkismenn loftbelgi með tímasprengjum til Ítalíu en óhagstæð vindátt bar belgina langt af leið. ...að fyrsta loftárásin úr flugvél var framkvæmd af Ítölum árið 1911? Þá varpaði Guilio Gavotti 4 hand- sprengjum á tyrkneskar herbúðir úr 185 m hæð. ...að þyngsta fallbyssa sögunnar er rússnesk og var smíðuð árið 1868? ...að þyngsta fallbyssa sögunnar kallaðist Tsar-fallbyssan? Hún vegur 144,1 tonn og kúlurnar eru 500 kg á þyngd. ...að afríska risapokarottan er notuð til að þefa uppi jarðsprengjur? Hún er svo létt að hún getur stigið á jarð- sprengju án þess að hún springi. ...að stysta milliríkjastríðið entist í 45 mín? Stríðandi fylkingar voru Bretar og Zansibar og áttust þær við 1896. ...að lengsta stríðið er 30 ára stríðið? Það byrjaði 1618 en í því áttust við fjölmargar Evrópuþjóðir. ...að þyngsti skriðdrekinn sem not- aður hefur verið var franski Char de Rupture 2Cbis-skriðdrekinn? ...að hann var 75,2 tonn á þyngd og Í áhöfn hans voru 13 manns? ...að hann komst heila 12 km á klst. ...að þyngsti skriðdrekinn í dag er 63 tonn? Það er M1A2 Abrams-orustu- drekinn sem notaður er af Banda- ríkjaher. VISSIR ÞÚ... 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.