Fréttablaðið - 29.12.2005, Síða 41
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 25
Umsjón: nánar á visir.is
Seðlabankinn í Búlgaríu hefur
gefið grænt ljós á að Novator,
eignarhaldsfélag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, eignist 34 prósent
í búlgarska bankanum EIBank að
því er AP fréttastofan greindi frá
í gær.
Tilkynnt var um kaupin í júlí
í sumar og var samningur þess
efnis undirritaður í september
með fyrirvara um samþykki seðla-
bankans. Samkeppnisyfirvöld í
Búlgaríu hafa þegar samþykkt
þessi kaup.
EIBank er áttundi stærsti
bankinn í Búlgaríu. Samkvæmt
búlgörskum fjölmiðlum voru
heildareignir EIBank um 35 millj-
arðar króna í lok apríl á þessu
ári.
Einnig kom fram í gær að
Björgólfur Thor ætli að vera búinn
að tryggja sér um 50 prósent hlut í
bankanum byrjun árs 2007. - bg
Heimilt að kaupa í
EIBank í Búlgaríu
UMSVIFAMIKILL Í BÚLGARÍU
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fengið
heimild búlgarskra yfirvalda til að kaupa 34
prósent í þarlendum banka.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR.
Hagnaður Mosaic Fashion á þriðja
ársfjórðungi eftir skatta var um 491
milljón króna. Er þá ekki tekið tillit
til kostnaðar sem fellur til bara á
þessu ári vegna kaupa og samruna
við Karen Millen og Whistles, skrán-
ingar í Kauphöll Íslands og endur-
fjármögnunar. Það sem af er þessu
ári er hagnaður Mosaic Fashion 785
milljónir króna eftir skatt.
Derek Lovelock, forstjóri Mos-
aic Fashion, segir í tilkynningu
til Kauphallarinnar að hann sé
ánægður með vöxt félagsins á
árinu og salan hafi aukist um
fimmtán prósent það sem af er
ári. Þriðji ársfjórðungur hafi
verið verslunarrekstri erfiður í
Bretlandi vegna minnkandi eftir-
spurnar. - bg
Mosaic hagnast
Efnahagur heimsins er á leið inn
í annað gott ár ef marka má könn-
un þar sem 240 af helstu efna-
hags- og fjármálasérfræðingum
tóku þátt í. Þeir heimshlutar
sem taldir eru munu standa sig
best eru Austur-Evrópa, Suðaust-
ur-Asía og Suður-Ameríka.
Sérfræðingar vara hins vegar
við yfirvofandi árekstrum á milli
Ísraels og Íran sem geta orðið til
þess að olíuverð rjúki upp. Aðrir
þættir sem geta haft slæm áhrif á
efnahag heimsins eru viðskipta-
halli Bandaríkjanna og að Asíu-
ríki eins og Kína hætti að kaupa
dollara sem myndi leiða til þess
að gengi hans félli mikið.
Fasteignaverðshækkanir sem
hafa átt sér stað í mörgum Evr-
ópulöndum og Bandaríkjunum
geta haft áhrif til hækkunar á
vöxtum sem hefur slæm áhrif á
efnahagslífið.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur
heimsins muni verða 3,2 prósent
á næsta ári eða sá sami og í ár
og verðbólga 2,7 prósent sam-
anborið við 2,6 prósent á þessu
ári. Talið er að vextir í Banda-
ríkjunum, Evrópu og jafnvel í
Japan muni hækka lítillega á
árinu 2006. Spáð er að olíuverð
verði nokkuð stöðugt í kringum
56 dollara á fatið.
Gert er ráð fyrir 2,1 prósent
hagvexti í Bretlandi, 1,9 pró-
sent vexti á evrusvæðinu og að
í Bandaríkjunum muni vöxtur
áfram verða mikill eða um 3,4
prósent. Japanska hagkerfinu
er spáð góðu gengi og það muni
halda áfram að rétta úr kútnum
með um 2 prósent hagvöxt árið
2006.
Ef þessar spár ná fram að
ganga verður þetta fimmta
árið í röð þar sem hagvöxtur er
umfram meðaltal en það hefur
ekki gerst síðan á sjöunda áratug
tuttugustu aldar.
Áfram góðæri
VERÐBRÉFAMIÐLARAR Á ÞÖNUM
Sérfræðingar spá að næsta ár verði gott í
efnahagslegu tilliti.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.524 +0,33% Fjöldi viðskipta: 451
Velta: 6.839 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,30 -0,60% ... Bakkavör 51,10 -0,80% ... FL
Group 20,20 +0,50% ... Flaga 4,86 -0,80% ... HB Grandi 9,30 -0,50% ... Íslandsbanki 17,20
+1,20% ... Jarðboranir 24,50 +0,00% ... KB banki 741,00 +1,00% ... Kögun 60,80 -0,20% ...
Landsbankinn 25,50 -0,40% ... Marel 65,00 +0,60% ... SÍF 4,06 -2,90% ... Straumur-Burða-
rás 15,50 -0,60% ... Össur 112,00 -0,90%
MESTA HÆKKUN
Íslandsbanki +1,18%
KB banki +0,95%
Marel +0,62%
MESTA LÆKKUN
SÍF -2,87%
Mosaic Fashions -1,60%
Össur -0,89%