Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 29.12.2005, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 25 Umsjón: nánar á visir.is Seðlabankinn í Búlgaríu hefur gefið grænt ljós á að Novator, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignist 34 prósent í búlgarska bankanum EIBank að því er AP fréttastofan greindi frá í gær. Tilkynnt var um kaupin í júlí í sumar og var samningur þess efnis undirritaður í september með fyrirvara um samþykki seðla- bankans. Samkeppnisyfirvöld í Búlgaríu hafa þegar samþykkt þessi kaup. EIBank er áttundi stærsti bankinn í Búlgaríu. Samkvæmt búlgörskum fjölmiðlum voru heildareignir EIBank um 35 millj- arðar króna í lok apríl á þessu ári. Einnig kom fram í gær að Björgólfur Thor ætli að vera búinn að tryggja sér um 50 prósent hlut í bankanum byrjun árs 2007. - bg Heimilt að kaupa í EIBank í Búlgaríu UMSVIFAMIKILL Í BÚLGARÍU Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fengið heimild búlgarskra yfirvalda til að kaupa 34 prósent í þarlendum banka. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR. Hagnaður Mosaic Fashion á þriðja ársfjórðungi eftir skatta var um 491 milljón króna. Er þá ekki tekið tillit til kostnaðar sem fellur til bara á þessu ári vegna kaupa og samruna við Karen Millen og Whistles, skrán- ingar í Kauphöll Íslands og endur- fjármögnunar. Það sem af er þessu ári er hagnaður Mosaic Fashion 785 milljónir króna eftir skatt. Derek Lovelock, forstjóri Mos- aic Fashion, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar að hann sé ánægður með vöxt félagsins á árinu og salan hafi aukist um fimmtán prósent það sem af er ári. Þriðji ársfjórðungur hafi verið verslunarrekstri erfiður í Bretlandi vegna minnkandi eftir- spurnar. - bg Mosaic hagnast Efnahagur heimsins er á leið inn í annað gott ár ef marka má könn- un þar sem 240 af helstu efna- hags- og fjármálasérfræðingum tóku þátt í. Þeir heimshlutar sem taldir eru munu standa sig best eru Austur-Evrópa, Suðaust- ur-Asía og Suður-Ameríka. Sérfræðingar vara hins vegar við yfirvofandi árekstrum á milli Ísraels og Íran sem geta orðið til þess að olíuverð rjúki upp. Aðrir þættir sem geta haft slæm áhrif á efnahag heimsins eru viðskipta- halli Bandaríkjanna og að Asíu- ríki eins og Kína hætti að kaupa dollara sem myndi leiða til þess að gengi hans félli mikið. Fasteignaverðshækkanir sem hafa átt sér stað í mörgum Evr- ópulöndum og Bandaríkjunum geta haft áhrif til hækkunar á vöxtum sem hefur slæm áhrif á efnahagslífið. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur heimsins muni verða 3,2 prósent á næsta ári eða sá sami og í ár og verðbólga 2,7 prósent sam- anborið við 2,6 prósent á þessu ári. Talið er að vextir í Banda- ríkjunum, Evrópu og jafnvel í Japan muni hækka lítillega á árinu 2006. Spáð er að olíuverð verði nokkuð stöðugt í kringum 56 dollara á fatið. Gert er ráð fyrir 2,1 prósent hagvexti í Bretlandi, 1,9 pró- sent vexti á evrusvæðinu og að í Bandaríkjunum muni vöxtur áfram verða mikill eða um 3,4 prósent. Japanska hagkerfinu er spáð góðu gengi og það muni halda áfram að rétta úr kútnum með um 2 prósent hagvöxt árið 2006. Ef þessar spár ná fram að ganga verður þetta fimmta árið í röð þar sem hagvöxtur er umfram meðaltal en það hefur ekki gerst síðan á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Áfram góðæri VERÐBRÉFAMIÐLARAR Á ÞÖNUM Sérfræðingar spá að næsta ár verði gott í efnahagslegu tilliti. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.524 +0,33% Fjöldi viðskipta: 451 Velta: 6.839 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,30 -0,60% ... Bakkavör 51,10 -0,80% ... FL Group 20,20 +0,50% ... Flaga 4,86 -0,80% ... HB Grandi 9,30 -0,50% ... Íslandsbanki 17,20 +1,20% ... Jarðboranir 24,50 +0,00% ... KB banki 741,00 +1,00% ... Kögun 60,80 -0,20% ... Landsbankinn 25,50 -0,40% ... Marel 65,00 +0,60% ... SÍF 4,06 -2,90% ... Straumur-Burða- rás 15,50 -0,60% ... Össur 112,00 -0,90% MESTA HÆKKUN Íslandsbanki +1,18% KB banki +0,95% Marel +0,62% MESTA LÆKKUN SÍF -2,87% Mosaic Fashions -1,60% Össur -0,89%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.