Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 48

Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 48
32 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Tappinn flýgur úr flöskunni. Skál! Það er fátt hátíðlegra. Freyðivínið frá Martini Asti hentar einstaklega vel til að skála inn nýja árið. Martini- vínfyrirtækið var stofnað árið 1847 og má merkilegt teljast að þeir eiga engar vínekrur. Í stað þess að stýra fjölda ekra af landi með kaldri iðnvæddri hugsun, kaus Martini að koma sér upp sterku sam- bandi við bændur og einbeita sér að því að framleiða vín í heimsklassa. Martini Asti er millisætt freyðivín og hefur frábært jafnvægi milli sykurs og sýru, sem gerir það ferskt og ávaxtaríkt. Áramótavín fyrir alla! Verð í vínbúðum 790 kr. MARTINI ASTI: Eitt mest selda freyðivínið Beronia Tempranillo er ný útfærsla af víni frá Rioja. Vínið hefur hlotið góðar viðtök- ur hér á landi. Má nefna að það var valið vín mánaðarins í Gestgjafanum í janúar og var eitt af tíu vínum sem fékk viðurkenninguna Gyllta glas- ið hjá Vínþjónasamtökum Íslands. Það er aðferðin sem notuð er sem gerir þetta vín að allt öðru víni en hin klassísku Rioja-vín. Ber- onia Tempranillo er látið gerjast í eikartunnum sem veitir þessu víni sín sérkenni. Það hefur djúp- an dökkrauðan lit, opinn ilm þar sem ávextir, vanilla, kaffi og súkkulaði blandast saman. Þetta er gríðarlega bragð- mikið vín, langt, með mikinn frískan unglegan ávöxt. Þorri Hringson hjá Gestgjafanum sagði í umsögn sinni um vínið að: „Þeir sem drukku vín frá Rioja fyrir 5 til 10 árum en sneru sér svo að vínum frá Nýja- heiminum ættu að prófa þetta vín.“ Steingrímur Sigur- geirsson gaf því 19/20 í Mbl. „Hreint og beint snilldarverk,“ segir Smakkarinn.is, „og verðið er hlægilegt miðað við gæði.“ Flauelsmjúkt, bragð- ið öflugt, sæt tannín, berjaávextir, kaffi, reykur! En umfram allt einkennist vínið af mýkt og gæðum. Frábær kaup! Verð í vínbúðum 1.390 kr. BERONIA: Vín mánaðarins og fékk Gyllta glasið ,,Uppáhaldsmaturinn minn er auðvitað nautalundir. Það er ekki spurning um það. En ef við erum að tala um svona hversdagsmat þá eru það helst ýmiss konar pastaréttir,“ segir óperusöngvarinn og matmað- urinn Jóhann Friðgeir Valdimars- son. Spurður um hvort hann eldi oft segir Jóhann að hann geri tölu- vert af því. ,,Það er þá einna helst spagetti með alls konar sósum. Þá er tagliatelle einnig mjög vinsælt hjá mér og öðrum fjölskyldumeð- limum. Svo gerir maður hina og þessa rétti þegar þannig liggur á manni.,“ Jóhann segist hafa byrjað að elda töluvert þegar hann var úti í námi á Ítalíu. ,,Þegar ég fór til Ítalíu til náms opnuðust augu mín svolítið fyrir eldamennskunni. Þar sá ég hvað það var í raun einfalt að búa til góðan mat. Mér finnst ítalsk- ur matur alveg afbragðs góður og þeir byggja allt upp á miklum ein- faldleika í sinni matargerð. Þegar ég komst að raun um þetta fór ég mikið að þreifa mig áfram í elda- mennskunni. Maður fór að kynnast hinum ýmsu hráefnum betur, eins og grænmetinu. Það opnaði svolítið nýja sýn hjá mér.“ Að sögn Jóhanns er alveg nauð- synlegt að eiga ákveðna hluti þegar matur er framreiddur. ,,Á mínu heimili er alltaf til salat og tómatar. Ef ég er að gera ítalska rétti þá verð ég að hafa peperonc- ino. Það er krydd sem ég hef ekki séð hérna á Íslandi. Þetta er krydd með svolítið sterkum keim en samt þannig að þeir sem kunna ekki að meta sterkt geta samt notið þess. Ég kaupi þetta alltaf þegar ég fer til Ítalíu. Þetta krydd er æðislega gott. Svo er auðvitað nauðsynlegt að vera með ferskt hráefni. Þá er ólívuolían einnig bráðnauðsyn- leg,“ segir hann að lokum. Ný sýn á matargerð Hvaða matar gætir þú síst verið án? ,,Ég held ég verði að segja mjólkurmatar í þessu tilliti. Hann bara kemur svo víða við.“ Hver er besta máltíð sem þú hefur fengið? ,,Flatbrauð með hangikjöti og malt eftir göngu á Gölt, sem er fjall staðsett vestur á fjörðum, eða nánar tiltekið við Súgandafjörð, árið 1981. Hún er allavega sú máltíð sem er hvað mest lifandi í minningunni.“ Er einhver matur sem þér finnst vondur? ,,Já, kæst skata er ómeti en annars þyki ég ósmekklega frjáls- lyndur í matarmálum. Hvað leynist í eldhússkápunum? Þar finnst gjarnan appelsínusafi og skyr. Þar gætir þú örugglega einnig komið auga á nokkrar tegundir osta. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? ,,Hnetur. Ég er einstak- lega sólginn í hnetur, sérstaklega eftir að ég komst að því að þær eru svona hollar. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? ,,Ég á alltaf til lýsi í mínum skáp. Það klikkar aldrei.“ Ef þú yrðar fastur á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? ,,Ég myndi hiklaust taka með mér indverskt take-away. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? ,,Það mun vera þegar við fórum til Kína um árið. Þar borðuðum við það skrýtinn mat oftar en einu sinni að við þorð- um ekki að spyrja hvað þetta var. Ennfremur þorðum við ekki að hugsa um hvað þetta ómeti var og höfum reynt að bægja þeim hugs- unum frá okkur núna samfellt í nítján ár. MATGÆÐINGURINN ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Nýsteiktir froskar á páskadag Ekki gleyma ...að borða hollan mat á nýju ári eftir allar hátíðarlystisemdirn- ar. JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON SÖNGVARI EFTIRFARANDI ER DÆMIGERÐ UPP- SKRIFT FRÁ MÉR FYRIR CA. 4 PERS. Mikið af ólífuolíu, extra virgin, látið á pönnu. Sett út í olíuna: 1-2 teningar af kjötkrafti. Salt og pipar - slatti. Origano og basilico krydd. (Peperoncino-krydd ef það fæst) 1 dós tómat-puré. Látið sjóða saman, svo sett út í: 2-3 stórir laukar, skornir smátt Heill hvítlaukur, skorinn smátt eða pressaður. Því næst: Ósæt tómatsósa (t.d. frá Hunt‘s - sauce) 2 dósir Tómatmauk (t.d. frá Hunt‘s, stewed) 1 dós Að lokum getur maður sett t.d. niðurskorið kjöt (t.d. nautkjötsafganga) eða skorið niður í bita danska skinku úr dós nú eða sett túnfisk út í. 500 gr. tagliatelle Vatnið látið sjóða, saltað með grófu salti og smá slettur af extra virgin ólífu- olíu ofaní. Tagliatelle sett ofan í sjóðandi vatnið og látið sjóða í 7-8 mín., (al dente). Borið fram með nýju snittubrauði og ferskum parmesan osti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.