Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 53

Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 53
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 37 J. K. Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, hefur sagt að hún bæði kvíði og hlakki til þess að skrifa sjöundu og síðustu bókina í bókaflokkn- um um Potter. ,,Eftirvæntingin kemur af því að ég get varla beðið eftir því að byrja á bókinni og segja frá seinasta hluta sögunn- ar um Harry og þar með svara öllum þeim spurningum sem hafa brunnið á vörum aðdáenda bókanna. Kvíðinn kemur auðvit- að vegna þess að eftir þessa bók verður sögunni um Harry lokið og ég get eiginlega ekki ímyndað mér lífið án hans.“ Rowling hefur undanfarnar vikur verið að fínstilla beina- grindina fyrir seinustu söguna sem hún mun byrja að skrifa í janúar næstkomandi. ,,Að lesa í gegnum beinagrindina er eins og að skoða kort af ókunnu landi sem maður er um það bil að ferðast til. Það koma ávallt kaflar sem eru erfiðari en aðrir og maður heldur að maður geti ekki komist lengra í skrifunum. En að lokum rambar maður alltaf á einhverja lausn.“ Seinasta bókin um Harry Potter kom út í júlí á þessu ári og varð strax metsölubók um allan heim. Þrátt fyrir að ekki sé enn ljóst hvenær seinasta bókin verð- ur gefin út er ljóst að útgáfa henn- ar verður vafalítið einn mesti bókmenntaviðburður allra tíma. Spurð um hvenær von sé á sein- ustu bókinni, svarar hún því í engu. ,,Þolinmæði þrautir vinnur allar, vinir mínir.“ ■ Bæði tilhlökkun og kvíði hjá Rowling J.K. ROWLING Ekki er enn ljóst hvenær seinasta bókin verður gefin út en ljóst er að útgáfa hennar verður vafalítið einn mesti bókmenntaviðburður allra tíma. Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Áramótaskaupið á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.