Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 55

Fréttablaðið - 29.12.2005, Side 55
Eva Longoria, stjarnan úr þátt- unum Aðþrengdar eiginkonur, og kærasti hennar, körfuknattleiks- maðurinn Tony Parker, voru stöðv- uð af lögreglu á jóladag vegna þess að þau virtu ekki stöðvunarskyldu. Var Parker sektaður á staðnum bæði fyrir umferðarbrotið og að vera ekki með ökuskírteini á sér við aksturinn. Mun Parker hafa reiðst mjög vegna þessa og ausið svívirðingum yfir lögreglumann- inn. Longoria mun hafa bent kær- asta sínum á að líklega vildi þessi aumi lögreglumaður bara fá eigin- handaráritun. Hann væri bara lítil mótorhjólalögga frá Mexíkó. Sam- kvæmt lögreglumanninum sem sektaði parið á Parker að hafa sagt að þetta væri það eina sem löggan gerði þessa dagana, að trufla fólk með tilgangslausri vitleysu. Sam- kvæmt tilkynningu frá blaðafull- trúa Longoria viðurkennir hún að parið hafi verið stöðvað af lögregl- unni en neitar alfarið að hafa sví- virt lögreglumanninn á nokkurn hátt. ,,Að segja að ég hafi öskrað á hann og sagt að hann væri aumur mexíkanskur lögreglumaður er fáránlegt. Það væri furðulegt af mér að telja hann slæman fyrir að vera frá Mexíkó þar sem ég er sjálf þaðan.“ Rifust við lögregluþjón á jóladag Kvikmyndin Walk the Line, sem er byggð á ævi kántríhetjunnar Johnny Cash, verður sýnd í Folsom-fangelsinu í Kaliforníu. Mun Joaquin Phoenix, sem leikur Cash í myndinni, kynna myndina fyrir föngunum 3. janúar næst- komandi. Cash hélt sögufræga tónleika í fangelsinu alræmda árið 1968 sem hann gaf út á hljómplötu sem seldist eins og heitar lummur. Atriði í kvikmyndinni gerast ein- mitt í þessu sama fangelsi. „Við buðum 20th Century Fox að sýna Walk the Line í Folsom vegna þess að Johnny Cash sýndi það og sannaði að það er aldrei of seint fyrir menn að snúa lífi sínu til betri vegar. Þetta er saga sem þessir menn þurfa að sjá,“ sagði Joe Avila, framkvæmdastjóri samtaka bandarískra fanga. Auk Phoenix fer Reese With- erspoon með aðalhlutverk í myndinni, sem verður frumsýnd í byrjun febrúar. Mynd um Cash sýnd í fangelsi JOHNNY CASH Kántríhetjan hélt sögufræga tónleika í Folsom-fangelsinu árið 1968. EVA LONGORIA OG TONY PARKER Á góðri stund.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.