Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 2. nóvember 1976. TÍMINN 7 Þeir sem tóku þátt i umræöunum voru Jón Sigurösson, Guömundur G. Þórarinsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason. Fundarstjóri var Magnús Bjarnfreösson en honum tii aö- stoöar Pétur Orri Jónsson. Tlmamynd: G.E. RÉTTARRÍKI GRÓUSÖGUR — d 5. hundrað manns hlýddu á umræður um þessi mál á almennum fundi FUF í Reykjavík Talsvert á fimmta hundraö manns var samankominn á fundi Félags ungra framsókn- armanna i Reykjavik, sem haldinn var aö Hótel Sögu, sunnudaginn 31. október. Fundurinn tókst meö ágætum og allt fyrirkomulag hans var til fyrirmyndar, en fundarefniÖ var „Réttarriki — Bróusögur”. Þeir sem þátt tóku I umræöun- um voru Guömundur G. Þór- arinsson, Jón Sigurösson, Sig- hvatur Björgvinsson og Vil- mundur Gylfason. Ennfremur áttu fundargestir úti f sal þess kost, aö koma á framfæri skrif- iegum fyrirspurnum til frum- mælendanna. Fyrst héldu frummælendurn- ir átta minútna langar ræöur hver, en sföan tók hver umferö- in viö af annarri, sú fyrsta 3 minúturen hinar fjórar mlnútur, nema hvaö lokaræöurnar voru nokkru lengri. Spurningunum utan úr sal var skotiö inn i milli umferöa og svaraö jafnharöan i næstu umferö. í upphafi voru umræöurnar málefnalegar, en er lföa tók á fundinn fóru sumar ræöurnar meir og meir aö bera keim af stjórnmálakarpi og lýöskrumi. Hamraö var sifellt á sömu hlut- unum, þrátt fyrir þaö, aö þeim heföi augljóslega verið hnekkt með nákvæmlega röktum staö- reyndum, og var þaö einkum Vilmundur Gylfason, sem bar við þessari aöferö. Hamraöi hann f sifellu á svokölluöu Klúbbmáli og Listasafnsmáli og bar ekki viö aö taka rökum og staöreyndum Guömundar G. Þórarinssonar. Vilmundur lýsti þvi m.a. yfir, aö hér á landi væru ráðherrar lögbrjótar, en svo væri hins veg- ar ekki f öðrum löndum. Hann varpaöi fram þeirri spurningu, hvort nokkur væri i vafa um það, aö ef fjársvikarar væru staddir I salnum, þá styddu þeir andmælendur sina en ekki hann og Sighvat Björgvinsson. Yfir- leitt var málflutningur hans nokkuö siagoröakenndur og yfirborðskenndur og talsvert hávaöasamur og er þá vægt til orða tekið. Tæplega hefur Vilmundur afl- að sér margra fylgismanna á þessum fundi. Til þess voru EF-in allt of mörg og stór og slagorðastaglið og upphrópan- irnar meira áberandi en þegar hann ritar greinar sinar I siö- degisblööin. Jón Sigurðsson ræddi nokkuö um hina „nýju og óháðu blaöa- mennsku”. Nefndi hann nokkuð þaö sem góð fréttamennska þyrfti til aö bera og sagöi aö þaö væri ofsagt aö „hin nýja og óháöa” stæöist þau próf. Sagöi Jón þessi skrif einkennast mest af upphlaupsmennsku, ná- kvæmni væri engin, rökvisi væri engin, engri sanngirni væri fyrir aö fara og réttarfarshugmynd- um væri snúiö viö. Rakti hann sföan fréttir og fyrirsagnir greina þeirra sem Vilmundur hefur skrifaö, og vakti sú upptaln- ing almenna kátfnu fundar- gesta. Likti Jón þessum aöferö- um við áróöursaöferöir Göbbels og taldi aö pólitisku markmiöin meö skrifunum leyndu sér ekki. Sagöi Jón þessi skrif vera ein- hverja óheyrilegustu óhróðurs- herferö, sem hér á landi heföi fariö fram, og væri þá mikiö sagt. Jón Sigurösson lagöi mjög rika áherzlu á þaö, aö meira væri um vert aö vanda meðferö dómsmála en hraöa þeim. Ekki taldi hann skrif Vilmundar til komin vegna illvilja, heldur vegna óhemjuskapar og óþolin- mæöi. Þau leiddu hins vegar til gróusagna og réttarfars götunn- ar, þar sem hvert mannorðs- morðiö á fætur ööru væri fram- iö. Guömundur rakti i einni af sinum ræöum þann skerf sem Framsóknarflokkurinn, meö Ólaf Jóhannesson i broddi fylk- ingar, heföi lagt til dómsmál- anna i landinu, en mikill hluti ræöutima hans fór siöan i aö telja upp staöreyndir til glöggv- unarfyrirVilmund,en það haföi ekki árangur sem erfiöi. Sighvatur Björgvinsson taldi, aö hér væri ekki réttarriki og aö allir væru ekki jafnir fyrir lög- unum og lögin ekki jöfn fyrir alla. Hann sagöi aö opið og vak- andi almenningsálit væri eina vörnin gegn vaxandi spillingu i þjóöfélaginu og væri þessi fundur spor i rétta átt hvað þaö snerti. Hann gat þess hins vegar ekki, aö almenningsálitiö er tor- velt aö kanna, en auövelt aö móta, og aöferöir Vilmundar Gylfasonar eru sizt til þess fallnar aö gefa almenningi rétta mynd af hlutunum. Segja má aö fundurinn hafi veriö nokkuö gagnlegur fyrir ýmissa hluta sakir. M.a. leiðbeindi Vilmundur einum fyrirspyrjanda með þaö, hvaöa leið væri sú rétta til aö fá úr þvi skoriö, hvort um spillingu og svik væriaöræöa I þjóöfélaginu. Væri þaö aö leita til Sakadóms. Aö visu var spurt um fjármál Alþýöuflokksins I þessu tilfelli,- en Vilmundur vill liklega láta jafnt yfir alla ganga, svo að bú- ast má viö, aö hann muni i framtiöinni sjálfúr fara þessa leið, sem hann viröist nýbúinn aö uppgötva og ekki hafa þekkt til áöur. —hs— Séöyfirhluta fundargesta, sem voru á fimmta hundraötalsins. Enskukennarar — Bóksalar Eftirtaldar Longmans og Oxford ensku- kennslubækur eru fyrirliggjandi m.a.: Kernel Lessons Inter- mediate Kernel Lessons PIus Target 1 Target 2 Target 3 First Things First, standard First Things First Part 1 First Things First Part 2 Practice and Progress, standard Practice and Progress Part 1 Practice and Progress Part 2 Developing Skills Fluency in English Mainline Progress A Mainiine Skills A Question and Answer Progressive Picture Composition Living English Structure for Schools The Search Advanced Learner’s Dictionary Oxford Progressive Colour Dictionary Oxford Progressive Engiish Alternative Course Book A Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 4. Sfmar 14281 og 13133.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.