Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 1
„Réttarríki - Gróusögur" — sjó bls. 7 ÆHGIRf Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 oq 2-60-66 t3 247. tölublað—Þriðjudagur 2. nóvember—60. árangur ranagnlr í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS’ Skemmuveqi 30 A-FvGfa Kópavogi tX0** KAUPA ÞARF TVO TOGARA TIL ■i •• ■■. ■ ' - ;.v; MÓ-Reykjavík — Ekki minna en tvo skuttogara þarf að fá hingaö, ef koma á i veg fyrir hrun at- vinnulífsins hér á ólafsvík, sagði Alexander Stefánsson sveitarstjóri í viðtali við blaðamann Tímans nú um helgina. Af li hér á heimamiðum hef- ur dregizt verulega saman að undanförnu og upp- gjöf er hjá útgerðarmönnunum. Fjórir stærstu bátarnir hafa verið seldir burtu og meirihluti báta- flotans er nú gömul skip. Ólafsvik hefur á undanförn- um árum verið meðal þrótt- mestu útgerðarstaða á land- inu, og árið 1975 var útflutn- ingsverðmæti sjávarafla það- an um ein milljón kr. á hvern ibúa i þorpinu. Þessi afli hefur byggzt á útgerð um og yfir 30 fiskibáta, og aflinn á Breiða- fjarðarmiðum hefur ekki brugðizt i áratug eða meir. Nú hefur það hins vegar gerzt, að afli hefur verið mjög tregur, og sagði Aiexander, að sjómenn kenndu aðallega ásókn togara á miðin út af Breiðafirði þar um. Sjómenn eru sérstakiega óánægðir-með, að þegar fiskveiðiiögunum var breytt sl. vor, var aðalreglan sú, að togurum var hvergi hleypt nær landi en að 12 sjó- milna mörkunum. EN CT AF BREIÐAFIRÐI OG SUÐUR FYRIR SNÆ- FELLSNES VAR AFRAM OPIÐ FYRIR TOGARANA UPP AÐ 4 OG 6 SJÓMÍLUM. Litlu bátarnir frá verstöðvum á Snæfellsnesi geta þvf ekki lengur hagnýtt sér þessi mið, sagði Alexander, og fiskur gengur ekki inn á grunnmið Breiðafjarðar i neinum mæli. Alexander sagði, að hingað til hefðu menn ekki verið að huga að skuttogarakaupum til Ólafsvikur. Menn hefðu verið svo bjartsýnir að trúa því, að hin mikla uppbygging togara- flotans allt I kringum landié hefði ekki áhrif á veiðar bát- anna við Breiðafjörð, en þeir stunda nær eingöngu þorsk- veiðar. En nú hefur sem sagt komið annað I ljós, og þvl er óhjá- kvæmilcgt að bregðast fljótt við og bjarga þvl, sem bjargað verður, áður en það er um seinan. Hér er hlutfallslega meira af ungu fólki en annars staðar á landinu, og það er mikil hættaá.að þetta unga fólk, flytji burt, ef samdráttur verður i atvinnunni. Þá hefur mikil uppbygging verið á flestum sviðum i sveitarfélag- inu á undanförnum árum, m.a. hafa hér verið byggðar afkastamiklar fiskvinnslu- stöðvar og verulegar hafnar- bætur hafa verið gerðar. Alexander sagði, að hrepps- • nefnd Ólafsvikurhrepps og fulltrúar fiskvinnslustöðvanna hefðu að undanförnu rætt þetta alvarlega ástand, og fundir hafa verið með forráða- mönnum Framkvæmdastofn- unar ríkisins, alþingismönn- um Vesturlands og rikisstjórn. Hraðfrystihús ólafsvikur h.f. og Lóndrangur h.f. eru að selja m/b Lárus Sveinsson til Vestmannaeyja, en vilja kaupa skuttogara istaðinn. Þá eru allar fiskvinnslustöðvarn- ar á ólafsvik ásamt öðrum aðilum á staðnum reiðubúin að stofna útgerðarfélag um kaup og rekstur á öðrum skut- togara. Framhald á bls. 5 Aðrir ráðherrar flytji Alþingi skýrslu eins og utanríkisráðherra HV-Reykjavik. t umræðum um þingsályktunartillögu um rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, I þingi I gær, kvaddi Ragnhildur Helgadóttir sér hljóðs og varpaði fram þeirri hugmynd, hvort ekki ætti að skylda aðra ráðherra til þess að flytja Alþingi árlega skýrslu hver af slnum málaflokk- um, llkt og utanrlkisráðherra gerir nú. t máli ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra, kom fram aö hann teldi hugmynd þessa athyglisverða. Benti hann á að I frumvarpi þvl til laga um Lögréttu sem lagt verður fyrir þing innan tíöar væri raunar gengið nokkuð I þessa átt. ef koma á í veg fyrir neyðarástand í atvinnumálum Skyndikönnun Seðlabankans: 43 tékkar án inn- stæðu frá 19 aðilum upp á 12,8 millj. — 360 aðrir tékkar að upphæð um 6 millj. Að kvöldi hins 29. október s.l. fór fram skyndikönnun innstæðu- lausra tékka á vegum Seðlabanka islands. Könnunin náði m.a. til innlánsstof nana i Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Selfossi. Af þeim 403 tékkum, sem reyndust án full- nægjandi innstæðu, voru 43 útgefnir af 19 aðilum, að fjárhæð samtals 12.765.000 kr., en hinir 360 voru samtals að fjárhæð um 6 millj. kr. Þessar 18,8 milljónir reyndust vera 0,369% af veltu föstudagsins i ávísanaskiptum við Reiknistofu bankanna og Seðlabankann, sem nam 5.103 millj. kr. segir i frétt Seðlabankans. Til samanburðar ber þess að geta, að við könnun hinn 19. marz s.l. komu fram 842 tékkar að f jár- hæð 12,2 millj. kr., sem ónóg innstæða var fyrir og námu þeir sem næst sama hlutfalli af veltu dagsins. Reiknistofa bankanna vinnur nú sem næst alla tékka sem berast bönk- um á Reykjavíkursvæð- inu og næsta nágrenni, og er fjöldi tékkareikn- inga, sem Reiknistofan annast vinnslu á nú um 80 þús. Voru hreyfingar hjá henni aðfaranótt s.l. laugardags um 65.000, þar af tékkar um 46.500 talsins, og nam heildarfjárhæð útborg- ana 6.070 millj. kr. Heildarútkoma þess- arar skyndikönnunar er heldur betri en verið hefur að jafnaði undan- farin 10 ár. Hefur greinilega gætt meira aðhalds í meðferð tékkamála gagnvart reikningshöfum, segir í frétt frá Seðlabank- anum. Flug Vængja stöðvað — sjá baksíðu .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.