Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 2. nóvember 1976. Þriðjudagur 2. nóvember 1976. TÍMINN 11 Kjarnorkuver reist undir vernd vopnaðra varða og hunda Þegar uppvíst var um áætlan- ir um að byggja kjarnorkuver I bænum Brockdorf við Saxelfi I Vestur-Þýzkalandi, brugðust borgarar i bænum og nærliggj- andi héruðum hart viö og tóku sig saman um að hindra þessar framkvæmdir. Mótmæli þeirra voru virt að vettugi og i fyrra mánuði voru undirbúnings- framkvæmdir hafnar. Eigin- lega mætti kalla þessar fram- kvæmdir myrkraverk, þvi aö nótt eina um tvö leytiö, vöknuðu Ibúar Brockdorf upp af værum svefni viö mikinn vélargný, er Nordwestdeutsche Kraftwerk, byggingarfyrirtækið, sem haföi tekiö verkið að sér, var að flytja eitt hundrað og þrjátiu vörubila og þungavinnuvélar á svæöið. Jafnframt voru mættir á stað- inn tvö hundruö lögreglumenn til aö vernda framkvæmdirnar fyrir almenningi. Um fimm leytið sama morgun var undirbúningur kominn svo langt, aö farið var að reisa girð- ingu umhverfis svæöið, og var þvi lokið siðdegis sama dag. Er þessi girðing svo rammbyggi- leg, aö það er enginn leikur að vinna á henni. A bak við háa vir- netsgiröingu eru gaddavlrsrúll- ur og vopnaðir veröir með hunda. Morguninn eftir tilkynnti for- svarsmaður samtaka borgara, að þetta væri hreint og klárt lög- brot, þar sem ekki lægu fyrir heimildir frá yfirvöldum til byggingarinnar. En þar skjátl- aöist honum. Kvöldið áður höfðu yfirvöld I Kil gefiö grænt ljós á, að undirbúningsframkvæmdir gætu hafizt, þ.e. mælingar og gröftur. Baráttan heldur áfram. Leyfi til sjálfrar verksmiöju- byggingarinnar liggur enn ekki fyrir, og yfirvöld segja, aö ekki sé sjálfsagt að það verði veitt þrátt fyrir þessar upphafsfram- kvæmdir. En fólki finnst þessi yfirlýsing lltt trúvekjandi. Það gengur út •frá þvi að næturævintýriö hafi verið samantekin ráð milli yf- irvalda Kilar og verktakanna. Hins vegar segir NWK, að þeir hafi hafið verkið að næturlagi til að trufla ekki umferö, en ibúar Brockdorf leggja ekki eyru viö slikum útskýringum. tbúar Brockdorf og nágrennis hyggja ekki á uppgjöf. Þegar hefur sjötiu og tvö þúsund undirskriftum veriö safnaö gegn uppbyggingunni, sem veröur sú fjóröa sinnar tegund- ar við Saxelfi, ef af byggingu veröur. Áætlað er, að verkið kosti tvo milljarða þýzkra marka (þ.e. ca. 140 milljarða Isl. kr.) og verður þetta með stærstu kjarnorkuverum I Evrópu með 1300 megawött. Mótmæli borgaranna beinast meðal annars að þvi, aö verk- smiðjan kemur til með að þurfa að fá kælivatn úr Saxelfi og ótt- ast þeir, að hitnun árinnar af þeim sökum flvti f.vrir llffræði- legum dauöa hennar. Samtök borgara hafa ákveðið aö beita friösamlegum aðgerðum og reyna að forðast, að til valdbeit- ingar komi. Til að mynda eru uppi áform um að loka veginum að svæðinu. Ekki geta þeir „hertekið” svæöið sjálft vegna giröingarinnar og lögreglunnar. Þess vegna geta þeir heldur ekki fylgt fordæmi íbúa Wuhl I Suöur-Þýzkalandi, sem þegar á- kveðið var að reisa sams konar verksmiðju þar „hertóku” svæðið og héldu þvi nótt og dag I mörg ár. Byggingarfram- kvæmdir þar hafa enn ekki get- að hafizt. (JBþýddi) Mynd sem sýnir hvernig verktakafyrirtækið Nordwestdeutsche Kraftwerke hefur búiö um sig til að forðast ágang almennings á byggingarsvæðið. / ............. ....................- Meðhöndlun í stað fangelsisvistar fyrir ástralska ökumenn, sem handteknir eru, grunaðir um ölvun við akstur I Astraliu, eins og liklega flestum öðrum löndum, hefur þeim ökumönnum, sem hand- teknir eru grunaöir um ölvun við akstur farið fjölgandi. Þetta hefur leitt til þess, aö hópur ástralskra visindamanna hefur tekið sig saman um að reyna að finna nýjar aðferðir til að koma I veg fyrir þetta vandamál, aðr- ar en þær venjulegu, þ.e. sekt, fangelsisvist, eða ökuleyfis- svipting um lengri eða skemmri tima. Visindamennirnir telja, að þessar refsiaðgerðir séu ekki nægilega fyrirbyggjandi, enda sé raunin sú, að ár frá ári f jölgi þeim, sem aka drukknir. Lykilorðiö i þessum nýju að- gerðum er endurhæfing. Það á ekki einungis að refsa mönnum heldur einnig aö taka þá I með- höndlun og reyna þannig aö fjarlægja orsakirnar fyrir 'þvi, að þeir settust undir stýri meö ólöglegt áfengismagn i blóðinu. Meö þvi aö lækna einstaka — prómillökumenn — vonast Ástralarnir auðvitað einnig til að draga úr hættu annarra I um- ferðinni og þar með að spara þjóöfélaginu almennt, bæði ónauösynlegar þjáningar og efnahagsleg útgjöld. Tilraunirnar fara fram i ástralska fylkinu New South Wales, þar sem Sidney stærsta borg landsins er, og eru þær byggöar á ameriskri fyrirmynd. Það hefur orðið greinileg hugar- farsbreyting til hins betra hjá þeim mönnum, sem gengizt hafa undir þessa meðferð, varð- andi akstur og alkóhól. Þeir hafa ennfremur gert sér betur grein fyrir drykkjuvandamáli sinu eöa hvert stefnir i þeim efnum. Prómillmörkin i Astraliu eru 0,8. Enn sem komið er eru það bara ökumenn, sem hafa verið gripnir með meira en tvöfalt leyfilegt áfengismagn i blóðinu, sem eru valdir úr og látnir taka þáttí tilraununum. Þá eru einn- ig ökumenn, sem hafa oftar en tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir að aka drukknir, taldir hafa þörf fyrir endurhæfingu, séu þeir teknir aftur. Þessi tilraunameðferð hefur aðeins veriö i gangi i fjóra mán- uöi, og hafa aðeins um eitt hundrað og fimmtiu manns gengið i gegnum hana. For- svarsmenn hennar hafa því enn ekki viljað draga neinar ákveðnar niðurstöður af henni, enfullyrða þó, að árangurinn sé samhljóða og jákvæöur. Við horf allra viðkomandi til áfengisnotkunar hafi breytzt og hafi það ekki eingöngu þýð- ingufyrir þá sjálfa, heldur einn- ig umhverfi þeirra i viðustu merkingu. Meðhöndluninni er þannig háttað, að viökomandi ökumað- ur verður fyrst, eftir aö úrslit blóðprufunnar, skýrslur og ann- að hefur veriö lagt fram, að játa, að hann hafi gerzt sekur um að hafa ekið með of mikið áfengismagn i blóðinu. (Ella veröur honum stefnt fyrir rétt og hegnt á venjubundinn máta). Siðan gefst honum færi á að velja á milli þess, hvort hann kjósi að heyra dóm sinn strax og þá ákveðinn i samræmi við venjuleg lög, eöa þá að fara i meðhöndlun og siðan láta ákveða refsinguna. Kjósi hann það siðara, er árangurinn af endurhæfingunni metinn og hef- ur jafnan mildandi áhrif á dóm- inn.Ef ökumaðurinn samþykkir að fara i meðhöndlun, tekur hún sex vikur. Tveim vikum eftir að henni er lokið fellur svo endan- legur dómur i málinu. Þeir, sem óska eftir með- höndlun, eru fyrst sendir á stórt sjúkrahús, eða afvötnunarstofn- un, þar sem áfengisvandamál þeirra er skilgreint og ákveðin meðferö fyrirskipuð. Hún getur verið á þrjá mismunandi vegu, allt eftir þvi hve alvarlegt drykkjuvandamálið hjá hverj- um einstökum virðist vera. Þeir, sem verst eru staddir, þurla að fara i meðhöndlun á opinberri stofnun fyrir of- drykkjumenn. Takmarkið þar er að fá þá til að setja flöskuna á hilluna fyrir fullt og allt. Meö- höndluninni er stjórnaö af sál- fræðingum, geðlæknum, félags- ráðgjöfum, hjúkrunarfólki og fulltrúum frá AA-samtökunum. Þeir, sem falla i milliflokkinn, verða að fara reglulega i sál- fræðideildina i háskólann I New South Wales, þar sem þeim er leiðbeint og hjálpað á rétta braut af prófessorunum og mönnum, sem hafa gengið i gegnum þetta á undan þeim. Þar er stefnt að þvi að fá menn- ina til að minnka áfengis- neyzlu sina að þvi marki, að það sé innan hæfilegra takmarkana, bæði lagalega og félagslega séð. Þeir, sem svo falla I þriðja flokkinn, sækja kvöldnámskeið. Þar eru haldnir fyrirlestrar um áhrif alkóhóls I margvíslegu samhengi, — þar á meðal i sam- bandi við akstur. Þarna er reynt að breyta þeirri viöteknu skoö- un, að það sé undir öllum kringumstæðum allt I lagi „að fá sér i staupinu”. Þegar meöhöndlunarvikurnar sex eru liðnar, er staða hvers og eins skýrgreind. Það er gert meö persónulegum viðtölum við mennina og samantekt á við- horfum þeirra, sem hafa með- höndlað þá. Niðurstöðurnar eru siöan lagðar fyrir dómarann, sem á næstu tveim vikum verð- ur að semja siðasta kaflann i sögu — prómillökumannsins — þ.e. refsinguna. Hér um bil I öll- um þeim tilfellum, sem dæmt hefur verið i, i tengslum við þetta, hefur dómarinn lagt með- höndlunina til grundvallar að miklu mildari refsingu en orðið heföi, ef ökumaðurinn hefði neitað að þiggja hjálp. 1 einstök- um tilfellum er dómi um fangelsisvist breytt i tveggja ára skilorðsbundinn dóm. 1 öðr- um tilfellum er ökuskirteinið tdcið af viðkomandi i nokkra mánuði i stað árs. Eina refsing- in, sem ekki er milduð, er fjár- sektin, en hún er frá tuttugu þúsund upp i fimmtiu þúsund krónur. Ennþá hafa opinber yfirvöld ekki viljað gefa út neina yfirlýs- ingu varðandi niðurstöður þær, sem liggja fyrir um þessar nýju aðgerðir gegn — stúti við stýrið — en segja þó, að þær gefi góð- ar vonir. Forystumenn tiiraun- anna halda þvi fram, að fólk, sem tekið er við stýrið með mjög mikið áfengismagn i blóö- inu, sé ekki aðeins ófært um að stjórna bil. Hér sé einfaldlega um að ræöa drykkjusjúkling, sem hafi misst alla stjórn á hæfileikum sinum til að meö- höndla áfengi, og þar með sjálf- um sér i fjölmörgum tilfellum. Slíkur maður er ekki einasta hættulegur i umferðinni. Hann er einnig meira eða minna vandamál fyrir fjölskyldu sina, vinnustað og allt umhverfi. 1 stuttu máli sagt, fyrir samfélag það, sem hann lifir i. Þvi er það verkefniþjóöfélagsins ekki bara að hegna, heldur lika að hjálpa. Einn af dómurum þeim, sem starfað hafa i sambandi við þetta og kynnzt þeim mönnum, sem tekið hafa þátt i tilraunun- um segir, aðhann sé viss um, að með þessari aðferð sé mögulegt að finna marga, sem þegar eru orðnir alkóhólistar án þess að gera sér grein fyrir þvi, og þá, sem eru á góðri leið með að verða þaö, og hjálpa þeim. Samkvæmt opinberum tölum eru um það bil átján þúsund menn gripnir i New South Wales á ári grunaðir um ölvun við akstur. Af þessum átján þús- undum fá sautján þúsund og fimm hundruö dóm. Meira en fjörutiu prósent af öllum þeim ökumönnum, sem eru viðriönir dauðaslys, þar sem annað hvort þeir sjálfir eöa aðrir létu lifið, höfðu meira en 1,0 prómill af alkóhóli i blóðinu, þegar slysið varð. Herferðin gegn bjöllunum Þær eru felldar á eigin bragði Alf Bakke, sem stjórnar her- ferðinni gegn bjöllunum, að skafa börkinn af tré sem bjöll- urnar hafa tekiö sér bólfestu i. Þegar þær hafa setzt þar að þúsundum saman deyr tréö smám saman, vegna þess aö næringarefni berast ekki lengur um þaö. ■<------m. Þessi mynd sýnir hvernig bjöll- urnar grafa i sundur stofn trjánna.Fyrst koma karldýrin og grafa herbergi, en kvendýrin grafa svo ganga út frá þeim til aö verpa eggjum sinum i. Skordýr senda skilaboð sln á milli með hjálp ákveðinna efna. Þessi skilaboð berast I gegnum loft og vatn og gera sérstaklega útbúin skynfæri dýranna þeim kleyft að taka viö þeim og túlka á réttan hátt. Það hefur vakið undrun margra, aö maurar skuli fylgja ákveðnum stigum, og að þeir skuli halda réttri stefnu þó að tálmun sé sett á veg þeirra. En það er vegna þess að maurar merkja leið sína meö þessum — merkjaefnum —. Um alllangt skeið hafa vlsindamenn fengizt viö að þýöa „mál” ým- issa skordýra og finna út hvaöa efni þetta eru, sem framkalia viðbrögð hjá þeim, og hefur það i mörgum tilfellum tekizt vel. Tjáskiptakerfi grenibarkar- bjöllunnar er eitt þeirra „mála” sem þegar hefur tekizt að ráöa, en þessi tegund bjallna er mikill skaðvaldur i skógum i Noregi og viöar. Þegar bjöllurn- ar finna hentugt tré, senda þær út merki til að kalla á meöbræö- ur sina. Margar saman geta þær auðveldlega drepið fullvaxin grenitré á tiltölulega skömmum tima. A grundvelli uppgötvunar sinnar hafa visindamennirnir núfundiðaðferð, sem gefur góð- ar vonir um að hægt sé aö tak- marka bjöllustofninn, þannig að hann geti ekki valdið tjóni. Þessi aðferð er fólgin I þvi að setja litil hylki, sem hafa aö geyma — merkjaefnin — á á- kveðin tré, og er þannig hægt að safna bjöllunum á afmörkuð svæði og ráðast svo til atlögu. Alf Bakke heitir sá, sem stjórnar herferðinni gegn bjöll- unum i Noregi. Reyndar er þessi barátta ekki ný af nálinni. Arið 1861 skrifaöi Peter Chr. As- björnsen bók um liffræöi bjall- anna, lifsferil og skaðsemi. Og á þessi bók jafnt við i dag og þá. Asbjörnsen stakk upp á þvl, aö fella tré, sem bjöllurnar gætu boraö sig inn i, og notað sem næringu fyrir afkvæmi sin. Sið- an, þegar tréö væri oröiö þétt- setiö bjöllum, skyldi flytja það út úr skóginum ásamt öllum ibúunum. eða þá aö skafa börk- inn af þvi og ná þannig til þeirra. Allt fram á þennan dag hefur þessi aðferð verið notuð. Núna vonast visindamennirnir til að geta yfirbugað bjöllugerinn með hjálp fyrrnefndra hylkja. Þessi aöferð viröist mjög ein- föld, en samt sem áður er hún alveg nýtilkomin. 1 meira en eitt hundrað ár hefur verið vitað, aö skordýr gefa frá sér merki með efnum. Vanda- málið var bara að finna þessi efni. En það heföi ver- ið ómögulegt án tækja þeirrra og tækniþekkingar, sem viö búum yfir i dag. Þetta heföi heldur ekki veriö hægt, heföi ekki komiö til samvinna liffræð- inga og efnafræöinga. Lars Skatteböl, prófessor viö efna- fræðistofnunina i ósló, og aö- stoðarmenn hans fundu einfalda aðferð til að framleiða merkja- efni grenibarkarbjöllunnar, og hafa þegar verið framleidd tiu kiló af þvi. I mörgum öörum löndum er einnig áhugi á þessu. Aætlunargerö varðandi gagn- aðgerðir gegn bjöllunni krefst nákvæmrar þekkingar á lífs- máta bjöllunnar. A veturna liggja þær i dvala i jaröveginum i skóginum. Þegar hlýna tekur i mai, vakna þær til lifsins. Þá hefst timgunin. Fyrstu bjöllurn- ar, sem vakna úr dvalanum, * karlkynsbjöllur, grafa sig inn undir börkinn á grenitrjánum Framhald á bls. 19. Hylki með merkjaefnum er fest við tré til að safna bjöilunum saman á afmörkuðu svæði. mnni »ft» lS ■lindgöfuna næturgalinn Ekki verður allur sannleikurinn sagður með sætri röddu næturgalans. Margt fólk harðneitar að hlusta á það sem Megas hefur að segja — flest vegna þess, að því líkar ekki rödd hans eða framsagnarmáti. láttu þig hafa það því flestir sem einu sinni fást til að HLUSTA, skipta rækilega um skoðun. NÚ ÞEGAR HAFA SELZT eintök af verkum Megasar á hljómplötum og tónböndum og við vorum að fá 1000 eintök í viðbót af nýjustu hljómplötu Megasar. FRAM & AFTUR BLINDGÖTUNA blöðin segja ....það bezta, sem Megas hefur sent frá sér. Mbl.15.9.76. ...úrvalsplata, bráðskemmtileg og upplífg- andi.... fjörug, melódísk og kurteis, ef svo mætti segja.. Tíminn 17.10.76 ...mjög gott rokk.... topp undirleikur.það bezta sem ég hef heyrt frá Megasi. Dagbl.27.10.76 ....með frumlegustu listamönnum þjóðarinn- ar...góð laglina, frábær undirleikur, ásamt einstöku samspili framsagnarmáta og texta. Mbl. 3.10.76 ...Á engan sér likan hér á landi.... Uppbygg- ingin öll afar góð.góð plata. Vísir 31.10.76 ...mestu tónlistarþrumur og eldingar, sem ég hef heyrt..jafna þessari skífu við hvaða ís- lenzka popp eða rokkskíf u sem er.þetta eru tónlistarmenn á heimsmælikvarða. Þjóðviljinn 3.10.76 HRÍM H.F. Kirkjuteig 5 — Reykjavík Sími 3-63-47 Sendum í póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.