Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. nóvember 1976. TÍMINN 3 Kröfiusvæðið: Skjálftavirknin skjálftavirknin nokkuð, og var fram á laugardag 60-80 skjálftar á dag, en vikuna þar áður mældust þeir aðeins 3-4 á dag. Aukningin er þvi mjög mikil á þessum stutta tima. — Jarðskjálftaaukningin hefur orðið samfara miklu landsigi á Kröflusvæðinu, en aðfaranótt sunnudagsins mældist mjög mik- ið landssig, allt að þvi hundrað sinnum hraðar en landrisið, sem mælzt hefur að undanförnu, sagði Páll Einarsson hjá Raunvisinda- stofnun Háskólans i gær. Siðan hefur aftur dregið úr sighraðan- um og fer hann nú jafnt og þétt minnkandi, sagði hann. Páll kvað það ómögulegt aö spá nokkru um hverjar afleiðingar eða hvaða ályktanir væri hægt aö draga af þessum nýju atburðum við Kröflu á þessu stigi málsins. Afram er fylgzt mjög náið með jarð- skjálftavirkninni á svæðinu. Rjúpnaskyttur, sem voru á ferð á sunnudag við Gjástykki, urðu varar viö mikinn jaröskjálfta og foröuöu sér til byggða. jókst úr 3-4 í 340 skjálfta á sólarhrina lÍÍÍ! ★ AAjög mikil jarðskjálftaaukning og landsig á Kröflusvæðinu ★ Upptökin álitin vera við Gjástykki gébé Rvík — Snemma á sunnudagsmorgun jókst jarðskjálftavirknin skyndilega mjög mikið á Kröflusvæðinu. Frá því klukkan þrjú á sunnudag og til klukkan þrjú á mánu- dag# mældust alls 340 jarð- skjálftar. Fólk á sjálfu Kröflusvæðinu hefur nokk- uð orðið vart við skjálft- ana# og vöknuðu menn upp aðfaranótt sunnudagsins. Álitið er að upptök skjálft- anna séu nokkru norðar en áður# eða við Gjástykki. — Þetta er mjög svipað og álíka mikil virkni og var í janúar í fyrra þegar mestu lætin voru, sagði starfs- maður á „skjálftavakt" í Mývatnssveit í gær, þegar Tíminn hafði samband norður. Um miðja síöustu viku jókst ávíðavangi Skattsvik og fram- kvæmd skattaiaga Skattamálín hafa verið I hrennidepli að undanförnu, segir i upphafi greinar eftir Halldór Asgrimsson alþitt., sem nýlega birtist i Austra. Flestir viðurkenna, segir Haildór, aö mikiðóréulætiriki við álagningu skatta. og stjórn- völdum beri skylda til aö jafna skattbyrðina. Halldór vikur siðan að nokkrum atriöum og segir ttt.a.: „Alvarlegasti þá.tturinn i misrétti i skattamálum eru skattsvikin. Það er þvi miður erfiltað kotna algjöriega i veg fyrir skattsvik. Þaö má hins vcgar draga stórlega úr þeint með auknu eftirlití og þyngri viðurlögutn. Skattsvikum veröur hins vcgar aldrei útrýmt fyrr en - stik brot verða talin glæpsam- lcg i augum allra þjóöfélags- þegna. Aukin herferð fyrir bættu skattsiögæði er þvf mikilvægt mál. Réttlát framkvæntd skatta- laga kostar mikið fé og góðan starfskraft. Þær stofnanir, sem hafa farið með skatta- mál, hafa ekki haft mjög þröngt svigrúm. Ekki er hægt að ætlast til alls af þessum stofnunum, nema samsvar- andi skilningur á fjárþörf þeirra sé fyrir hendi.” Verðbólgan og skattamálin lfalfdór Asgrimsson vikur siðan að þætti verðbólgunnar i sambandi við skatlaniálin: „Það mikla misrétti, sem verðbólgan hefur skapað hef- ur endurspeglazl t skultalog- gjöfinni. Verðbólgun er þvi biílvaldur á þessu sviði sem mörgum öörum. Þelta mis- rétti verður bezt lagfært nteð þvi að halda veröbólgu í skefj- um. Það er hins vegar nauð- synlegt að sniöa skattalög- gjöfina þannig , aö dregið sé úr þvi misrétti, sent verðbólga hugsanlega skapar. Núgild- andi skattalög gera þaö ekki. Með því að skattleggja sölu- Itagnað af cignum cftir sér- stökum reglum ntá bæta hér úr. Vmsur aðrar ráðstafanir eru nauðsynlegar, sem eru þess valdandi, að skattalög- gjöfin minnki þaö misrétti, sent veröbólgan skapar, cn auki það ckki.” Fækkun frddráttarliða Þá viktiír Halldór að frá- dráttarbærum gjöldutn og segir: ,,E‘n ástæðan fyrir misinun- andi skattbyrði er ntismun- andi réttur manna til frádrátt- ar frá skattskyldum tekjum. Til að minnka þennan mun er eina leiðitl aö fækka frá- dráttarliöum og samræma þá.” Mesta óánægjuefnið Loks vikur Haildór að rekstrartekjunum og segir: „Það, sem skapaö hefur mesta óánægju i skatlamál- ttm, cr misrétti milli þeirra, sem stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur og launþega. Þessi munur á sér oft ýmsar orsakir, t.d. rúrnar fyrninga- reglur, skattfrelsi sölu- hagnaöur og tap á atvinnu- rekstri. l.agfæringar á þessu sviði krefst þvi, að framtal vegna atvinnureksturs annars vegar og einkaiteyzlu ltins vegar sé sem mest aöskilið.” Grein sinni lýkur Haildór með þeim orðum, að skatta- rnálin séu vandasöm, en til þess sé ætlazt, að lagfæringar skapi skattajöfnuð, ekki aö forminu til, heldur þannig, að allir, scm eins eru settir, beri sömu bvrðar. Þ.Þ. Leirhöfuðið var til- raun til sameiningar sjónarmiða vitnanna Lézt í árekstri Gsal-Reykjavik — Banaslys varð á föstudagskvöld á Reykjanesbraut fyrir ofan Innri-Njarðvik, er tvær bif- reiðar skullu þar harkalega saman. ökumaður annarrar bifreiðarinnar lézt við áreksturinn. Hann hét Nor- mann L. Fetter og var yfir- maður radarstöðvar varnar- liðsins I Grindavfk. Hann var 46 ára að aldri. Mjög slæmt skyggni var er áreksturinn varð, rok og rigning. Bandarikjamaður- inn ók litilli fólksbifreiö, en þrir tslendingar voru i hinni bifreiðinni, sem var jeppi. Eins og myndin ber glöggt með sér, var áreksturinn mjög harður, og bilarnir eins og flak að sjá. Gsal-Reykjavík — Haukur Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður i Keflavik hefur sent Tímanum afrit af langri og ítarlegri grein, sem stíluð er til ritstjóra Dagblaðsins og f jallar um atriði, sem fréttamenn þess blaðs, hafa greint frá í fréttum sínum að undan- förnu. Þar sem grein þessi hefur aðeins að geyma at- hugasemdir og upplýsing- ar vegna frétta Dagblaðs- ins, sér Tíminn ekki ástæðu til að birta hana orðrétta. Hins vegar vill Timinn birta hluta greinarinnar,. þ.e. yfirlýs- ingu Kjartans Sigtryggssonar aö- stoðarvarðstjóra um tilurö leir- myndarinnar, en um þaö atriði spurði blm. Timans, Hauk Guð- mundsson, fyrir nokkru, en hann vildi þá engar upplýsingar gefa. Yfirlýsing Kjartans er þannig: „Ég undirritaður, lýsi þvi hér með yfir, að mér var, þann 23. nóvember 1974, falið að annast umsjón meö gerð myndar af óþekktum manni, sem kom inn i Hafnarbúðina i Keflavik, að kvöldi 19. nóvember sama ár. Vegna frétta i Dagblaðinu dag- ana 27. og 28. þ.m. ber nauðsyn tii að lýsa i höfuðatriðum, undirbún- ingi og gerð, leirhöfuðsins, sem birt var I fjölmiðlum 26. nóvem- ber 1974. 1. Samkvæmt frumrannsókn, gáfu sig fram tvær stúlkur, sem töldu sig geta lýst manni þessum. Stúlkunum ók ég undirritaður til Reykjavikur, laugardaginn 23. nóvember 1974 og fór meö þær báðar til tæknideildar rann- sóknarlögreglunnar i Reykjavik. Þarna röðuðu stúlkurnar saman þar til gerðum andlitsmyndahlut- um með aðstoð og undir eftirliti, Haraldar Arnasonar, rann- sóknarlögreglumanns i tækni- deild. 2. Að myndgerð þessari lokinni, kom i ljós, að stúlkurnar voru ekki á eitt sáttar meö þau andlits- einkenni, sem fram komu i mynd- inni. Vegna þessa var hafizt handa um að teikna rissmyndir eftir fyrirsögn stúlknanna. 3. Tveir aðilar unnu i sjálfboða- vinnu að þessum teikningum, en það voru: Emm núverandi frétta- ritari Dagblaðsins og stúlka, höf- undur leirhöfuðsins. Aö þessari teiknivinnu lokinni voru stúlkurn- ar enn ekki ánægðar með andlits- einkenni sem myndirnar sýndu og verulegur útlitsmunur var á myndunum, enda voru teiknaöar eftir hvorri stúlku án viðveru eöa ihlutunar hinnar. 4. Vegna þessa misræmis var þaö ráð tekið að móta höfuð ókunna mannsins i leir til þess að sameina sjónarmiö stúlknanna. Við gerö leirhöfuðsins var höfð hliösjón af öllum frumteikningum og stuðst við fyrirsögn sjónar- votta, sem voru aðeins tveir. Keflavik 29. október 1976 Kjartan Sigtryggsson, aðstoöar- varðstj. Keflavik.” BANASLYS í ÞORLÁKSHÖFN Gsal-Reykjavik — Þaö hörmuiega slys varö I höfninni I Þorláks- höfn aöfaranótt sunnudags, að rúmlega þritugur maður, Hrafn Guðlaugsson, varð á milli borvagns og bómu — og lézt sam- stundis. Hrafn átti heima i Möðrufelli 9 I Reykjavik. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Slysið varö'meö þeim hætti, að verið var aö færa borvagn um borð i Stakki og var vagninn færður til með eigin vélarafli. Skyndilega sporðreistist hann og klemmdist þá Hrafn á milli vagnsins og bómunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.