Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 2. nóvember 1976. TlMlNN 9 Wnmrnm (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðal- stræti 7, sfmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Þjóðviljinn 40 óra Blaðið Þjóðviljinn er fertugt um þessar mundir. Fylgismenn þess hafa minnzt afmælisins með þvi að gefa þvi byggingu, sem kostar um 40 til 50 millj- ónir króna. Samkvæmt frásögn blaðsins hefur mestallt þetta fjármagn safnazt með frjálsum framlögum. Það er nokkurt dæmi þess, að sem betur fer er efnahagur almennings ekki eins bágur og Þjóðviljinn vill vera láta. Tvimælalaust sýnir þetta lika stórum betri efnahag almennings en i þeim löndum Evrópu, sem Þjóðviljinn hefur talið hin sönnu verkamannariki og Islendingar ættu helzt að taka sér til fyrirmyndar. Það er ekki ófróðlegt að lita til baka yfir islenzkt sögusvið þann tima, sem Þjóðviljinn hefur tekið þátt i stjórnmálabaráttunni, en hann hefur óneitanlega átt rikan þátt i henni. Miklar breyting- ar hafa orðið i islenzku þjóðlifi og stjómmálum á þeim tima. Stjórnmálaþátttaka Þjóðviljans spegl- ar þessar breytingar ekki hvað sizt. Þegar Þjóð- viljinn hóf göngu sina fyrir 40 árum, var hann eld- rautt byltingarblað. Hann sá enga aðra lausn þjóð- félagsvandans en byltingu að rússneskri fyrir- mynd. Þessi dýrkun hans á rússnesku byltingunni hélzt lengi. Hann varði innrás Rússa i Finnland 1939 og innrás þeirra i Ungverjaland 1956. Fyrir þetta hlaut hann hvert áfallið öðru verra. Það sýnir vissulega mikið þrek þeirra manna, sem þá stóðu að honum, að gefast samt ekki upp. Bikarinn varð loks fullur, þegar Rússar réðust inn i Tékkó- slóvakiu 1968. Þá fyrst snerist Þjóðviljinn gegn Rússum og hefur siðan ekki haft neitt opinbert samband við forustumennina i Moskvu. Þessi formlegu slit við Moskvu, hafa haft ör- lagarik áhrif á stefnu Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins. Siðan er meira en erfitt að átta sig á þvi, hvert blaðið eða Alþýðubandalagið stefna. Það hefur tekið Alþýðubandalagið mörg ár að sjóða saman nýja stefnuskrá, sem er svo furðu- lega óljós og óákveðin, að hún gæti jafnt gagnazt dulbúnum kommúnistaflokki og borgaralegum sósialdemókratiskum flokki. Menn geta þvi illa dæmt af stefnuskránni hvers konar flokkur Alþýðubandalagið er. Alveg hið sama gildir orðið um Þjóðviljann sem pólitiskt málgagn. Innan innsta hringsins virðistrikja alger áttavilla um það, hvert stefna skuli. Ragnar Amalds, formaður flokksins, fór til Rómar á siðastliðnu sumri og virðist eftir það mjög hrifinn af stefnu Berlinguer hins italska, sem er fólgin i þvi að sækjast eftir samstarfi við stærsta ihaldsflokkinn og sætta sig þvi við þátttöku i Nato og bandariskar herstöðvar. Kjartan ólafsson, annar ritstjóri Þjóðviljans, svarar Ragnari óbeint i blaðinu 17. okt. siðastlið- inn, þar sem hann segir, að ekki megi slaka á fyllstu kröfum i herstöðvarmálinu né „hvika frá hinum sósialiska grundvelii.” Af þessum mismun- andi viðhorfum Ragnars og Kjartans má ráða, að ómögulegt er að átta sig á þvi, hvers konar flokkur Alþýðubandalagið verður eða hvaða stefnu Þjóð- viljinn muni þjóna i framtiðinni. En um fortiðina vita menn. Þótt Þjóðviljinn hafi stutt stjórnarform, sem aðeins leyfir einn stjórn- málaflokk, hefur hann átt sinn þátt i þvi að breikka islenzkar þjóðmálaumræður og vafalaust haft þannig mikil áhrif á margan hátt. Timinn viður- kennir hann sem harðan og erfiðan andstæðing, sem hefur lagt . meiri stund á málefnalegar umræður en persónulegar, þótt stundum hafi hann hrasað á þvi svelli. Anthony Lewis, New York Times: Hver er munurinn á Carter og Ford? Algerlega rangt, að hann sé enginn Mcðal þeirra stórblaða bandariskra, sem hafa tekið afstöðu til forsetaefnanna, eru New York Times og Washington Post, sem bæði halda meö Carter. Hér á eftir fer grein, sem nýlega birtist i New York Times, og er eftir einn þekktasta blaðamann þess, Anthony Lewis. Hann reynir þar I stuttu máli að rekja muninn á afstöðu þeirra Fords og Carters: SÚ KALDHÆÐNI, sem oft hefur einkennt bandariskar kosningar, er óvenju nöpur I ár: „Það skiptir engu máli hvor þeirra vinnur”, „Ég kýs hvorugan þeirra” — öll höfum við heyrt eitthvað þessu likt. Þessi svartsýni um stjórn- málin á sinar orsakir. Þess er skemmst að minnast, að Bandarikjamenn kusu fram- bjóðanda, sem boðaði frið og uppskáru strið. Þá kusu þeir fulltrúa laga og réttar, og glæpafaraldurinn magnaðist. Sum vandamálin virðast svo djiípstæð, aö fólk efast um, að nokkur forseti hafi hæfileika til að uppræta þau. Hvorugt forsetaefnið hefur aukið bjart- sýni manna. En óánægjan gengur of langt. Bandarikjamenn hafa ærna ástæðu til að vera á- nægöir með þjóökerfi sitt um þessar mundir: Viö stóðumst viðbjóðslegt strið og pólitiskt samsæri án þess að kerfið riðl- aðist — það styrktist. Ef þess- ar kosningar valda vonbrigö- um, erréttað hugsa til áranna 1972,1968eða 1964. Það er ekk- ert smámál fyrir risaveldi aö kjósa sér einn oddvita, og sjaldnast uppörvandi við- fangsefni. SU skoðun, að enginn munur sé á Gerald Ford og Jimmy Carter, erfáránleg. Það má til sanns vegar færa, að hvorugur þeirra er öfgasinni eða sam- særismaður, Richard Nixon er ekki i framboði. Engu að siöur er ástæðulaust að ætla, aö for- setaefnin, eða flokkar þeirra, séu nákvæmlega eins. Þeim ber margt á milli, bæði i stefnumótun og afstöðu sinni gagnvart málefnum, sem eru hvað mikilvægust væntanleg- um kjósendum. Efnahagsmál: Stefna Fords, sem er mótuð af Simon fjármálaráðherra, hefur verð- bólguna og rikisútgjöldin að meginviðfangsefni — allt frá fyrstu kröfum Fords um skattahækkun til áætlana hans um viðnám gegn verðbólgu. Atvinnuleysi hefur aukizt snögglega. Carter mundi setja atvinnuöryggi efst á lista. En honum mundi reynast þaö erf- iðara að bæta skattalöggjöfina en hann lætur i veðri vaka, og nýir tekjustofnar gæfu ekki eins mikiö af sér og hann virð- ist vona, en hann bendir vissu- lega á leiðir til að leiðrétta að einhverju leyti hið gifurlega ranglæti og troða i smugur nú- verandi skattakerfis. Umhverfismál: Hér fer Ford likt og i efnahagsmálunum: hann hefur tekið mið af högum iðnaðarins. Sláandi dæmi eru itrekaöar tilraunir hans til að milda, eða stöðva, frumvarpið um meðferð eiturefna, sem stefndi að þvi að hafa hemil á magni eiturefna, sem leyft er að menga umhverfið, og Ford staðfesti aö lokum, knúöur yfirvofandi kosningum. Sömu- leiðis dró hann úr útgjöldum til náttúruverndar og þjóð- Carter og Ford garða, en hét fleiri görðum i kosningaræðum. Carter var talinn mjög ákveðinn og óháð- ur I skoðunum sinum á nátt- úruvernd sem rikisstjöri i Georgiu, hann væri manna liklegastur til að snúast gegn öllum tilraunum til að draga úr náttúruvernd. Orkumál: I stjórnartið Ford hafa Bandarikin orðið mjög háð oliu frá Arabalöndum. Stjórnin hefur gefið umhverf- ismálum litinn gaum, en lagt áherzlu á skjóta þróun inn- lendra orkugjafa, svo sem oliu á hafsbotni og kjarnorku. Carter mundi leggja meiri á- herzlu á umhverfismál og mundi fara sérlega varlega i kjarnorkuvinnslu. Heilsugæzla :Hinn gifurlegi og sihækkandi kostnaður al- mennings i sambandi viö heilsugæzlu er orðið stórkost- legt vandamál hérlendis. Þessu veldur ekki sizt stefna stjórnarinnar, sem örfáir ná að hagnast á, en tryggir fæst- um öryggi. Ford hélt þvi fram i fyrstu, að hann aðhylltist al- mannatryggingar, siðan heyrðist ekki meira um það. Að sjálfsögðu ber ekki að van- meta hindranirnar f þessu fjölriienna landi, en afdráttar- laus afstaöa Carters væri vænlegri til sigurs á þingi. Sakaruppgjöf hermanna: Verði Carter kosinn verður öllum þeim, sem neituðu aö taka þátt i Vietnam-striðinu veitt uppgjöf saka i febrúarlok 1977 og leyft að snúa heim. Vinni Ford, verða þeir áfram flóttamenn. I utanrikismálum eru for- setaefnin sammála I grófum dráttum hinni hefðbundnu stefnu um styrk bandalög og slökun spennu milli þeirra. En þó er munur á stefnu þeirra i þessum málum. Varnarmál: Carter mundi fara varlegar i sakirnar um hinar nýju áætlanir I vopna- málum, s.s. B-1 sprengjuflug- vélarnar, sem Ford hefur sagt að væri „efnahagslegt brjál- æði” að hætta við. Carter hefur einnig farið fram á, aö dregið verði úr sölu banda- riskra hernaðargagna erlend- is, en hún hefur margfaldazt i stjórnartið þeirra Nixons og Fords. Striðsævintýri: Ford getur sagt með sanni, að friöartimar riki fyrir Bandarikjamenn. Þó er það svo, að þingiö stöðvaði hann með naumindum i þvi að veita einn milljarð dala til striösrekstursins i Vietnam, þegar þvi striði var að ljúka, og einnig frá þvi að flækja Bandarikin i styrjöldina i Angóla. Þá sagði hann i sið- ustu kappræðum, að forystu- hæfileikar George Brown hershöfðingja kynnu að koma sérvelvið ,,aðgerðir”i „sunn- anverðri Afr íku”, hvaðsvo sem hann átti við. Carter er að visu óskrifað blað i þessum efnum, en eftir honum er haft: „Ég mundi aldrei taka þátt i styrjöld i öðru landi, nema okkar eigiö öryggi væri hætta búin.” ógnarstjórn: Bandarikin hafa i seinni tið verið bendluö i æ rikari mæli við einræðis- stjórnir, svo sem i Grikklandi, Chile, Suður-Kóreu, og viöar. Ford kvaðst ekki sjá neitt at- hugavert við afskipti Banda- rikjamanna i Chile, þá hefur hann barizt gegn tilraunum þingsins til að setja þau skil- yrði fyrir aðstoð, að hætt verði að beita pólitiska fanga pynd- ingum. Hvernig bregðast skal við einræði og kúgun er ekkert smávandamál, en Carter hefur allt frá þvi hann hóf kosningabaráttu sina hvatt Bandarikjamenn til að kynna hugsjónir sinar erlendis og berjast fyrir mannréttindum. (Jrslit þessara kosninga geta skipt sköpum, bæöi hér- lendis og erlendis. Það, að láta eins og hér sé ekki um neitt að velja, er að sýna hinu banda- riska þjóðfélagi og sjálfum okkur hina megnustu fyrir- litningu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.