Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 2. nóvember 1976. Ingvar Gíslason, alþingismaður: Frekari stóriðja el cki eftirsóknarverð ot 9 Eyfirðingar vilja e slíka sendingu kki Iðnaöarráðherra svaraöi fyrir nokkru fyrirspurn frá Ingvari Glslasyni varöandi hugsanlegt ál- ver viö Eyjafjörö. t framsögu- ræöu sinni fyrir fyrirspurninni sagöi Ingvar, aö hann teldi mikil- vægt aö fá svar viö þessari fyrir- spurn, þvf aö honum hafi veriö ókunnugt um þaö viö upphaf nú- verandi stjórnarsamstarfs, aö rætt hafi verið um þess háttar aukningu erlends atvinnurekstr- ar f landinu, og sllkt heföi ekki slðar veröi boriö undir Framsóknarflokkinn. Fyrirspurn Ingvars er I fimm liöum og fara spurningarnar og svör ráöherra hér á eftir. 1. spurning. Eru uppi ráöageröir hjá rlkis- stjórninni um aö auka stóriöju- rekstur erlendra aöila á tslandi? Rlkisstjórnin hefur áhuga á þvl aö auka og efla iönaö á Islandi og nýta I þvl skyni orkulindir lands- ins. Varöandi stóriöju er rétt aö telja aö fyrsta stóriöjufyrirtækiö á tslandi sé Aburöarverksmiöjan I Gufunesi, sem byggöist á virkj- un trafoss í Sogi. Næsta stóriöjufyrirtæki var Sementsverksmiöjan á Akranesi. Hiö þriöja og stærsta er Alveriö I Straumsvik, sem reist var I sambandi viö hiö mikla orkuver I Þjórsá viö Búrfell. Næsta verkefni I stóriöju er járnblendiverksmiöja I Hvalfiröi. Eru samningar um hana nú komnir á lokastig og munu ts- lendingar eiga meirihluta þess fyrirtækis eða 55%. Loks má nefna ylræktarver. sem enn er á undirbúningsstigi, en I sllku fyrirtæki myndu tslending- ar eiga mikinn meirihluta. 2. spurning. Hefur veriö gerö áætlun um aö reisa álver viö Eyjafjörö? Þrem árum eftir aö samiö var viö svissneska álfélagiö um bygg- ingu álvers viö Straumsvik mun bandariskt fyrirtæki hafa látiö I ljós áhuga á þvl að reisa álverk- smiöju á tslandi. 30. mai 1969 var haldinn á Akur- eyri sameiginlegur fundur sveit- arfélaga viö Eyjafjörö og var þar samþykkt: ,,aö skora á stjórnvöld aö kanna til hlltar möguleika á þvl aö staösetja álverksmiöju þá, sem rlkisstjórnin semur nú um viö Bandarlkjastjórn, viö Eyja- fjörö.” Var þessi ályktun tilkynnt meö bréfi sýslumanns Eyjafjaröar- sýslu og bæjarfógeta Akureyrar til Jóhanns Hafstein iönaöarráö- herra. alþingi Ingvar Glslason. I samningi um álveriö i Straumsvlk segir í 37. gr. Aö fari svo, aö rikisstjórnin hyggi á þaö i framtlöinni aö byggja álbræðslu á Norðurlandi sé svissneska Alfé- lagiö reiöubúiö aö taka til vin- samlegrar athugunar þátttöku I slíku fyrirtæki I félagi viö Is- lenzka aðila, svo fremi aö þaö sé fjárhagslega hagkvæmt. Sumarið 1970ákvaö ríkisstjórn- in aö nota þessa heimild og var skipuö nefnd af hálfu iönabar- ráöuneytisins og voru tilnefndir ArniSnævarr, ráöuneytisstjóri og Lárus Jónsson, framkvæmda- stjóri Noröurlandsáætlunar en af hálfu Islenzka Alfélagsins Ragn- ar Halldórsson, forstjóri og sviss- neskur verkfræðingur úr starfs- liði Alusuisse. Könnuöu nefndarmenn ýmsa staöi noröanlands. Meginniðurstööur nefndarinnar voru þær, aö markaðshorfur á sölu áls voru ekki þaö góöar aö tiltækt þætti aö byggja aö svo stöddu annað álver hérlendis. Meöal fyrstu verkefna Viöræöunefndar um orkufrekan iðnab haustiö 1971 voru viöræbur viö bandaríska fyrirtækiö Union Carbide og norska fyrirtækið Norsk Hydro. Norsk Hydro lét I ljós áhuga á þátttöku I orkufrekum iönaði á ts- landi og veturinn 1973-1974 kann- aöi Norsk Hydro, meö samþykki nefndarinnar og iðnaðarráðu- neytisins aöstæöur til byggingar álvers noröanlands og austan. Fyrirtækinu var sérstaklega bentá Eyjafjörö, Noröausturland og Austfiröi. 1 framhaldi af þessum athugun- um sendi Norsk Hydro Viöræðu- nefndinni snemma árs 1975 nokk- urn samanburö á staösetningu ál- vers við Eyjafjörö, Húsavlk og Reyöarfjörö og fól sú greinargerÖ I sér þaö álit, aö aöstæöur væru hagstæðastar viö Eyjafjörö. Haustiö 1975 fól Viöræðunefnd- in, meö samþykki iönaöarráöu- neytisins, tveim fulltrúum aö gera, ásamt fulltrúum frá Norsk Hydro, ýmsar athuganir og afla upplýsinga, sem nauösynlegar Gunnar Thoroddsen. eru.áöurenafstaöa veröi tekin til þess, hvort hefja skuli samninga- viöræöur viö Norsk Hyrdo um byggingu álbræöslu á noröur- landi. Rétt er aö taka skýrt fram, að þessir fulltrúar Viöræöunefndar hafa ekkert umboð til samninga og I vinnu þeirra felast engar skuldbindingar fyrir Islendinga. 3. spurning Eru hafnar náttúrufræöilegar rannsóknir I sambandi viö sllka áætlun? Ef svo er, hver kostar áætlanirnar? Engar náttúrufræöilegar rannsóknir eru hafnar. Hins vegar vinna þeir fulltrúar, sem áöur er getið, aö gerö til- lagna um þaö, hvernig rétt væri að haga umhverfisrannsóknum, bæöi félagslegum og náttúru- fræöilegum, sem framkvæma þyrfti áöur en hægt væri aö taka afstööu til staðarvals fyrir hugsanlega stóriöju. 4. spurning. Hverjir eiga sæti I viöræöu- nefnd um orkufrekan iönaö? Með bréfi dagsettu 28. sept. 1971 skipaði Magnús Kjartansson, iön- aðarráðherra eftirtalda menn 1 Viöræöunefnd um orkufrekan iönaö: Dr. Jóhannes Nordal, seöla- bankastjóri, formaöur, Ingi R. Helgason, hæstaréttarlögmaður, Ragnar ölafsson, hæstaréttarlög- maöur og Steingrlmur Hermannsson, alþingismaöur. 14. október 1974 skipaði Gunnar Thoroddsen iönaöarráöherra Ingólf Jónsson, alþingismann og 16. desember 1974 Sigþór Jóhannesson, ráögjafarverkfræö- ing, i nefndina. Starfsmaöur nefndarinnar frá upphafi hefur veriö Garöar Ingvarsson, hagfræöingur. 5. spurning. 1 hvers umboöi starfar nefndin, hvert er verksviö hennar, umboöstimi og fjárráö? Samkvæmt bréfi Magnúsar Kjartanssonar, iönaöarráöherra frá 28. sept. 1971 skal nefndin vera „til „ráöuneytis um viðræöur viö erlenda aðila, sem áhuga hafa á þátttöku i orkufrekum iðnaði ásamt Islendingu,. Nefndin annast viöræöur viö slika aöila i samráöi viö iðnaðarráðuneytiö”. Umboðstimi er ekki tilgreindur I skipunarbréfinu. Nefndin hefur frá upphafi notiö sérstakrar fjárveitingar á fjár- lögum. A árinu 1976 eru veittar kr .8.550 millj. i þessu skyni, en i fjárlaga- tillögum fyrir áriö 1977 kr. 10 millj. Þegar ráðherra hafði lokið ræðu sinni tók fyrirspyrjandi til máls og sagöi m .a., aö ekki gæfist aö þessu sinni neinn timi til aö fara aö hef ja almennar umræöur um stóriöjumál eöa um samvinnu Islendinga viö erlenda aðila um rekstur stóöiöjuvera. En þó verö ég að segja þaö, aö ég hlýt að láta I ljós andstöðu mina gegn hug- myndum um frekari samvinnu á þessu sviði. Og ég held, aö þaö sé nauðsynlegt, ef slikar hugmyndir eru uppi, aö þá þurfi að ræða þaö miklu nánar innan stjórnarflokk- anna og innan þingsins heldur en veriöhefur. Ég tel fyrir mitt leyti, aö okkar reynsla af stóriðjuver- um, svo og aukin þekking okkar á starfsemi flestra slikra fyrir- tækja hérlendis nú, gefi þaö til kynna, að þaö sé óæskilegt fyrir Islendinga aö sækjast eftir stór- iöju I landinu. Þaö er auövitað ákaflega nauö- synlegt aö efla iönað á Islandi. En þaö er jafn nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvaöa iðnaður er okkur hentugur og hvaöa iön- aöur er okkur eftirsóknarveröur. Ég tel, aö stóriöja sé ekki i flokki þess iðnaöar, sem er okkur eftir- sóknarveröur, og mér finnst, aö frekari atvinnurekstur útlend- inga eigi ekki aö koma til greina. Hvað snertir álver við Eyja- fjörö sérstaklega, sem mjög hef- ur nú verið rætt um, þá er þaö vitanlega jafn óeftirsóknarvert aö fá þangað slíkt iöjuver eins og það væri að setja það niður ein- hvers staðar annars staöar. Og ég þori að fullyrða þaö, — og ég vil að þaö komi hér fram, — aö það er mjög litill áhugi hjá fólki við Eyjafjörö á að fá slika sendingu, en hins vegar hygg ég, að þaö sé mikil bein andstaöa gegn þvi máli. Þessu næst ræddi þingmaöur- inn nokkuð um viöræöunefnd um orkufrekan iðnað og lagöi sér- staka áherzlu á þá skoöun sina aö hún ætti ekki aö vera of pmsvifa- mikil, og ætti ekki að starfa of lengi. Ekki mætti hún heldur starfa of frjálst og hún má sizt gf öllu vera eins innilokuö i störfum sinum eins og mér viröist, að hún hafi veriö. A.m.k. er þaö alveg augljóst, að viö, sem á þingi sitj- um, höfum ekki haft mikið af störfum þessarar nefndar aö segja. Við höfum ekki haft neinar reglubundnar fréttir af henni. Þess vegna held ég, að þaö væri til mikilla bóta, að koma á meiri trúnaöi á milli þessarar nefndar og þingflokkanna eða einstakra þingmanna, ef þessarar nefndar er talin þörf, og ég held, að það væri i rauninni lágmarkiö aö þaö bærist til þingsins og helzt til ein- stakra þingmanna árleg skýrsla um störf hennar, úr þvi aö hún hefur þannig umboö, að hún hefur eiginlega engan sérstakan um- boöstima,heldur er nánast skipuö ævilangt, aö þvi er viröist, og ég held jafnvel, að þaö væri æski- legt, aö svona skýrsla yröi rædd I sameinuöu þingi, eins og ýmsar aðrar skýrslur, sem berast þing- inu. Ég held, að þaö væri mjög æskilegt. Ég vil þess vegna beina þvi al- veg sérstaklega til hæstv. iðnaöarráðherra, aö hann taki þessa athugasemd til greina um það, að svo lengi sem þessi nefnd starfar, þá gefi hún reglubundnar skýrslur til þingflokka, eða til einstakra þingmanna og ég gæti vel hugsaö mér, aö sllk skýrsla yröi rædd I þinginu. Ég held, aö þaö væri mjög gagnlegt, ef viö gætum „opnað” umræöur um þessi mál. Aö lokinni ræöu Ingvars tóku þingmennirnir Jónas Arnason, Stefán Jónsson, Steingrimur Her- mannsson, Stefán Valgeirsson og Jóhann Hafstein til máls. Endurbyggja verður raflínur í landinu Hiöveika rafllnukerfi, bæöi aöallinur og dreifikerfi, hefur viöa enga möguleika á aö anna aukinni eftirspurn eftir raforku og hefur vlöa skapazt vandræöaástand, þar sem ekki er unnt aö sinna hrýnni þörf. Þar sem svo er ástatt þola úrbætur enga biö. Þetta og margt fleira kemur fram I greinargerö meö tillögu tíl þingsályktunar um endurbyggingu raflinukerfis i landinu, en til- lagan er flutt af 6 þingmönnum Framsóknarflokksins en þeir eru: Jón Helgason, Halldór Asgrlmsson, Ingi Tryggvason, Asgeir Bjarnason, Steingrimur Hermannsson, Guðrún Benediktsdóttir. Tillagan er svohljóöandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar gera áætlun um endurbyggingu raflinukerfisins I landinu, bæöi stofn- ogdreifilinur. Aætlunin veröi miöuöviö þaö, að á næstu 4-6árum verði byggt upp fullnægjandi linukerfi, svoaöhægt veröi aö anna eftirspurn eftir raforku til iönaöar, húshitunar og annarra nota meö nægjanlegu öryggi fyrir notendur um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.