Tíminn - 10.11.1976, Page 8

Tíminn - 10.11.1976, Page 8
8 TÍMINN Miövikudagur 10. nóvember 1976 Flokkun þjóðvega breytt og fé til sýsluvega aukið Eins og frá er skýrt i frétt á for- siöu hefur veriö lagt fram stjórn- arfrumvarp til laga um breyting- ar á vegalögum. Frumvarp þetta hefur nefnd, sem samgönguráö- herra skipaöi, samiö en i nefnd- inni áttu sæti þeir: Brynjólfur Ingólfsson, ráöu- neytisstjóri, formaöur, Siguröur Jóhannsson, vegamálastjóri, varaformaöur og alþingismenn- irnir Asgeir Bjarnason, Helgi Seljan. Lárus Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson og Sighvatur Björgvinsson. Ritari nefndarinn- ar var ráöinn Jón Rögnvaldsson, þá deildarverkfræöingur, siöar yfirverkfræöingur hjá Vegagerö rikisins. Meðal þess, sem fram kemur i frumvarpinu er aö i þingsályktun um vegaáætlun skal þjóövegum skipaö i flokka eftir eftirfarandi reglum: Stofnbrautir: Vegir sem ná til 1000 ibúa svæöis og mynda eöli- legt samfellt vegakerfi til teng- Fullnaðarsigur náðist með Oslóarsamkomulaginu 1 gær voru á Alþingi umræöur um tiilögu til þingsályktunar um staöfestingu á samkomulagi rikisstjórna Islands og Bret- lands um takmarkaöar veiöar brezkra togara. Meirihluti utan- rikismálanefndar lagöi til að tíi- lagan yrði samþykkt, en minni- hlutinn aö hún yrði felld. Jóhann Ilafstein (S) mælti fyrir álitimeirihlutans og rakti i ræðu sinni sögu landhelgisbar- áttu tslendinga allt frá aldamót- um. Siðan vék hann að sam- komulaginu, sem gert var við Breta og sagði m.a., aö þeir samningar hefðu verið mjög hagstæðir. Meö þeim hefðum við losnað vi.ð ofbeldi Breta á miðunum og fengið viðurkenn- ingu þeirra á yfirráðarétti okk- ar á hafsvæöinu kringum land- iö. Þá vék framsögumaður að þróun hafréttarmála siðan samningurinn var gerður og sú þróun væri okkur öll i vil. Einnig ræddi hann nokkuð um þær full- yrðingar sumra andstæðinga samkomulagsins, að stjórnar- skrárbrot heföi veriö framið með þvi að leggja samningana ekki fyrir Alþingi. Sliku. visaði þingmaöurinn algerlega á bug. Giis Guðntundsson (Ab) mætti fyrir áliti minnihluta ut- anrikismálanefndar og kvaðst ekki vilja haida fram, að um stjórnarskrárbrot hefði verið aö ræða, þegar samningarnir voru ekki lagöir fyrir Alþingi. Hins vegar væru deildar meiningar um hvort svo hefði verið, og þvi þyrfti að taka þetta atriði stjórnarskrárinnar til athugun- ar svo tryggt væri, að mismun- andi túlkun gæti ekki átt áer stað. Þá kom fram I ræðu fram- sögumanns minnihlutans, aö kostir samkomulagsíns væru þeir a ð viö heföum fengiö rétt til að hafa eftirlit með veiðarfær- um Bretanna og haft betri stjórn á veiðunum, en gallar samkomulagsins væru m.a. þeir, að deilan hefði ekki staðið miklu lengur en hún gerði, þótt engir samningar hefðu verið gerðir, vegna þess aö þróun haf- réttarmála hefði öll verið okkur svo mjög i vil. Þvi vildi minní- hlutinn ekki fallast á samþykkt samkomulagsins og lagði til, að tillagan yrði felld. Einar Agústsson utanrikis- ráöherra tók einnig þátt i um- ræðunum og mótmælti m.a. þeim ummælum Gils Guö- mundssonar, aö sjálfshól ráö- herranna hefði verið svo mikið, þegar þeir komu frá þvi aö gera Oslóarsamkomulagið, að þeir hefðu gleymt aö þakka starfs- mönnum landhelgisgæzlunnar frækilega framgöngu i þorska- striðinu. Slikt væri alger firra, og mætti lita i blöö frá þeim tima til að fá sönnur á hinu gagnstæða. Þá sagöi ráðherra, aö aðal-. kostur Oslóarsamkomulagsins væri sá, að þar meö lauk land- helgisstriöi okkar og við ööl- umst viðurkenningu á rétti okk- ar til 200 milna fiskveiðilögsögu. Þá endurtók ráöherrann þaö, sem hann hefur áöur sagt, að rétt sé að leggja samninga sem þessa fyrir Alþingi þótt langt sé i frá aö um stjórnarskrárbrot sé að ræða, þótt það sé eigi gert. Mótmælti hann þvi að rikis- stjórnin hefði sent þingið heim áður en þessir samningar voru geröir af ótta viö að ræða þá á Alþingi. Hann væri alls óhrædd- ur að ræöa þessa samninga á Alþingi og væri þess fullviss að meginhluti þingmanna styddi þá. Ekki kvöddu fleiri þingmenn sérhljóðsumsamkomulagið, og var umræðum lokiö, en at- kvæðagreiðslu var frestað Tvær konur á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn Meöal varamanna, sem nú sitja björnsdóttir, sem tekur sæti Jóns ölaf Jóhannesson. Þá hefur Þor- á þingi, eru tvær konur, sem sitja Skaftasonar, og Guörún Bene- leifur Kristmundsson tekið sæti á á þingi fyrir Framsóknarflokk- diktsdóttir, sem situr á þingi fyrir Alþingi fyrir Tómas Arnason. inn. Þær eru Ragnheiður Svein- Ragnheiöur Sveinbjörnsdóttir t.v. og Guörún Benediktsdóttir t.h., en þær sitja nú báðar á þingi fyrii Framsóknarflokkinn. ingar byggða landsins. Vikja má frá reglunni um ibúafjölda, ef um er að ræða tengingu kaupstaða eöa kauptúna, sem mynda sam- ræmda heild frá atvinnulegu eða félagslegu sjónarmiði. Sama gildir um tengivegi sem hafa mikla árstiöabundna umferð eða þar sem innan 10 ára má búast við 1000 blla umferð á dag yfir sumarmánuðina. Þjóðbrautir: Vegir sem eru minnst 2 km langir frá vegamót- um og ná til a.m.k. þriggja býla, þannig að þeir nái að þriðja býli frá vegarenda. Vikja skal frá þessari reglu, ef um er að ræða veg að kauptúni. Sömuleiðis má, þar sem aðalfjallvegurliggur úr byggð, telja þjóðbraut að innsta býli. Heimilt er að taka i tölu þjóð- brauta vegi aö flugvöllum utan kaupstaða þar sem reglubundið áætlunarflug hefur verið starf- rækt samkvæmt leyfi samgöngu- ráðuneytisins i eitt ár eða lengur. Ennfremur er heimilt að taka i tölu þjóðbrauta vegiað skólastöð- um og öörum hliðstæðum stöðum, þar sem visir að þorpi hefur myndazt vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram. I athugasemdum viö þessa grein kemur m.a. fram, að á- kvæðið um flokkun þjóðvega i hraðbrautir, þjóðbrautir og landsbrautir, hefui' veriö óbreytt siðan vegalögin voru samþykkt á Alþingi 1963. alþingi En lengd þjóövega i flokki hraðbrauta, hefur aukizt mjög mikið siðan byrjaö var að gera vegaáætlanir samkvæmt þessum lögum. Hefur töluvert af þjóðar- brautunum flutzt I hraðbrauta- flokk við svo til hverja nýja vega- áætlun eða endurskoðun vegáætl- unar. Þetta atriði hefur ásamt takmörkunum landshlutaáætl- ana, sem ekki ná til tengivega miili einstakra iandshluta, valdiö sivaxandi erfiðleikum við gerð vegaáætlana. Þá segir i frumvarpinu: Stefnt skal að þvi að leggja bundið slitlag á þá vegarkafla þar sem innan 10 ára má búast við 1000 bila umferð á dag yfir sum- armánuðina. Um það atriði, breidd vega, fjarlægð skurða og girðinga, burðarþol og önnur tæknileg efni varðandi gerð þjóð- vega i hverjum flokki skal setja reglugerð. Þá er i frumvarpinu ákvæði um að I hverri sýslu skuli vera sýslu- vegasjóður og skilgreint hvaða vegir skuli vera sýsluvegir. Nefndin telur þær hugmyndir, sem stundum hafa komið fram um að leggja sýsluvegasjóði nið- ur spor aftur á bak, með þvi væri verið að flytja vald úr héraði til Reykjavikur. Lagt er tii, að lágmarksgjald það, sem hver hreppur skal greiða til sýsluvegasjóða, hækki úr andvirði þriggja dagvinnu- stunda fyrir hvern ibúa I andvirði sex dagvinnustunda fyrirhvern i- búa. Þykir þetta nauðsynlegt vegna mjög vaxandi fram- kvæmdaþarfar i sýlsuvegum m.a. vegna aukinna þunga- flutninga um þá i sambandi við breytt fyrirkomulag við mjólkur- flutninga (tankvæöing) Heimildarákvæði til handa hreppsfélögum til að hækka gjald sitt er nokkuö þrengt og gert ráö fyrir, aö hámarksgjald megi nema andvirði átta dagvinnu- stunda, en er tvöfalt lágmarks- gjald samkv. gildandi lögum. Albert Guðmundsson: Vill láta kanna áhrif af starfsemi Framkvæmda- stofnunar Albert Guö- mundsson (S) hefur lagt fram eftirfar- andi þingsá- lyktunartil- lögu um at- hugun á áhrif- um af starf- semi Fram- kvæmdastofnunar rfkisins: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjdrninni að láta kanna hvaða áhrif fjárhagsleg fyrirgreiðsla Framkvæmdastofnunar rikis- ins, sérstaklega Byggðasjóðs, hefur haft á atvinnu- og byggða- þróun i landinu. Sérstaklega skal kannað, hvaða áhrif þessi fyrirgreiðsla hefur haft á búsetu fólks, tekjuskiptingu eftir lands- hlutum og aðstöðumun fyrir- tækja eftir staðsetningu og starfsgreinum. Til samanburð- ar skal höfð i huga þróun sömu mála i Reykjavik og nágranna- byggðum hennar þau fimm ár sem liðin eru frá þvi að lög nr. 93 24. des. 1971, um Framkvæmda- stofnun rfkisins, tóku gildi. Fyrstu niðurstöður þessarar könnunar skulu birtar þvi Al- þingi er nú situr. Endanlegar niðurstöður skulu lagðar fram, þegar Alþingi kemur saman haustið 1977.” í greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður: „Hinn 1. janúar 1972 tóku lög um Framkvæmdastofnun rikis- ins gildi. Þessum lögum hefur siðan verið breytt og starfsemi Byggðasjóðs verið efld. Stofn- unin hefur gefiö út greinagóðar skýrslur um starfsemi sina, en þær skýrslur gefa ekki yfirsýn yfir, hvaða áhrif starfsemi hennar hefur haft á þróun byggöar i landinu, tekjuskipt- ingu eftir landshlutum og starfsgreinum. Er þvi nauðsyn- legt að kannað verði hvaða áhrif starfsemi stofnunarinnar og einkum lánveitingar Byggöa- sjóðs hafa haft á þvi fimm ára timabili, sem senn er liðið frá þvi að hún tók til starfa. Æskilegt er, að við könnun þá sem tillaga þessi fjallar um, verði gerður samanburður við þá landshluta og þá atvinnuvegi sem fariðhafa varhluta af fyrir- greiðslu Byggðasjóðs. Byggðasjóður er mjög öflugur lánveitandi i hagkerfinu og get- ur þvi haft viðtæk áhrif með starfsemi sinni til góðs og ills. Er þvi eðlilegt, að a.m.k. bráða- birgðayfirlit um áhrif hans verði lagtfyrir það Alþingi, sem nú situr, en endanlegar niður- stöður könnunarinnar þyrftu að liggja fyrir, þegar Alþingi 1977 kemur saman.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.