Tíminn - 10.11.1976, Side 13

Tíminn - 10.11.1976, Side 13
Miövikudagur 10. nóvember 1976 TÍMINN 13 Háskóla Islands Dr. Guð- mundur Eggertsson flytur inngangserindi að nýjum erindaflokki. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur: Benedikt Benediktsson syngur islensk Iög Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristjánsson sagn- fræöingur flytur söguþátt sinn um Eirik á Brúnum i sjö köflum. (Hljóðritun fór frain i fyrrasumar og hefur ekki verið útvarpað áöur): — fyrsti kafli. c. „Ég vildi ég fengi að vera strá”Knút- ur R. Magnússon les úr ljóð- um Páls ólafssonar. d. Sungið og kveðiðÞáttur um þjóðlög og alþýðutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Brot úr sögu eyöibýla i Vestur-Húnavatnssýslu eftir Gunnþór Guðmunds- son bónda á Dæli i Víðidal. Baldur Pálmason flytur. f. Kórsöngur: Þjóðleikhúss- kórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Söngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir” eftir Truman Capote Atli Magnússon les þýðingu sina (3) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (8). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 10. nóvember 18.00 Þúsunddyrahúsiö Norsk myndasaga. Allt á öðrum endanum Þýðandi Gréta Sigfúsdóttir. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 18.20 Skipbrotsmennirnir Ástralskur myndaflokkur. 5. þáttur. Leyndardómur eyjarinnar Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.45 Maginn Bandarisk mynd um starfsemi magans. Þýð- andi Björn Baldursson. Þul- ur Gunnar Helgason. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Færeyingar og fiskveiði- mörkin Fræðslumynd um landhelgismál Færeyinga og aðalatvinnuveg þeirra, sjávarútveg. Siðan myndin var gerð, i marsmánuði siðastliðnum, hefur fær- eyska lögþingið samþykkt að færa landhelgina út i 200 sjómilur 1. janúar 1977. Þýðandiog þulur Jón O. Ed- wald. (Nordvision-Norska sjónvarpið) 21.05 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.30 Frá Listahátið 1976 Franski pianóleikarinn Pascal Rogé leikur sex prelúdiur eftir Claude De- bussy. 21.55 Augliti til auglitisSænsk- ur myndaflokkur eftir Ing- mar Bergman. Lokaþáttur. Efni þriðja þáttar: Jenný ákveður að fyrirfara sér og tekur inn banvænan skammt af svefnlyfjum. Tómas Jacobi tekur að undrast um hana og fer heim til hennar, þar sem hann finnur hana og flytur á sjúkrahús. Eiginmaður Jennýjar heimsækir hana á spitalann. Hún biður hann að koma frekar næsta dag, en hann er timabundinn og fer aftur til Chicago. Tómas situr hjá Jenný, og smám saman fer hún að jafna sig. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 22.40 Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival 1. KAFLI Spænska konungsdóttirin Katrín af Argon (1485-1501) Isabella drottning sem eiginkona og móðir. Isabella drottning af Kastilfu og Ferdinand konungur af Aragon, voru að því er virtist eins hamingjusöm og konungur og drottning gátu verið. Þau réðu ríkjum á Spáni um það leyti, sem Loðvík XI, Frakkakonungur var að verða gamall og barnið Karl VII, lifti enn í draumheimum á grænum hjöllunum við Amboise. Spænsku konungshjónin voru fræg fyrir veldi sitt og sigra. Þau voru fríð, á spænska visu, jáau voru jafnvel dálítið lík, þar sem þau voru skyld, en það varð til að styrkja það aðdráttarafl sem sameinaði þau. Þau voru bæði langieitog full að vöngum, þau voru föl yfirlitum og dökkeygð. Augu Ferdinands voru ef til vill ekki alveg eins Ijómandi og ísabellu en eldur þeirra var falinn undir þungum augnlokum. Isabella var Ijónynja, Ferdinand ref urinn. Þau nutu ekki þeirrar bragðlausu hamingju né þess algjöra ákafa sem skáldin tileinka sínum ímynduðu elskendum. Hjá holdi klæddu fólki mundi slíkt áhyggju- leysi f Ijótt verða að lífsleiða. ísabella elskaði mann sinn heitt og hann einan. Fredinand var aðeins yngri, en kona hans, hann naut kvenhylli og var ekki við eina f jölina felldur. Hann kunni vel að meta heimanmund Isabellu gáfur hennar og hugrekki, skírlífi hennar og alla sið- ferðílega kosti, honum féll heldur ekki illa andlit hennar né líkami, en stundum varð hann þreyttur á allri þessari tign. Þá flýði hann til faðmlaga sem voru ekki eins siða- vönd en fullteins aðlaðandi. Til þessa fékk hann þúsund tækifæri, á ferðalögum, í hernaði og þegar drottningin var þunguð. Isabella vissi vel um ótryggð hans, henni sveið þetta, en þó ekki óbærilega. Hún var ekki ein þeirra auðsveipu kvenna sem fórna sínum veraldarauði sem mútum fyrir eiginmann. Hún stýrði konungsríki sínu, Kastilíu, styrkti hendi, og þegar tækifæri gafst, minnti hún Ferdinand á, að hún væri ekki þegn hans, heldur einvaldur honum jafnvel voldugri. Þannig klippti hún af honum klærnar. Hún þurfti rétt að víkja að þessu og þá kom hann aftur í hjónasængina og þá áttu þau unaðsnæt- ur. Þessi stormur sem alltaf var yfirvofandi en skall aldrei á bjargaði þeim frá tilbreytingarleysi, þau gættu þessað heyra aldrei nema þytinn í f jarska. Strax og dag- aði áttu þau svo storbrotin áhugamál, að dagur var kom- inn að kveldi áður en þau mundu eftir margslungnum holdsins vegum. Guð hafði gefið þeim hásætin með yfirnáttúrulegri í- hlutun. Eldri bróðir Ferdinands hafði vikið fyrír honum með því að deyja á dularf ullan hátt. Því var hvíslað, að þar hefði forsjóninni verið hjálpað með eitri. Isabella hafði eignast Kastilíu fyrir enn meiri náð. Á undan henni hafði Hinrik IV, bróðir hennar, verið við völd, en biskupar hans og aðalsmenn höfðu hátíðlega lýst því yfir að hann gæti ekki getið börn. Hinrik hafði boðið sannanir fyrir hinu gagnstæða, þar sem kona hans hafði orðið þunguð og fætt barn, en aðalsmennirnir í Kastilíu staðhæfðu með fullkominni geðró, að konungur hefði sentstaðgengil í hjónasængina og þvi væri litla konungs- dóttirin óskilgetin. Þeir ofsóttu hinn ógæfusama Hinrik IV, settu hann áf og urðu þess valdandi að hann dó af harmi. Því næst hrifsaði hin trúaða Isabella hásætið, rak litlu konungsdótturina á brott og þvingaði hana til að loka sig inni í klaustri einu í Portúgal. Isabella var þá nýgift Ferdinand, þau sameinuðu svo Aragon og Kastilíu, og í stað hinna tveggja litlu konungs- ríkja réðu þau nú yf ir Spáni. Þó voru enn þrjú landsvæði, sem þau höfðu ekki náð haldi á, Portúgal í vestri,Nav- arra, sem lá að Pyreneaf jöllum og Granada, sem Már- arnir réðu enn yfir. Granada voru sundurtættar leyfar voldugs keisaradæmis, illa stjórnað, spillt og eyðilagt af flokkadráttum og morðum, andi kvennabúranna hefði og hjálpaðtil að afsiða þjóðina, en þau voru umlukt töfr- um hinna lokuðu garða með marmaraskrauti og gos- brunnum. Þegar hin trúaða Isabella og hinn slægvitri Ferdinand hugsuðu um þennan girnilega ávöxt, Gran- ada, fylltist munnur þeirra vatni. Á hverju ári fóru þau með óf riði á hendur Márunum í Granada. Á hverju ári voru þau sigursæl, náðu nokkrum köstulum á sitt vald og nálguðust höf uðborgina. Þau biðu þess dags með óþoli, er þau gætu eygt hina rauðu turna Alhambrahallar gnæfa upp úr grænum trjátoppunum. Þau áttu sina erindreka í Granada — Gyðinga og Mára. Þeir létu þim í té upplýsingar, og komu af stað sundur- þykkju. Þeir sáu um að spámenn ógæf unnar gengju þar um þröng skuggaleg strætin, og svöruðu kvörtunum íbú- anna með því að spá hefnd af himnum. Einu sinni í skæruhernaði náðist hinn litli konungsson- ur Mára, Boabild. Hann var neyddur til að ganga af trú sinni, síðan var honum sleppt í þeirri von að veiklyndi hans og heimska mundi bjóða ógæfunni heim. Þau fóru inn í Ronda, Zahara og hin bezt vörðu virki. Þau drápu og sömdu svo frið, þegar hermenn þeirra voru orðnir þreyttir á blóðsúthellingum. Áður en þau yfirgáfu hinar unnu borgir hinkruðu þau við, til að horfa á hina vantrúuðu ryðjast út um háreist borgarhliðin. Þetta fólk var skelfingu lostið, þarna fóru menn klæddir snjáðum hempum, rakaðar krúnur þeirra gljáðu í sólinni og feitlagnar konur, sem voru orðnarfölar í skugga kvennabúranna, þær drógu börn sín á eftir sér, börðu frá sér hina drukknu hermenn, og reyndu að hylja sig blæjum sínum. Ferdinand var í öllum hertygjum, skarpleitt andlit hans virtistenn sólbrúnna undir hjálminum. Hann horfði á f lóttafólkið svörtum óheillavænlegum augum. Við hlið hans sat Isabella þráð bein, á múldýri sínu, hún var vaf- in þykkum möttlum það sást varla í andlit hennar undir fellingum léreftshúfunnar. Isabella athugaði Ferdinand og taldi um leið perlurnar í löngu talnabandinu. Þau höfðu förumunka í föruneyti sínu, þeir klæddust hvitum kyrtlum og svörtum kuf lum. Þeir boðuðu hinum vantrú- uðu fagnaðarboðskapinn og Gyðingunum Nýja-testa- mentið. Þau létu skriftaföður sinn, Torquemada setjast að í Sevilla. Bálkestir voru kyntir undir virkisgörðum borganna, þar voru þúsundir villitrúarmanna brenndir. Allir skulf u frammi fyrír Rannsóknarréttinum, jafnvel prestar og biskupar. Daunninn af brenndu holdi reis upp af sléttum Andalúsíu og hásléttum Tagus og Douro, þessi daunn varð sem nýtt reykelsi. Isabellu var þungt um hjartað er hún horfði á hinar heilögu skrúðgöngur fara fram hjá, með hinn græna kross aftökudaganna. Hún hlustaði á söngl munkanna, hún sá hina dauðadæmdu hníga niður. Isabella grét, en hún sigraðist á veikleikanum og þagg- aði rödd Satans. Eldurinn mundi hreinsa þessa aumu villutrúarmenn, mundi hreinsa þá af öllum sora og bera þá til himna, hún var að gef a þá Guði. Ferdinand saf naði saman eigum hinna látnu, hann var önnum kaf inn við að styrkja efnahag sinn. Ferdinand og Isabella höfðu verið gift í meira en fimmtán ár, þau áttu þegar þrjár dætur og einn son. Hinn fimmtánda desember 1485 mátti heyra glaðlegan klukknahljóm, sem ómaði frá öllum klukkuturnum, Verkamennirnir, sem unnu við plægingar úti í hinum is- kalda vindi Kastilíu, iðnaðarmennirnir, sem strituðu inni hjá eldstæðum sínum litu upp og allir undruðust hvaða

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.