Tíminn - 10.11.1976, Síða 15

Tíminn - 10.11.1976, Síða 15
Miðvikudagur 10. ndvember 1976 tíminn 15 Lárus Sigfússon, bifreiðastjóri: — Já, ég tel það faísælla. Þegar kjördæmin voru smærri, voru þingmenn meira háðir kjósendum sinum. Jónmundur Einarsson, verkamaöur: — Já hiklaust. Flokkspóli- tikin hefur nú alltaf verið of mikil, og ekki fer hún batnandi. TÍAAA- spurningin Tima-spurningin: Á að gera kjör alþingis- mannapersónulegra en nú er? Hörður Þórarinsson, hárskeri: — Já, endilega. Prófkjör myndu að nokkru bæta ástandið og val þingmanna yröi með þeim ekki eins fjarlægt kjósendum og nú er. Flosi ólafsson, leikari:—Þvi ekki það. Enhræddur er ég um, að slikt kæmi mörgum þingmanninum I koll. Ragnhildur Palsdóttir, vinnur við auglýsingar: — Já, þaö finnst mér sjálfsagt. Prófkjör ættu t.d. aö vera almennari. lesendur segja Sverrir Runóifsson: Undirförulir hagsmunahópar af verstu gerð VEGNA ummæla i fjölmiðlum um tilraunakafla minn, vil ég upplýsa eftirfarandi: I skýrslu Vegagerðarinnar segir: „verður sennilega að leggja nýtt lag yfir það (veginn) bráðlega”, en ekki, að „Sverris- braut” verði jörðuð”, né að slit- lagið allt sé ónýtt. Það eru niu mismunandi tilraunir i gangi i kaflanum og engin leið að sjá hvað hefur heppnazt og hvað „misheppnazt”, fyrr en eftir veturinn. Mun ég þá gefa mitt álit á útkomunni i heild. Enn- fremur mun ég upplýsa allt, frá byrjun til enda, sem gert var til að gera þetta erfitt og dýrt. Þá fyrst er hægt að dæma hvort ég hafistaðið mig vel eða illa. Eitt dæmi af tugum skal ég þó nefna núna. Valtari undirverktaka mins hafði bilaö, hann fékk loforð frá öðrum verktaka fyrir valtara, en þegar átti að flytja hann, þá kom náttúrlega i ljós hvert hann átti að fara. Þegar eigandi valt- arans frétti það, sagði hann, að það kæmi ekki til greina, að Sverrir Runólfsson fengi valt- ara hjá sér. Varð ég þá að senda öll tæki og menn heim. Vegna þessa, varð margra daga töf, auka flutningar og kostnaður. Eins og einn vinur sagði, með kimni vil ég segja: Það er ekki auðvelt að standa einn á móti heilli „mafiu”. Þegar ég segi mafia, meina ég vitaskuld undirförula (two faced) hags- munahópa af verstu tegund. GUÐ blessi heimilið. Pétur Hólm, Gufunesi: Gíróþjónustan alveg gagns laus — en veldur fólki miklum óþægindum Pétur Hólm, Gufunesi, kom að máli við umsjónarmann les- endadálk blaðsins og sagði farir sinar ekki sléttar: — Ég fæ simareikninga mina senda i giróreikningsformi, eins og flestir aörir. 1 þessum mánuði greiddi ég minn reikning i banka þann 15. nóvember. Ell- efudögumsiöar,eða 26. okt. var simanum lokað hjá mér. Þegar ég grennslaöist um hverju þetta sætti, var svarið það, að „gleymzt” hefði að færa á milli. Sama dag og lokað var hjá mér, vissi ég, aö það sama kom fyrir þrjá kunningja mina. Þeir höföu borgað girósimareikninga sina, en simanum var lokað hjá þeim nokkrum dögum siðar. Og þetta er ekki það eina. Rafmagns- reikningar eru lika sendir út i giróformi. Kunningi minn einn varð fyrir þvi, aö án þess að hann vissi, var rafmagnið hjá honum tekið af og mælar innsiglaðir og þaö á föstudags- eftirmiðdegi. Var heimilið þvi rafmagnslaust heila helgi, og getur nærri hverjum vandræð- um þaö olli. Giróreikningurinn hafði verið borgaður nokkru áð- ur. Af þessum dæmum, sem ég hef tiltekið, og eflaust hafa fjöl- margir aðrir sömu sögu að segja , er ekki annaö aö sjá en að giróþjónustan sé vita gagns- laus. Ekki nóg með það, heldur veldur hún fólki miklum vand- ræðum og óþægindum. Upphaf- lega skildist mér, aö þetta fyrir- komulag ætti að vera til bóta fyrir neytendur, en min reynsla erþveröfug. Þaðsemhér virðist gerast, er aö ef giróreikning- arnir eru greiddir i banka, tekur það slikan óratima að koma þeim til viðkomandi þjónustu- fyrirtækis, að búið er að loka fyrir, eins og I áöurnefndum til- fellum, sima og rafmagn, jafn- vel þótt giróreikningarnir hafi veriðgreiddir.á tilskildum tima og I minu tilfelli ellefu dögum áður. Nei, giró-,,þjónustan” er alveg gagnslaus.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.