Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 17

Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 17
Miövikudagur 1. desember 1976 17 Að gefa framtíð er fegurst af öllu Ljóðakver — sýnishorn eftir Björn Haraidsson Reykjavik 1976 Prentsmiðjan Edda Við tókum okkur til nokkrir vinir og kunningjar Björns Har- aldssonar, bónda i’ Austurgörð- um i Kelduhverfi i Norður-Þing- eyjarsýslu, og skoruðum á hann aðheimila útgáfu sýnishorna af kveðskap sinum. Við vissum, að hann hafði ort allmikið á langri ævi, en litið flikað ljóðagjörð sinni. Þó hafðioftarog oftar upp á siðkastið komið fyrir að hann léti til sin heyra tækifæriskvæði, sem vakið höfðu óskipta athygli fólks og aukið stórum áhrif sögulegra minningarathafna, sem þau voru helguð. Björn tók áskorun okkar um útgáfu ljúfmannlega. En auð- vitað varð að hugsa um kostn- aðarhliðina. Leitað var áskrif- enda, sem strax fjölmenntu. Það reyndust margir á sömu skoðun og við, að vilja að Björn léti sýnishorn af ljóðagjörð sinni koma út þannig að almenningur gæti fengið að lesa og bók geymdi. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá,” sagði Björn alvar- lega, þegar hann sá fyrsta á- skriftalistann hér syðra full- skipaðan. En þegar heim kom i Þingeyjarþing var ekki um að villast: Nálægðin var á sama máli — og bað um ljóðin. Og nú eru þau komin út. Björn Haraldsson er fæddur 31. mai 1897 þar sem hann á enn heima. Foreldrar hans voru hjónin: Sigriður Sigfúsdóttir, bónda i Asbyrgi og Austurgörð- um og Haraldur Ásmundsson, bónda á Hálsi i Presthólahreppi i N-Þingeyjarsyslu.. Björn var elztur 8 systkina. Það yngsta fætt 1914. Heimilið var þvi þungt. Foreldrarnir voru atorkusamir og vildu veita börnum sinum hollt og menningarlegt uppeldi. Beinn skortur var ekki, en fátækt mik- il og vinna ströng. Hjálp við uppeldi yngri systkina kom að sjálfsögðu á hin eldri. Berklar bárust inn i heimilið og juku erfiðleika þess og harma. Björn var veikur af þeim um skeið. Eftir að Björn lauk fuilnaðar- prófi i barnaskóla sveitar sinn- ar, var hann stuttan tima í ungl- ingaskóla i öxarfirði. Haustið 1920 innritaðist hann sem ó- reglulegur nemandi i Gagn- fræðaskólann á Akureyri i III. bekk, og lauk mjög háu gagn- fræðaprófi um vorið. Hvorki taldi Björn sig hafa efnahag né heimilisástæður til þess að ganga lengri skólaveg, enda þá önnur viðhorf i skólamálum en nú. Gagnfræðapróf var þá taliö gott og farsælt menntastig fyrir aðra en embættismenn. Hins vegar hélt Björn kapp- samlega áfram að sjálfmennta sig meö miklum bóklestri. 1 sveit hans, Kelduhverfi, var fjölþætt félagsmálamenning stunduð, glaðleg samkomuhöld, bókfræði iðkuð, margir skáld- mæltir og mikið ort. Um mannlifið á þessum slóð- um hefir rithöfundurinn Arni Óla skrifað fróðlegar bækur, sem ég leyfi mér að skirskota til. En þvi tala ég um þetta, að það skiptir máli til skilnings á ljóöum Björns Haraldssonar. En Björn var ekki allur i bók- um Hann lagði fyrir sig verkleg- ar framkvæmdir vegna búskap- arins i umhverfi sinu. Og 1922 gerðist hann vegaverkstjóri rik- isins i vesturhluta N.-Þingeyj- arsýslu og var það samfleytt i þriðjung aldar. Kennari var hann lengi, barna og unglinga i heimahéraði á ýmsum stöðum og við Reykjaskóla i Hrútafirði 1956-’59. Þingskrifari i Alþingi 1929-1937. Hann hefir, að ég hygg gegnt um lengri eða skemmri tima flestum þeim störfum sem kosið er til sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerðum. Auk þess verið i stjórn kaupfélags sins, slátur- hússtjóri þess, og deildarstjóri þess i sveit sinni, — og nú er að koma út eftir hann saga félags- ins. Hann hefir verið formaður söngfélags i Kelduhverfi og einnig formaður Kirkjukóra- sambands N.-Þingeyinga. Bókavörður Keldhverfinga og skólanefndarformaður tvo ára- tugi. Svona mætti lengi telja, sbr. bækurnar: Kennaratal og Merkir samtiöarmenn. Segja má, að Björn hafi dreift kröftum sinum ósparlega. Ekki sé ég ástæðu til að áfellast hann fyrir það. Vegna f jölbreytni við- fangsefna hefir lærdómur lifs- reynslu Björns orðið miklu viö- feðmari og mannvit hans mikið. Þetta bera kvæði hans með sér. Birni Haraldssyni er mjög létt um að semja i óbundnu máli. Ungurkom hann fram á ritvöll- inn. Þótti nokkuð styrjaldar- gjarn og ádeilinn. Vildi tefla hvert tafl til þrautar. Sennilega verður hann alltaf fylginn sér á þeim velli meðan ævin endist. Björn hefir rekið búskap i Austurgörðum með góðum á- rangri til þessa dags. Aðeins hvarf hann frá honum meðan hann var kennari i Reykjaskóla 1956-’59. — Hann kvæntist 7. okt. 1939 Þorbjörgu Þórarinsdóttur, bónda iKollaviki Þistilfirði í N.- Þing., vel gefinni konu. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Hvers vegna fór Björn Haraldsson að yrkja ljóð? Þetta er raunar fávisleg spurning og óþörf um svo fjölhæfan mann i kveðskaparsveit. En sumir virðast yrkja af þvi að þeim er svo létt um að rima. Það er eins og hið langþjálfaða islenzka kveðskaparmál yrki þá stund- um sjálft, einkum ef dýrt er rimaö, en þvi miður þá oftast með litlu innihaldi. Ekki á þetta viö um Björn Haraldsson. Hann yrkir , þegar hann finnur sig þurfa sérstakra átaka við til þess að gera sér og öðrum grein fyrir hugsunum sinum og tilfinningum. Seiiast lengra vegna viðfangsefnis en sjálft „málið nær”, ef svo má að orði komast. Ljóðið, — og þó einkum hið stuðlaða og rimaða ljóð, — er form, sem knýr og vængjar hugsanirþess, er yrkir af innstu þrá. Það tendrar log hugans og tilfinningarnar. Enn fremur er þaö hátföaform þjóðlegrar hefðar á íslandi. Ljóðakver Björns Haraldsson- ar — eða „Sýnishorn” hefir prentsmiðjan Edda vandað að öllum frágangi. Pappirinn er góður, letrið ágætt, bandið fal- legt. Þetta eru 110 bls. og smekklegaá þær skipað. Kverið er í þægilegu broti og hilluprýði. Björn segist hafa snemma farið að yrkja, ort öll ósköp, en seinna brennt það safn. Fyrsta kvæðið i Ljóöakveri er um þá brennu: Björn Ilaraldsson Hvf ber ég þau á eldinn öll mín æskuljóð. þó ynni ég þeim af öllu hjarta eins og stóö? Þau voru einlæg, ör og heit, og elskuleg, og dæmdust nú á bálið fjálg og barnaleg. Rétt er rétt f heimi hér og hafiö það. Gert er gert og frágengið og fullkomnaö. Þannig haröur viö sjálfan sig, hefir hann létt á hesti sfnum. A þritugsaldri yrkir hann þessa yfirlýsingu, sem er á bls. 6 f Ljóöakveri: Þó að þúsund brot og brestir breytni mina saki, og öllum, sem að eru mestir, ógn ég standi að baki, vildi ég feginn valda nokkru taki. Ekki verða allir mestir. Hér er verið að leitast við i auðmýktað koma oröum að lffs- skoðun, sem mannsbragur er yfir. . Skal nú vikið að yngri kvæð- um Björns, sem virðist yrkja þvi betur sem á ævina liður. Til Héöinshöföa 1964 erkvæði, sem er ort i tilefni ald- arafmælis Einars skálds Bene- diktssonar, sem átti heima þar á æskuárum og lengur. Orti Einar á Héðinshöfða eða sótti þangað efni margra sinna fræg- ustu ljóða, svo sem kunnugt er. Kvæði Björns er niu erindi. Ég set hér sem sýnishorn 3 fyrstu erindin og hið siðasta. öld er liðin á ævi Einars á timans sævi. Meistara meistaranna meistaratökin sanna. Auðlegð islenzkri tungu engir þvilika sungu. Þjóðin þakkar og dáir, þakka háir og lágir honum, sem hallir reisti, honum, sem loftin þeysti Velli mun harpan halda, hljóma um aldir alda. Norður við fshafs ögur tslands dýrasti mögur bernsku og æsku undi. Úthaf við sanda dundi. Vitt sá til allra átta ' óðjöfur dýrra hátta. Blessunar guðs við biðjum bæði héraði og niðjum. Verndi þau vættir góðar. Vermi hjartablóð þjóðar. Þökk sé þér höfði Héðins hafðu lof bragar kveðins. Björn flutti þetta ljóð sitt fimm árum eftir að hann orti það, þegar afhjúpaður var minnisvarði, sem Þingeyingar reistu Einari skáldi Benedikts- syni að Héðinshöföa. Hitti það vel i mark — og var hátiðarauki. Nýja sjúkrahúsið á Húsavik var vigt með viðhöfn 23. mai 1970. Þar flutti Björn Haralds- son vigsluljóð, sem er eitt sýnis- hornið i Ljóðakveri: Að gefa framtið er fegurst af öllu, að byggja óbornum unaðshöllu. Að likna þjáðum, að lækna sjúka, að búa vanfærum beðinn mjúka. Að brosa þrótti i bugað hjarta, að gera erfiða ævi bjarta. Að vera systir, að verá bróðir, að anda hlýju á ævislóðir. Hinni leitandi sál virðist hún hafa fundið sjálfa sig og stöðu sina i tilverunni. Og hún hefir sigrazt á óttanum við dauöann, án þess að varpa sér i fang frið- andi trúarbragða. Að auka gleði, að sefa sorgir, að hugga sjúka við hrundar borgir. Að þjóna af kærleika þjáðum sálum, að fyrirgefa i frekum málum. Veglegt er hlutverk, en vandmeðfarið að hlúa að þvi, sem er meitt og marið. Og fylgi starfinu fórn og gleði — en fylgi ekki, er lif i veði. Allir hljóta að finna hlýjuna og mannúðina, sem andar frá þessu vigsluljóði, er hlýtur að hafa stækkað fyrir viðstadda stundina, sem það er helgað. Ég séekki ástæðu til að birta i þessari bókarfregn mörg fleiri sýnishorn — sýnishorna af ljóðagjörð Björns i Austurgörð- um, Bezt er að menn gangi sjálfir úr skugga um og lesi allt Ljóðakver hans. Eitt kvæði vil ég þó nefna enn. Það heitir Leitin og er 27 þriggja ljóðlinu erindi. Kvæðið er skriftamál höfundarins, ort nú, þegar hann er að verða áttræður, opin- ská og þess vegna mjög for- vitnileg, Þar segir frá leithins vökula manns, upp á lff og dauða, að sjálfum sér i torskil- inni tilverurini. Skriftamálin hefjast á þessa leið: Sá,sem villkynnast manni, er látlaustvill sækja á brattann til þess að fá meiri yfirsýn, hann á erindi við Ljóðakver Björns Haraldssonar. Karl Kristjánsson. I æsku nam ég guðsorð eins og gengur. Ég get þó varla sagt það endist lengur, nema sem arfur eða fróðleiksfengur. Sem unglings trúin tók mitt næma sinni og togaði á móti skynseminni, er vildi hafa sitt af sálu minni. Svo hleyp ég yfir og grip niður: Að látið fólk við lifssvið okkar biður, er löngu vitaö, hvað sem trúnni lföur, á hlutverk eins og við og varla siður Á jarðriki, þótt margt sé meinum blandið, er mest um vert, að kærleiks-fórnar-bandið það tengir landið hér við handan — landiö. t aldamyrkri misskilnings og ótta, var mannkyn þjáð og hrætt, að valdsins þótta, og hinzta nótt var haldin svörtust nótta. Og þó að oftsé gott, sem gamlirsyngja, er guði liðna timans þörf að yngja. Þvi trú er stöðnun, leitin lifshamingja. Þó erfðasynd sé úrelt villu-glýja, mun engum takast breytni sina að flýja. Og þá er eina leiðin, dáð að drýgja. Að dæma minar gerðir get ég eigi — Þá greind og hjarta réðu minum vegi er gleði min og ljós á lokadegi. En þvi fór verr, ég brást á stærstu stundum. Það storkar nú á samvizkunnar fundum. Mig skorti kjark og skap, það veldur undum. Til himnarikis unnið hef ég ekki. Ég enn um sinn mun skipa lægri bekki, hjálpa og þjóna, þeim ég anna og þekki. í friði og ró, þá fullnuð eru árin, ég fer og þakka gleðibros og tárin, höppin og töpin,.hamingjuna og sárin. Hjá ykkur, sem að eftir verða að sinni, er allur hugur minn og ljúfust minni. Og ef mér leyfist, ykkar þörf ég sinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.